Morgunblaðið - 10.11.1960, Qupperneq 6
6
MORGVNBLAÐIb
Flmmtudagur 10. nóv. 1960
Leikstjóri Gísli Halldórsson
J. B. PRIESTLEY, höfundur leik
ritsins .Tíminn og við‘, sem Leik-
félag Reykjavíkur frumsýndi sl.
sunnudagskvöld, hefur um ára-
tugi verið talinn einn af merk-
ustu og mikilvirkustu rithöfund-
Breta. Hann hefur verið blaða-
maður og hafa margar bækur
með úrvali ritgerða hans verið
gefnar út og hann hefur samið
fjölda skáldsagna og leikrita, er
hlotið hafa mikið lof bæði í
heimalandi höfundarins og utan
þess. Fyrst leikrit hans, Danger-
oots Corner (1932), sem gert er
eftir samnefndri skáldsögu hans,
vakti þegar mikla athygli og
Night“ öll um þetta efni, hvert
á sína vísu. Þykja þessi leikrit
einna áhrifamest og athylgisverð
ust allra leikrita höfundarins,
ertda eru þau afar sérkennileg og
bera vott um skemmtilega hug-
kvæmni hans. Leikfélag Reykja
víkur frumsýndi „I have Been
Here Before“ (Ég hef komið hér
áður) haustið 1943. Um það leik
rit hefur höfundurinn sagt, að
enda þótt hann hafi tekið til
meðferðar þá kenningu, sem þar
kemur fram, beri ekki að skilja
það svo að hann fallist á hana.
Hið sama mun og mega segja
um kenninguna í „Tíminn og
Leikfélag Reykjavíkur:
Tíminn og viu
eftir J. B. Priestley
Helga Valtýsdóttir sem frú Conway og Birgir Brynjólfsson
sem Robin.
þótti bera ótvíræðan vott um
dramatíska gáfu höfundarins.
Síðan hefur hvert leikritið rekið
annað frá hendi Priestley’s.
Munu þau nú vera orðin rúmlega
tuttugu og hafa flest þeirra ver-
ið sýnd víða um heim.
í leikritum sínum tekur Priest-
ley til meðferðar margskonar
efni og vandamál mannlegs lífs,
bæði í gamanleikjum og harm-
leikjum og í sumum leikritum
hans eru heimspekilegar hug-
leiðingar uppistaðan. Einkum
heíur áhugi hans beinzt að ýms-
um kenningum sem settar hafa
verið fram um eðli tímans og
áhrif hans á mannlífið og má
segja að þetta efni hafi orðið
einskonar „sérgrein“ Priestley’s.
Þannig fjalla leikritin „Time and
the Conways" (Tíminn og við)
„I have Been Here Before" „I’m
a Stranger Here“ og „Music at
Sviðsmynd úr 3. þætti. — Þóra Friðriksdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigríður llagalín, Helgi
Skúlason og Helga Bachmann. ^ ^ ? '
við“. Önnur leikrit Priestley’s,
sem hér hafa verið sýnd eru:
„When We Are Married“ (Gift
eða ógift) er Leikfélag Reykja-
víkur frumsýndi vorið 1945 og
„An Inspector Calls“ (Óvænt
heimsókn), sem frumsýnt var í
Þjóðleikhúsinu haustið 1950.
í leikritinu „Tíminn og við“,
er meginefnið hín mikla spurn-
ing: Hvað er tíminn? Er hann
aðeins hugarórar og blekking,
eða er hann illt og óhagganlegt
lögmál, sem ekki verður umflú-
ið? Höfundurinn gefur eðlilega
ekki beint svar við þessum
spurningum, en með því að láta
áhorfandann skyggnast bak við
fortjaldið til hins ókomna, gefur
höfundurinn í skyn að þau öil,
sem skapa mönnum örlög, búi í
þeim sjálfum, rökrétt og óhagg-
anleg: Höfundurinn fjallar um
þetta efni á sérstæðan og áhrifa-
mikinn hátt, er kemur áhorf-
andanum mjög á óvart. Skal það
ekki nánar rakið hér enda ekki
rétt að ræna með því áhorfend-
ur gleði eftirvæntingarinnar.
Leikritið er í þremur þáttum
og gerist á heimili Conwayfjöl-
skyldunnar. Frú Conway er
ekkja og býr með börnum sin-
um sex, fjórum dætrum og
tveimur sonum og eru þau öil
uppkomin og næsta ólík um
skapgerð og hugðarefni. Þegar
leikurinn hefst, er mikill gleð-
skapur og ys og þys á Conway-
heimilinu því að ein dætranna,
hin draumlynda og skáldhneigða
Kay á 21 árs afmælis þetta
kvöld. Er þarna margt skrafað
og mikið hlegið og allir una sér
vel, bæði heimilisfólk og gestir.
Þriðji þáttur er í nánum rengsl-
um við fyrsta þátt en þátturinn
þar á milli er alveg sérstæður.
Hann er kjarni leiksins, þar ris
verkið hæst og þar eru átökin
mest og einnig í þeim þætti sýna
leikendurnir jafnastan og beztan
leik. Hefur Helga Valtýsdóttir
þar forustuna í hinu veigamikla
og vandasama hlutverki frú
Conway. Hefur hún mótað frú
Conway af glöggum skilningi og
leikur hennar er skapmikill og
blæbrigðaríkur. Þá hefur Þóra
Friðriksdóttir, er leikur Hazel
Conway, aldrei betur leikið en í
þessum þætti: Hingað til hefur
Þóra einkum farið með hlutverk
af léttara tagi, en leikur hennar
nú bendir til bess að hún geti
vel valdið hlutverkum sem
dýpra rista.
Leikur Helga Skúlasonar í
hlutverki Alans Conwa.v, hins
hógværa og hlédræga unga
manns, er á hinum réttu rótum,
ef svo mætti segja, hógvær og
hnitmiðaður. Er Helgi orðinn
mjög öruggur leikari og skilur
jafnan til hlítar þær personur
sem hann túlkar. Helga Bach-
mann gerir einnig góð skil hinu
vandasama hlutverki Kay Con-
way, bæði þegar hún er ung og
í öðrum þætti þegar hún er orð-
in miðaldra kona og bitur en
þar finnst mér rödd hennar ó-
þarflega hrjúf.
Guðrún Stephensen leikur
Madge, idealistann meðal barna
frú Conway. Hlutverkið er
vandasamt, en Guðrún fer allvel
með það. Leikur hennar er ef til
vill nokkuð þungur, en hún
túlkar hlutverkið af skilningi og
tekst þegar í upphafi að láta
skína í þá eiginleika persónunn-
ar, er síðar verða meginþættirn-
ir í persónugerð hennar. Birgir
Brynjólfsson leikur Robin, yngri
Framhald á bls. 19.
• Prestar mega lesa
frá altari
e
Andlegrar stéttar maður
skrifar: — ídálkum Velvak-
anda í Morgunblaðinu í gær
er þess getið, að biskup hafi
fyrir nokkrum árum neitað
ungum guðfræðingi um það
að hann mætti sleppa tóni er
hann yrði prestur. Þessi saga
hlýtur a. m. k. að vera mjög
gömul, því að í núgildandi
helgisiðabók þjóðkirkjunnar
frá 1934 segir svo orðrétt:
„Eigi prestur erfitt með að
tóna les hann ávallt í þess
stað“.
Velvakandi þakkar bréfið.
Svo illa hafði viljað til, að
prentvilla hafði slæðzt inn í
umrædda grein. Þar sem stóð
í blaðinu „fyrir nokkrum ár-
um“, átti að standa „fyrir
nokkrum áratugum“. Þaa
ákvæði helgisiðabókarinnar,
sem bréfritari tilfærir, eru
sett samkvæmt fyrirmælum
kirkj utilskipunarinnar f rá
1910,. en þá var það í fyrsta
skipti leitt í lög, að prestai
mættu lesa hin heilögu orð
í stað þess ag tóna þau. Getur
því saga Sveins frá Fossi vel
staðizt, þar sem sagði, að um
rætt atvik hefði átt ér stað
fyrir nokkrum áratugum.
• Nafnlaus bréf
Velvakanda berst einatt
mikið af bréfum, og hefur
ánægju af að koma skoðun-
FERDIIMAIMR
o
§ 1 r.
um lesanda sinna á framfæri
í dálkunum. En það er eitt
skilyrði, sem æskilegt er að
bréfritarar uppfylli, að þeir
skrifi nöfn sín undir bréfin.
Nöfn bréfritara eru að sjálf-
sögðu ekki birt, nema þeir
gefi til þess samþykki sitt eða
vilji það sérstaklega. En ef
bréfritari vill að bréf hans sé
tekið alvarlega, eru það góð-
fúslega tilmæli, að hann láti
nafn sitt fylgja bréfinu.
• Sorptunnurnar
skemmdar
Húsmóðir kom að máli við
Velvakanda um daginn og
sagði raunasögu af sorptunn-
unum við hús sitt. Þannig var
mál með vexti, að við hiúsið,
sem frúin bjó í, voru aðeins
opnar sorptunnur. íbúar húss-
ins voru orðnir leiðir á því að
hafa opnar sorptunnur stand-
andi utan við húsið og tóku
sig því saman og keyptu for-
láta sorptunnur með loki á
hjörum. Leið nú tíminn og
þessar nýju sorptunnur fyllt-
ust af rusli í fyrsta skipti. Á
tilsettum tíma komu sorp-
hreinsunarmenn borgarinnar
til að tæma tunnurnar. En
þegar þeir helltu úr þeim í
sorpgeymi öskubílsins,
skekktu þeir svo lokin á tunn
unum, að síðan ga,pa þau i
hálfa gátt, en ruslið fýkur'úr
tunnunum öllu nágrenninu til
leiðinda.