Morgunblaðið - 25.11.1960, Side 23
Föstudagur 25. uóv. 1960
MORGUNBLAÐIfí
23
'^rv' •'*'*• ^ytW"^ <*+*■' *>ixr*w* f ifjMty
Stjórn Tollvarðafélagsins, talið frá vinstri: Jónas Hallgríms-
son, Karl Halldórsson, sem verið liefur formaður félagsins í 8
ár, og Guðjón H. Guðnason.
Tollvarðafélagið 25 ára
„Boðorðin ttu“
Greinargerð frá Tjarnarbíó
TOLL.VERÐIR og starf þeirra,
hefur verið mjög í fréttum blað-
anna undanfarið, og um aðra
helgi munu þeir minnast þess
með samsæti, að ‘liðin eru 25 ár
frá því að stofnað var Tollvarða
félag íslands. Innan vébanda
þess eru allir tollverðir á land-
inu 71, að tölu, þar af 46 í Reykja
Vík.
/ í gærdag ræddu tveir stjórn-
armenn félagsins við blaðamenn,
þeir Karl Halldórsson formaður
félagsins og Jónas Hallgrímsson,
gjaldkeri þess.
Félagið sem er stéttarfélag
tollvarðanna, hefur fyrst og
fremst unnið að kjaramálum
stéttarinnar og orðið þar á ýms-
an hátt vel ágengt. T.d. er það
meðal síðustu mála sem náð hafa
fram að ganga, að tollverðir fá
nú skipunarbréf. Sumir höfðu þá
verið starfandi í tollgæzlunni í
35 ár. Nú síðast er fengin starfs-
reglugerð, sem Gunnar Thorodd-
sen fjármálaráðherra lét setja.
Stofnendur félagsins voru 13
tollverðir. Meðal þeirra eru þeir
Ásgrímur Guðjónsson og Björn
Friðriksson, sem báðir hafa látið
af störfum fyrir aldurssakir, og
eru nú heiðursfélagar Tollvaijga-
félagsins.
Vettvangur tollvarðanna hefur
verið og er fyrst um fremst höfn
in og skipin þar. Síðan millilanda
flugið hófst hefur starf tollvarða
í því sambandi aukizt mikið.
Utan Reykjavíkur eru flestir
tollverðir starfandi á Keflavík-
urflugvelli.
Karl Halldórsson formaður,
kvað það vera álit stjórnar félags
ins, að greinagóðar og sannar
blaðafregnir af skyldustörfum
tollvarða, væru til þess fallnar
að auka nauðsynlegan skilning
almennings á störfum tollvarð-
anna.
Þau 25 ár sem Tollvarðafélagið
hefur starfað, hafa þar verið for
menn Haraldur S. Norðdahl,
Karl Halldórsson, Ólafur Helga-
son og Aðalsteinn Halldórsson.
Varaformaður er Jón Mýrdal.
De GauIIe einn fær um
að leysa Alsírmálið
— segir Búrgíba Túnisforseti í viðtali
Bonn, 24. nóv. (Reuter)
STYRJöLDIN í Alstr er komin
á úrslitastig. De Gaulle forseti
hefir metið réttilega markmiðið,
sem keppa ber að, og allir, sem
hlut eiga að máli, verða að leggja
sig alla fram honum til aðstoðar.
Þessi ummæii viðhafði Búrgíba
Túnisforseti í viðtali við Joachim
Rassat, fréttamann hins óháða
Hamborgarblaðs „Die Welt“, sem
birt er í dag. Búrgíba segir í við-
talinu, að það sé staðreynd, að
Alsírstyrjöldin hafi getað kveikt
Stærra bál og breiðzt út.
Aðspurður, hvort Túnis gæti
orðið miðstöð eða milliliður fyr-
ir kínverska og rússneska aðstoð
við uppreisnarmenr. í Alsir, sagði
Búrgíba, að hann gæti ekki kom-
íð í veg fyrir, að vopnum og vist-
um yrði skipað upp í Túnis.
Túnisleiðtógmn ságði, að de
Gaullé Væri „mikill maður“ og
ölltrm öðruin færari til að leysa
Alsírvahdamálið. — ,,Það er að-
éins að því ér várðar aðferðina
til að ná marki síHll, sem hann
er eklti alvegí 'á réttri'Ieið“, sagði
hann. — „Hugtök eíns og mikil-
leiki og heiður eiga ekki að hafa
éhrif í þessu máli. Því verður
de Gaulle að bjóðast til áð eiga
nýjar viðræður við fulltrúa Als-
irmanna til þess að samkomulag
megi nást um vopnahlé og van-
traustinu verði útrýmt“. — Kvað
hann áætlun de Gaulles aðeins
nafnið tómt á meðan bardagar
geisuðu enn og tortryggnin ríkti.
I VIÐTALI við Dagbl. Vísi hef-
ur Valdimar Jónsson, frkvstj.
Laugarássbíós nú gripið til þess
ráðs í stríði sínu við verðlagsyf-
irvöldin að kenna Tjarnarbíó um
ófarir sínar í sambandi við Boð-
orðin. Sakar hann nú m.a. Tjarn
arbíó um að hafa yfirboðið mynd
ina, og þá væntanlega fyrir
sjálfu sér, þar sem Tjarnarbíó
hefur skipl við Paramount, eitt
íslenzkra kvikmyndahúsa um
áraskeið, og aldrei komið til
neins yfirboðs, fyrr en téður
Valdimar komst í spilið.
En rétt er. að greina frá gangi
þessa sérstaka máls, fyrst tilefni
hefur nú gefizt til.
í undanfarin tvö ár hefur
Tjarnarbíó af og til spurzt fyrir
um hvenær vænta mætti af-
greiðslu á Boðorðunum tíu til
landsins, en jafnan fengið þau
svör að eftirspurnin væri svo
mikil, að afgreiðsla hingað
myndi dragast eitthvað.
Þann 10. rnarz sl. barst svo
bréf frá Paramount, þar sem til
kynnt er, að myndin sé nú fáan-
leg, og um leið skýrt frá þeirri
greiðslu, er Paramount vildi fá
fyrir myndina. Skilmálarnir
voru í stuttu máli þessir: 70% af
nettó aðgangseyri fyrstu vikurn-
ar, en lækkandi úr því í 40—
60%. Lágmarkstryggingu yrði þó
að setja að upphæð 7500 dollara.
Tjarnarbíó svaraði 14. marz og
kvaðst ekki með neinu móti geta
fallizt á þessa skilmála. Taldi m.
a., að 40% væri hámark og lág-
markstrygging mætti ekki fara
fram úr 1000—1500 dollurum.
Paramount svarar 12. apríl og
segist í engu hvika frá fyrra til-
boði og sé þýðingarlaust að ræða
meira um málið á þeim grund-
velli.
Þar með var málið í rauninni
útkljáð af Tjarnarbíós hálfu,
enda var nú kominn köttur í ból
bjarnar, þar sem fregnir höfðu
borizt af því, að Laugarásbíó
hefði keypt myndina. Ekki lágu
þó fyrir upplýsingar um fyrir
hve hátt verð Laugarásbió hefði
fengið myndina, en ekki var ó-
eðlilegt að álykta, að þeir hefðu
fallizt á þá skilmála, er Tjarnar
bíói voru boðnir, en það hafnaði,
eins og áður segir.
Til þess að fá m.a. úr þessu
skorið, sendi Tjarnarbíó Para-
mount simskeyti þann 27. júlí og
sagðist eftir atvikum geta fallizt
á að greiða ákveðinn hundraðs-
hluta af aðgönguverði, en lág-
markstrygging mætti þó ekki
fara fram úr 5000 dollurum.
Þann 28. júlí barst svarskeyti
frá Paramount en í því segir, að
ekkert sé um að semja við Tjarn
arbíó, þar eð samningar hafi þeg
ar verið gerðir við Laugarásbíó
um að sýna myndina í Reykja-
vík.
Og hér er sagan öll. Af þessu
má ljóst vera, að þegar Valdi-
mar Jónsson semur við Para-
mount, liggur fyrir tilboð frá
Tjarnarbíói um 1000—1500 doll-
ara lágmarkstryggingu í bréfi
frá Tjarnarbíói dags. 14. marz.
Paramount er viðskiptavinur
Tjarnarbíós og hefur verið í
mörg ár. Þessi viðskipti áttu þvi
að geta farið fram með eðlileg-
um hætti, ef ekki hefðu annarleg
öfl gripið þar inn í.
En sú varð raunin á og árang-
urinn eftir því.
Tjarnarbíó telur ekki ástæðu til
þess að elta ólar við Laugarás-
bíó eða forsvarsmenn þess frek-
ar, a.m.k. að svo stöddu.
En Laugarásbíó mætti gjarnan
gefa opinberlega eftirfarandi
upplýsingar: Hve hátt var tilboð-
ið frá Paramount, sem Laugar-
ásbíó féllst á? Hvenær var sá
samningur gerður?
F.h. Tjarnarbíós,
Friðfinnur Ólafsson.
Nýtt verkstæði
STYKKISHÓLMI, 24. nóv. —
Þeir Hörður Kristjánsson, húsa-
smíðameistari, og Hallfreður
Lárusson, húsasmiður, hafa ný-
lega reist hér trésmíðavinnu-
stofu. Reka þeir hana undir
nafninu „Trésmiðjan Ösp“.
— Fréttaritari
Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
Guevára éír nú aiistan tjalds
iil að leita aðstoðár kómmún-
jstarí k j anna, bæði efnahags-
íégrar og hernaðarlegrár áð því
er ætlað er.
Hann vár fyrst í Prag,
aiðan hálfan mánuð í Moskvu.
Nú er hann komihn til Peking,
þaðan er ráðgert að fara til N-
Kóreu og e. t. v. víðar. Ln á
beimleiðinni mun hann aftur
koma V.ið í Moskvu og hitta Krú
ajeff vin sinn. Væntanlega verð-
ur aðaibfcnkastóranum vel fagn-
að.
— Karlakórinn
Framh. á bls. 23
hafi komið þeim nokkuð á ó-
vart.
— Ég dáðist að húsunum
sem þeir eiga, og hve hentug
þau eru. Þetta eru hús oft í
eigu einhvers skóla, fullkomin
leik- óg sönghús en jafnframt
iþróttahús og skemmtisalir
Við gætum mikið af þeim lært
í hentugum húsbyggingum.
— Já, það var gaman að
koma á Mefropolitan. En þar
erp bara menn, þótt þeir séu
heimsfrægir, segir Guðmúnd-
ur' að lokum. 'ý.
\
•’ Síðasti biti í háls er Guð-
mundur Jónsson og hann ekki
minnstur.
— Nei, ég missti ekki éitt
einasta kíló í ferðinni, ég er
nefnilega íhaldsmaður. Máður
var nýkominn heim frá Vín
og og rétt búinn að taka upp
Úr töskunum þegáf maður
byfjaði að láta ofan í þær aft
ur. Það má því segja að maður
sé sjúskaður í báða enda.
Þeir eru í náttfötunum, þess
ir, sem eru áttund néðar.
Guðmundur var þó tón ofar
en Krisíinn, því hann brá sér
í slopp á meðan hann talaði
við okkur.
— Bindindisloggjöfin er
skrítin þarna vestra. Ragnar
v<ar duglegur að finna út
hvernig henni var hagað
Hann er svo fróðleiksfús eins
og þú veizt.
— Mataræðið! Blessaður
vertu. Það er bara bezt að
eta það sem að kjafti kemur.
— Sem eini áheyrandinn að
söng kórsins get ég sagt að
honum var mjög vel tekið og
hann stóð sig með ágætum.
Fólkið kom til okkar á eftir,
jafnvel gamlar komur og
sögðu að þétta væri sá bezti
konsert, sem þær hefðu hlýtt
á. Þú veizt hvað þetta er að
marka; en samt . . .
— Ég mundi í skemmstu
máli segja að þettá væri
andskotans puð. Sitja í keng
í svona og svona áætlúnarbíl,
skipta um föt og raka sig,
hlaupa eftir bjór, ef hann er
fáanlegur, eta og syngja.
Þetta sama upp aftúr og aft-
ur. Það er alvég rnakalaust
• hvað þessi kór leggur á sígl
, til þess að kynna landið. I
—r Nei, ég hef ekkert sofið
í dag. Hef ekki einu sinni
rakað míg, en fór fyrir síða-
sakir í náttfötin.
— í fyrramálið eigum við
sólóistarnir. úr kórnum að
mæta á æfingu niðri í Þjóð-
leikhúsi í „Don Pasquale/“.
Við vorum að reyna að æfa á
leiðinni þegar Fritz náði í
hljóðfæri. Ef Kristinn, sem
hefir langstærsta hlutverkið,
verður til fyrir jól, þá reyni
ég það líka, segir Guðmundur
Jónsson að lokum. — vig.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum, ættingjum og
vinum fyrir ógleymanlegar ánægjustundir og hlýhug,
mér sýndan á áttræðisafmæli mínu.
Kærar kveðjur til ykkar allra. — Guð blessi ykkur öll.
Veronika Borgarsdóttir
frá Þverdal.
Lokað
vegna jarðarfarar föstudaginn 25. nóv.
SÁPUHCSIÐ, Ansturstræti 1.
SÁPUHUSIÐ, Laugavegi 2.
Vegna jarðarfarar
er verzlunin lokuð til kl. 1 í dag.
VÉRÐANDI H.F.
Lokað
vegna jarðarfara laugardaginn 26. nóvember.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Ægisgötu 10.
Faðir okkar
BKVNJÓLFLK STEFÁNSSON
fyrrverandi forstjóri,
andaðist að hei'nili sínu 24. þ. m. Jarðarförin ákveðin
síðar.
Gnðni Brynjólfsson, Stefán Brynjóifssoa.
TJtför föður okkar
PÉIURS PÉTURSSONAR
fyrrvet andi vitavarðar á Malarrifi,
sem andaðist 16. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 10,30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Börn hins látna.
Hjartans þakk.r til allra, sem auðsýndu okkur hjálp
og hluttekningu við andlát og jarðarför
SIGURGEIRS OLAFSSONAR
Nýjabæ í Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Laufey Jónsdóttir,
Guðríður Sigurðardóttir, Viðar Hjaltason.