Morgunblaðið - 01.12.1960, Side 10
10
MOitcrNPlAOlÐ
Fimmtudagur 1. des. 1960
Hestamenn á þingi á Akureyri.
0T
Arsþing Landssambands
hestamannafélaga
DAGANA 5. og 6. nóvember
sl. var 1-1 ársing Landssam-
bands hestamannafélaga hald
ið á Akureyri. Þingið sátu 39
fulltrúar frá 16 hestamanna-
félögum auk áheyrnarfull-
trúa frá hestamannafélögum
nemenda á Hólum og Hvann
eyri. —
Formaður sambandsins, Stein-
þór Gestsson, setti þingið og
bauð fulltrúa velkomna. Þá voru
kjörbréf athuguð og síðan kos-
inn forseti Guðbrandur ísberg
sýslumaður og varaforseti Guð-
mundur Snorrason. Ritarar voru
kjörnir Haraldur Sveinsson og
Símon Teitsson. Þá var kjörið
í nefndir en þær voru fjórar:
Allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd,
fræðslunefnd og laganefnd.
Skýrsla stjórnar
Þá flutti formaður og ritari
skýrslu stjórnarinnar um starf-
semi liðins árs svo og starfs-
skýrslu 14 félaga frá starfsár-
inu 1958. Gjaldkeri las og skýrði
reikninga. Þá voru lögð fram
erindi fyrir þingið um dóm-
nefndir, þingsköp, reiðskóla,
kappreiðar, orða- og sagnasöfn-
un, fjárhagsmálefni, reiðvegi og
góðhestadóma.
Boð Léttis
Síðari hluta laugardags bauð
hestamannafélagið Léttir á Ak-
ureyri þingfulltrúum að skoða
jörð félagsins, Kaupangsbakka
og aðstöðuna þar. Á sunnudag
skiluðu nefndir áliti og gerði
þingið fjölda samþykkta.
Þá var gengið til stjómarkosn
ingar. Steinþór Gestsson var
endurkjörinn formaður og vara-
formaður var kjörinn Páll A.
Pálsson, yfirdýralæknir. Með-
stjórnandi var kjörinn Karl
Kristjánsson, alþingismaður, og
varamaður hans Ólafur Sveins-
son, Reykjavík. Endurskoðendur
voru kjörnir Leifur Sveinsson
og Magnús Stefensen. í milli-
þinganefnd um góðhestadóma
voru kjörnir Steinþór Gestsson,
Kristinn Hákonarson og Sigurð-
ur Haraldsson.
Þinginu var slitið á sunnu-
dagskvöld kl. 8.
Ævisaga Halldóru
Bjarnadóttur
ÆVTSAGNIR og þættir hafa átt | víkur, kennir handavínnu átta
sívaxandi vinsældum að fagna næstu árin við Kennaraskóla ±s-
meðal íslendinga. Hafa á síðari j lands, og síðan hefur hún alltaf
Skin eftir skúr
eftir Jón Mýrda! i nýrri útgáfu
KOMIN er út í nýrri útgáfu bók á prenti og nokkrar eru óprent-
Jóns Mýrdal, „Skin eftir skúr“. aðar. Jón Mýrdal lézt árið 1899
Jón Mýrdal er einn af braut- og var þá 74 ára að aldri.
ryðjendunum í islenzkri skáld- pessi saga Jóns segir frá ung-
um elskendum, sem mannvonska
og ágirnd hafa stíað sundur.
Sagan gerist á fyrri öld, en við-
fangsefni hennar er þó býsna
nútímalegt. — Sagan er hér
prentuð eftir eiginhandarriti höf
undar í Landsbókasafni íslands.
— Munu margir hinna eldri, sem
kynntust sögum Jóns Mýrdals í
æsku fagna þeim nú sem göml-
um kunningjum.
Bókaútgáfan Fjölnir gefur
bókina út, en sagan er alls um
400 blaðsíður. —
Jón Mýrdal
sagnagerð og raunar meðal
hinna afkastamestu. Vinsælastur
hefir hann orðið fyrir söguna
Mannamun", sem gefin hefir
verið út þrisvar sinnum, en ýms-
ar aðrar sögur hans hafa birzt
árum komið út margar slíkar
bækur og nú er ein á markaðn-
um frá Setbergi. Það er ,,Ævi-
saga Halldóru Bjarnadóttur" á
Blönduósi, skrásett af Vilhjálmi
S. Vilhjálmssyni.
Halldóra segir frá bernskuár-
um sínum í Vatnsdal, en hún
er fædd í Ási 14. október 1873.
Greinir frá uppvaxtarárum, ætt
sinni og búskaparháttum. Síðan
yfirgefur Halldóra dalinn sinn 9
ára og flytzt með móður sinni til
Reykjavíkur. Halldóra segir nú
frá dvöl þeirra á heimili Jóns
Árnasonar þjóðsagnaritara. Vor-
ið 1886 er Halldóra fermd í Dóm-
kirkjunni af séra Hallgrími
Sveinssyni, síðar biskup. Fljót-
lega tók menntaþráin að segja til
sín. En hvar og hvernig skyldi
svala þeirra þrá Þá skrifar Hall-
dóra til Ólafiu Jóhannsdóttur,
sem kunnugt er var í Noregi. Og
utan fer Halldóra með Vestu.
Samferðafólkið var mestmegnis
stúdentar, síðar landskunnir
menn: Halldór Júlíusson sýslu-
maður, Skúli Árnason í Skál-
holti, Árni Þorvaldsson kennari
á Akureyri. Guðmundur Björns-
son sýslumaður, Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður og
Knud Zimsen borgarstjóri.
í Noregi dvelst Halldóra við
nám árin 1896—1899. Þá snýr hún
aftur heim, tekur sér far með
síldarbát beint til Akureyrar, —
fargjaldið 5 krónur. Halldóra ger
ist nú kennari við barnaskólann
í Reykjavík. Á árunum 1908 til
1922 er hún á Akureyri sem skóla
stjóri barnaskólans flest árin.
Hún segir frá fjölskrúðugu bæj-
arlífi á Akureyri á þessum tíma,
enda eru þar ýmsir andans- og
dugnaðarmenn: Þjóðskáldið
Matthías Jochumsson, Guðlaugur
sýslumaður, Geir Sæmundsson
sóknarprestur, Guðmundur Hann
esson læknir, Einar Hjörleifsson
Kvaran, Ingimar Eydal, Jónas
Þorbergsson, Oddur Björnsson
prentsmiðjustjóri, Páll J. Árdal,
Oddur Thorarensen lyfsaii og
Steingrímur Matthíasson læknir,
— svo nokkrir séu nefndir. Hall-
dóra lýsir bæjarbragnuní einkar
skemmtilega, kynnum sínum af
samstarfsmönnum og öðrum
þeim, sem hæst bar í bæjariífinu,
svo sem af séra Matthíasi.
Aftur snýr Halldóra til Reykja
verið á ferð og flugi, unnið að
áhugamálum sínum, farið um
alla hreppi íslands, efnt til funda
og námskeiða til þess að efla
heimilin. í rúmlega fjóra áratugi
hefur hún gefið út ársritið Hlín.
I Ævisögu Halldóru Bjarna-
dóttur eru margar sérkennilegar
og skemmtilegar ljósmyndir, m.
a. af börnum í barnaskólunum í
Reykjavík og á Akureyri fyrir
hálfri öld og má þar sjá marga
þjóðkunna karla og konur.
Halldóra Bjarnadóttir nam
fræði sín við kné Jóns Árnason-
ar þjóðsagnaritara, — og enn i
dag, 87 ára að aldri, er hún að
starfi í fullu fjöri. Halldóra
Bjarnadóttir segir merkilega
sögu. Hún spennir yfir líf fólks-
ins í meira en heila öld. —• Bók-
in er 200 bls. í stóru broti með
30 sérprentuðum myndum.
Sprenging
fyrir jól
PARÍS, 29. nóv. (Reuter). París-
arblaðið Paris-Presse upplýsir í
dag, að Frakkar muni sprengja
þriðju tilrauna-atómsprengju
sína fyrir jól og bætir blaðið því
við, að líklegt sé, að þetta verði
neðanjarðarsprenging. Sprenging
in' verður framkvæmd í Alsír,
sjálf sprengjan er tilbúin og vís-
indamenn sem munu fylgjast
með verkinu komnir á sinn stað.
0 0 0 0 0 0 0
Dómarafulltrúi
segir upp stöðu
NOKKUR brögð hafa orðið að
því að undanförnu, að dómara-
fulltrúar segðu upp stöðum sín-
um vegna þess að þeir teldu kjör
fulltrúa ekki nógu góð og leituðu
sér betri atvinnu.
Um þessi mánaðamót lætur
Gunnar M. Guðmundsson, lög-
fræðingur, af störfum við emb-
ætti borgardómara, þar sem hann
hefur verið fulltrúi undanfarin 6
ár. Gunnai hefur á þessu tíma-
bili lengstum nær eingöngu
gegnt dómsstörfum og fjallað
fyrst og fremst um skaðabótamál
út af slysum á mönnum.
í stað Gunnars hefur verið ráð-
inn að embætti borgardómara
Magnús Thoroddsen, lögfræðing-
ur. —
Í0 0 0 0 0 0,0'0 0 0 0 0 0 0 0
AUSTURBÆJARBÍÓ :
Stúlkan frá Hamborg
MARGAR þýzkar kvikmyndir,
sem hér hafa verið sýndar á síð-
ustu árum hafa verið væmnar
gljámyndir eða íburðarmiklar
myndir um aðalsfólk og konunga.
Mynd sú, sem hér ræðir um, á
ekkert skylt við þessar leiði-
gjörnu myndir. Hún er áhrifa-
mikil og mannleg, fjallar um ör-
lagaríka atburði og mikil innri
átök. Maður nokkur um þrítugt,
Lorenz Darrant að nafni hefur
verið stríðsfangi í Rússlandi um
10 ára skeið en er nú kominn
heim til Hamborgar. Hann kynn
ist ungri stúlku, er Wanda heit-
ir. Hún hafði verið i klóm bófa
nokkurs er neyddi hana til við-
skipta við karlmenn á götum
Hamborgar. Náungi þessi hafði
vegna glæpa flúið úr borginni
fyrir tveimur árum og ekki látið
til sín heyra. Það takast innilegar
ástir r»eð Lorenz og Wöndu og
hamingjan virðist brosa við þeim.
En dag einn er Lorenz heimsæk-
ir Wöndu er bófinn þar fyrir.
Ætlar hann að neyða Wöndu til
hins fyrra lífernis hennar, en þeg
ar hún neitar því svívirðir hann
hana í orðum og hótar henni öllu
illu. Lorenz fær ekki þolað þetta.
Hann ræðst á bófann og drepur
hann. Þau Wanda koma líkinu út
í dimma og þrönga götu og læð-
ast í burtu. En þá ber að drukk-
inn flæking. Hann finnur líkið og
rænir það peningum og öðru
lausafé. Fyrir þetta fellur grun-
ur á hann sem um morðið og
fer svo að hann er dæmdur í tíu
ára fangelsi. Átti bróðir Lorenz-
ar, sem er mikilsvirtur lögfræð-
ingur, mestan þátt í því, en Lor-
enz hafði sagt honum allt hið
sanna um morðið. Lorenz og
Wöndu verður það óbærilegt að
vita að saklaus maður hefur ver-
ið dæmdur fyrir verknað sem i
þau hafa framið og þrátt fyrir
fortölur bróður Lorenzar, verður
þessi sektartilfinning þeim ofur-
efli . . .
Eins og áður er sagt, er mynd
þessi mjög áhrifarík og efnis-
mikil og leikur frábær. Einkum
er leikur Maximillan Schell í
hlutverki Lerenzar afburðagóð-
ur og svo er reyndar einnig um
leik Ullu Jaoobssen í hlutverki
Wöndu og O. E. Hasse, er leikur
lögfræðinginn, bróður Lorenzar,
N Ý J A B I Ó :
Fánýtur frægðarljómi
ÞETTA er amerísk gamanmynd
tekin í litum og Cinemascope.
Efni myndarinnar verður hér
ekki rakið, en hún fjallar að
mestu um eitt mjög áberándi ug
umdeilt atriði í amerísku þj óð-
lífi: auglýsingafarganið, ekki sízt
í sjónvarpinu, en við það hvim-
leiða fyrirbrigði munu allir
kannast, sem eitthvað hafa dval-
ist vestra. Er í myndinni gert
skemmtilega og miskunnarlaust
gys að þessari auglýsingarstarf-
semi og öllum þeim blekkinguiu
og hégóma, sem þar er beitt.
Myndin er skemmtileg og fjör-
lega leikin. Fara þau Jayne
Mansfield og Tony Randall með
•aðalhlutverkin.