Morgunblaðið - 20.10.1960, Síða 17
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORCVJSBLÁÐIÐ
17
Markmið kommúnismans er óbreytt
Drottnun yfir allri
lieimsbyggðinni
— sagði Paul de Lieven d fundi Stúdentafélagsins
f FYRRAKVÖLD gekkst Stúd-
entafélag Reykjavikur fyrir um
raeðufundi í Sjálfstæðishúsinu og
var frummælandi þar Paul de
I.ieven, aðal-blaðafulltrúi At-
lantshafsbandalagsi,ns. Pétur
Benediktsson, formaður félags-
ins, setti fundinn og kynnti hinn
erlenda gest, en síðatn tók Lieven
til máls.
★
í upphafi máls síns skýrði Paul
Lieven í höfuðdráttum starfsemi
Atlantshafsbandalagsins. Það er
samtök fimmtán sjálfstæðra
ríkja, og hefur hvert um sig full
trúa í Atlantsaafsráðinu. Engin
ákvörðun er gerð, nema hún sé
einróma samþykkt. Veldur þetta
að sjálfsögðu nokkrum töfum í
afgreiðslu mála, og er harla ólíkt
því, sem tíðkast austan járntjalds.
Þar eru ákvarðanir gerðar með
skjótum hætti enda fátt um at-
kvæðagreiðslur Á hinn bóginn er
það með þessum hætti tryggt,
að engin ríkisstjónn þarf að
'beygja sig undir ákvarðanir ann
arra, né takazt annað á hendur
en það, sem hún er fús til.
Rangt væri að líta svo á, að
Atlantshafsbandalagið væri sjálf
stæð pólitísk heild. Það er fram
kvæmdastjórn þeirra stefnumiða,
sem samkomulag næst um í ráð
inu, og vettvangur til þess að
ræða bæði þau mál, sem sam-
komulag ríkir um, og hin, sem
ágreiningi valda.
★
Meginviðfangsefni bandalags-
ins hefur frá upphafi verið að
tryggja varnir vestrænna ríkja
gegn yfirgangi hinna austrænu
kommúnistaríkja. Þessu mark-
miði hefur nú verið náð að svo
miklu leyti, að lítil hætta verður
í bili að teljast á vopnaðri árás.
Styrkir
Framh. af bls. 6.
og Norðurlanda í ágúst
mánuði síðast liðnum til
að kynna sér nýjungar í
náttúrufræðikennslu við
menntaskóla.
9. Nefnd, skipuð af landbún
aðrráðuneytinu, til þess m.
a. að gera tillögur um fram
tíðarskipan búnaðar-
fræðslu og garðyrkjuskóla
vegna utanferðar Bjarna
Helgasonar, garðyrkjufræð
ings, til að kanna nýjungar
í gróðurhúsarækt og gróð-
urhúsagerð í Evrópu. Ferð
in hófst í ágústmánuði s.l.,
og mun Bjarni dveljast
ytra um nokkurra mánaða
skeið.
10. Jarðhitadeild raforkumála
skrifstofunnar vegna utan-
farar dr. Gunnars Böðvars
sonar, forstöðumanns deild
arinnar, til að kynna sér
notkun rafeindareiknivéla
við úrlausn vísindalegra
verkefna. Dr. Gunnar mun
fara utan í þessum mánuði,
og er ráðgert að hann dvelj
ist í Kaupmannahöfn um
allt að fjögurra mánaða
skeið. Til greina kemur, að
hann heimsæki einnig vís-
indastofnanir í Mainz og
Ztirich.
11. Rannsóknarstofa Fiskifél-
ags íslands vegna ferðar
Geirs Amesen, efnaverk-
fræðings, til Noregs til að
kynna sér meðferð og rann
sóknir á fiskiolíum. Förin
er ekki hafin enn, en ráð-
gert er, að hún taki um
einn mánuð.
Til framangreindra styrkja er
áætlað að verja samtals um 370
þús. kr.
(Frá Menntamálaráðuneytinu)
Á hinn bóginn er því ekki að
leyna, að markmið kommúnis-
mans er óbreytt — yfirráð yfir
öllum heimi — enda þótt aðferð
ir hans séu aðrar og virðist í
fljótu bragði friðvænlegri. Frá
öndverðu hafa Sovétríkin og
fylgifiskar þeirra einskis látið ó-
freistað í því skyni að koma af
stað úlfúð og deilum milli Atlants
hafsbandalagsríkjanna innbyrð-
is. Nýlega hefur þess í vaxandi
mæli orðið vart, að þau hafa
reynt að einangra Evrópu frá
ríkjum Asíu og Afríku.
Ræðumaður gat síðan í stuttu
máli um þýðingu íslands í vörn
um Atlantshafs og hversu mikill
styrkur bandalaginu væri að að-
ild íslands. Kvað hann það skoð
un sína, að íslandi væri engu síð-
ur hagur að þátttöku sinni í
þeseu varnarbandalagi, sökum
þess hve íslendingar eiga erfitt
með að halda uppi eigin hervörn
um sakir mannfæðar.
★
Að framsöguræðu sinni lok-
inni svaraði Lieven fyrirspurn-
um. Tveir kommúnistar, sem á
fundinum voru, biðu ekki boð-
anna. Þetta voru þeir Þorvaldur
Þórarinsson og Ingi R. Helgason.
Þorvaldur var fyrri til og flutti
stutta tölu og var aðalinntak
hennar það, að Atlantshafsbanda
lagið legði lag sitt við mestu
glæpamenn veraldarsöguhnar.
Loks spurði Þorvaldur hvort
Atlantshafsbandalagið mundi
veita Islendingum hernaðarað-
aðstoð gegn Bretum.
Lieven svaraði því til, að engin
vopnaviðskipti hefðu orðið milli
Breta og íslendinga og enda þótt
fast hefði verið haldið á málstað
íslands í NATO hefði engin ís-
lenzk' ríkisstjórn kært Bretland
né beðið um hernaðaraðstoð. Það
væri æskilegt, að bandalagsríkin
leystu deilur, sem upp kynnu að
koma, með viðræðum — og
kvaðst vona, að viðræðurnar,
sem staðið hafa að undanförnu,
mundu leysa vandann.
★
Ingi R. Helgason hneykslaði
bæði hinn erlenda gest og fundar
menn með því að halda því
fram, að aðild íslands að Atlants
hafsbandalaginu væri lögleysa.
Engu máli skipti vilji Alþingis,
ekki hefði verið leitað ráða „al-
þingis götunnar“.
Hófust þá almennar umræður.
Gísli Halldórsson, verkfræðing-
ur, ræddi um innræti kommún-
ismans — hvernig beizkja, öfund
og hatur í mannssálinni gæti fætt
af sér hinn kommúniska sjúk-
dóm. Allt væri undir því komið,
að Atlantshafsbandalaginu tæk-
ist að halda kommúnismanum í
skefjum — og það væri skylda
æskunnar að leggja allt það af
mörkum, sem hún mætti, til að
efla samstarf lýðræðisríkjanna.
Lagði Gísli áherzlu á það að ís-
lendingar sinntu þörfum Atlants
hafsbandalagsins í hvívetna.
Hættunni er boðið heim, ef lýð-
ræðisríkin slaka á vörnunum,
sagði Gísli.
★
Ásgeir Pétursson, benti í upp-
haíi máls síns á það að áður var
um það deilt hvort rétt hefði
verið að ganga í Atlantshafs-
bandalagið. Nú héldu kommún-
istar og fylgismenn þeirra því
fram að forsendur væru brostn-
ar fyrir áframhaldandi þátttöku.
Þetta er rökleysa, sagði Ás-
geir, því enda þótt aðferðir
kommúnista hafi breytzt, væri
markmið þeirra óbreytt, þ. e.
heimsyfirráð.
Þá benti Ásgeir á að Atlants-
hafsbandalaginu hefði ekki ver-
ið komið á fót án breýtinga á
utanríikspólitík margra aðildar-
rikjanna. Áður fyrr hefðu rík-
in ekki myndað með sér banda-
lög fyrr en eftir að árás hefði
verið gerð á þau, svo sem á
Hitlerstímunum, en nú hefði sá
háttur verið hafður á að stofna
til varnarbandalags áður en árás
væri gerð og til þess að hindra
árás. ísland hvarf frá þýðingar-
lausri hlutleysispólitík til varn-
arbandalags frjálsra þjóða. Það
er ekki gengið á rétt neinnar
þjóðar, þótt frjálsar þjóðir stofni
með sér bandalag til þess að
vernda frelsi sitt, mannhelgi og
friðinn.
Ljóst er að A-bandalaginu hef
ur tekizt að ná höfuðmarkmiði
sínu að vernda friðinn í heim-
inum og að stöðva yfirgang
Rússa, því frá stofnun bandalags
ins hefur þeim ekki tekizt að
undiroka einn þumlung lands til
viðbótar.
1 niðurlagi máls síns drap Ás-
geir á það að viðleitni Sovét-
ríkjanna til þess að ánetja aðr-
ar þjóðir efnahagslega væri sér-
lega varhugaverð. Það væri
sannarlega kaldhæðni örlaganna
að þessir yfirlýstu unnendur
öreiga og undirokaðra skuli ger-
ast berastir manna að því að
færa sér í nyt efnahagslega erf-
isleika þjóða, örbirgð og eymd
í þeim eigingjarna tilgangi að
seilast til pólitískra afskipta og
yfirráða.
★
Þór Vilhjálmsson, lögfræðing-
ur, talaði næstur og sagði óhugn-
anlegt til þess að vita hver eyð-
ingarmáttur vopnanna væri nú
orðinn. Hættan væri mikil og t.d.
sagði hann, að kínverskir komm-
únistaleiðtogar hefðu grafið það
upp úr hinum nýju kommúnísku
trúarbókum sínum, að styrj-
öld væri óumflýjanleg. Meðan
600 milljóna þjóð væri látin
trúa því, að styrjöld vær það
sem koma skyldi, þá væri
hætta á ferðum. Það dyldist
engum.
Bað hann Lieven að skýra laus
lega frá vopnastyrk austurs og
vesturs eftir því sem honum væri
bezt kunnugt — og í framhaldi af
því reis frummælandi aftur úr
sæti. Sagði hann, að Rússar hefðu
töluvert meiri herstyrk á landi
— og kafbátasveitir þeirra væru
öflugar. Þeir ættu nú 450—500
kafbáta, en til samanburðar gat
hann þess, að Hitler hefði í upp
hafi heimsstyrjaldarinnar átt að-
eins 50 kafbáta — og hefðu þeir
þó gert nógu mikinn usla.
En hlutföllin væru heldur hag-
stæðari Vesturveldunum, þegar
kæmi að flughernum. Sagði hann,
að Rússar væru taldir eiga um
20,000 hervélar. Mest gerði Lie-
ven úr polaris-flugskeytunum,
sem Bandaríkin hafa sett 1
nokkra kafbáta sinna. Þessum
skeytum gætu bátarnir skotið úr
kafi, þetta væri eitt öflugasta
vopnið, sem Vesturveldin hefðu
nú yfir að ráða.
Þorvaldur Þórarinsson greip
nokkrum sinnum fram í fyrir
Lieven, var með sömu fyrirspurn
imar misjafnlega þvælulega orð
aðar — og hártogaði svör frum-
mælanda. Var greinilegt, að
kommúnistarnir forðuðust allar
málefnalegar umræður, ætluðu
sér aðeins að hefja þóf, sem þeim
tókst þó ekki vegna greiðra og
ákveðinna svara Lieven. Undir
lokin hlógu allir fundarmenn að
Þorvaldi og sá hann sitt óvænna
og dró sig í hlé.
★
Pétur Benediktssosu, formaður
félagsins, sagði nokkur orð að
lokum. Sagði hann að 1 lok síð-
— Það var stúlka, sagði Jórunn hreykin. Haiia ljósmóðir
horfir á frumburð hennar.
— fifiöingarheimilii)
Framh. af bls. 3
Svo leit hann á okkur stór-
um, dimmbláum augum rétt
sem snöggvast, lokaði peim
síðan og var steinsofnaður.
Skipti á börnum útilokuð.
Við vöggurnar voru festir
miðar, annar blár en hinn
rauðbleikur. Á þá var prent-
að nafn móður. stofunúmer,
fæðingardagur og ár barns-
ins, þyngd þess, lengd og kyn.
Bláu seðlarnir eru settir á
vöggur drengjanna en þeir
rauðbleiku stúlknanna. Hulda
Jensdóttir skýrði okkur frá
því, að bæði móðir og barn
væri merkt áður en þau færu
út 'af fæðingarstofunni og
væru merkingarböndin meira
að segja ekki klippt í sundur
fyrr en að fæðingu lokinni. —
Auk þess, hélt Hulda áfram,
tökum við mót af hægri il
barnsins og hægri þumalfing-
ur móður og það prentað í
dagbækur okkar; einnig fær
móðirin förin þrykkt á bak-
hlið barnaseðlanna til gam-
ans. — Eins og þið sjáið af
þessu, er skipting á börnum
alveg útilokuð.
Því næst skýrði Hulda okk-
ur frá því, að þær kenndu
mæðrunum að baða börn sín,
áður en þær færu heim. — I
veganesti fengju þær leiðbein
. ingarbækling um meðferð
ungbarna. en auk þess gæfi
fæðingarheimilið úr smárit til
mæðranna um reglur heimil-
isins, leikfimisæfingar eftir
fæðingu og önnur heillaráð.
Akkúrat matráðskona.
Síðast heimsóttum við eld
húsið. Þar voru stúlkurnar að
keppast við ?ð laga kvöld-
verðinn. Matráðskonan, frú
Sigrún Arnórsdóttir, stóð við
eldavélina og hræði í kartölu
mús. Er við kíktum ofan i
hinn pottinn, komumst við
að raun um að pylsur væru
á boðstólum í kvöld.
Sigrún skýrði okkur frá því,
að fyrir utan matseldina bök-
uðu þæi allt sjálfar. Rómaði
hún mjög eldhúsið, hversu
það væri stórt. rúmgott og
þægilegt. Það er tviskipt; í
öðrum enda þess er uppþvott
arherbergið með tveimur vösk
um, annar en notaður til upp
þvotta en hinn til að hreinsa
matvælin í. Þá sýndi hún okk-
ur hvernig hún notaði heljar
stóra pönnu sem fest var i
gólfið.
— Hefurðu fengizt áður við
sjúkrahúsamat, Sigrún?
— Já, í 6 ár, sagði Sigrún,
en ég veit ekki ....
. . . Hún er akkúrat eins og
matráðskonur á sjúkrahúsum
eiga að vera, ■ greip Hulda
fram í, látið hana ekki reyna
að telja ykkur trú um annað.
Enginn ys né þys.
Það var enginn ys né þys
á fæðingarheimilinu, þótt ein
kona væri að fæða. Allt fór
rólega fram. Við gengum fram
hjá hjá setustofu mæðranna,
sem ,var auð á þessari mín-
útu. Þar geta þær setið og
spjallað saman. eftir að þær"
eru orðnar rólfærar. Og þeg
ar við yfirgáfum fæðingar-
heimilið, mættum við tveim-
ur ganstúlkum, sem ýttu mat
arvagni á undan sér. Það var
kominn kvöldverðartími og
okkur var ekki lengur til set-
unnar boðið; starfsfólk og
sængurkonur biðu eftir pyls-
unum og karöflumúsinni
hennar Sigrúnar.
ustu heimsstyrjaldar hefðu enn
verið tveir blettir á skildi vest-
rænna þjóða, nýlendustefnan og
afskiptaleysið um fátækt almenn
ings í miklum hluta heims. Það
var, sagði hann, gleðilegt að sjá
fulltrúa nýju Afríkuþjóðanna,
þegar þeir gengu í sal Allsherjar
þingsins fyrir skemmstu. En sam
tímis því, að verið er að hjálpa
nýju ríkjunum að komast yfir
erfiðasta hjallann færist kúgunin
í aukana í hinum kommúniska
heimi. Þar eru fjötrarnir
hertir á almenningi, þar rík-
ir algert slceytingarleysi um
hagi almennings — þar stjórnast
allt af ofsatrúnni á úreltar kenn
ingar kommúnismans og hinni
ævafornu drottnunarhyggju zar-
anna. — Að lokum drap Pétur
á landhelgismálið og sagði það
von sína, að finnast mætti lausn
þess.
★
„Alþingi götunnar“ ætti ekkl
að segja rétt kjörnum fulltrúum
þjóðarinnar fyrir verkum. „Samn.
ingar eru svik“ væri hinn aum-
asti þvættingur. — Með festu
ætti að ná sem skynsamlegustu
samkomulagi. Það er betra að
lifa í góðum samskiptum en reiða
skóna hver að öðrum.
EINAR ASMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
HAFSTEINN SIGURÐSSON
héraðsdómslögmaður
Skrifstofa Hafnarstr. 8, II. hæð.
Sim: lo407, 19113.