Morgunblaðið - 10.12.1960, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.1960, Side 6
e MORGVNBLAÐIB Laugardagur 10. des. 1960 Cr bygg»um Corgarfjaruar Á ÖNDVERÐUM þessum vetrl' kom út á forlagi ísafoldarprent- smiðju þriðja bindi af sagna-j þáttum Kristleifs Þorsteinssonar' fræðimanns og bónda á Stóra- Kroppi, Úr byggðum Borgar- fjarðar. Kristleifur er fyrir löngu landskunnur fyrir fræðimennsku sína, frábæran frásagnarhátt, lif-j andi og leikandi meðferð hins talaða máls alþýðumanna, eins. og það lá á tungu þjóðarinnari um langan aldur ósnortið af málj lýtum og samkrulli við málfar og tungur annarra þjóða. Sagnaþættir Kristleifs bera þess glögg merki, hve ríkri at- hyglisgáfu hann var gæddur og hve sterkur og þróttmikill þátt- úr það var í lífi hans frá barns- aldri til hárrar elli að skyggn- ast inn í lifnaðarhætti þjóðar vorrar á mörgum sviðum þójðlífs vors, eins og þeir birtust í blíðu og stríðu. Er frásögn hans öll með þeim hugþekka geðblæ, sem var sérkennilegur fyrir líf hans og framkomu alla í samskiptum og umgengni við samtíðarmenn sína. Um traustleik í frásögn og málsmeðferð efast enginn, sem nokkur kynni hafði af þessum grandvara heiðursmanni. og kjör samtíðar sinnar í land inu. , Það er að því vikið hér að framan, að það kom snemma í ljós í fari Kristleifs, hve rík athyglisgáfa honum hafði fallið í skaut og að fróðleiksfýsnin var honum i blóð borin. En hitt er ekki síður athyglisvert, hve frá- bært og óskeikult minni hans var. Var Kristleífur þannig settur í lífinu, að honum gafst til þess þegar á unga aldri gott tækifæri að kynnast lífi og högum sam- tíðar sinnar, ekki einasta í sínu eigin byggðarlagi og nágrenni þess, heldur einnig og samtímis í fjarlægum landshlutum. Fæð- ingarstaður Kristíeifs, Húsafell, en þar ólst hann upp og átti heima langt fram á þroskaár sín, var þá í þjóðbraut, milli Norður og Suðurlands. Leiðir Norðlend- inga suður á land lágu þar um og mikill fjöldi fólks af Suður- nesjum, sem árlega fór í kaupa- vinnu norður í land, kom við á Húsafelli i þessum ferðum bæði vor og haust. Annar var sá stað- ur, sem Kristleifi var gott til fanga um að auðga þjóðlífsþekk- ingu sina á þessum árum, en það var í verinu. Hann var um langt skeið, eins og þá var títt um æskumenn sveitanna, útróðrar- maður á vetrarvertíðum á Suð urnesjum. Þar var jafnan á þess um tíma árs fjöldi fólks saman kominn víðsvegar að af landinu. Við þessi tækifæri var það létt- ur leikur þessum viðmótsþýða, skemmtilega og glaðværa æsku- manni að brjóta upp á viðræðu efni við þetta fólk í því skyni að fræðast af því um líf og háttu manna í þeim byggðarlögum, sem kunnugleiki þess náð: til. Því er þessa getið hér, að þessi aðstaða Kristleifs í skóla lífsins olli því, að sagnaritun hans nær langt út fyrir svið þess byggð- arlags þar sem hann ól aldur sinn. Það má með fullum sanni segja, að Kristleifur Þorsteinsson bregði með litauðgri frásögn sagnaþátta sinna ljósi yfir líf Kristleifur Þorsteinsson Kristleifur hóf ekki sagnarit- un sína svo neinu næmi fyrr en hann var kominn á efri ár og farið var að hægjast um hjá honum í daglegum störfum. En þegar hann hefst handa um að rita sagnaþættina, festa á blað þann fróðleik, sem safnazt hefir fyrir í kollinum á honum á langri ævi, þá stendur allt sem fyrir hann hefur borið á lífsleiðinni svo Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum hans, að honum er það tiltækt að rekja rás viðburðanna í margslungnum og fjölþættu éfn isvali, eins og það, sem frá er 1 sagt, væri nýlega afstaðið. Svo traust var minni Kristleifs og andlegt heilbrigði hans til hinztu stundar. Þetta þriðja bindi sagnarita t Kristleifs Þorsteinssonar er, sem hin fyrri bindi hans, þrungið af þjóðlegum fróðleik og fjöiþætt að efni. Og sami er snilldarbrag- urinn á frásögninni og áður. Er efni þessa bindis nokkuð meira tengt við Borgarfjarðarhérað eitt' en í hinum fyrri bindum. Þó er þarna alllangur, fróðlegur og skemmtilegur kafli með fyrir- sögninni: „Frá Húnvetningum fyrir 70—80 árum“, æskuminn- ingar höfundar. Það kemur skýrt í Ijós, að hinum unga manni þótti Húnvetningar vera ærið rismiklir á ferðalagi og spöruðu ekki gæðingana, er þeir riðu um sléttar grundir í hlað á Húsafelli. Minnisstæðastur er Kristleifi frá þessum tíma hóp- ur Vatnsdælinga, sem riðu á þjóðhátíðina á Þingvöllum 1874. Eru í því sambandi nefnd nokk- ur nöfn hefðar- og forystumanna í því byggðarlagi. Horfði Krist- leifur hugfanginn á þeysireið þessara glæsilegu héraðshöfð- ingja og hélt það mestu ham- ingju hér á jörð að vera norð- lenzkur stórbóndi og sveitar- höfðingi. Hefst bindi þetta á kvæði Kristleifs um Kötlugosið 1918, en það byrjar svo: Katla undir fanna feld féll í blundinn langa, geyma mundi í iðrum eld eins og bundinn fanga. Vildi dvala vakna úr, veðrið góða lofa. Fimmtíu og átta ár í dúr, er víst nóg að sofa. En kvæðið endar á þessari vísu. Þá var gosið um garð gengið: Gleymast undur, gróa sár, glóir sól í heiði. Nú hefir tindur Kötlu klár kastað sinni reiði. Þetta þriðja bindi endar á ald- arminningu um séra Guðmund Helgason prófast, sem lengi var prestur í Reykholti. Séra Guð- mundur var höfuðskörungur í prestastétt og vinsæll af sókna- búum. Hann var míkill búhöld- ur og félagsmálamaður. Studdi hann bændur þessa byggðarlags með ráði og dáð í því að sinna kalli hins nýja tíma, um við- reisn og framfarir, er þá fór í hönd. Um 1890 var byggð fyrsta brúin í Borgarfirði á Hvítá á Barnafossi. Var þetta afrek fyr- irboði stærri tíðinda, er tímar i liðu. í bindi þessu eru sem áður allmikið raktar ættir manna. Sýmr það hve mikill ættfræðmg ur Kristleifur var. Er ættfræðin svo sem kunnugt er, mjög veiga mikill þáttur í íslenzkri sagna- ritun. Kristleifur Þorsteinsson hefur með þjóðlífslýsingu sinni lagt í kjöltu þjóðar sinnar mikinn xróð leik, sem lærdómsríkt er að kynna sér. Á því árabili, sem sagnaþættir hans taka til, stendur þjóð vor á tímamótum. Tímabil örbirgðar og úrræðaleysis, sem svarf svo fast að þjóðinni á þessum árum, að stór hópur manna missti ger- samlega trúna á landið og fram tið þess og flýði í aðra heims álfu, var að telja út. Birta af nýjum degi skein yfir landið. Nýrri von um úrbætur og úr- ræði skaut upp í huga fólksins og leysti úr læðingi bundin öfl, er jukust að þrótti og þreki í skjóli endurvaktrar trúar á bætt an hag og bjarta framtíð. Öllu þessu lýsir Kristleifur afburða vel. Sagnaþættir Kristleifs Þor- steinssonar eru öllum fróðlegt og athyglisvert lestrarefni. En alveg sérstaklega vil ég í þessu efni beina máli mínu til hinnar ungu kynslóðar, sem nú er að vaxa upp í landi voru, og þess fólks, sem nú er komið á þroskaskeið og hvetja það til að lesa sagna- þætti þessa, kynna sér þann fróð leik, sem í þeim er fólginn. Það er hverri þjóð mikil nauðsyn og heilladrjúgt að kunna sem gleggst skil á sögu þjóðar sinn- ar. Geta á eigin spýtur á traust- um forsendum borið saman nú- tíð og fortíð og dregið síðan sínar ályktanir því. viðvíkjandi, hvers vænta má af því, sem framtíðin ber í skauti sínu. Þá er og skylt að leiða athygli æsk unnar að því, að við lestur þess- ara sagnaþátta teygar hún af tærri lind íslenzkrar tungu. Verndun móðurmálsins er undir stöðuatriði þess, að sönn menn- ing geti þróazt og dafnað í landi voru. Og minnugir skyldum vér jafnan vera þess, að íslenzkri tungu eigum vér það fyrst og fremst að þakka, að vér erum í tölu frjálsra og sjálfstæðra þjóða. Pétur Ottesen. Nova Scotia einn eftir Kúbu, 8. des. (Reuter) STJÓRNIN á Kúbu tilkynnti i dag, að ákveðið hefði verið að Þjóðnýta The Royal Bank of Canada, en hann og Nova Scotia bankinn voru einu erlendu bank- arnir er komust hjá þjóðnýting. unni 13. október sl. Ekki hefur Nova Scotia bankinn enn verið þjóðnýttur, en stjórn hans kveðst ekki standa í neinum samning- um við Þjóðbanka Kúbu og því ekkert um það vita, hvort eða hvenær röðin komi að þeim. Ekki er enn Ijóst hvort bank- anum koma einhverjar skaðabæt ur vegna þjóðnýtingarinnar, en fyrstu fréttir herma, að hún hafi verið gerð með skilmálum er bankastjórnin sætti sig við. Staðfesting þeirrar fregnar hef- ur ekki en fengizt hjá stjórn bankans. •JFiskurinn^tilbúinr^ á borðið Húsmóðir skrifar: — Ég var að lesa í Morgunblaðinu um daginn hvernig íslenzkur fiskur er seldur á amerískum markaði. Þar er hann seldur tilreiddur og þurfa húsmæð- umar ekki annað að gera en setja hann á borðið. Það hef- ur oft hvarflað að mér hvílíkt hagræði væri að því að fá fiskinn keyptan þannig hér á landi og væri fróðlegt að fá upplýsingar um hvort nokk- urra breytinga í þessa átt er að vænta. Fyrirspurn húsmóður er hér með komið á framfæri til réttra aðila. • Útvarpsmessurnar og jólin Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf: — Ég las í blöðunum um daginn útdrátt úr grein eftir séra Gunnar Árnason í Kirkju ritinu, þar sem hann telur út- varpsmessurnar fara meira og minna fyrir ofan garð og neð- an hjá fjöldanum, og mér skildist að þær ættu varla lengur rétt á sér sökum þess, hve þeim væri misþyrmt á samkomustöðum, vinnustöð- • um o. s. frV. En nú nálgast blessuð jólin einu sinni enn, með öllum sínum hátíðleik og mörgu út- varpsmessum, sem því miður fara ekki síður fyrir ofan garð og neðan hjá miklum fjölda hlustenda, t. d. vegna gestaboða, matseldar, o. 11., þó blessað útvarpið sé samt oftast látið vera opið á með- an. Jafnvel aftansöngurir.n á aðfangadag er engin undan- um sagt, að yfir 80% sitji við matarborðið og hámi í sig jólakræsigarnar meðan hann er fluttur. • Útvarpfrá Kristskirkju? Nú langar mig til að koma FERDIIMANR ☆ með eina uppástungu. Hún hefur kannske komið fram áður, án þess að ég hafi tekið eftir því. Hvernig væri að út- varpa miðnæturmessunni frá Kristskirkju í Landaaoti einu sinni? Ég hef sótt þá messu nokkuð oft þegar ég nef haft aðstöðu til undanfarin jól, þó mótmælandi sé, enda fjöldi þeirra þar, og ég get vart hugsað mér dásamlegri né hátíðlegri stund jólanna en einmitt þá. Hinn fagri ka- þólski hátíðasöngur og mess- an sjálf, hlýtur að hrífa, og það er eina kirkjan hér þar sem heyra má sungna hina fögru þýðingu Matthíasar Jochumssonar á fegursta jóla sálminum: „Stille Nacht, Heil ige Nacht“, sem hann rétti- lega þýðir: „Hljóða nótt, Heil- aga nótt‘“, og sem mér finnst alltaf fallegri en „Heims um ból“. Auðvitað geng ég þess ekki dulinn, að útvarp frá Krists- kirkju á jólanótt verður aldr- ei eins og að vera þar sjálfur staddur. En einmitt á þessum tíma eru blessuð börnin flest sofnuð, sæl með sínar gjafir, en fullorðna fólkið situr þá oftast og er að „slappa aí“ eftir erfiði og ánægju kvölds- ins, og mundi vafalaust aldrei vera móttækilegra fyrir há- tíðlega jólamessu, en einmitt þegar sjálf jólanóttin er að ganga í garð. Fróðlegt væri að heyra hvort þetta hefði aldrei kom- ið til mála áður. — 1 ná- grannalöndum okkar er þetta gert, þó ekki sé kaþólskan ríkistrú þar, og því má ekki reyna þetta einu sinni hér? — Bóas.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.