Morgunblaðið - 17.11.1960, Page 2

Morgunblaðið - 17.11.1960, Page 2
2 MORGUIVBLAÐIÐ Fimmíudapft 17. nóv. 1960 * Gin og klaufaveiki herjar í Bretlandi Dökklituðu reitirnir sýna hættusvæðin í Englandi vegna gin- og klaufaveiki-faraldursins, sem hefur komið þar upp. Kvenréttindoíél. vottnr ríkisstjérn- inni trnust í Inndhelgismólinn M J Ö G alvarlegur gin- og klaufaveikifaraldur hefur brotizt út í Bretlandi. Er hann nú þegar orðinn víð- tækasti faraldur þessa sjúk- dóms, sem vitað er að komið hafi þar í landi. Um 250 dýralæknar eru nú önnum kafnir við sótt- varnaraðgerðir og er þegar búið að slátra 6500 nautgrip- Útvnrpið hnrmor mistök BLAÐINU barst í gær eft- irfarandi frá Ríkisútvarp- inu: Útvarpsráð gerði á fundi sínum þriðjudaginn 15. nóv. eftirfarandi samþykktir: 1. Útvarpsráð lítur svo á, að í þættinum „Á förn um vegi“ sunnud. 13. nóv. hafi reglur út- varpsins verið brotnar með ummælum um Har ald Böðvarsson útgerð- armann og VilhjálmÞór bankastjóra. Útvarpsráð harmar þessi mistök. 2. Útvarpsráð samþykkir að gefnu tilefni í þætt- inum „A förnum vegi“ 13. nóv., að ekki megi útvarpa neinu efni, sem hljóðritað er án vit- undar eða heimildar hlutaðeigandi aðila. Nýr sendiherra Júgóslavíu HERRA Dusan Blagojevic af- henti nýlega forseta íslands trún aðarbréf sitt sem sendiherra Jú- góslava á íslandi. Fór athöfnin fram á Bessastöðum, með venju legum hætti, að viðstöddum ut- anríkisráðherra. Að athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin hádegisverðarboð fyrir sendiherrann. Sendiherrann er jafnframt sendiherra lands síns í Noregi og hefur búsetu í Oslo. Dusan Blagojevic er fæddur 1914 í Besanska Gradiska. Kvæntur. Á þrjú börn. Tók þátt í frelsisstríði Júgó- siavíu frá 1941 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á stríðsárunum. Að lokinn styrjöldinni gerðist hann blaðamaður og útgefandi. Skrifaði aðallega um utanríkis- mál og heimsstjórnmál. Aðalrit- stjóri „BORBA", aðalmálgagns sósíalistahreyfingarinnar. For- stjóri hins stóra útgáfufyrirtækis „KULTURA". Herra Blagojevic er meðlimur í miðstjórn Sósíalistafylkingar- innar og forseti blaðamannasam- bands Júgóslavíu. Áður en hann var skipaður sendiherra gegndi hann störfúm sem skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu 1 Beograd. Hann hefur verið sæmd ur Verkalýðsorðunni, I. stigs, og hefur auk þess ýmis heiðurs- merki fyrir afrek í stríðinu. 2 met HRAFNHILDUR Guðmundsdótt ir, ÍR, setti tvö ísl. met á sund- móti ÍR í gærkvöldi. Synti hún 50 m bringusund á 38,7 sek og 100 m bringusund á 1:23,6 mín. Hún átti bæði eldri metin. um, 6000 kindum og 3500 svínum. Upphafið eitt svín. Veikinnar varð fyrst vart í Stowmarket í Suffolk, en allt bendir til, að hún hafi fyrst komið upp í Norðymbralandi. — Virðist, sem rekja megi sjúk- dóminn til eins svíns, sem get- ur hafa komizt í sýktan úrgang. Um tíma héldu menn að veik- in hefði borizt frá Hollandi, m. a. vegna þess, að sl. vetur kom þar upp slíkur faraldur. En at hugun hefir leitt í ljós að slíkt er útilokað. Hefur Hollendingum tekizt að halda veikinni í skefj- um. Meiri líkur eru taldar á því, að veikin hafi komið með svínakjöti frá Ameríku. Er hugs- anlegt að þess konar sýkt svina- kjöt hafi verið í úrgangi, sem hið grunaða svín fékk. Alvarlegast í Skotlandi. Útbreiðsla gin- og klaufaveik- innar hefur orðið víðtækust 1 Skotlandi. Varð það þó aðeins fyrir tilviljun. Tólf nautgripir, sem munu hafa verið sýktir áttu að sendast frá Norðymbralandi til Suður-Englands. En vegna algerra mistaka í sambandi við sendingu þeinra, höfnuðu þeir norður íSkotlandi.Voru þeir hafð ir þar í nautgripageymsium heil- an sólarhring meðan beðið var ákvörðunar hvað við þá skyldi gera og loks sendir til Aberdeen. Nautgripir, sem síðar voru geymdir í sömu stíum smituðust og varð þannig um að ræða veru lega útbreiðslu, sem erfitt hefur reynzt að rekja. Útbreiðsla veikinnar varð einnig talsverð í Austur-Anglíu, en þar hefur reynzt auðveldara að rekja slóð smitunarinnar og telja dýralæknar sig vera búna að komast fyrir rætur meinsins þar. Hættusvæði. Landbúnaðaryfirvöldin hafa lýst meginhluta Skotlands hættu svæði, svo og Norðymbraland og mikinn hluta Austur-Anglíu. Á öllu svæðinu eru teknar upp venjulegar varúðari'áðstafanir á sveitabæjum og eftirlit er haft með flutningi landbúnaðarafurða þaðan. Lagt hefur verið algert bann við því að kartöflur séu fluttar af þessu svæði til gripa- fóðurs á öðrum svæðum Bret- iands. í FYRRAKVÖLD var haldinn fundur í Kvenréttindafélagi ís- lands. Á dagskrá fundarins var er- indi Torfa Ásgeirssonar hagfr. um mat á heimilisstörfum o. fl. í sambandi við erindið voru gerð ar nokkrar fyrirspurnir. í fundarlok, er konur voru að hverfa af fundi, kom fram svo- hljóðandi tillaga undirrituð af 5 kommúnista- og Framsóknar- konum: „Fundur í Kvenréttindafélagi íslands, haldinn 15. nóv. 1960, beinir þeim tilmælum til ríkis- stjórnar og Alþingis að slitið verði nú þegar samningaviðræð- um við Breta um veiðar þeirra í íslenzkri landhelgi. Um landhelgina sjálfa á ekki að semja við einstakar þjóðir og að áliti félagsins kemur ekki til greina að veita neinni erlendri þjóð veiðiréttindi í landhelginni, allra sízt getum við sætt okkur við að Bretum verði launað of- beldið með slíkri undanlátssemi“. Formælandi tillögunnar og framsm. var Valborg Bentsdótt- ir, sem í sumar ferðaðist sem erindreki á vegum hernámsand- stæðinga um landið. Nokkrar umræður urðu um til- lögu þessa og kom fram gremja fundarkvenna yfir því að enn á ný ætti að freista þess að nota samtökin til pólitísks áróðurs. Var síðan borin fram svohljóð andi frávísunartillaga: „Jafnframt því að ítreka fyrri samþykkt félagsins í landhelgis- málinu treystir fundurinn ríkis- stjórn og Alþingi til þess að vinna að lausn deilunnar við Breta á þann hátt að íslenzkum hagsmunum sé borgið, og vísar framkominni tillögu frá“. Þessi frávísunartillaga var sam þykkt með 30 atkv. gegn 17. KAUPMANNAHÖFN 16. nóv. — Dönsk blöð skýra frá því, að skandinaviska flugfélagið SAS muni tapa stórfé, sennilega um 60 milljón dönskum krónu.n á misheppnuðum viðskiptum í Mexíkó. SAS ákvað fyrir nokkru að selja mexikönsku flugfélaxfí, svo nefndu „Guest“ þrjár af DC-6 flugvélum sínum og auk þess þrjár Constellation-vélar, sem SAS átti austur í Síam. Var síð- an ætlunin að taka upp náið sam starf við umrætt Mexíkó-flugfé- lag um flugferðir milli Evrópu og Ameríku. En svo illa tókst til, skömmu eftir að flugvélar þessar höfðu verið sendar til Mexikó, að mexi kanska stjórnin hætti stuðningi sínum við „Guest“ flugfélagið, en ætlar að leggja áherzlu á að styrkja sem mest ríkisflugfélagið „Aeronaves de Mexico". Táknar 94 fangar köfnuðu Leopoldville 16. nóvember. HERSTJÓRN SÞ í Kongó hefur ákveðið að láta hefja rannsókn á dauða 92 svertingja af Bal- uba-ættflokknum í Kasai-héraði þann 23. sept. sl. Þær fréttir bárust þá út, að hersveitir frá Líberíu í herliði SÞ hefðu fellt um 90 Baluba- menn. Var þá sagt ,að þetta hefði verið gert í sjálfsvörn. En grunur hefur nú komið upp um það, að Balubamenn þessir hafi þegar verið fangaðir, er þeir létu lífið. ★ Svo virðist sem hermenn Sam einuðu þjóðanna hafi handtek- ið Balubamenn þessa í þeim til- gangi að stilla til friðar í hér- aðinu. Voru fangarnir lokaðir inni í járnbrautarvagni. Hafa verið þrengsli í honum og auk þess hafa varðmenn ekki gætt þess að pæg loftræsting væri um vagninn. Fangarnir voru geymdir í járnbrautarvagninum yfir eina nótt og var ætlunin að flytja þá brott að morgni. En þegar að var komið um morguninn voru allir fangarnir 92 að tölu kafnaðir. ★ Stjórnendur Liberíuhermann- anna virðast hafa reynt að þagga þetta niður. Fangarnir munu hafa verið grafnir í fjölda gröf og verður nú framkvæmd rannsókn til að komast að hinni raunverulegu dauðaorsök svert- ingjanna. Lærði að stjórnaj þyrilvængju BJÖRN Jónsson, einn af starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar, er nýkominn frá Bandaríkjunum, og hefir hann lokið þar námi í stjórn þyrilvængja. Björn var ytra nokkra mánuði og stundaði nám sitt hjá bandaríska sjó- Íhernum. Áður var hann stýrimaður hjá Landhelgis- gæzlunni en síðast á flug- vélinni Rán. þetta hrun fyrirtækisins, sem SAS átti skiptin við. Hefur þetta í för með sér ákaflega fjárhags- legt áfall fyrir SAS. Nýtt hjólbarða- verkstæði HAFNARGIRÐI — Nú þurfa hafnfirzkir bifreiðastjórar ekki lengur að leita til Reykjavíkur með dekk sín ef þeir þurfa að láta sjóða í þau, því að nú hefir Jón Guðmundsson, sem hefir hjólbarðaverkstæði að Strandgötu 9, fengið suðutæki til að sjóða í hvers konar dekk, og eru tæki hans hin fullkomn- ustu. Að öðru leyti gerir hann líka við annað, sem dekkjum viðkemur. Jón hefir um árabil starfað að iðn þessari, sem á seinni ár* um hefir vaxið mjög EINS og auðséð er á kortinu, voru veðurfregnir mjög af skornum skammti í gær. Staf- aði það af afleitum hlustunar- skilyrðum. Fram til kl. 11:00 komu engin skeyti nema frá íslandi og Grænlandi ,en um hádegið rættist örlítið úr. Svo vel vill til að nýjar lægðir hafa ekki komið undanfarna daga SV úr hafi, heldur hefir verið nær kyrrstæð lægð fyrir sunnan land, síðan „þögninni" sló á loftskeytatækin. Veðurspáin kl. 10 i gær- kvöldi; SV-land og SVmið: Austan kaldi eða stinningskaldi skúr ir. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Austan kaldi, skýjað. Vestf., Vestfj.mið og Norður mið: Allhvass NA, rigning öðru hverju. Norðurland: Austan kaldi eða stinningskaldi, víðast úr- komulaust. NA-land’ til SA-lands og miðin: Austan stinningskaldi, rigning með köflum. SAS tapar milljóna- tugum í Mexíkó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.