Morgunblaðið - 20.10.1960, Side 12
12
MORGVHBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 20. okt. 1960
isttMftfrifr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
mkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FRJÁLS BLÖÐ
k ÞAÐ hefur verið drepið
** í ritstjórnargrein hér í
blaðinu, að það háði frjálsri
skoðanamyndun 1 landinu,
hve tengd dagblöðin væru
stjórnmálaflokkunum. Ekk-
ert mætti segja í blöðunum
án þess að það væri sam-
stundis túlkað sem skoðun
þess stjórnmálaflokks, sem
viðkomandi blað styður. —
Morgunblaðið hefur fyrir sitt
leyti viljað bæta nokkuð úr
þessum ágalla. Það birtir tíð-
um greinar, sem hafa ýmis-
legt það að geyma, sem jafn-
vel ritstjórnin er ekki full-
komlega sammála, hvað þá
að það sé tulkun á stefnu
Sj álfstæðisf lokksins.
Einn er sá háttur, sem
blaðið hefur á til þess að ná
til skoðana almennings, en
það er spurning dagsins á
sunnudögum. Auðvitað birtir
blaðið svör þeirra, sem til er
leitað, án þess að túlka í leið-
inni eigin sjónarmið. Síðast-
liðinn sunnudag birti blaðið
svör allra togaraskipstjóra,
sem til náðist í Reykjavík í
síðustu viku, við spurning-
unni um það, hvað þeir álitu
um samninga við Breta í
landhelgisdeilunni. — Niður-
staðan varð sú, að 4 af 5, sem
spurningunni svöruðu, töldu
einsætt að semja bæri við
Breta, en sá fimmti taldi okk-
ur eiga að halda fast við nú-
verandi friðunarlínu.
Stjórnarandstæðingar hafa
síðan látið í það skína, að
Morgunblaðið muni fyrir-
fram hafa kynnt sér skoðanir
togaraskipstjóra á þessum
málum og leitað til þeirra,
sem óskuðu eftir samningum,
en ekki hinna. Þessar fullyrð-
ingar eru tilhæfulausar með
öllu, enda var, eins og áður
segir, leitað til allra starfandi
togaraskipstjóra, sem til
Reykjavíkur komu í vikunni.
Samkvæmt kenningum
stjórnarandstæðinga hefði
Morgunblaðið átt að neita að
birta svör þeirra manna, sem
til var leitað, ef þau féllu rit-
stjórn blaðsins ekki í geð.
Eftir okkar skoðunum aftur
á móti er spurning dagsins til
gangslaus, ef þar má aðeins
koma fram eitt sjónarmið. En
víkjum að öðru.
í þriðjudagsblaði Morgun-
blaðsins er birt viðtal við
Svavar Guðnason, listmál-
ara, sem nú heidur sýningu í
Kaupmannahöfn. í þessu við-
tali heldur Svavar fram sjón-
armiðum, sem eru andstæð
sjónarmiðum togaraskipstjór-
anna í landhelgismálinu.
News Chronicle og Sfar
leggja cipp laupana
Morgunblaðinu kom ekki til
hugar að ritskoða orð Svav-
ars Guðnasonar fremur en
togaraskipstjóranna. Báðir að
ilar hafa fullkominn rétt til
að halda fram sínum skoð-
ui)um, en sjónarmið Morgun-
blaðsins birtast í ritstjórnar-
greinum þess.
Á því leikur ekki minnsti
vafi, að erfiðleikarnir á lausn
landhelgismálsins stafa með-
fram af því, hve þvinguð
skoðanamyndun er hérlendis,
þar sem menn eiga það bein-
línis á hættu að vera stimpl-
aðir landráðamenn, án þess
að geta borið hönd fyrir höf-
uð sér, ef þeir hafa aðrar skoð
anir á málum en þær, sem
stjórnmálamenn á hverjum
tíma telja heppilegastar til
framdráttar sínum flokki og
gera þar með að stefnu blaða
sinna. Ofurlítið bragð af
þessu gefur að líta í Þjóðvilj-
anum þegar blaðið segir um
togaramennina:
„Togaraskipstjórarnir rök-
styðja einnig afstöðu sína
með því í Morgunblaðinu, að
það sé þeim fjárhagslegt hags
munamál að geta selt óverk-
aðan fisk í Bretlandi — hvað
sem líður þjóðarhag. Þeir
vilja sem sé selja landsrétt-
indin gegn því að þeir fái
persónulega einhvern ábata!“
Og næsta dag segir blaðið:
„Menn af slíku tagi eru því
miður alltaf til, eins og við
þekkjum úr sjálfstæðisbar-
áttunni við Dani. Innan al-
þýðusamtakanna gengur
manngerðin undir nafninu
verkf allsbr j ótar“.
Togaraskipstjórunum eru (
sem sagt ekki vandaðar kveðj |
urnar. Þeir eiga að meta,
einkahagsmuni sína meira en'
hag þjóðarinnar og vera til-
búnirlil að svíkja allt og alla
fyrir peninga.
í Bretlandi hafa mjög
miklar umræður verið í blöð-
unum um landhelgisdeiluna.
Margir brezkir þegnar hafa
gagnrýnt harðlega stjórnar-
stefnu Breta í málinu og
engum hefur þar í landi
dottið í hug að bera á þá
menn landráðabrigzl eða núa
þeim því um nasir að þeir
ynnu að persónulegum hags-
munum. Þessar umræður
hafa vissulega verið styrkur t
Breta en ekki veikleiki. Á
sama hátt eiga íslendingar að
vera nægilegir manndóms-
menn til þess að þora að
ræða málin frá öllum hliðum,
hvað sem líður kommúnisk-
um upphrópunum. Að því
vill Morgunblaðið stuðla.
LONDON, 18. okt. (Reuter). —
Tvö brezk stórblöð hættu í dag
göngu sinni, morgunblaðið News
Chronicle með 1,2 milljóna upp-
Iag og kvöldblaðið Star sem gefið
hefur verið út í 758 þúsund ein-
tökum. Bæði þessi blöð studdu
Frjálslynda flokkinn og hefur
stjórn flokksins lýst yfir undrun
sinni og vandræðum yfir hinni
skyndilegu sölu og niðurlagningu
blaðanna.
Kaupandi blaðanna er hinn
frægi Rothermere blaðahringur
og er sagt að kaupverðið hafi
numið 1,5 milljón sterlingspunda
fyrir bæði blöðin. Ætlun Rotherm
ere-hringsins er að sameina þau
morgunbiaðinu Daily Mail og
kvöldblaðinu Evening News.
En nú er það hvergi nærri víst,
þótt slík sameining fari fram, að
kaupendur hinna gömlu blaða
láti sameininguna hafa áhrif á
sig. Enda er þegar kafin einhver
hin skæðasta barátta sem um er
vitað um þessa blaðalesendur.
Bernhard Shaw varð frægur
sem bókmenntagagnrýnandi
„Star“.
Boð til lesenda
Sérstaklega hefur Beaver-
brook-blaðahringurinn verið fljót
ur að hefja baráttuna um hylli
þeirra. Blöð hans, morgunblaðið
Daily Express og kvöldblaðið
Evening Standard birta í dag
stórar tilkynningar þar sem þau
fara á fjörurnar við lesendur
News Chronicle og Star.
Samskonar barátta er nú hafin
á sviði hinna sérstæðu sunnu-
dagsblaða Breta, því að s.l. sunnu
dag var eitt þeirra, hið svonefnda
Empire News að leggja upp laup -
ana. Hafði það upplag sem nam
rúmum tveimur milljónum en
verður nú sameinað stórblaðinu
News of the World sem er gefið
út í 6,5 milljón eintökum. Blaða-
hringur Kanadamannsins Roy
Thomsons átti bæði blöðin.
Tap á rekstrinum
Mr. Cadbury, framkvæmda-
Opnar málverka-
stjóri Daily News Ltd. sem gaf
út News Chronicle og Star sagði
í dag, að alveg væri sama þótt
upplög þessara blaðað hefðu ver-
ið há, — stöðugt tap hefði verið
af rekstri þeirra, svo útgáfufélag-
inu hefði verið nauðugur einn
kostur að selja fyrirtækið. Við
blöðin störfuðu 3700 manns, þar
af 300 á ritstjórnarskrifsofum
þeirra. Segir Cadbury, að útgáfu-
stjórnin geri sér fullkomleg®
ljóst, að hún hafj skyldur gagn-
vart þessum starfsmönnum og
hefur hún ákveðið að verja allri
söluupphæð blaðanna, þegar óhjá
kvæmilegur kostnaður hefur ver-
ið frá dreginn, til stuðnings og
eftirlauna við starfsfólkið. T. d.
hefur þegar verið ákveðið að 800
þúsund sterlingspund gangi beint
í eftirlaunasjóð starfsmannanna.
Foringjar starfsmannafélags blað
anna segja þó að þessar bætur
séu allsendir ófullnægjandi.
Þrír blaðahringir
Með falli þessara tveggja blaða
er tala þeirrá dagblaða sem hætt
hafa göngu sinni í Bretlandi síð-
an 1953 kominn upp í 41. Víða
hafa menn látið í ijósi óánægju
með þróun blaðaútgáfunnar í
Bretlandi. Er nú svo komið, að
helmingur allra blaða í Bretlandt
er eign þriggja stórra blaða-
hringa, Beaverbrooks, Rother-
meres og Thomsons og sýnt þyk-
ir að á næstu árum fari hlutur
þessara stóru hringa enn mjög
versnandi.
Einha mest virðist blaðið
„Guardian" í Manchester harma
fall News Chronicle, enda er það
stuðningsblað Frjálslynda flokks-
ins. Segir það að Chronicle hafi
borið meiri menningablæ en flest
hinna dagblaðanna. Daily Ex-
press, lætur það heldur ekki á
sig fá, þótt það sé eign eins void-
ugasta hrinsins, Beaverbrooks en
Charies Dickens var fyrsti
ritstjóri „News Chronicle“
segir í ritstjórnargrein í dag:
„Lýðræðið byggist á frjálsri og
margbreytilegri túlkun skoðan í
dagblöðunum. Þegar dagblöðun-
um fækkar, hefur það í för með
sér, að lýðræðið veikist".
Stærstu dagblöðin
Stærstu brezku morgunblöðin
sem nú munu keppa um það að
ná lesendum News Chronicle eru
þessi: Daily Mirror 4,5 millj. em-
tök, Daily Express 4 millj., Daily
MaiL 2 millj., Daily Herald 1,4
millj., Daily Telegraph 1,1 milij.
og Daily Sketch 1,1 millj. Síðan
koma tvö mikilsvirt blöð en. neð
miklu minna upplag: Times 254
þús., Guardian 182 þús. og luks
rekur kommúnistablaðið Daily
Worker lestina með 55 þús. ein-
tök.
sými!£ii
Á MÁNUDAGINN opnaði Skarp
héðinn Haraldsson vatnslitasýn-
ingu að Týsgötu 1. Skarphéðinn
stundaði fyrst nám í Handíða-
skólanum, fór síðan til framhalds
náms í Londdn og Glasgow, enn
fremur fór hann námsferð til
Parísar. Hann hefur ekki hald.ð
sjálfstæða sýningu fyrr, en hefir
tekið þátt í samsýningum und-
anfarin ár. Nú sýnir hann 20
vatnslitamyndir, • sem allar eru
málaðar á þessu ári.
Sýningin verður opin næsta
hálfan mánuð kl. 10—6-
Ronnsak-
obi hern-
abaræði
var dæmdur fyrir
njósnir
VÍNARBORG, 8 okt. (Reuter).
Tveir Bandaríkjamenn, sem fóru
í skemmtiferð til Rússlands eru
komnir til Vínarborgar eftir æv-
intýralega ferð. Rússar handtóku
þá og sökuðu um .njósnir. Ann-
an þeirra, Mark L. Kaminsky,
dæmdi herrréttur í Kænugarði í
7 ára fangelsi, en rússneska frétta
stofan Tass tilkynnti að hinn
Bandaríkjamaðurinn Harvey C.
Rennett, hefði undirstungið lög-
regluna og veitt henni upplýs-
ingar um njósnastörf félaga síns.
Loks var þeim báðum vikið úr
landi og kom fangelsisdómurinn
því ekki til framkvæmda.
Viðaði að sér efni í bók.
Félagarnir tveir höfðu nú
nokkuð aðra sögu að segja um
dvöl sína í Noregi en Tassfrétta
stöfan hefur skýrt frá. Þeir
kváðust hvorugur hafa stundað
njósnir og Bennett segir það til
hæfulaust, að hann hafi gefið
upplýsingar um njósnir félaga
síns.
Þeir skýra svo frá, að þeir
hafi í júlí-mánuði sl. tekið bif-
reið á leigu í Finnlandi og ekið
inn yfir rússnesku landamæriu.
Segja að rússneska ferðaskrif-
stofan hafi teiknað leið fyrir þá
sem þeir mættu aka um gegnum
Rússland.
Þeir félagarnir segja að aðal
tilgangur ferðarmnar hafi verið
og taka myndir af rússneskum
hernaðarmannvirkjum og her-
mönnum. Ekki hafi þó verið um
að ræða njósnir. heldur hafi
Kaminsky ætlað gefa út bók um
hernaðaræðið í Rússlandi. Þeir
segjast hafa eins og aðrir ferða
menn, orðið mjög varir við her-
búnað í öllum héruðum landsins
og þykir mikil mótsögn felast í
því, að á sama tíma og Rússar
eru að tala um frið, bá linnir
ekki herbúnaðinum heima fyrir.
Handtetohir við landa-
mærin.
Þann 25. ágúst sl. ætluðu beir
að aka yfir landamærin til Tek<ó
slóvakíu við Chop en voru stóðv
aðir á þeim forsendum að þetta
væri bannsvæði. Síðan fengu
rússnesku landamæraverðirnir
þá flugu í höfuðið að framkal'.a
filmur Kaminskys og þar m:ð
var fjandinn laus. Vár nú flogið
með þá til Kænugarðs og Kam-
insky dreginn fyrir herrétt.
Kaminsky kveðst enn hafa í
hyggju að skrifa bók um hern-
aðaræðið í RússJandi, en hann
kveður verkið gert sér örðugra
við það að rússneska lögreglan
tók frá honum aliar minnisgrein-
ar og Ijósmyndaíilmurnar.