Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 20
20 MonnriVTtr joib Fimmtudagur 1. des. 1960 Þú varst dóttir föður þíns og mamma þín hafði aldrei þolað að neinn héldi aftur af henni, og ef nú aldrei hefur verið óskað eftir þér . . . XI. Eg fór að reyna að byggja mér brú yfir í heim föður míns. Eg fór aftur í leikskólann þegar ann ar veturinn byrjaði. Eg hafði eitthvað í mér úr Barrymoreætt inni, eða hvað? Betur ef satt reyndist! Meðan ég gegndi formanns- störfum í undirbúningsnefndinni undir góðgerðad’ansleikinn fyrir Rússana, skrifaði ég David Selz- nick til Hollywood, ifsakaði frammistöðu mína í Scarlett O’ Hara, og fór í kring um að fá eitthvað að gera yfir sumarið. Svarbréf Selznicks hefði ekki getað verið vingjarnlegra: „ . . . Möguleikarnir fýrir þig, sem Scarlett voru ekki nema einn á móti nokkrum þúsundum, en úr því að mig langaði til að prófa þig, gat það alveg eins verið í „Á hverfandi hveli“ eins og ein- hverju öðru — ekki sízt þar sem ég hafði enga hugmynd um, hvað þú gætir, eða hvers kyns hlutverk ég ætti að finna handa þér. Líklega er rétt af þér að reyna fyrst við leik'- svið. Eg vona, að þú hafir . samband við mig, og hlakka til, þegar þú ert tilbúin að reyna við kvikmyndir . . .“ En frá Walter Hartwig, for- stjóra hins fræga leikhúss, Ogun- quit í Maine, kom tilboð um at- vinnu í sumarleikhúsi . . . Hann sagði eins og Selznick, að ég væri óskrifað blað. En hann skyldi finna hlutverk handa mér. Hann hefði talað við mömmu. „ . . . Auðvitað (skrifaði hann nærgætnislega) myndi ég ekki setja þig í hlutverk, sem sýndi um of þær tak- markanir, sem þú kannt að hafa. En ef þú ert það leik- konuefni, sem ég held þig vera, verð ég og áhorfendurn ir mínir búnir að komast að því áður en sumarið er á enda.“ Kaupið var tíu dalir á viku. Eg var komin á leiksviðið. Það hafði ekki verið svo sér- lega erfitt. Mamma hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að úr þvi að dóttir hennar vildi þetta eindregið, væri bezt að gera það almenni- lega. Eg kom til Ogunquit með verndarengilinn minn, hana Bollu gömlu, Elise, þjónustu- stúlku mína og Moka, sem var dýrindis hvolpur af frægu kyni, keyptur í Frakklandi, og fyrir- skipanir hafði ég frá mömmu að búa hvorki í gistihúsi né mat- söiuhúsi, heldur leigja mér kofa út af fyrir mig, yfir sumarið. Eg hóf svo æfingar og fékk ung- meyjarhlutverkið Alice Syca- more í gamanleik eftir Moss Hart og George S. Kaufman. Eg skrifaði Francis Kellogg: „Ó, Fran, það er alveg ó- mögulegt að lýsa með neinum orðum ánægjunni, sem ég hef af þéssu starfi. Allir í leik- flokknum eru þaulvanir at- vinnumenn — og guð minn, hvað þetta er ágætt fólk! Ltik arar eru eina fólkið í heim- inum, Fran — mér er alvara! Nú veit ég bezt, að þetta er það eina, sem mig langar til að gera . . . . Eg á heima í leikhúsinu, og hvergi annars staðar!" Nú fór heldur en ekki að koma skriður á. Columbia vildi prófa mig fyrir myndavélinni. Para- mount símaði til mín og spurði um framtíðarfyrirætlanir mínar. 20th Century Fox sendi mann til að hafa tal af mér. Og einn daginn síðdegis fékk ég öðruvísi heimsókn í koíann minn. Eg gat ekki annað en hringt mömmu upp, af því til- efni. — Gamla kisa; hér er kominn maður frá LIFE, sem ætlar að skrifa grein um mig og setja mynd af ~nér á forsíðuna. — Forsíðuna á tímariti? Ekki að nefna. Það er skammarlegt! Mér er alveg sama, hvaða tíma rit það er. Þeir ætla bara að nota þig í gróðaskyni. — Já, en mamma, þetta er af skaplega mikil auglýsing fyrir leikhúsil. Þeir lofa að gera þetta smekklega og Hartwig segir, að ég geti haft mikið gagn af því. Mamma var ósveigjanleg, en ég bað og grátbændi, og hr. Hart wig kom líka biðjandi í símann, og loksins lét hún undan. Ljós- myndarar þyrptust um kofann minn og búningsherbergið mitt í leikhúsinu, og ég sat fyrir í ruggustól úr strái, með Moka í fanginu, eins meðan ég var að mála mig, eða ærslast á bað- ströndinni. Þrem vikum seinna keypti ég mér eintak af LIFE, dagsett 31. júlí 1939, og þar var heljarmikil mynd af mér á for- síðunni — í baðfötum! Eg man eftir, að ég horfði á sjálfa mig, las textann og leit á myndirnar ínnan í heftinu . . . og hugsaði ekkert annað en það, að þetta hefði vel getað verið blá ókunnug manneskja, sem ég var að skoða og lesa um. Samskonar fjarrænu-tilfinning ar varð ég vör síðar meir, þegar ég var að lesa um sjálfa mig . . . sama hvort það vor lof eða last. Þetta hefði eins vel getað verið einhver önnur. Aldrei ég sjálf. Þessi tveggja mánaða sumar- leikstarfsemi kom mér drjúgan spöl áleiðis. Leikdómararnir voru vingjarnlegir. Eg var enn ekki leikkona, en á góðum vegi að verða það. Eliot Norton, hinn þekkti leikdómari hjá Boston Post, skrifaði um mig: „Það væri nú til ofmikils ætlazt, að hún komi út úr tveggja vetra leiknámi og á- líka löngu námi á veitinga- húsum, sem fullfleyg Cornell eða Hayes . . . Símskeytin drifu að mér. Eitt þeirra límdi ég á spegilinn í búningsherberginu mínu. Það var frá pabba, sem þá var í Chicago að leika í leikritinu „Blessuð bornin mín“, en það var fyrsta leikrit hans síðan Hamlet, í Lon- don. Það hljóðaði þannig: „Elsku Diana! Nýbúin að lesa ágætis leikdóm um þig eftir Eliot Norton í Boston Post. Til hamingju! Eg reisi stélfjaðrirnar eins og gömul hæna. Beztu kveðjur. Pabbi“. Vitanlega hafði þetta ekki ver ið neinn „ágætis“ leikdómur. En pabbi hafði gert sér það ómak að lesa hann — og sima til mín. Nú tók ég stórt stökk áfram. William A. Brady leikstjóri sendi eftir mér. Ef ég. prófaðist vel, gæti ég fengið hlutverk í „A útleið“, með Laurette Taylor og Florence Reed! Hann sat við heljarstórt skrifborð í leikhús- skrifstofunni, þegar ég trítlaði inn til hans. Eg var í bláu fell- ingapilsi og matrósablússu, sem ég átti enn frá Brearly-tímabil- inu, og svo var ég á háum hæl- um, af því að ég hélt það hent- ugra fyrir bognu fótleggina. Eg hlýt að hafa litið skrítilega út. Hr Bradly, sem var feilaginn maður, rauður í andliti, stóð ekki upp. —- Hafið þér lesið leikritið, ung frú Barrymore? spurði hann. — Já, herra minn, svaraði ég. — Hafið þér athugað það vand lega? — Nei, svaraði ég, eins og satt var, því að til hvers væri að vera að leggja vinnu í það, áður en vitað væri, hvort ég fengi hlut verkið. Á sama vetfangi og orðin voru komin yfir varir mínar, vissi ég, að ég hafði verið óþolandi hort- ug. William Brady var eir.hver fremsti leikfrömuður í landinu, og hafði skapað stjömur í tuga tali. Og hann hafði verið svo al- mennilegur að bjóða mér þetta tækifæri. Og ég svona ung. Eg var ekki einu sinni taugaóstyrk. Allur heimurinn var mitt leik- svið. Hann leit á mig undan loðn- um augnabrúnunum. — Unga dama, sagði hann, næstum þreytu lega. — Fólk, sem er í miklum metum í leikliátarheiminum, at- hugar hlutverkin áður en það gengur undir lespróf í þeim. En þegar um þekktar stjörnur er að ræða, látum við þær ekki einu sinni taka neitt lespróf. En eng inn veit einn, hvað þér getið. Eg reyndi að lóta mér hvergi bregða, en ég fann sjálfstraustið gufa upp. — Það er ekki nema heiðar- legt að segja yður, að þér eru ekki sú eina, sem við höfum augastað á og til mála getur komið. Dóttir Olin Downes er líka að læra hlutverkið . . . Eg vissi, hver hr. Downes var; hann var þessi frægi tónlistardómari hjá TIMES. Voru allar frægra 1) Blaðið í dag? Hún Lotta var 2) .... hefur svo gaman af dag- 3) Já, það er og. Gaman af dag- með það áðan. Þú veizt, að hún .... blöðum. blöðum!! — Markús, líður þér nógu vel| — Ég hefi verið svo mikilll — Ég tók þig í rauninni ekki til að borða eitthvað? kjáni Markús! -------- Getur þú of alvarlega Eva! — Ég er nú hræddur um það! | nokkurn tíma fyrirgefið mér? | — Þegar við vorum þarna úti í straumiðunni og þú sendir Anda til mín, komst ég skyndi- lega að því hvað ég hef rang- metið lífið. manna dætur að reyna að verða leikkonur? — Komið þér á morgun klukk an tvö í lesprófið. Þá tölum við betur saman. — Eg skal reyna að gera mitt bezta, sagði ég, skömmustuleg. En þegar ég sneri mér til að fara út, ■ varð einhver hreyfing úti í horn. Það hafði maður setið í skugganum, en kom nú fram, og Brady kynnti hann. Þetta er Bramwell Fletoher — ungfrú Barrymore. Eg rétti höndina ljóshærðum, grannvöxnum manni með fölt og taugaóstyrkt andlit. Vitanlega hafði ég heyrt hann nefndan áð ur. Hann hafði verið aðalstjarn an í „Á útleið“, þegar það var leikið í New York, en þeim sýn- ingum var nú einmitt nýhætt. — Því miður verður hr. Fletch er ekki með í förinni, sagði Brady. Eg man, að ég leit snöggvast á hr. Fletcher og sagði kurteis- lega. — Það var leiðinlegt. Hann setti upp töfrandi bros. — Það þykir mér líka. Eg vona bara, að þér bætizt í okkar hóp. Og gangi yður vel með lesprófið á morgun! Hann talaði með brezkum hreim. Á heimleiðinni fór ég að hugsa um, hve blá augun í honum væru. Rétt eins og í Robin. Síðdegis næsta dag kom ég inn á rúið leiksviðið og hitti þar hina leikendurna. Eg þekkti engan þeirra persónulega, en nöfn eins og Laurette Taylor og Florence Reed hafði ég þekkt frá því að ég mundi eftir mér. Ung frú Talyor var lítil og músarleg kona, sem sýndist alltaf eitt- hvað áhyggjufull. En augu mín staðnæmdust okki lengi við hana, heldur starði ég hrifin á Flor- ence Reed. Og það var einkenni leg manneskja. Hún sat úti í horni, með ljós- brúnan hatt með löngum, appel sínugulum strútsfjöðrum í, sem stóðu í allar áttir út frá öðrum vanganum á henni. Augun voru geysistór. Varirnar höfðu verið SHUtvarpiö Fimmtudagur 1. desember (Fullveldisdagur íslands). 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). f0.30 Guðsþjónusta í kapellu háskólans (Ingólfur Guðmundsson stud. theol. prédikar; séra Þorstemn Björnsson þjónar fyrir altan; karlakór háskólastúdenta syng- ur). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „A frívaktinni", sjómannaþáttur Kristín Anna Þórarlnsdöttir). —• Kl. 13.30 verður felldur inn þátt- urinn „Um fiskinn4* 1 umsjá Stefáns Jónssonar. 14.00 Hátíð háskólastúdenta (útvarp úr hátíðasal háskólans): a) Avarp (Hörður Sigurgestsson stud. jur. formaður hátíðar- nefndar stúdenta 1. des.). b) Ræða (Guðmundur I. Guð- mundsson utanríkisráðherra). c) Blásarakvintett úr Musica nova leikur svítu eftir Darius Mil- haud og þrjú smálög eftir Jacques Ibert. d) Erindi (Þórhallur Vilmundar- son menntaskólakennari). e) Karlakór háskólastúdenta syng ur undir stjórn Höskuldar Ol- afssonar. 16.00 Fréttir, veðurfregnir og tónleik- ar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur og upplestur: Eggeit Stefánsson syngur og les einnig úr verkum sínum. 20.30 Kvöldvaka Stúdentafélags Reykja vikur: a) Erindi (Matthías Johanessen, ritstjóri, formaður félagsins). b) Ræða (Jóhann S .Hannesson skólameistari). c) Ræða (Halldór Hansen drf med.). d) Gamanmál eftir Guðm. Sig- urðsson (Helgi Skúlason). e) Vísnasöngur (Dr. Sigurður Þórarinsson). f) Dr. Páll Isólfsson stjórnar fjöldasöng. g) Guðmundur Jónsson syngur lög við Ijóð Tómasar Guð- mundssonar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.