Morgunblaðið - 17.11.1960, Page 6

Morgunblaðið - 17.11.1960, Page 6
6 morgvnblaðið Fimmfudagur 17. nðv. 1960 Hafa ferðazt 13000 km og sungið fyrir 35 þús. áheyrendur Frá fréttaritara blaðsins í söng för Karlakórs Reykjavíkur um Norður-Ameríku, skritað 7. nóv. í Fredericton í Kanada: ÞEGAR þetta er ritað hefur Karlakór Reykjavíkur ferðazt um 13000 km., haldið 31 söng- skemmtun fyrir um 35 þús. áheyrendur og þar að auki sungið fjórum sinnum eingöngu fyrir íslendinga. Það er varla hægt að segja að förin í heild hafi verið mjög erfið, þótt við höfum stundum þurft að vakna kl. 6—7 á morgn ana. Dagleiðirnar hafa sjaldnast verið mjög langar, en þó hefur komið fyrir að 13 klst. ferðalag væri að baki í dagslok. Að vísu er þá stanzað til að borða, eins og venjulega. Við höfum verið svo heppnir að geta stundum verið 2—3 daga á sama hótelinu. Sá kosturinn hefur heldur verið valinn ef syngja hefur átt í nærliggjandi borgum og þá ferðast í „kjól og hvítu“ allt upp í tvo tíma og aftur til baka eftir söngskemmt- unina. Kórfélagarnir hafa staðið sig með afbrigðum vel og ekki er að heyra eða sjá neina þreytu þrátt fyrir næstum 40 daga ferðalag. Veðurguðirnir hafa verið okk- ur mjög hliðhollir og eini snjór- inn, sem ennþá hefur sézt, var í Winnipeg og það aðeins föl, sem tók fljótt upp. Hér austur- frá er nú að vísu nokkuð kalt og töluverð næsturfrost. Fólk talar um einstæða veðurbliðu bæði hér í Kanada og í Bandaríkjun- um, og okkur mun seint úr minni líða fegurð skóganna í Norður- Michigan, en þar vorum við á ferð um miðjan október. Þvilíkt litskrúð hefðum við ekki getað ímyndað okkur. „Morgunandakt" í bílnum Gisli Guðmundsson, fararstjór inn okkar, hefur frætt okkur mjög mikið um Norður-Ameríku, en hann virðist hafa kynnt sér mjög vel allt er að henni lýtur. •Sjálfur bjó hann um 10 ára! skeið í Manitoba-fylki í Kanada og hefur ferðazt um þver og endilöng Bandaríkin. Hann er líka óþreytandi að miðla okkur af þekkingu sinni. Á morgnana er hann vanur að byrja með svokallaðri „morgun-andakt", en þá tilkynnir hann í hátalara bíls- ins hve l'angt ferðlag er fyrir höndum dag hvern, þýðir síðustu ritdóma um söng okkar og flytur erindi um það hérað eða fylki, sem við ferðumst um. Eftir það sofna menn gjarnan, en sætin eru þægileg og hægt að leggja þau aftur á bak. Sumir lesa og aðrir spila bridge við frumlegar aðstæður. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að allir hafi notið þessa ferðalags í rík- um mæli og eitt er víst, að kór- félagar eru léttir í lund og hafa verið það allan tímann, enda er hópurinn samheldinn og sam- Stilltur félagsskapur, sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Kórfélagar með inflúenzu Inflúenza hefur gengið og hóf- ! um við ekki farið varhluta af I henni. Sá íyrsti okkar féll í Minneapolis, en það var sjálfur Fritz Weisshappel píanóleikar- inn, og urðum við að skilja hann eftir þar. Til allrar hamingju fengum við annan undirleikara í Fairmont í Minnesota. Mrs. Pierce hét hún og leysti sitt hlut verk ótrúlega vel af hendi mið að við aðstæður. Hún annaðist undirleik á þremui hljómleikum, en Fritz kom fljúgandi til Winni peg og tók aftur við þar. Tveir aðrir hafa fengið flenzuna, en náð skjótum bata. Víðast hvar sem við höfum ferðazt hafa íslendingar, búsettir hér vestra eða við nám, komið á söngskemmtanir okkar. Hafa margir lagt á sig töluverð ferða- lög og sumir komið tvisvar, á sinn hvern staðinn. Er mér einna minnistæðast er frú Laufey Ólafsdóttir, gift Aaland, heim- sótti okkur í Fargo í Norður- Dakota, en þangað er þriggja klst. akstur frá heimili hennar í Cavalier. Hún frétti þá að við mundum syngja í borginni Crookstön í Minnesota viku síð- ar, en það er álíka langt frá Cavalier. Þar sem við höfðum ákveðið að gista ekki í CrooKs- ton, heldur í Bemidji, en þangað er 2ja klst. akstur, þá reiknaði frú Laufey með að við mundum vera bæði þyrstir og svangir er þangað kæmi. Og viti menn, frú in mætti í Crookston hlaðin mat vælum og drykkjarföngum og veitti rausnarlega. Hún fékk að launum kröftugt, ferfalt íslenzkt húrra og minjagripi. Til Crookston kom einnig dr. Ríkharður Beck, en hann hafði áður ferðazt með okkur frá Fargo til Winnepeg og verið hrók ur alls fagnaðar. Hvarvetna hefur okkur verið tekið tveimur höndum og eru Bandaríkja og Kanadabúar ein staklega elskulegt fólk. Yfir 20 sinnum höfum við setið matar- eða kaffiboð og nokkrir komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Spurningunum rignir yfir okkur og við höfum ekki við að upp- lýsa fólk um land og þjóð Víð- ast hvar rennir fólkið grun í að íslenzku söngvararnir séu á ferð og hér vestra lætur fólk það óspart í ljós að því hafi þótt ákaflega gaman á söngskemmtun unum. Bílstjórinn okkar sér um sölu á sérstakri söngskrá, sem prýdd er fjölda mynda og í eru upplýs- ingar um ísland. Einnig selur hann hæggenga hljómplötu með söng kórsins. Hvað eftir annað hefur hann selt hvorttveggja upp og orðið að fá nýjar birgðir frá New York. Plöturnar hafa þó verið seldar á 5 dollara og þykir mikið hér. Ráðstafanir gegn dýrtíðinni Annars kvartar fólk undan dýrtíð og við förum sannarlega ekki varhluta af henni. Kemur það sérstaklega fram í hvers kyns þjónustu. Af þessum sök- um hafa tveir röggsamir kórfé- lagar keypt handklippur á 6 dollara, til þess að létta útgjöld félaga sinna, en klipping kostar Framhald á bls. 19. -<♦> Fimmfugur i dag: Próf. Jóhann Hannesson FIMMTUGUR er í dag séra Jó- hann Hannesson, prófessor. Hann er fæddur í Nesjum í Grafningi, sonur hjónanna Hannesar Gísla- sonar og Margrétar Jóhannsdótt- ur. Menntaskólanám stundaði hann í Noregi og sömuleiðis sér- nám í trúarbragðasögu og kristni boðsfræðum. Hann lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Islands vorið 1936 með hæstu einkunn, sem þá hafði verið tekin við deildina, og stundaði síðan fram haldsnám í Basel og London ár- langt. Hann vígðist prestvígslu til kristniboðs af Jóni biskupi Helgasyni 27. júní 1937 og starf- aði síðan í Kína fram til ársins 1946, er hann hvarf heim og gerð ist þjóðgarðsvörður, fræðimaður og prestur á Þingvöllum. I Kína vann sr. Jóhann að fjöl mörgum þjóðfélagslegum verk- efnum, m. a. flóttamannamálum og spítalamálum. Þar eignaðist hann fjölþætta reynslu, sem ef til vill er undirrótin að áhuga hans á þjóðfélagsfræði. Síðustu tvör árin þar í landi var hann prófessor við merkan lútherskan prestaskóla. Hann var skipaður prófessor við guðfræðideild Há- skóla fslands haustið 1959. Próf. Jóhann hefir skrifað mik inn aragrúa af tímaritsgreinum og hefir ýmislegt á prjónunum. Hann er hin mesta hamhleypa til vinnu. Almenningi er hann kunnastur fyrir Mbl.-greinar og útvarpserindi um vandamál líð- andi stundar skoðuð í ljósi þjóð- félagsfræði og guðfræði. Svo fjöl þætt voru áhugamál hans á Þing vallaárunum, að eitt sinn samdi hann ítarlega ritgerð um aðferðir við að bjarga mönnum úr vök, er birtist í Mbl. með viðeigandi teikningum til skýringa. Sr. Jóhann er skemmtilegur og sérstæður persónuleiki, ramm íslenzkur í anda. Hann lítur á hvert mál eins og búhöldur, sem auk hagsýninnar er gæddur lær- dómi, ríkri vísindalegri tilhneíg- ingu og vakandi athyglisgáfu, — að ógleymdri kímnigáfu hans. Hann hefir miklar vinsældir af stúdentum sínum og öðrum þeim, er honum kynnast. Ég hygg því, að ég tali fyrir munn margra, er ég flyt sr. Jóhanni og frú Astrid árnaðaróskir. Á ég þá ósk bezta Jóhanni Hannessyni fimmt ungum, að honum gefist næði til þeirra fræðiiðkana í grein sinni, sem svo mikla nauðsyn ber tií að ræktar séu á íandi voru, og að hann megi, endurnærður við þær iðkanir, halda áfram að brjóta til mergjar vandamálin a sviði kirkju og þjóðlífs. • Þórir K. Þórðarson. > Bann hundahaldsins Erlend kona, sem um nokk- urt skeið hefur verið búsett hér í höfuðb''rginni, ritar: —- Frá þvi ég icom til Is- lands fyrir um það bil tiu vik- um hef ég heyrt mikið rætt v.m lögih um bann hunda- halds í Reykjavík og öiargir hafa kvartað undan þeim lög- um i mín eyru. Þá hefur eig- inmaður minn þýtt fyrir rmg allar greinar, sem birzt hafa um þetta efni í íslenzkum blöðum í sumar. Ég hef ríka samúð með því fólki, sem fer fram á að fá að hafa hunda hér í höfuð- borginni. Mér finnst það striða gegn almennum mann- réttindum að banna mönnum að gera hluti, sem eru alger- lega skaðlausir náunganum. ♦ Óþrifnaður og hávaði Sumir munu vilja halda því fram, að hundahald í borg- inni sé til óþrifnaðar og ó- þarfa hávaði sé að hundunum. Því er til að svara, að hundar eru sízt óþrifalegri en fuglar og af þeim stafar ekki meiri hávaði en af útvarpstækjum, slaghörpum, bílum ,flugvél- um o. s. frv. Ef einhver færi fram á að sett yrðu lög um að banna þá hluti, sem ég nú nefndi, yrði sá hinn sami sett- ur á geðveikrahæli. Lögregluþjónar í Reykja- vík ættu ekki að eyða tíma sínum í að drepa þessi skað- lausu dýr. Þeir ættu heldur að beina kröftum sínum að því, að halda drukknum ung- lingum í bænum í skefjum. Ef svo heldur fram sem horf- ir með drykkjuskap og af- brot unglinganna, getur orðið nauðsynlegt fyrir fólk að halda varðhunda til að stuggá þessum unglingum frá, ef þeir kynnu að brjótast inn í hús manna til að krækja sér í FERDINANP skilding fyrir einum drykk til viðbótar. Juliette. • Óþrifnaður -- i ■—■■■ --- aðhundum Bréfritari ber hlýjan hug i brjósti til hundanna og er út af fyrir sig ekki nema gott eitt um það að segja. En nokk urs misskilnings gætir þó sér- staklega þegar frúin segir, að enginn óþrifnaður stafi af hundahaldi í borgum. Vel- vakandi hefur átt heima í borg þar sem þurfti að vakta hvert fótmál til að forðast að stíga niður í óþrif, sem hund- ar höfðu skilið eftir á gang- stéttunum. Það er ekkeri tii- hlökkunarefni ef við Reyk- víkingar eigum að bera þann óþverra inn á skónum í hvert sinn sem við komum utan af götu. Að ekki sé minnzt á smithættu, sem af þessu get- ur stafað, ef hundarnir eru með bandorma, en enginn hundahreinsunarmaður í borg inni eins og áður hefur verið getið hér í dálkunum. • Velvakandi þakkar í fyrradag var óskað efiir því hér í dálkunum, að stein- súla, sem var á gangstéttinni fyrir utan dyrnar á Hreyfli, yrði fjarlægð. Réttir aðilar hafa brugðizt fljótt og vel við því. í gær var súlan farin. Velvakandi flytur þeim, sem fjarlægðu súluna, sínar beztu bakkir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.