Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. nóv. 1960 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVIKURBREF Laugard. 13. nóv. -——— j Jón á Hvanná y Jón bóndi á Hvanná sat á Al- þingi lengst af á árunum frá 1908 til 1919. Jón var einn svip- mesti og tilþrifaríkasti bóndi, sem sat á þingi þau árin. Hann var kosinn sem flokksmaður Sjálfstæðisflokksins gamla , 1908 og hafði ætíð lifandi áhuga á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hann átti hlut að stofnun Fram- sóknarflokksins 1916 en undi ekki fremur en ýmsir aðrir hug- sjónamenn lengi í þeim hópi. Hann var eindreginn stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins nú- verandi um langa hríð. Er sízt orðum aukið, þó að sagt sé, að hann hafi verið ein helzta stoð flokksins á Austurlandi, enda atkvæðamikill í málum byggð- arlags síns. Jón á Hvanná var enn á efri árum hinn hressasti heim að saekja, glaður og tillögu- góður. Nú er hann látinn i hárri elli og er þar merks manns að minnast. ' Forsetakosning í Bandaríkjunum Spáð hafði verið, að ekki yrði mikill atkvæðamunur á fram- bjóðendunum tveim við forseta- kjör í Bandaríkjunum. Munur- inn varð þó minni en flesta hafði órað fyrir. Hann er svo lítill, að hugsanlegt er að hefði kjósendur þar vestra grunað fögnuð þann, sem valdhafarnir í Moskvu láta nú uppi yfir úr- slitunum, þá hefðu þau orðið önnur. Þar með er ekki sagt, e.ð slík skoðanaskipti hefðu verið skynsamleg. Hollast er að taka ákvörðun eftir eigin sannfær- ingu en ekki annarra, hvorki til fylgdar né andstöðu. En því verður ekki neitað, að afstaðan til Rússlands virtist stundum ofar á baugi í kosningabarátt- unni en ætla hefði mátt í slíku stórveldi sem Bandaríkjunam. Ekki svo, að frambjóðendurnir boðuðu undanhald gegn.Rússum. Þvert á móti. Þeir kepptust hvor um sig við að færa sönnur á, að sér væri betur treystandi til forystu í kapphlaupinu við Rússa. Er enginn efi á því, að Sú tilfinning, að Bandaríkjunum hafi síðustu árin vegnað verr en skyldi í því kapphlaupi, hefur átt ríkan þátt í þvi að menn vildu breyta til og kusu Kenn- edy. Mikill vandi laajður á einn Sannast sagna eru skoðanir frambjóðendanna á flestura meg inmálum svo líkar, að þar mátti vart á milli sjá. Einn fremsti blaðamaður Bandaríkj- anna, James Reston, hélt því fram fáum dögum fyrir kosning- ar, að ágreiningsefnin væru ekki meiri en svo, að nú ætti að vera hægt að mynda þjóð- stjórn í Bandaríkjunum. Heldur er þó ólíklegt, að svo verði gert. Stjórnarfyrirkomulag er og ann. að en það sem við eigum að venjast. Þingræði í okkar skiln- ingi tíðkast þar ekki. Forsetinn ræður einn stjórn sinni, en víst er það honum til mikil’ar styrkt ar, ef hann hefur eins og nú ör- uggan meirihluta í báðum þing- deiidum. Er þó ekki sýnt, að hve miklu haldi það kemur, því að við atkvæðagreiðslur á þmgi riðlast flokkaskipun vestra ærið oft. Mest reynir þess vegna á sjálfan forsetann og eiga fekki einungis Bandaríkin heldur öll heimsbyggðin mikið undir þvi, að hinn nýi forseti sé vaxinn þeim mikla vanda, sem á herðar hans er lagður. Austurför Einars Menn eru orðnir því svo van- ir, að helztu menn Alþýðubanda- lagsins séu með annan fótinn fyrir austan járntjald, að þær utanferðir vekja ekki lengur verðskuldaða athygli. Broíthvarf Einars Olgeirssonar af Alþingi nú er þó lagað til þess að vekja almenning til hugsunar úm þetta fyrirbæri. Einar er helzti foringi flokks síns og aðaltalsmaður hans á Alþingi. Hann var ný- kominn úr langri dvöl þar eystra, þegar Alþingi kom sam- an til funda fyrir rúmum mán- uði. Nú er hann á ný kallaður til Moskvu í fylgd með þeim manni, Kristni Andréssyni, sem fyrsti rússneski sendiherrann hér á landi sagði á sínum tíma um. að öruggt væri að Rússar mættu ætíð treysta. Um erindi þessara tveggja heiðursmanna til Moskvu nú, er mönnum ókunnugt. að öðru en því, að þar er um þessar mundir fundur allra helztu kommúnista- foringja hvarvetna am heim. Forystumenn íslenzku flokks- deildarinnar hefur bersýniiega ekki mátt vanta á þann fund. Forysta flokksdeildarinnar á Al- þingi og önnur aðkailandi störf eru látin lúta í lægra haldi, þeg- ar kallið að austan kveður við. Fyrir þá, sem trúa því, að Al- þýðubandalagið sé íslenzkur flokkur, laus úr öllum tengslum við alþjóðakommúnismann, er þetta harla lærdómsríkt. Hina, þ. e. a. s yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna, undrar þessi utanstefna ekki. Hermanni svaravant Fyrsta umræða um landhelgis- frumvarp Framsóknar og komm únista hélt áfram á öl-um fund- um efri deildar Alþingis þessa viku. Nokkurt vitni um gang umræðunnar er það, að á fimmtu daginn var útbýtt tillpgu frá sömu aðilum og frumv. fluttu. sem hafði það í sér íólgið að færa umræðurnar úr efri deild í Sameinað Alþingi. Með þessu sönnuðu tillögumennirnir, að þeir töldu þá svo mjög á sig hallað í umræðunum, að þeir þyrftu liðsstyrk. Átti þó enn eftir að síga á ógæfuhlið fyrir þeim á fimmtudaginn, þegar Hermann Jónasson fékkst með engu móti til að svara einföld- um og auðskildum fyrirspurn- um um hvernig stæði á marg- földu ósamræmi í málflutningi hans þar í deildinni. Kom Ey- steinn Jónsson honum :amt til hjálpar með frammikóllum, og á hann þó sæti í neðri deild en ekki þeirri efri og hefur þar því ekki málfrelsi. Að lokum sagð- ist Hermann e. t. v. mundu svara síðar en fékkst tneð engu móti til þess að gera það strax, þó að eftir honum væri gengið og ærinn tími væri til. Bágari frammistöðu hafði þingheimur aldrei séð, en þannig fer fyrir þeim, sem byggja allt sitt mál á ósannindum. Áður en varir verða þau ósamrýmanleg, svo að jafnvel hinn þrautreyndasti mál flytjandi getur sig ekki hrært og situr orðlaus úti í horni. Haldlaus rök Hermanns Hermann Jónasson hefur byggt ádeilur sínar á ríkisstjórn- ina í landhelgismálinu á því, að ekki mætti tala, hvað þá semja, við erlenda aðila um stærð fisk- veiðilögsögu íslands. Hann. hef- ur sagt, að slíkt jafngildi afsali á rétti eða möguleikum til ei.n- hliða aðgerða, auk þess, sem það er að hans dómi lítil'ækkandi að semja við þann, er hótar eða beitir ofbeldi. Allur miðast þessi málflutn- ingur við það að vitna til gremju manna í garð Breta fyrir fram- komu þeirra í landhelgismálinu. Auðvitað eru allir Isiendingar gramir Bretum og er litiU vandi að gera sjálfan sig mikinn á því að kynda undir þeirri gremju. Vandinn er sá að iáta ekki gremjuna verða vitinu yfirsterk- ari. Talsmaður kommúnista, Finnbogi Rútur Valdimarsson, lýsti því raunar, að Bretar teidu hér um réttardeilu að ræða og íslendinga því hafa brotið lög á sér með útfærslunni í 12 mílur. Hvort sem menn telja þessa staðreynd vera Bretum til af- sökunar eða ekki, þá verður ekki um það deilt, að aðal- þrætuefnið er nú í rauninni úr sögunni. Bretar hófu herhlaup sitt hingað til að knýja fram viðurkenningu íslendinga á æ- varandi fiskveiðikvöð Bretum til handa innan 12 mílna. Á þessa kvöð gátu íslendingar mcð engu móti fallizt. Bretar eru nú fallnir frá þessari kröfu. Mikill sis^ur j Enginn efi er á því að hvggi- leg málsmeðferð íslendinga síð- ustu mánuðina á mikinn þátt í þeim sigri, sem þannig hefur unnizt í sjálfu aðalmálinu. Eftir stendur það, að Bretar áskilja sér nokkurn frest til umþóttun- ar. Hámark þess, sem þeir fara fram á við okkur í þeim efnum, virðist nú orðið ekki nema 5 ár. Spurningin er þá sú, hvort menn af réttmætri gremju við Breta, vilja halda deilunni við þá á- fram um óákveðinn tírra, hver veit hversu mörg ár, eða íreista þess að eyða henni á eins skömm um tíma og unnt er. Á gremja að ráða því að margvisleg hætta og fjártjón standi e. t. v. mun lengur en nemur þeim fresti sem Bretar nú óska sér ítrastan til umþóttunar? Getur þetta með nokkru móti verið hyggiiegt? Og hvað þá, ef í Ijós kemur, að á þessum umþóttunarfresti sé unnt að fá jafn góða tryggingu fyrir fiskveiðihagsmununum eins og 12 mílurnar veita? Var fiskveiði- lögsagan stækkuð okkur til hags eða til að baka okkur tjón? Svar við framangreindum spurningum hlýtur að velta *á því, í hvaða skyni fiskveiðilög- sagan var stækkuð. Var það gert til þess að íslendingar heföu hag af? Eða var ástæðan hin, að ætlunin væri að koma illu af stað? Óumdeiit er, að þó að við veittum öðrum tímabundinn, takmarkaðan fiskveiðirétt innan fiskveiðilögsögu okkar, þá hagg- ar það ekki forræði okkar yfir henni. Þar sker fordætni Rússa úr. Óumdeilt er, að Rússar hafa og halda uppi ekki einungis 12 mílna fiskveiðilögsögu heidur 12 mílna landhelgi. í skjóli þess , réttar hafa þeir veitt Bretum Hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, kona hans og dóttir, tímabundna, takmarkaða heim- ild til fiskveiða innan landheigi sinnar. Hið sama getum við gert, ef okkur býður svo við að horfa. Með því haggast ekki forræði okkar innan fiskveiðilögsögunn- ar fremur en maður missir eign- arrétt á húsi sínu við að leigja öðum herbergi í því. friðvænlegt í heimi hér. ef þsirri reglu væri fylgt, að semja aldrei við þann, sem maður te.ur að hafi gert á hlut sinn Hvað þá, ef réttarágreining, eins og Finn- bogi R. Valdemarsson gerði grein fyrir, ætti aldrei að leiða til lykta með friðsamlegu móti. En látum það vera. Á að tefla sigri okkar í tvísýnu? Á móti þessu gat Hermann Jónasson ekki mæit í umræðun- um á Alþingi. Hann vitnaði aft- ur á móti til þess, að ekki ijiundu það Þykja góðir kostir, ef ráð- izt væri á mann, sem nýlokinn væri við að byggja sér hús, af berserk, er berði á honum og segði honum, að hann skyldi aldrei fá að búa í friði í húsinu, nema hann léti sig hafa frítt herbergi í þrjú ár að minnsta kosti. Taldi Hermann fráleitt að verða við kröfum ofbeldis- mannsins þó að húseigandinn væri í stöðugri hættu. Þetta svar Hermanns Jónas- sonar sýnir, að honum er ljóst, að hér er ekki um að ræða sjáif- an yfirráðaréttinn, heldur hitt hvort hyggilegt sé að beita hon- um þennan veginn eða hinn. Kemur þá að því, sem Finnbogi R. Valdemarsson hélt fram, að Bretar skoðuðu deiluna sem réttarágreining. Ef líkingunni um húsið er haldið, þá var meg- inkrafa þeirra sú að þeir ættu það til jafns við okkur íslend- inga eða a. m. k. ævarandi íbúð- arrétt: Nú eru þeir frá því horfn ir, vilja una takmörkuðum af- notum um skamma hríð. Ekki frítt eins og Hermann segir, heldur með því að láta önnur jafngild hlunnindi á móti. Um það er þess vegna ekki að deila, að ágreininginn um réttarstöð- una er unnt að leiða til lykta með fullum sigri okkar. Hitt stendur eftir, hvort vrð eigum að tefla þeim sigri í tvísýnu vegna þess, að Bretar séu svo vondir menn að við þá sé fekki talandi. Þe gai Uermann vildi semja við berserkinn Hætt er við, að harla væri ó- 1 umræðunum í afri deild var sannað svo, að ekki verður um villzt, að Hermann Jónasson beitti sér fyrir því í maí 1958, að V-stjórnin bauð ekki einungis berserkinum brezka heldu'' öll- um Atlantshafsríkjunum samn- ing um þriggja ára fiskveiði- heimild innan 12 mílna fisk- veiðilögsögunnar. Hermann seg- ir raunar, að tilætlunin hafi var- ið sú, að NATO-ríkin viður- kenndu einhliða útfærslu okkar gegn því að við einhliða veittum þeim þriggja ára fiskveiðiheim- ild. Vegna þess að ekki komust á samningar um þetta, varð ekki úr því að þessi heimild væri veitt 1958. En með engu móti tjáir að neita því, að þarna var um samningsviðræður að ræða. Einmitt sú staðreynd, að V-stjórn in veitti ekki fiskveiðiheimild- ina af því, að gagnaðili vildi ekki inna af höndum það sem á var skilið, sannar, að um samn- ingsumleitanir var að ræða. Þetta fá engir orðavafningar hulið. Þetta þarf ekki frekari sönn- unar við. Er hún þó fyrir hendi í skeyti, sem Hermann stóð að, og sent var 20. ágúst 1958. Þar segir: ,,Höfum athugað framkomna tillögu um lausn landhelgismáls- ins og getum ekki fallizt á hana og ekki borið fram neinar til- lögur til lausnar málinu á þess- um grundvelli, en minnum á okkar fyrri tillögu um viður- kenningu á 12 mílum gegn þvi að erlendir veiði á seinni 6 míi- unum um takmarkaðan tíma enda verði grunnlínum breytt". Hermann gugnaði fyrir hótunum 1 fyrstu reyndi Hermann Jón- asson að afsaka sig með því, að tilboðið hefði verið gert áður en Bretar hótuðu ofbeldi hér við land. Það gat átt við um tilboðið 18. maí en með engu móti um endurnýjun þess 20: ágúst 1958. Þá var því margyfirlýst af brezku stjórninni, að hún mundi Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.