Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 1
40 síður (I. og II.) og Lesbók 47 árgangur 261. tbl. — Sunnudagur 13. nóvember 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Uppreisnarmenn gjör- sigraðir í Vietnam Foringjar þeirra handteknir ■ gær Saigon (Suöur-Vietnam), 12. nóvember. UPPREISNARTILRAUN fallhlífarsveita í Vietnam, sem beindist gegn Ngo Dinh Diem, forseta, fór í morgun út um þúfur eftir 30 klukkustunda umsátursástand um höll for- setans. Eins og skýrt var frá í fréttum í gær, kröfðust upp- reisnarmenn þess að forsetinn afsalaði sér völdum, og þeg- ar hann neitaði, hófust bardagar við höllina. Lið forsetans gat varizt uppreisnarmönnum, unz liðsauki hafði borizt, en þá flýðu uppreisnarmenn eða gáfust upp. manna til að lenda, og í þeirri vél voru að sögn tveir af yfir- mönnum fallhlífarliðsins. Síðdegis í dag var allt með kyrrum kjörum í höfuðborginni. Menn gengu um götur borgar- innar eins og ekkert hefði í skorizt og fengu sér kaffisopa á veitingastöðum. ÖSKUBUSKA missti af sér skóinn — og fékk prins. Þessi unga stúlka var nú líka heppin á Lækjartorgi i gær, þó við efumst um að þetta atvik færi henni prins. Heppni hennar var i því fólgin að hún steig úr skónum sjnum, þegar mjói hællinn festist í glufu, og forðaði þar með hælnum frá að brotna og dýrmætum skóm frá eyðileggingu. Myndina tók Ól. K. Mag. „Úrkynjaðir" Diem flutti útvarpsávarp til þjóðar sinnar, þegar kyrrð hafði komizt á, og bað fólk sýna still- ingu. Réðist hann hörðum orð- um á foringja uppreisnarmanna, sem hefði leitt fallhlífarliðið út þetta ævintýri, og sagði að þar hefðu verið úrkynjaðir menn að verki. Fréttastofufregnir herma að ríkisstjóm Suður-Vietnam hafi heitið því að veita uppreisnar- mönnum sakaruppgjöf, ef þeir komi til herstöðva sinna fyrir ákveðinn tima. Ekki hafa uppreisnarleiðtog- arnir verið nafngreindir, en sagt er í fréttum, að tvær af or- ustuþotum forsetans hefðu neitt eina af flugvélum uppreisnar- Síðari fregnir Síðari fregnir herma að for ingjar uppreisnarmanna, sem handteknir höfðu verið, séu Vuong-Van-Dong, næstæðsti mað ur fallhlífasveitanna, og aðstoð- armaður hans. Fréttamenn segja, að þá hafi farið að halla undan fæti fyrir uppreisnarmönnum, þegar skrið- drekasveit hafi komið hði for- Ekki ástæða til frekari að- gerða í Lund- gaards-málinu HIÐ svonefnda Lundgaards- frímerkjamál hefur verið í Laos-stjórn heldur aðeins höfuðborginni Vientiane i Laos, 12. nóv. —. (Reuter) — SOUVANNA Phouma, forsætis- ráðherra hinnar hlutlausu ríkis- stjórnar Laos, er kominn til Vientiane, stjórnarseturs lands- ins, eftir að hann komst nauð- uglega undan uppreisnarmönn- um þeim, sem tóku í gær kon- ungsaðsetrið Luang Prabang. Souvanna kallaði ráðuneyti sitt saman á fund í dag og ræddi hann þar um hið slæma ástand, sem myndazt hefur í landinu 'við uppreisnina í Lu- ang. Síðan flutti hann ræðu á þjóðþinginu. Viðurkenndi hann, að hlutleysingjastjórn væri ein- angraðri en nokkru sinni fyrr, þar sem vald hennar næði nú í rauninni aðeins til stjórnarað- setursins Vientiane. Uppreisnar- menn, ýmist kommúnistar eða hægri menn, hefðu flest önnur byggðarlög og borgir á sínu valdi. Undir ræðu forsætisráðherr- ans sátu aðeins 35 af 59 kjörn- um þingmönnum, en 20 þing- menn hafa gengið af þingi og segja að þeir viðurkenni aðeins stjórn hægrimannsins Phoumi. Hafa þeir farið til bækistöðva hans í Satannakhet í suður- hluta landsins. Ræða stuðnings- inenn Vientiane-stjórnarinnar nú, hvort heldur eigi að reyna að grípa til harðhentari aðgerða við uppreisnarmenn eða hefja samninga við þá. rannsókn bæði erlendis og hérlendis um margra mánaða skeið. Sem kunnugt er var þar um að ræða frímerki, sem afhent voru tveimur dönskum verkfræðingum, E. Lundgaard og F. Östergaard, af póst- og símamálastjórn vegna rannsókna á íslenzkum frímerkjum og fræðistarfa. Blaðinu hefur borizt frétta tilkynning frá dómsmálaráðu neytinu, þar sem segir að ekki þyki ástæða til að fyr- irskipa frekari aðgerðir í málinu, þar eð merkin voru ekki verðmæt á þeim tíma, sem þau voru afhent, þau voru ekki tekin ófrjálsri hendi, svo langt er liðið síð- an afhending fór fram, þá- verandi póst- og símamála- stjóri, Guðmundur Hlíðdal, hefur nú látið af störfum og engin ástæða þykir til að ætla að hann eða aðrir starfs menn póst- og símamála- stjórnar hafi haft nokkurn fjárhagslegan stuðning af af- hendingunni. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Með bréfi póst- og símamála- stjórnar, dags. 11. júní sl., óskaði hún eftir því að dómsmálaráðu- neytið tæki ákvörðun um hvað gert skyldi út af frímerkjum, sem afhent höfðu verið danska verkfræðingnum E. Lundgaard úr birgðum póststjórnar. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 14. júní sl., var lagt fyrir sakadómarann í Reykjavík að taka mál þetta til rannsóknar. Málið hefir síðan Framh. á bls. 2 setans til aðstoðar úr suðurhér- uðum landsins snemma í morg- un. Herdeild þessi hafði yfir að ráða 15 skriðdrekum, og komu þeir uppreisnarmönnum í opna skjöldu. „Svikari" í bardögum, sem urðu við for- setahöllina, skemmdust nokkur hús og manntjón inun hafa ver- ið þó nokkuð. Útvarpið í Saigon skýrði frá þv{ í dag, að höfuðborgin væri undir stjórn 5. stórskotaliðsherdeildar- innar, og jafnframt lýsti það yfir, að „svikarinn" Phan Kac Suu, einn af leiðtogum stjórnar- andstöðunnar í þinginu, bæri fyrst og fremst ábirgð á upp- reisnartilrauninni, því hann hefði í gær ásamt 18 óðrum mönnum undirritað mótmæla- yfirlýsingu, sem beindist að stjórn Diems forseta. Uppreisnarmenn segja að á- stæðan til þess að þeir hafi beð- ið ósigur sé sú að leiðtogar þeirra hafi staðið of lengi í samningaviðræðum við Diem um það að hann afsalaði sér völdum. Á meðan hafi forseta- hollum hersveitum unnizt timi til að komast til höfuðborgar- innar og láta til skarar skríða. I síðustu fréttum í kvöld segir, að uppreisnarforingjarnir tveir, sem reyndu að komast undan i flugvél, hafi verið á leið til Laos. Jafnframt að fallhlífaliðið hafi hvarvetna gefizt upp og fallizt á að vinna með stjórn Diems. Handtekin ve^na njósna PARÍS, 10. nóv. (Reuter). Fjórir karlar og ein kona voru handtek i í París í dag, sökuð um aðild að njósnahring. Fjórir hinna handteknu eru útlendingar, en hinn fimmti félagi í franska kommúnistaflokknum. Þann 4. nóv. sl. voru tveir Frakkar og sex Pólverjar handteknir fyrir sömu sakir. Tapa stjórnarflokk- arnir í Danmörku? KAUPMANNAHÖFN, 12. nóv. (Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.) ■— Kvöldberlingur birtir eftirfarandi niðurstöður síðustu Gallup-skoðanakönnunar um væntanleg úrslit kosninganna til danska þjóðþingsins nk. þriðju- dag: — ★ — Sósíaldemókratar eru taldir munu fá 39,8% atkvæða (á móti 39,4% við kosningarnar 1957), Radikalir 7% (7,8% 1957), Rétt arsambandið 2,5% (5,3%), íhalds menn 16% (16,6%), Vinstri 25,2% (25,1%), Óháðir 3,5% (2,3%), hinn nýi flokkur Aksels Larsens 4,2% og Kommúnistafl. 1,4% (3,1%). — ★ — Ef þetta gengur eftir, missa stjórnarflokkarnir (Sósíaldemo- kratar, Radikalir og Réttarsam- bandið) þann meir'hluta at- kvæða, sem þeir nú hafa. Flokk ur Larsens og Óháðir munu þá fá 6—8 þingsæti hvor flokkur, en kommúnistar og jafnvel einn ig Réttarsambandið, fá engan þingmann kjörinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.