Morgunblaðið - 01.12.1960, Side 24
23
DAGAR
TIL JÓLA
0rpwM&
276. tbl. — Fimmtudagur 1. desember 1960
DAGAR
TIL JÓLA
Eldur í bát
á Faxaflóa
Hjálp barst ocj áhöfnin ur hættu
KLUKKAN 21.50 í gær-
kvöldi barst neyðarkall frá
vélbátnum Þórði Ólafssyni
frá Ólafsvík, 35 lestir að
stærð, sem var staddur 27—
28 mílur frá Reykjavík á leið
til Ólafsvíkur. Eldur var
kominn upp í bátnum, og var
beðið um tafarlausa hjálp.
Fimm mínútum síðar var til-
kynnt í talstöð bátsins, að
gúmmíbjörgunarbáturinn
vildi af einhverjum ástæð-
um ekki blásast út. Eldur-
inn var þá orðinn svo magn-
aður í brúnni, að ekki var
hægt að hafast þar lengur
við, en bátsverjar leiddu
snúruna að talstöðinni út um
glugga á brúnni og gátu kall-
að í bana þaðan.
jr Hjálp berst
Grundfirðingur II var næst
«r hinum brennandi báti, um
það bil 12 míiur, og gert var
ráð fyrir að varðskipið María
Júlía yrði komin á vettvang
um kl. 2. Akranesbátarnir
Heimaskagi og Höfrungur
héldu emnig af stað til hjálp
ar, um leið og neyðarkallið
barst. Klukkan rúmlega 11
var flugvél frá Keflavikur-
flugvelli komin á staðinn og
sveitmaði yfir bátnum, og
skömmu síðar lagði þyril-
vaengja frá Varnarliðinu af
stað >g Rán, flugvél Landhelg
isgæzlunnar, hóf sig til flugs
af Reykjavíkurflugvelli. Þess
má geta að þyrilvængjum er
aldrei flogið í myrkri nema
mannslif liggi við.
★ Eldurinn slökktur
Klukkan 11,30 heyrðist aftur í
talsstöð Þórðar Ólafssonar. Hafði
bátsverjum þá tekizt að slökkva
eldinn, en sögðu að báturinn
væri mikið brunninn að innan.
Vélin gekk ekki og engin Ijós
voru á bátnum. Rán var þá á
Valt víð
Alþingis-
húsið
KL. 19 í GÆR varð bifreiða-
árekstur við Alþingishúsið.
Ford-sendiferðabifreið, R-1988
var ekið eftir Skólabrúnni að
Alþingishúsinu, og hmgðist bif
reiðastjórinn sveigja til hægri, _ J
milli Dómkirkjunnar og AI-''"
þingishússins að Austurvelli.
ísing var á götunni og er bif-
reiðastjórinn hugðist sveigja,
lét bifreiðin ekki að stjórn og
rann á bifreiðina R-9209, sem
stóð við gangstéttina. Tókst sú
bifreið á loft og kastaðist á
hliðina við Alþingishúsið. —
Skemmdist hægri hlið hennar
svo mikið, að hún má teljast
ónýt. Eigandi bifreiðarinnar
var ekki í bifreiðinni, en var
á leið út úr næsta húsi, þegar ([
hann heyrði skellinn. Bifreiða f
stjórinn á Ford-sendiferðabíln 7
um meiddist ekki, og bifreiðin 1
er nær óskemmd. I
sveimi yfir honum og skömmu
sióar kom þyrilvængjan frá Varn
arliðinu. Bátsverjar báðu Höfr-
ung að draga þá á land, en skip-
stjórinn á Höfrungi kvaðst ekki
eiga hægt með það, vegna þess
að báturinn væri spillaus. Síðan
var skotið upp rakettu frá Þórði
Óiafssyni, svo nærstaddir bátar
og flugvélar ættu hægt með að
sjá hann. Sást hann vel við Ijós-
ið frá rakettunni.
jr María Júlía á vettvang
Skömmu óður en blaðið fór í
pressuna, um kl. 12, átti Grund-
firðingur aðeins ófarna um 20
mínútna siglingu að Þórði Ólafs-
syni, og var þá ákveðið að hann
héldi sig í námunda við Þórð
Ólafsson, þar til varðskipið
María Júlía kæmi á vettvang kl.
2 og drægi hann til hafnar í
Reykjavík. Var gert ráð fyrir að
þeir kæmu til Reykjavíkur
snemma í morgun.
Síðustu fréttir
Grundfirðingur II mun
draga Þórð Ólafsson til hafn-
ar, þar sem María Júlía er
Svavar Guðnason, Gunnlaugur Scheving og Selma Jónsdóttir vinna að sýningunni. —
Vfirlifssýning
Svavars 10. des.
Málverkin komin Keim frá Danmörku
of langt undan. Bandið, sem
kippt er í, þegar blása á
gúmmíbát upp, slitnaði, þeg-
ar bátsverjar köstuðu gúmmí
bátnum út. Kastaði skipstjór-
inn sér útbyrðis og náði
gúmmíbátnum aftur.
Afmœli veð-
urkorts Mbl.
VEÐURKORT Mbl. sem birt er á
hverjum degi á annari síðu, á
gins árs afmæli í dag. Hefur það
MÁLVERKIN, sem voru á yfir-
litssýningu Svavars Guðnasonar
í Kaupmannahöfn fyrir skömmu,
eru nú flest komin til íslands og
er ákveðið að sýningin á þeim
verði opnuð í Listasafni ríkis-
ins 10. desember næstkomandi
Sem kunnugt er gaf Svavar
Menntamálaráði kost á að fá
myndirnar til sýningar hér áður
en þeim yrði aftur dreift til
danskra og íslenzkra eigenda og
komu í’lenzku myndirnar með
síðustu Gullfossferð, en megnið
af dönsku myndunum með flug-
vél í fyrrakvöld.
Þau Svavar Guðnason, Gunn-
laugur Scheving og Selma Jóns-
dóttir voru í gær að hefja undir
átt miklum vinsældum að fagna | búning sýningarinnar, taka nið
meðal lesenda biaðsins, vegna | ur myndir listasafnsins og taka
hinna glöggu veðurlýsinga starfs úr umbúðum myndir Svavars,
manna Veðurstofunnar, og korts sem koma til með að fylla stóru
ins sjálfs, sem flestir athuga | salina og hliðarsalina austan
gaumgæfilega til að fylgjast með Jmegin. Einstaka mynd úr igu
veðráttu og veðurbreytingum | Dana var ekki hægt að fá léða
kringum ísland og nágrannaiönd I til íslands, en reynt verður að
in. bæta inn í 'myndum í sama stíl
og svipuðum að gæðum, að þvi
er ætla má. Þarna gefst sýning-
argestum því kostur á að sjá
um 70 myndir, frá listmálara-
ferli Svavars, þær elztu frá ár-
inu 1938. Við spurðum Svavar
hvort hægt hefði verið að
koma upp slíkri yfirlitssýningu
á verkum hans án þess fá inn í
myndir úr eigu Dana. Telur hann heim til íslands.
að það hefði ekki orðið nema
hálf sýning. Á slíkri yfirlitssýn-
ingu þyrftu helzt að vera höfð
verk manna og myndir sem þeir
hafa getið sér orðstír fyrir. En
hér heima er lítið úrval f
myndum eftir Svavar frá árun-
um 1939, 1940, 1941 og jafnvel
frá árinu 1942.
Yfirlitssýning á verkum Svav-
ars stóð yfir í Danmörku í fjór-
ar vikur, dagana 15. október til
13. nóvember. Var hún vel sótt
og hlaut mjög góða dóma. Svav-
ar var staddur í Kaupmanna-
höfn meðan á sýningunni stóð
og leit þá stundum þar inn. Lágu
þá oft til hans þakkarbréf frá
sýningargestum, listamönnum og
öðrum. Er mikill fengur að því
að fá nú þessa sýningu hingað
Sveitarstjóri
dró sér 262 þús
Síldin of smá
fyrir Pólverja
PÓLVERJAR munu hafa
gert samninga um að kaupa
2500 tonn af frystri síld hér,
ef hún væri nægilega stór
og fyrsta flokks, sagði Arni
Finnbjörnsson hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, er
blaðið spurði hann um, hvað
hæft væri í því að Pólverjar
hafi hafnað kaupum af miklu
magni af freðsíld, en eitt
Reykjavíkurblaðanna skýrir
frá þessu í gær.
Umboðsmaður hinna pólsku
kaupenda hefur að lokinni at-
hugun í frystihúsum dæmt nokk
urt magn síldarinnar óhæft,
einkum vegna þess hve hún er
smá, en Pólverjar vilja hafa
3—6 síldar i kílóinu, en mikið af
snurpusíldinni er smærra en svo
að það sé unnt, og auk þess er
hún ekki jafn vel fallin til fryst-
ingar og reknetasild. Þá hefur
fundizt nokkuð af ljósátu í síld-
inni.
Það er ekki rétt að Pólverjar
hafi hafnað kaupum, hins vegar
hefur nokkurt magn sildarinnar
ekki reynzt standa gæðamat af
fyrrgreindum ástæðum, sagði
Árni að lokum, en Pólverjar
munu ef til vill fúsir til að taka
eitthvert magn af smærri síld
upp í samningana, ef nægilegt
magn af stærri fyrsta flokks
síld fæst ekki. Þetta kemur fyrir
á hverju ári að einhverju leyti,
og stundum eru hreinlega ára-
skipti að gæðum síldarinnar.
ÓLAFSVÍK, 30. nóvember. —11959. Nú bera þessi fyrirtæki
Hreppsnefndin í Ólafsvík i bæst útsvar: Kaupfél. Dagsbrún
hefur lagt fram fjárhags
áætlun hreppsfélagsins fyrir
árið 1960, ásamt skrá yfir
niðurjöfnun útsvara fyrir yf-
irstandandi ár, en þessu fylg-
ir svo greinargerð um við-
skipti Braga Sigurðssonar
fyrrum sveitarstjóra við
hreppsfélagið.
FJÁRDRÁTTUR
í þessari greinargerð kemur
það m. a. fram að á um það
bil tveggja á.ra starfstímabili
hafi Bragi Sigurðsson tekið
úr sveitarsjóði alls 530.000
krónur. Af þessari fjárhæð,
hafi hann dregið sjálfum sér,
án vitundar og samþykk-
is hreppsnefndar 262.000 kr.
Segir að lokum um þetta
mál, að hreppsnefndin hafi
það nú til frekari athugunar.
ÚTSVÖRIN
1 fjárhagsáætluninni segir að
álögð útsvör á yfirstandandi ánl
nemi kr. 2.442.00,00 á móti 1,41
millj. útsvarsálagningu áriðl
kr. 152.000,00, Hraðfrystihús Ól-
afsvíkur kr. 104.000,00 og Hrói
hf. kr. 42.750,00. Hæst útsvar
einstaklinga ber Víglundur Jóns-
son útgm. kr. 26.500,00, Guð-
mundur Alfonsson bifreiðastjóri
kr. 23.100,00, Halldór Jónsson
útgm. kr. 21.300,00, Arngrímur
Björnsson læknir kr. 21.000,00 og
Jón Ögmundsson skipstjóri kr. 1
23.000,00. — Th.
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI. — Fyrlr
nokknu hófust aftur hin vin-
sælu Bingó-kvöld hjá Stefni,
fél. ungra Sjálfstæðismanna,
og er spilað í Sjálfstæðishús-
inu. Verður þeim fram haldið
í vetur hálfsmánaðarlega og
nú spilað í kvöld. Er rétt að
geta þess, að f jöldi góðra vinn
inga er hverju sinni. — Þá
skal vakin athygli á þvi, að
öllum, bæði ungum og göml-
um, er heimil þátttaka.