Morgunblaðið - 01.12.1960, Side 1

Morgunblaðið - 01.12.1960, Side 1
24 siður með Barnalesbók uwiMsM^ 47 árgtmgur 276. tbl. — Fimmtudagur 1. desember 1960 Prentsmlðia Morgu iblaðsins Aburður fyrir 14millj úrlandi ÁBURÐARVERKSMIÐJAN h.f. hefur gert samninga um sölu 7000 smálesta af áburði til útlanda. Nemur verðmæti hins selda áburðar um 14 millj. króna. í fréttatilkynningu frá ... Nefndin hvarf VIENTIANE, Laos, 30. nóv.: — Uppreisnarmenn létu til skarar skríða í da'g gegn stjórn Sou- vanna Phouma. Sjö manna þing- nefnd fór flugleiðis til Savanna- ket, aðalstöðva uppreisnar manna, árla í morgun og lánuðu bandaríska og franska sendiráð- ið flugvélar til fararinnar. Höfðu uppreisnarmenn fullviss að þingnefndina um að ekki yrði skert hár á hóði þingmannanna og þeir fengju að hverfa aftur óáreittir. Tilgangurinn með för- inni var að leita samkomulags um myndun samsteypustjórnar og binda þar með endi á óeirðirn ar í landinu. En flugvéLarnar komu aftur til Vientiane í kvöld og þingmenn- irnir voru ekki meðferðis. Fluttu flugmennirnir þær fregnir, að uppreisnarforingjar hefðu tekið á móti nefndinni, boðið henni upp í flugvél sína og flogið með hana lengra inn í land. Töldu flugmennirnir nefndinni samt óhætt og bjuggust við að hún yrði flutt hingað aftur á morgun í flugvél uppreisnarmanna. Víða kom til átaka í dag og eru uppreisnarmenn vel vopnum búnir. Áburðarverksmiðjunni h.f. um þetta, segir á þessa leið: Á- 10% afsláttur frá fullu verði Á þessu ári hefur Áburðarverk smiðjan unnið mun meira áburð- armagn en að undanförnu, vegna þess að raforka til vinnslunnar hefur fengizt mun meiri en áður. Áburðarmagnið er því nokkru meira en líkur eru til að notað verði í landinu á komandi ári. Þegar sýnt þótti, að áburðarmagn ið væri umfram innanlandsþörf, ákvað verksmiðjustjórnin að reyna sölu á áburði til útlanda. Tókst framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar ferð á hendur í þeim tilgangi, sem bar þann árangur, að tekizt hefur sala á 7000 smá lestum áburðar fyrir verð, sem er aðeins tíu af hundraði lægra en áburðarverð verksmiðjunnar var á síðasta sumri, komið í skip á Gufunesi. Nemur verðmæti hins selda áburðar um 14 millj. kr., og er afgreiðsla áburðarins ákveð inn um og eftir næstu áramót. Fyrsti desember er dagur Háskólastúdenta. Hátíðahöld i tilefni fullveldisd agsins HÁTÍÐAHÖLD í tilefni full- veldisdagsins verða eins og áður á vegum háskólastúd- enta. Hátíðin hefst kl. 10,30 f. h. með guðsþjónustu í kapellu háskólans. Aðalræðu dagsins flytur Guð- mundur í. Guðmundsson kl. 14,00 i hátíðasal Háskólans, og fjallar hún um landhelgismálið. Síðasti liður hátíðahaldanna er fullveld- isfagnaður í veitingahúsinu Lido, sem hefst kl. 18,30. Hátíðahöldunum í Háskólan- um verður útvarpað og kl. 20,30 hefst kvöldvaka Stúdentafélags Reykjavíkur. Formaður Stúdenta félags Reykjavíkur, Matthias Jo- hannessen, ritstjóri flytur er- indi og ræður flytja Jóhann S. Hannesson, skólameistari, og Halldór Hansen, dr. med. Síðan hefjast gamanmál, vísnasöngur og fjöldaáöngur. Kvöldvökunni lýkur með því að Guðmundur Jónsson syngur lög við ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Lumumba týndur Tshombe býður löndum sínum einuhugsuðstoð Elisabetville, Brazzaville og Nýju Dehli, 30. nóv. — E N N hefur ekkert spurzt til Lumumba. Menn óttast jafnvel, að hann sé ekki lengur í tölu lifenda. Lum- umba komst undan mönnum Mobutu í Leopoldville á sunnudagskvöldið, eins og Nasser fær MIG-19 TEL AVIV ,39. nóv. — Arabíska sambandslýðveldið er að fá mikl ar vopnasendingar frá Rússum, sögðu dagblöðin í fsrael í morg- un. Almennt er talið, að þessi nýju vopn muni verða til þess að auka enn á viðsjár fyrir botni Mió.jarðarhafsins og einmitt þess vegna veitti þing ísraels stjórn- 10-20 tonn á dag JAPANSKUR skuttogari, „Ta- oyo Maru“, hefur verið á veið um við Kanaríeyjar síðan í júní. í október var tilkynnt, að aflinn hefði verið meiri en búizt hafði verið við, 10— 20 tonn á dag. Togarinn er 1490 tonn. inni í gær heimild til þess að verja sem svarar 15 milljónum dollara til landvarna umfram það, sem ákveðið var. Blöðin i ísrael staðhæfa, að samningar um auknar vopna- sendingar til Arabíska sambands lýðveldisins hafi náðst í viðræð- um þeirra Krúsjeffs og Nassers, er þeir hittust í New York á dög- unum. Meðal vopnanna, sem Nasser er sagður fá, eru MIG-19 ori/stuþotur, þær fullkomnustu, sem Rússar framleiða nú. Telja ísraelsmenn, að frönsku Super- Mystere þoturnar, sem her þeirra hafi, standi MIG-19 þotunum að baki. Þá er staðhæft, að Amer, vara- forseti Arabíska sambands lýð- veldisins, sem nú er farinn til Moskvu, leiti þar fyrir sér um kaup á tveimur kafbátum — og verður kafbátafloti Nassers þá kominn upp í 12. kunnugt er, og var förinni heitið til Stanleyville, sam- kvæmt frásögn Lumumba sjálfs. En ekki er vitað til, að hann hafi komið þangað. * * * Er mjög óttazt, að hvarf Lum- umba geti haft alvarlegar af- leiðingar. Nehru forsætisráð- herra Indlands, lét m. a. svo um mælt í dag, að flótti hans gæti haft í för með sér borgarastyrj- öld í Kongó. Tshombe, forsætisráðherra Kat anga, sagði á fundi með blaða mönnum í dag, að Katanga byði nú öðrum hlutum Kongó efna- hagsaðstoð. Hann sagði og, að það hefði sýnt sig, að engin leið væri að stjórna Kongó frá Leo- poldville. Hugmynd hans um sjálfstæða stjórn hinna ýmsu héraða Kongó og sambandsríki þeirra væri því i'aunhæf. Sagði Tshombe, að slíkt sam- band gæti orðið upphaf að öðru víðtækara, sem næði til fleiri landa Afríku og að milli þessara ríkja yrði mjög náið samstarf, ekki hvað sizt á sviði efnahags- mála. * * * Var ekki hægt að skilja þetta öðru vísi, en Tshombe væri þarna að búa jarðveginn undir væntan legt þing fulltrúa frönskumæl- andi Afríkuþjóða, en það hefst hinn 12. desember. Hann var spurður álits á hug- myndinnj um sameiginlegan fund allra stjórnmálaleiðtoga í Kongó, til þess að reyna að binda endi á ógnaröldina í landinu: Munduð þér taka þátt í slíkum fundi, ef Lumumba yrði þar mættur? spurðu blaðamenn. „Ég tala ekki við geðveikan mann“, svaraði Tshombe. Dauðadóniar SEOUL ,30. nóv. — Fulltrúadeild þings S-Kóreu samþykkti í dag frumvarp, sem heimilar að kveðn ir verði upp dauðadómar yfir ýmsum af stjórnarstarfsmönnum Syngman Ree, sem fundnir voru sekir um svik í þingkosning- unum 15. marz sl. Ekki er þar m.eð sagt, að lagaheimildin verði notuð. Gripið til örþriforaða í áfengisvörnum PARÍS, 30. nóv. — Franska stjórnin skar í dag upp her- ör gegn ofdrykkjunni í land- inu, en fullvissaði landsmenn | jafnframt um, að ekki værl stefnt að algeru banni, því færi fjarri. Markmiðið er að breyta drykkjusiðwm frönsku þjóðar- innar, því skýrslur sýna, að á síðasta ári létust 16.500 manns af völdum áfengisneyzlu i Frakklandi, helmingi fleiri en fórust í umferðaslysum. — Þetta er of há tala, sagði franska stjórnin. Við verðum að taka í taumana. Meðal þeirra ráðstafana, sem gripið verður til, er: Tak- mörkun á auglýsingu áfengis, börn innan 14 ára aldurs fá ekki keypt áfengi (áður var takmarkið 12 ára aldur), menn fá ekki framar áfengi „í reikning“ í vínstúkum — og fjöldi vínstúkna verffur nú íakmarkaður við eina á hverja 3.000 íbúa. Nú munu þær vera ein á hverja 173. IVflao veitir Castro lán PEKING, 30. nóv. — Kúbustjórn og kínverskir kommúnistar hafa gert samkomulag um víðtæka efnahagssamvinnu. Var þetta op- inberlega tilkynnt í Peking í dag, en Guevara, aðalba;.) astjóri Kúbu er nú staddur í borginni ásamt stórum hópi samverka- manna. Efnahagssamvinna þessi er m. a. fólgin í 240 millj. rúbla (59 millj. dollara) vaxtalausu láni, sem Kinverjar veita Kúbu — og j^fnframt var gerður vöruskipta samningur og samkvæmt honum kaupa Kínverjar eina milljón tonna af sykri af Kúbu á næsta ári. Guevara k«m til Peking frá Moskvu — og á heimleiðinni mun hann einnig hafa viðkomu í Moskvu. f Peking hefur Kúbu- mönnunum verið tekið með kost- um og kynjum. Hvarvetna hafa heiztu ráðamenn verið í fylgd með gestunum, oftast Mao-Tse- tung, Sjú-En-lai og Chen Yi, ut- anríkisráðherra. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.