Morgunblaðið - 07.12.1960, Side 19
Miðvikudagur 7. des. 1960
MORcrnsfír 4ðið
19
„Ósýnileg vernd"
„ÓSÝNILEG vernd“ heitir ný
bók, sem Víkurútgáfan hefur
sent á markaðinn. Hún er eftir
brezkan mann, Laurence Temple
og skýrir hann þar frá æðri hand
leiðslu og óvenjulegri andlegri
reynzlu.
Höfundurinn greinir frá því,
hve einkennilega hann komst í
ikynní við „ósýnilega vernd“ og
hvemig hann öðlaðist iiæmi
fyrir ósýnilegum heimi.
Á kápu bókarinnar segir:
„Sumir álífca, að frásögnin sé til
orðin vegna imyndunarafls höf-
undar, en aðrir, sem þegar eru
sannfærðir um sambönd við fram
liðna vilja gjarnan fræðast meira
um hagi þeirra, sem farnir eru
á undan okkur úr þessum heimi“.
„Höfundi er sagt fyrir um
marga ókomna atburði og er eft-
irtektarvert, hvernig allt rætist
í nákvæmri tímaröð. Það eru
Æfingaskóli
f FRÁSÖGN Mbl. í gær af bygg-
ingu væntanlegs æfingaskóla
Kennaraskóla fslands, láðist að
geta þess að fsak Jónsson hefur
um áraskeið verið æfingakennari
skólans og í hans ágæfca og vel
búna skóla fer kennslan fram.
Með fsak Jónssyni starfa þar
Björgvin Jósteinsson, sem nú er
í orlofi og Helga Magnúsdóttir,
kennari, er nú gegnir störfum
hans.
— Stefna Krúsieffs
Frh. af bls. 1.
undirrituðu greinargerðina leið-
togar allra þátttökulandanna.
Tilslakanir
Þótt í flestu sé farið sam-
kvæmt stefnu Krúsjeffs, ber þó
sumsstaðar á tilslökunum vegna
Kína.
Þannig segir til dæmis varð-
andi þriðju heimsstyrjöldina að
möguleikar séu á því að útiloka
styrjöld í heiminum jafnvel þótt
auðvaldsstefnan ráði ríkjum
sumsstaðar. En þar segir einnig
að meðan heimsvaldastefna sé
til, sé grundvöllur fyrir árásar-
styrjöld. Þá segir ennfremur í
greinargerðinni að friður sé hugs
anlegur í heiminum, ekki trygg-
ur, og að nauðsynlegt sé að
stöðva árásaraðilann í tæka tíð
til að fyrirbyggja að styrjöld geti
brotizt út. Það sé verkefni komm
únista að frelsa mannkynið frá
ógnum nýrrar heimsstyrjaldar.
Greinargerðin leggur mikla á-
herzlu á að vernda beri einingu
kommúnistaflokka heimsins.
— Adenauer
Frh. af bls. 1.
sóknir til Lundúna og Parísar
í þessum mánuði.
MACMILLAN
Macmillan, forsætisráð-
herra Breta skýrði frá því í
dag að hann færi ekki á ráð-
herrafund Atlantshafsbanda-
lagsins, sem hefst í París
eftir 10 daga.
Kom þetta fram I svari við
fyrirspum í brezka þinginu. —
Einn af þingmönnum Verka-
mannaflokksins hafði orð á því
að æskilegt væri að Macmillan
sæti ráðherrafundinn og hvetti
aðra leiðtoga NATO-þjóða til að
xnæta.
Macmillan lýsti því þá yfir að
hann teldi ekki tímabært að
halda fund leiðtoga Vesturveld-
anna aðeins mánuði áður en nýr
forseti tekur við völdum í
Bandaríkjunum.
Eisenhower forseti hefur
mætt á ráðherrafundum Atlants
hafsbandalagsins í tvö ár ásamt
fleiri þjóðaleiðtogúm, en hann
mun ekki hafa í hyggju að
mæta að þessu sinni.
áreiðanlega fáir, sem hafa feng-
ið eins nákvæmar leiðbeiningar
um það, sem þeim var ætlað að
framkværaa."
Halldór Sigurjónsson, sem
margir þekkja fyrir starf í þágu
islénzkra sálarrannsókna, hefur
snúið bókinni á íslenzku.
Flugfélagið veitir
nánisfólki afslátt
FLUGFÉLAG Islands hefir á-
kveðið að auðvelda skólafólki
ferðalög um jólahátíðina með þvi
að veifca því afslátt af fargjöld-
um með flugvélum félagsins á
öllum flugleiðum innanlands.
Afsláfctur þessi gildir á tíma-
bilinu frá 15. des. til 15. jan. n.k.
og verða þeir nemendur, sem
ætla að notfæra sér þessi lágu far
gjöld að sýna vottorð frá skóla-
stjóra, er votti að þeir stundi
nám við viðkomandi skóla. Skil-
yrði fyrir afslættinum er, að
keyptur sé tvímiði og hann not-
aður báðar leiðir.
Nokkur ár eru síðan Flugfélag
íslands hóf að veita skólafólki
fargjaldaafslátt um jólin. Það hef
ir að vonum mælzt mjög vel fyr-
ir og margir notfært sér þau
hlunnindi. Vegna þess hve flug-
vélar félagsins eru að jafnaði
þéttsetnar um jól og áramót, er
þeim sem ætla að ferðast um há-
tíðirnar ráðlagt að panta far hið
fyrsta, því að venjulega eru öll
sæti með flugvélum Flugfélags-
ins í síðustu ferðum fyrir jól
upppöntuð löngu fyrirfram.
Þrjár nýjar barna-
og unglingabækur
KOMNAR eru út þrjár barna-
og unglingabækur hjá Iðunni.
Tvær þeirrá eru eftir Enid
Blyton, „Fimm á ferðalagi", í
þýðingu Kristmundar Bjarna-
sonar og „Dularfulla kattar-
hvarfið“ í þýðingu Andrésar
Kristjánssonar, en sú þriðja
heitir „Óli Alexander — Fílí-
bomm — bomm bomm“ og er í
þýðingu Hróðmars Sigurðsson-
ar. —
„Fimm á ferðalagi" er fimmta
bókin í sínum flokki, þar sem
skýrt er frá ævintýrum félag-
anna fimm, en þau eru hin
margvíslegustu, og alls staðar
hættur í leyni.
„Dularfulla kattarhvarfið“ er
önnur bókin í flokki leynilög-
reglusagna handa börnum og
unglingum. Þar er skýrt frá því
hvernig börnin í sögunni keppa
við Gunnar karlinn lögreglu-
þjón um að upplýsa ýmsa dular-
fulla atburði — og standa hon-
um ekki að baki.
„Óli Alexander“ er fyrir
yngstu lesenduma. Þar er sagt
frá skemmtilegum snáða, kát-
um og fjörugum, sem lendir í
ýmsum ævintýrum, því heimur-
inn er stór og villugjam fyrir
svo lítinn mann.
- íbróttir
Framh. af bls. 18.
um að ræða skemmtifundi, tafl-
kvöld o. fl.
Handknattleikur
Formaður handknattleiksnefnd
ar var Guðni Magnússon en þjálf
arar Axel Sigurðsson, Sveinn
Ragnarsson og Guðni Magnús-
son.
Á árinu sigraði Fram í 3 mót-
um.
Meistaraflokkur vann II. deild
með yfirburðum og færðist upp
í I. deild.
Bikar sem bezti handknatt-
leiksmaður félagsins hlaut Hilm-
ar Ólafsson.
Stjómarkosning
Fráfarandi formaður, Harald-
ur Steinþórsson, baðst undan
endurkosningu eftir 5 ára for-
mennsku og var honum sérstak
lega þakkað mikið og vel unr.ið
starf í þágu félagsins. Formaður
var kjörinn Jón Magnússon.
Aðrir stjórnarmeðlimir eru Hörð
ur Pétursson, varaformaður Sæm
undur Gislasson, gjaldk., Sveinn
Ragnarsson, ritari, Sigurður
Hannesson, fjármálaritari, Birgir
Lúðvíksson, formaður knatt-
spyrnunefndar og Svan Frið-
geirsson formaður handknatt-
leiksnefndar. í varastjóm voru
kosnir: Böðvar Pétursson, Björg-
vin Árnason og Gylfi Hinriks-
son. Endurskoðendur voru kosn-
ir: Jón Jónsson og Kristján Frið-
steinsson.
micÆ
surfaces
Plastplötur á:
húsgögn, skólaborð,
cldhúsborð, veitingaborð,
skrifborð, verzlunardiska.
Ákjosanlegar fyrir sjúkrahús, rannsóknar-
stofur og alla þá staði, sem verða að vera
hreinlegir og snyrtilegir.
Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki
bjóða yður annað en FORMICA,
þótt stælingin líti sæmilega út. — Athugið
að nafnið FORMICA er á hverri plötu.
Umboðsmenn :
G. Þorsleinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7
Sími 24250
Unglinga
vantar til blaðburðar við
Hávallagötu
Framnesveg
Barðavog
fffiltittÞliiMfr
Móðir mín
JÓNlNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Hlöðutúni þriðjudaginn 6. des.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Gnðmnndur Brynjólfsson.
Maðurinn minn
ÓLAFUR GRlMSSON
fyrrv. fisksali, lézt 6. þ.m.
Guðrún Árnadóttir.
Elsku litla dóttir okkar
MARGRÉT ÞÓRUNN
sem andaðist 3. des. s.l. að heimili okkar Stigahlíð 18,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8.
des. kl. 11 f.h.
Jóna Sigurjónsdóttir, Þórður Adólfsson.
Jarðarför sonar okkar
HÁKONS HINRIKS
fer fram föstudaginn 9. desember kl. 1,30 frá Fossvogs-
kirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Sjálfsbjörg.
Þórný og Gústav Hákonsen
Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við
andlát og útför móður okkar og tengdamóður
VALBORGAR ELtSABETAR TÆRGESEN
Sérstaklega þökkum við hjúkrunarkonum og læknum
Landsspítalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun henni
auðsýnda. — Guð launi ykkur öllum.
Halldóra Sigfúsdóttir, Halldór Stefánsson,
Inger Blöndahl, Sighvatnr Blöndahl.
Eiginmaður minn og faðir okkar
LOFTUR LOFTSSON
útgerðarmaður,
sem lézt 24. nóv. s.l. verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni fimmtud. 8. þ.m. kl. 1,30.
Ingveldur Ólafsdóttir,
Inga Heiða Loftsdóttir, Rósa Loftsdóttir
Ólafur Loftsson, Loftur Loftsson,
Júlíus Loftsson