Morgunblaðið - 01.12.1960, Qupperneq 23
Fimmfudagur 1. des. 1960
MOHCTITSHI. 4 ÐIÐ
23
Krúsjeff bíður
Keimedýs
LONDON 30. nóv. — Haft er
eftir kommúnískum sendimönn-
um, að Krúsjeff muni hefja skel-
eggan áróður fyrir nýjum „topp-
fundi“ jafnskjótt og Kennedy
taki við forsetaembætti í Banda-
ríkjunum. — Segja sendimenn-
irnir, að Krúsjeff muni sennilega
láta Powers, flugmanninn á U-2
njósnaþotunni lausan, ef Kenn-
edy fallist á nýjan fund.
Árósar, 29. nóv. (Reuter). — 29
ára pólskur sjómaður, sem var
í áhöfn pólsks skips hér í höfn-
inni hefur flúið á náðir dönsku
lögreglunnar og beðist hælis sem
flóttamaður.
Gísli Óskarsson,
Höfn, Hornafirði
Kveðjuorð
Fæddur 28. október 1950
Dáinn 16. nóvember 1960
I»að vita fáir vinur minn
hve vel þú afbarst sjúkdóm þinn.
Þú lézt sem allt þér léki 1 hag,
þú lifðir glaður sérhvern dag.
Þann elskar Guð, sem ungur deyr
og andar Drottins mildi þeyr
um vanga hans og vermir hlýtt
unz vankar aftur lífið nýtt.
Nú falla tár um föla kinn
er faðir kveður drenginn sinn,
sem Drottins mjúka heilög hönd
nú hefur leitt í drauma lönd.
Og móður höndin mild og kær
sem margar sorgir dulið fær,
nú hefur lagt í hinzta sinn
að hjarta sínu vanga þinn.
Það huggun er og harma bót
að hvert sem liggja vegamót
við sjáumst aftur seinna þar
í sæluríki unaðar.
Frá frændsystkinum.
H E R eru húseigendur að
Njörvasundi 12, hér í bænum.
Garðurinn við hús þeirra var
fallegasti skrúðgarðurinn í
bænum, sumarið 1960, og því
gaf Fegnunarfélagið þeim
þennan veglega gólfvasa, í
viðurkenningarskyni. Garðinn
eiga Lárus Lýðsson, sem veit-
ir forstöðu Sláturfélagsbúð-
inni á Skólavörðustíg og sam-
starfsmaður hans þar, Guð-
brandur Bjarnason og kona
hans Sigríður Gestsdóttir. —
Þessi mynd var tekin af þeim
um daginn, og eru þau að
skoða verðlaunagripinn, Lárus i
til vinstri og þau hjónin Guð- /
brandur og Sigríður. 1
Æskulýðsleiðtog-
ar í Englandsför
BREZKA utanríkisráðuneytið
bauð hinn 30 þ.m. eftirtöldum
æskulýðsleiðtogum til 16 daga
kynningarferðar til Bretlands:
Séra Lárus Halldórsson,
Axel Jónsson,
Jón Pálsson,
Höskuldur Karlsson.
Þeir munu kynna sér æskulýðs
starfsemi, íþróttakennslu, notk-
un sjónvarps við kennslu, starf-
semi tómstundaheimila, notkun
kvikmynda við tómstunda-
fræðslu o. s. frv.
Ennfremur munu þeir ferðast
um írland frá 6—10 desember.
Þeim til aðstoðar í ferðinni
verður Brian D. Holt.
Tónleikar
AKUREYRI 30. nóv. — Tónlist-
arfélag Akureyrar efndi í gær-
kvöldi til þriðju tónleika sinna
á þessu starfsári. Fóru þeir
fram í Nýja Bíó að viðstöddu
fjölmenni. Listafólkið, sem að
þessu sinni kom fram, voru
söngvararnir Sigurveig Hjalte-
sted og Árni Jórisson, en undir-
leikari var Ragnar Björnsson. Á
efnisskránni voru 14 lög og aríur
eftir innlenda og erlenda höf-
unda. Listafólkinu var forkunn-
ar vel tekið og varð að syngja
mörg aukalög. Þeim bárust og
margir fagrir blómvendir.
Listafólk þetta er nú á ferð um
Norðurland, og hefir því verið
hvarvetna mjög vel tekið.
Það væri sannarlega vel þegið
hér norðanlands, ef slíkt lista-
fólk kæmi oftar í skammdeginu
hér norður, og miðlaði okkur,
sem búum við heimsskautsbaug-
inn, nokkru af þeirri list sem
höfuðborgarbúarnir eiga við að
búa.
Vísað úr Kongó
BRUSSEL, 28. nóv. — Búizt var
við, að Kasavubu, forseti Kongó,
undirritaði í dag brottvísun sendi
herra Arabíska sambandslýð-
veldisins úr Kongó. Sendiherrann
er sakaður um að hafa haft sam
vinnu við sendiráð Ghana um að
koma Lumumba til valda
Hammarskjöld
NEW YORK 3«. nóv. Það er al-
mælt í aðalstöðvum SÞ, að
Hammarskjöld ætli að velja sér
3 ráðgjafa, einn þeirra í hermál-
Breytingar í utan-
ríkisþjónustunni
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ het.
ur ákveðið að sameina embætti
fastafulltrúa íslands hjá Atlants
hafsbandalaginu og Efnahagssam
vinnustofnun Evrópu, embætti
sendiherra íslands i París. Hefur
Hans G. Andersen fastafulltrúi
íslands hjá þessum tveimur al-
þjóðastofnunum nýlega verið
skipaður til þess að vera jafn-
framt sendiherra íslands í París.
Eins og áður hefur verið til-
kynnt, tekur Agnar Kl. Jónsson,
sendiherra við starfi ráðuneytis
stjóra utanríkisráðuneytisins.
Henrik Sv. Björnsson ráðuneytis
stjóri tekur við sendiherraem-
bætti í London, en dr. Kristinn
Guðmundsson við sendiherraem-
bætti í Moskva. Dr. Helgi P.
Briem sendiherra í Bonn tekur
við starfi hér á landi á vegum
utanríkisráðuneytisins, en Pétur
Thorsteinsson við sendiherraem-
bættinu í Bonn.
Breytingar þessar miðast allar
við 1. janúar 1961.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 30 nóvember 1960.
Bonn, 30. nóv. — Vestur-þýzka
stjórnin ákvað í dag, að taka upp
viðræður við a-þýzku stjórnina
um verzlun milli landanna.
um.
Verzlunorráð íslands
minnir á hádegisfundinn í Lekihúskjallaranum
kl. 12 í dag.
Guðmundur Jörundsson útgerðarniaður
talar um sjávarútvegsmáj.
STJÓRNIN.
Unglinga
vantar til blaðburðar v/ð
LYNGHAGA
IVIIÐBÆ
Kasper & Co aftur í Þjóðleikhúsinu
bæjarins.
Ákveðið er að sýna „Karde-
mommubæinn" aftur í Þjóð-
leikhúsinu og munu sýningar
hefjast um nýárið. Leikurinn
var sýndur 45 sinnum á sl.
vetri og var það algert met
hjá Þjóðleikhúsinu. Ekkert
H T N I R þekktu ræningjar
Kasper, Jesper og Jónatan eru
nú komnir á jólakort og mun
það vera fagnaðarefni hjá hin
um mörgu aðdáendum þeirra.
Teikningin er gerð af Hall-
dóri Péturssyni. Kortin munu
nú fást í öllum bókabúðum
leikrit hefur náð jafnmiklum
vinsældum hjá börnunum hér
á landi.
Myndin er af Kasper, Jesp-
er og Jónatan, en þeir eru
leiknir af Ævari Kvaran, Bald
vini Halldórssyni og Bessa
Bjarnasyni.
Sonur okkar
gCstaf hinrik hákonssen
Hátúni 25
andaðist þann 30. nóv í sjúkrahúsi Hvítabandsins.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda.
Foreldrar hins látna
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur hjálp
og hluttekningu í veikindum og við andlát og jarðarför
sonar okkar
MAGNCSAR
Sérstaklega viljum við þakka sveitungum okk&r fyrir
alla þeirra ómetanlegu aðstoð.
Þóranna Finnbogadóttir og Geir Tryggvason
Steinum, Austur-Eyjafjöllum
Innilega þökkum við öllum þeim er vottuðu okkur
samúð sína við fráfall og útför móður okkar og tengda-
móður,
ANDREU GUÐLAUGAR KRISTJÁNSDÖTTUR
Anna Oddsdóttir, Friðjón Stephensen,
Ingibjörg Oddsdóttir, Hörður Þórðarson
Kristján Oddsson, Ingunn Runólfsdóttir,
Steingrímur Oddsson, Laufey Ingjaldsdóttir.