Morgunblaðið - 17.11.1960, Síða 1
24 síbur og Barnalesbók
47. árgangur
264. tbl. — Fimmtudagur 17. nóvember 1960
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Framsókn studdi ger-
ræði kommúnista í ASI
LÍV neitað um inngöngu
í Alþýðusambandið
FRAMSÓKNARMENN og kommúnistar á ASÍ-
þingi felldu í gær inntökubeiðni Landssambands
íslenzkra verzlunarmanna í ASÍ. Harðar umræð-
ur um inntökubeiðnina stóðu allan daginn í gær
og kom þar glöggt fram, að LÍV átti fullan laga-
legan rétt á inntöku í ASÍ. Benti Hermann Guð-
mundsson m.a. á það, að ASÍ hefði þegar viður-
kennt rétt verzlunarfélaga til aðildar að samband-
inu, en fjögur verzlunarfélög eru nú innan Al-
þýðusambandsins. Hannibal Valdimarsson og Eð-
varð Sigurðsson játuðu í ræðum sínum, að inn-
tökubeiðninni væri hafnað af stjórnmálalegum á-
stæðum. Sagði Eðvarð að verzlunannenn væru
viljalaus hjú kaupmanna og heildsala, en Hanni-
bal sagði að inntökubeiðni LÍV væri byggð á póli-
tískri togstreitu.
Þann 7. nóvember mínntust
kommúnistar afmælis rúss-
nesku byltingarinnar. Var þá
m. a. efnt til mikillar her-
sýningar á Rauða torginu í
Moskvu .Vonu eldflaugavopn
mjög áberandi bar, eins og
mynd þessi sýnir.
Churchill
meiðist
London, 16. nóv. — (NTB) —
WINSTON CHURCHILL,
hinn aldni leiðtogi og
stríðshetja Breta, varð
fyrir áfalli í dag. — Hann
féll á heimili sínu og brák-
uðust neðstu hryggjarliðir.
Leiddi af þessu nokkurn
sársauka. Læknar voru fljót-
lega til kallaðir. Þeir kváðu
mciðslin ekki alvarleg en
segja að Churchill verði þó
að liggja nokkurn tíma. —
Churchill á 86 ára afmæli
þann 30. nóvember n. k. —
Hann hefur verið óvenjulega
heilsuhraustur og sprækur
að undanförnu og tekið þátt
í samkvæmislífi Lundúna.
Umræður skornar niður
Er málið hafði verið rætt
fram eftir degi og mjög var
tekið að halla á kommúnistg
og. fylgifiska þeirra, voru
umræður skyndilega skornar
niður einmitt þegar allmarg-
ir fulltrúa voru að drekka
kaffi. Meðal þeirra sem neit-
að var að tala af þessum sök-
um var Pétur Sigurðsson,
alþm. Þegar einn þeirra, sem
var á mælendaskrá, ætlaði
að eftirláta Pétri sinn ræðu-
tíma var það einnig bannað.
Minni hlutinn á fundi
Er beiðni LÍV hafði verið
felld og fundi var að ljúka bað
Jón Sigurðsson erindreki, alla
þá fulltrúa, sem greitt höfðu
atkvæði með inntökubeiðninni,
að mæta á fundi á Freyjugötu
27 kl. 10 árdegis í dag.
Fundum ASÍ-þingsins verður
fram haldið kl. 2 í dag.
Hannibal reifaði málið
Inntökubeiðni LÍV var tekin
fyrir á fundi Alþýðusambands-
ins í gærmorgun. Forseti Al-
þýðusambandsins, Hannibal
Valdimarsson, reifaði málið. Las
hann bréf LÍV til Alþýðusam-
bandsins og skýrði frá því, að
í LÍV væru 18 félög með 3253
meðlimum. Sagði formaður, að
LÍV hefði tekið út forskot á
sæluna með því að gerast aðili
að norræna verzlunarmannasam
bandinu. Þá skýrði hann frá
því, að nú væri eitt verzlunar-
mannafélag í ASÍ, sem ekki
væri í LÍV, en 3 verzlunar-
mannafélög væru í báðum sam-
tökunum. Hannibal sagði, að
verkefni Alþýðusambandsþings-
ins væri fyrst og fremst að
fjalla um skipulagsmál alþýðu-
samtakanna. Vel skipulagt sam-
band eins og LÍV ætti því ekki
heima í ASÍ að svo stöddu, og
taldi hann fordæmanlegt að fá
þetta nýja blóð í samtökin.
Meinbugir
Þá talaði ræðumaður um
meinbugi á félagaskrá Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur,
heimilisföng vantaði eða væru
Framh. á bls. 17.
Líklegt að Kampmann
myndi minnihlutastjórn
Kaupmannahöfn, 16. nðv. —
(Frá Páli Jónssyni og NTB)
VIGGO KAMPMANN for-
sætisráðherra gekk í morgun
á fund Friðriks Danakon-
ungs. Það kemur á óvart, að
hann beiddist ekki lausnar
fyrir ráðuneyti sitt þrátt fyr-
ir það, að allur grundvöllur
er hruninn undan núverandi
stjórnarsamstarfi með því að
Radikali flokkurinn tapaði
þingsætum og Réttarsam-
bandið þurrkaðist út í þing-
kosningunum í gær. En kon-
ungsritari tilkynnir, að
Kampmann muni heimsækja
konung aftur á fimmtudag.
Meirihlutastjórn útilokuð
Styrkleikahlutföllin í danska
þinginu eru nú þau, að Jafnað-
armenn hafa 76 þingmenn og
Radikalir 11, svo að ef þessir
flokkar störfuðu áfram saman
myndu þeir hafa 87 þingsæti.
A móti þeim standa íhaldsflokk-
urinn, Vinstri-flokkurinn, Óháð-
ir og fylgismenn Aksel Lar-
sens, einnig með samtals 87
þingsæti. Þar við bætast 5 þing-
menn sem eru utanflokka. Það
eru fulltrúar Grænlands, Fær-
eyja og þýzka þjóðernisminni-
hlutans í Slésvík.
Af þessu má ráða að örðugt
verður, — ef ekki óframkvæm-
anlegt, að mynda stjórn með
þingræðislegum meirihluta. Er
því almennt gert ráð fyrir því
að Kampmann myndi minni-
hlutastjórn. Um hitt ríkir hins
vegar fullkomin óvissa, hvort
það verður minnihlutastjórn
Jafnaðarmanna einna eða hvort
Radikalaflokkurinn tekur þátt í
henni.
Radikalar hræddir
Vafalaust væri Kampmann það
kærara, að Radikalaflokkurinn
ætti aðild að hinni- nýju stjórn.
En forustumenn Radikalaflokks-
ins eru hikandi. Þeir hafa tekið
þátt í stjórnarsamstarfi við Jafn
aðarmenn að undanförnu. Nú
hefur það kostað þá tap þriggja
þingsæta af 14. Verði ekki ein-
hver straumhvörf ’í stefnu og
stjóm flokksins virðist hann
fljóta að feigðarósi.
Þótt ekki sé útlit fyrir meiri-i
hlutastjórn í Danmörku, þarf
það ekki að hafa í för með sér
óstöðugleika í stjórnmálum né
ríkisstjórn. — Minnihlutastjórn
Framh. á bls. 17.
Kúba gengur
úr Alþ jóðabank-
anum
WASHINGTON, 16. nóv. —
Kúba hefur sagt sig úr Alþjóða-
bankanum. Barst stjórn bankans
úrsagnarbeiðni Kúbu í gær.
Ástæðuna segja Kúbu-menn þá,
að þeir hafi aldrei fengið nein
lán frá bankanum og því sé þýð-
ingarlaust að vera þátttakandi í
honum. Æskja Kúbu-menn þess,
að höfuðstólfivamlag þeirra til
bankans verði endurgreitt hið
bráðasta.
Bretar vilja ólmir semja
á grundvelli tilboðs
V-stjórnarinnar trá '58
í UMRÆÐUM þeim, sem fram fóru á Alþingi í gær
um landhelgismálið upplýsti Ólafur Thors, forsætis-
ráðherra, að í samningaviðræðum íslendinga og
Breta, sem staðið hafa yfir að undanförnu, hafi Bret-
ar spurt, hvort íslenzka ríkisstjórnin mundi fáan-
leg til þess að veita sömu ívilnanir og þeir Her-
mann og Eysteinn buðu 1958, þegar þeir buðust til
að afhenda þeim ytri 6 mílurnar til einkaafnota í
3 ár án þess að nokkuð kæmi þar á móti. Þetta
töldu íslenzku fulltrúarnir hins vegar algjörlega óað-
gengilegt. Má telja fullvíst, að samningar hefðu þeg-
ar tekizt, ef núverandi ríkisstjórn vildi veita Bretum
sömu kostakjör og vinstri stjórnin bauð þeim, a. m. k.
er ólíklegt, að nokkuð hefði verið því til fyrirstöðu
af Breta hálfu.