Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 24
íþróttir eru á bls. 22. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 261. tbl. — Sunnudagur 13. nóvember 1960 Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, flytur ræðu á funði LlÚ í gær. Viff hliff hans fremst á myndinni er Jón Árnason, alþingis- maður, fundarstjóri. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) Mýtt skipulag lUiðbæjarins kunngert í ársbyrjun ‘61 AÐ því er Morgunblaðið hefur fregnað er nú kominn veruleg- ur skriður á imdirbúning þess að hægt verði að leggja fyrir bæjaryfirvöldin nýjan skipu- lagsuppdrátt að miðbæ Reykja- víkur. Þetta hafði komið fram á síð- asta fundi bæjarráðs, á fimmtu- IMúverandi gengi á að veita eðlilega rekstrarafkomu Jónas Haralz flutti ræðu á fundi L.Í.IJ. JÓNAS HARALZ, ráðuneytisstjóri, flutti í gær ræðu á fundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Hann sagði að hann væri sannfærður um að núverandi gengi gæti veitt meginhluta útflutningsatvinnuveganna eðlilega rekstraraf- komu. — Hann sagði að sá árangur hefði náðst með efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, sem hefði mátt vænta á svo skömmum tíma, sem liðinn er frá því að þær komu til framkvæmda. Benti hann m. a. á það, að gjaldeyris- staðan hefði farið hatnandi, sérstaklega í októher sl., en í þeim eina mánuði myndi hún samkvæmt hráðahirgðatölum hafa batnað um alit að 100 milljónum króna. Stöffugt verfflag aff nást Ráðuneytistjórinn sagði, að enn væri of snemmt að segja með vissu, hver árangurinn yrði af efnahagsráðstöfunum rikisstjórn arinnar. Ráðstafanir sem þessar þyrftu minnst tveggja ára tíma- bil til að reyna sig. Hann sagði þó, að sá árangur hefði þegar náðst sem búizt hefði verið við, þrátt fyrir þau áföll, sem þjóðar búskapurinn hefði orðið fyrir, svo sem verðfall á lýsi og fiski- mjöli og aflabrest. Árangurinn sagði hann, að sýndi sig í því, að gjaldeyrisstað an hefði farið batnandi, verðlags þróunin hefði verið mjög í sam- ræmi við það sem ráð hefði verið fyrir gert, útlánum bankanna hefði verið haldið í þeim skefj um sem gert hefði verið ráð fyrir og sparifjáraukning aukizt. Jónas Haralz benti á það að í í GREIN, sem Adolf Peter- sen skrifaffi í Tímann ekki alls fyrir löngu, lýsti hann afstöðu kommúnista til verkalýðsins á mjög raun- sæan hátt, þegar hann sagði aff kommúnistar litu á verkamenn, sem „aflið, sem á að lyfta slíkum mönnum (þ. e. kommúnistum) í valdastöffur þjóðfélagsins og vera svo aff öðru leyti gagnslaus tæki“. Þá sagði greinarhöfund- ur ennfremur, aff { Sósíal- istafélagi Reykjavíkur réði Ku-Klux-Klan-klíka. Myndin hér til hliðar sýn- ir, hvernig teiknari blaðs- ins lítur á málið eftir leiff- sögn Adolfs Petersens, sem er öllum hnútum kunnur í kommúnistaflokknum eft- ir margra ára starf þar. byrjun október hefði vísitalan verið búin að hækka um 2 stig þegar tekið væri tillit til fjöl- skyldubóta og lækkun skatta. Bú ast mætti við að heildarhækkun in næmi um 4 stigum, þegar allt væri komið fram. En eftir það, sagði hann ætti verðlag að geta haldizt stöðugt á næsta ári, svo framarlega sem launahækkanir koma ekki til. Gengi miðaff viff þarfir útflutn- flutningsins. í ræðu sinni vék ráðuneytis- stjórinn að því, hvemig ákvörð unin hefði verið tekin um gengi hinnar íslenzku krónu. Það hefði verið ríkisstjómin sem auðvitað hefði tekið ákvörðun um ákvörð un gengisins, en sérfræðingar hennar hefðu áður lagt öl.l gögn þar að lútandi á borðið fyrir rík isstjórnina. Hann sagði að það sjónarmið hefði vakað fyrir sérfræðingun um, að reyna að finna það gengi, sem gerði mögulegt fyrir megin hluta útflutningsatvinnuveganna, að standa ur.dir rekstrarkostnaði, afskriftum á endurnýjunarverði og til að eiga eitthvað fé afgangs í áframhaldandi uppbyggingu. Þetta þyrfti gengisskráningin að veita útflutningsatvinnuvegun- um. Lýsti Jónas Haralz því yfir, að hann héldi enn að núverandi gengi krónunnar gæti gefið út- flutningsatvinnuvegunum þenn- an grundvöll, þegar nauðsynlegar lagfæringar hefðu orðið á rekstri þeirra. Hann lagði áherzlu á það, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu verið samfelld heild, eins og margir hlekkir í keðju, svo ekki hefði verið hægt að taka neinn hlekk út úr. Sérstaklega tók hann fram, að vaxtahækkunin hefði Framh. á bls. 23 daginn var. Prófessor Peter Bredsdorff frá Kaupmannahöfn sat þennan fund. Hann kom hingað fyrir nokkrum dögum og hafði skamma viðdvöl. Er hann ráðunautur bæjaryfirvaldanna varðandi ýmis skipulagsmál, m. a. hinar nýju tillögur að skipu- lagi Miðbæjarins. Fundinn sátu einnig skipulagsstjóri ríkisins, skipulagsstjóri Reykjavíkurbæj- ar og fleiri embættismenn bæj- arins og ríkis, sem fjalla um þetta mál og önnur er Bredsdorff hefur með höndum. Skipulagsstjóri bæjarins, Aðál steinn Richter, og Bredsdorff skýrðu frá því á fundinum að hinar nýju skipulagstillögur miðbæjar Reykjavíkur myndu liggja fyrir í byrjun næsta árs. Þá hefur Bredsdorff tekizt á hendur að annast undirbúning fyrirhugaðar samkeppni um skipulags nýs íbúðarhverfis suð Frh. á bls. 23 ^ Gunnar Thoroddsen Gunnar THoroddsen ræðir um hagsmunamál launþega á Oðinsfundi í dag MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í dag og hefst hann kl. 2 e. h. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, mun verða frummæl andi á fundinum, og mun hann í sinni framsöguræðu taka til meðferðar hin raunverulegu kjara og hagsmunamál laun- þega. Þessi mál eru hvað efst á baugi nú um þessar mundir, og þess vegna hefur stjórn Óðins ákveðið að þessi fundur skyldi ppinn öllum launþegum, sem fylgja sjálfstæðisflokknum að málum, þótt þeir séu ekki með. limir félagsins. Ekki er að efa að menn rnunu fjölmenna á þennan fund og hlýða á mál fjármálaráðherra, sem mun að sjálfsögðu ræða um efnahagsmálin eins og þau standa í dag, og fjalla um þær leiðir, sem vænlegar eru til þess að hagur launþega verði sem bezt- ur. Á eftir ræðu fjármálaráðherra verða svo frjálsar umræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.