Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 16
16 MOHGVWtt l 4f>1B Fimmtudagur 1. des. 1960 — „Dægrin blá" Framh. af bls. 15. menn. Sögur hans og saga hans sjálfs fjalta að mestu um ástir karls og konu, en hann lendir aldrei í þeim algenga sóðaskap að gera öll sín stykki í þeim efnum á almannafæri til þess að vekja á sér eftirtekt og gera sér forvitni lýðsins á þessum biologisku athöfnum að féþúfu. Hann ber bæði virðingu fyrir ástinni og sinni eigin list. Dægrin blá er saga um kol- bítinn, sem siglir með tvær hendur tómar til framandi landa, vinnur sér þar frægð og fé eftir ýmsa byrjunarerfiðleika, leggur síðan land undir fót suð- ur í álfur, kynnist mörgu for- vitnilegu fólki af ýmsum stig- um, fær lykil hins gullna gjalds að salarkynnum, þar sem kampavínið freyðir, án þess að forherðast í hjarta sínu gagnvart þeirri sáru neyð, sem blasti við í allri sinni nekt og viðurstyggð í Mið-Evrópu á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hann glatar ekki tilfinningunni fyrir hlutdeild sinni í samábyrgð allra á átakanlegu böli hins hrjáða mannkyns, eins og fil- istear hins borgaralega þjóðfé- lags. Myndin af beiningamann- inum í Vínarborg er eins pg martröð, svo dulmögnuð, að maður spyr sjálfan sig, hvort hún sé ekki draumsýn, sannari en sá veruleiki, er, greina má með ytri skilningarvitum. ísold hin bjarta var unnin og er aftur töpuð. Skáldið er ein- mana á öræfum stórborganna, finnur sig gest og framandi á þessari jörð. Hugurinn leitar svölunar á ættarslóðirnar, þar sem það fyrst knúði hurðir lífs- ins, óboðinn gestur þá og að öll- um líkindum óvelkominn í ann- að sinn. í sögulok beinir það ekki skrefum sínum til Noregs, þar sem það sá marga af draum um sínum rætast, heldur til ís- lands, þar sem þeir fæddust, en fengu ekki lifsskilyrði og þar sem það hefur átt ritlum skiln- ingi að mæta. Er þetta ögrun við forlögin, karlmannleg til- raun til að sigra, þar sem sigur- inn er dýrmætastur, á heima- vígstöðvunum, eða er þetta sú ákvörðun meinlætamannsins að refsa sjálíum sér fyrir afglöp þess liðna? Skáldið veit það sennilega ekki sjálft, því að af mörgum og duldum þáttum er þráður lífsins snúinn. Margir munu lesa Dægrin blá og sjá aðeins yfirborðið, sem að vísu hefur fallega áferð. Nokkr- ir munu brjóta kjarnann og sannfærast um, að sú fyrirhöfn borgar sig vel. P. V. G. Kolka. Póh erjar veiða við Afríku EVRÓPUÞJÓÐIRNAR stefna nú veiðiflota sínum til vesturstrand- ar Afríku. — Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að Norðmenn væru að senda stóran veiðiflota þangað og nú berast fréttir af því að Pólverjar séu að fara áf stað. Segir brezka blaðið Fishing News frá því, að Pólverj- ar ætli að hefja samstarf við Gíneumenn um fiskveiðar á hin- um auðugu fiskimiðum undan vesturströnd Afríku. Sendinefnd útvegsmanna frá Póllandi, sem ferðaðist sex mán- uði um Afríku til að kynna sér aðstæður e • nýlega snúin heim. Hún kom m. a. til Túnis, Mar- okkó, Senegal, Ghana og Gíneu. Árangurinn af ferðinni varð samningur við Gíneu, sem felur það i sér, að Pólverjar fá að- stöðu í landi. Fjögur pólsk veiði- skip og eitt rannsóknaskip eru að leggja af stað til Gíneu. Tíðarfarsmiinur á Hólsfjöllum GRUND ARHÓLI, N.-Þing. — Einmunatíðarfar hefur verið hér sem annars staðar, og má til dæmis taka, að unnið hefur ver- ið að jarðabótum allt þar til fyr- ir viku. Um svipað leyti í fyrra voru bændur að grafa fé sitt úr fönn. Lítið heíur orðið vart við rjúpu hér í vetur, en þegar hún sést, virðist hún halda sig í stór- um hópum. — V.G. Félag íslenzkra m\ ndlistarmaima AÐÁLFUNDUR Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn miðvikudaginn 23. nóvember sl. Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa: Sigurður Sig- urðsson, formaður; Hjörleifur Sigurðsson, ritari; og Valtýr Pétursson^ gjaldkeri. í sýningar- nefnd voru kjömir- eftirtaldir málarar og myndhöggvarar: Þorvaldur Skúlason, Sigurður Sigurðsson, Jóhannes Jóhannes- son, Karl Kvaran, Hjörleifur Sig urðsson, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og Magnús Árnason." Fulltrúar félagsins á aðalfund Bandalags islenzkra Iistamanna voru kosnir: Sigurð ur Sigurðsson, Þorvaldur 'Skúia- son, Kjartan Guðjónsson, Karl Kvaran og Jóhannes Jóhannes son. í húsbygginganefnd voru kjörnir þeir: Magnús Árnason, Hörður Ágústsson og Valtýr Pétursson. Á fundinum var m. a. sarn- þykkt tillaga þar sem skorað er á landsmenn að standa einhuga vörð um 12 mílna fiskveiðilög- sögu. I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur fellur niður í kvöld. Æ. T. Félagslíf Farfuglar Hlöðuball verður miðvikudag- inn 7. des. í Breiðfirðingabúð, uppi, kl. 8,30. Margt verður til skemmtun&r. Fjölmennið og tak ið með ykkur gesti. — Nefndin ÖRN CLAUSEN héraðsdomslögmaður Málf’utningsskrifstofa. Bankastræti 12. — Simi 18499. Herradeild rJóla- gluggar Jólin nálgast Gerið jólainn- kaupin tímanlega Marteini LAUGAVEG 31 Sumkomur Fíladelfia Almenn samkoma kl. 8,30. — BandarLskur kvartett syngur. Mr. Wsley Gress predikar. Allir vei- komnir. — Næsta sunnudag hef ur Fíladelfíusöfnuðurinn bæna- dag. Um kvöldið verður fórnar samkoma vegna húsbyggingarinn ar. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20,30: Kvöldvaka. Heimilasambandssystur syngja og vitna. Veitingar. Frú majór Ingibjörg Jónsd. stjórnar og tal ar. Allir veikomnir. Zion, Óðinsgöta 6A Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna K. F. U. M. ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Bjarni Eyjólfsson, ritsjór; talar. Allir karlmenn velkomnir. (VIALFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmnndsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 Gís/i Einarssan heraösdomsiogiuao u r. Malfíutningsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19f3I SIGURGEIR SIGliRJÓNSSON hæstar éttar lögmað ur. Málflutningsskrifstofa. Aðalstiæti 8. — Sími 11043. 2 LESBÓKBARNANNA LESBÓKBARNANNA 3 SAGA^ UM BOGGU LITLU „Eigum við að hjóla yf- ir í skemmtigarðinn?“, sagði hann, „eða kann- ski alla leið niður á leik- völl?“ Það leizt Boggu vel á, og svo héldu þau bæði af stað á bláu hjólunum sínum. Þegar þau höfðu hjói að spottakorn, þurftu pau að fara yfir gotu. „Mamma Scgir, að ég megi ekki hjela ein ynr götuna“ sagð. Bogga. „Eg má það ekki heid- ur“, sagði Stebbi, „en þama stendur lögreglu- þjónn. Hann hjalpar okk ur að komast yfir“. Stebbi dró upp vasa- klútinn sinn og veiíaði lögregluþ;'ninum, sem strax kom til þeirra. „Ætlið þið niður á leik- völlinn?“, spurði hann. Stebbi og Bogga kink- uðu kolli. Þá stöðvaði hann alla umferðina og Bogga og Stebbi óku yfir götuna. Á leikvellinum var mik" ið um að vera, og Bogga fór strax að baka kökui úr sandinum. „Komið og kaupið, kom ið og kaupið —. 3 kökur fyrir 5 aura“, hrópaði Stebbi hástöfum. Þá fóru allir hinir krakkarnir að leita að smásteinum, sem þeir gætu notað fyrir 5 aura og keypt kökur fyrir. Það var ekki fyrr enn Bogga hafði selt feiknin öll aí kökum, að Stebbi lokaði búðinni og þau fóru heim. „Lögregluþjónninn er farinn“, sagði Stebbi, þegar þau komu að gatna mótunum og þurftu að komast yfir. „Nei, hann er þarna“. Bogga benti og þar stóð hann fyrir utan mjólkur- búðina og gægðist niður í ristina, sem var í gang- stéttinni uppi yfir kjall- araglugga. „Að hverju skyldi hann vera að gá? Við skulum koma og sjá“, sagði Stebbi. Þau flýttu sér til hans. „Hafið þér misst eitthvað þarna niður?“ spurði Bogga. „Nei, væna mín“, svar- aði lögregluþjónninn, „en það hefur lítill hvolpur dottið þarna niður, og ef þið hlustið vel, getið þið heyrt, að hann er að væla“. „Hafið þið týnt, ein- hverju“, spurði bakannn, sem nú kom út úr búð- inni. „Nei, en lítill hvolpur hefur dottið hérna niður“. „Nú skal ég hjálpa ykk ur“, sagði hann og þau toguðu öll, en ekki losn- aði ristin. „Hafið þið týnt ein- hverju?“, spurði götusóp- arinn, sem var að sópa gangstéttina. „Nei, nei, en lítill hvolp ur heíur dottið hérna niður“. „Nú skal ég hjálpa ykk ur“, sagði hann og þau toguðu öll, en ekki losn- aði ristin. „Hafið þið týnt ein- hverju?“, spurði sótarinn, sem átti þarna leið um. „Nei, en lítill hvolpur hefur dottið hérna niður“. „Nú skal ég hjálpa ykk ur sagði sótarinn, og hann skrúfaði lausan naglann, sem hélt ristinni, og þá losnaði ristin. Bakarinn stökk niður í holuna, en har.n hafði borðað svo margar boll- ur, að maginn á honum var orðinn eins og voða, voða stór bolla, svo hann varð fastur í gatinu. Lögregluþjónninn tog- aði í bakarann, sótarinn togaði í lögregluþjónirm, götusóparinn togaði í sót- arann, Stebbi togaði í götusóparann og Bogga togaði í Stebba, en ekki losnaði bakarinn. Þá kom stór kranabill eftir götunni. „Hafið þið týnt einhverju?, spurði bílstjórinn. „Nei, nei,“ sagði lög- regluþjónninn „það hefur bara lítill hv.........ég meina stór bakari dottið hérna niður“. „Eg skal hífa hann upp“, sagði bílstjórinn og svo hífði hann bakarann upp með stóra krananum. „Nú er nóg komið af óhöppum“, sagði lögreglu þjónninn, „drengurinn verður að fara niður“. Hann tók varlega í hönd- ina á Stebba og lét hann siga hægt niður í gryfj- una. „Stígðu ekki ofan á hvolpinn", bætti hann við. „Já, en þetta er hvolp- urinn úr götunni hjá mér“, kallaði Bogga, þeg- ar þeir komu upp. Hvolpurinn hringaði sig niður í körfuna á hjólinu hennar Boggu, og hún lof aði að skila honum heim. Svo hjóluðu Bogga og Stebbi af stað og hringdu í sífellu bjöllunum á hjólunum sínum —, ding, ding — ding — dang —. Endir. ÆSIR og ÁSATRÚ 33. Þrymur spurði fretta úr Ásf arði og Loki sagði illar fréttir þaðan: Þór hefði misst hamar sinn. Þrymur kembdi hestum sínum og glotti við. „Hamarinn", sagði hann, „hef ég faiið átta dagleiðir undir yfirborði jarðar, og ekki skuluð þið fá hann aftur, nema þið færið mér Freyju sjálfa sem brúði“. 34. Loki flaug aftur til Ásgarðs og flutti þessi skilaboð. Þeir Þór urðu nú enn að halda á fund Freyju. „Settu á þig brúðar- ilæðuna, þvi að nú höld- um við til Jötunheima1*, sagði Þór. Freyja þrútnaði svo af reiði, að hálsmen hennar brast í sundur. „Það skalt þú vita, Þór. að aldrei mun ég jötni gift* ast“, sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.