Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 6
6 M O R C V N B f 4 O 1Ð Sunnudagur 18. des. 1960 í DÖGLiM „Ennþá hafa dagarnir sín dularfullu bros“, segir skáldið í þessar síðustu bók sinni. Og enn yrkir Davíð Stefáns son fögur og heillandi ljóð, sem saekja unað og anda í hið dular- fulla bros daganna. Eg veit ekki, hvort ég hefi nokkum tíma skynjað fegurð morgunsins af dýpri nautn en þegar ég heyrði Davíð lesa úr þessum nýju kvæð- um sínum, og seiður raddarinnar gæddi orðin lifandi sál skálds- ins. Mér fannst, að ég hefði aldrei fyrr séð móður jörð rísa svo morguntæra úr djúpi rúms og tíma. Og þá er áreiðanlega vel gert, ef orðin megna að taka fram sjálfri morgundýrð Eyjafjarðar. En sú dýrð hefir laugað sál Davíðs frá fyrstu bernsku. Hún er orðin samgróin innsta eðli hans, æviljósið bjarta, sem lýs- ir veginn fram til ókunnra stranda. „í dögun" nefnir skáldið þessa nýju bók sína, og má vera, að sumum virðist kynlegt við fyrstu heyrn. Er hann að hæðast að okkur, gamall maðurinn, eða er hann orðinn ær? kunna einhverj- ir að spyrja. En Davið er hvorki ær né heldur hæðist hann að neinum, sem á hreint og íslenzkt hjarta. Eg skal ekki segja, hvað hann kynni að gera við hina. En „í dögun" er réttnefni á fleiri en einn veg, enda ber fyrsta kvæði bókarinnar það nafn, og morgun- lýsingar er að finna víðar í bók- inni. Sannleikurinn mun og sá, að mörg Ijóðin munu til orðin í dögun, því að Davíð er árrisull og skynjar djúpt unað þess, er kyrrð naeturinnar breytist í fögn uð dagsins. Morgunsólin verður honum „gleði himins", og hann nýtur þess að vakna til nýs iífs með nýjum morgni: „Er sálin rís úr svefnsins tæru laug, er sælt að finna líf í hverri taug“, blóði, heldur ómur „frá ókunnu landi“. Ein setning varð mér öðr- um fremur minnisstæð úr þeirri bók, af því að mér fannst nún táknræn fyrir anda bókarinnar: „Gegnum alla heimsins harma hillir undir hvítan bjarma“. Yfir kvæðunum voru töfrar hins hvíta bjarma. Eg mundi segja líkt um þessa bók. Og þó er hún ef til vill dulari en hin fyrri, enn fínlegri í skáldlegri fegurð sinni. Davíð fer víða til aðfanga í þessari nýju bók sinni, allt frá Ódáðahrauni til Sínaífjalls og í rústir Babylonar. Hann yrkir um íslenzka menn og útlenda, Jónas Hallgrímsson og Djengiskhan, Diogenes og Látra-Björgu. Hann leitar fegurðar — og finnur — í Atlantis hinu týnda, og hann glettist við samtíðina í kvæði eins og Hrapið. Annars eru á- deilukvæði hér færri en stund- um áður, og gefur það bókinni mildari svip. En Davíð sKortir sízt yrkisefni. Hugur hans er frjór, og í sýn hans vakir jafnan andi, andi listrænnar fegurðar og heilbrigðrar lífstrúar. Þess vegna lesa menn ljóð hans sér til nautn ar og hollustu í senn, og er þá bezt, þegar slíkt getur farið sam- an. En nútímalist hefir hætt til þess um of að ganga upp í eigin dul og hverfast um of í sjálfa sig. Hún hefir gleymt því, að listin er þjónn, ekki herra. En frjáls þjón*. „f sálir v»rar streymir óðsins andi frá æðri heimum, þjóð og föðurlandi", Davíð Stefánsson segir Davíð í litlu fallegu ljóði, sem hann nefnir Þagnarljóð (Eg leyfi mér að skjóta því hér inn, að Davíð skynjar sterkt ljóðrænu þagnarinnar). Þó að Davíð komi víða við, munu hér taldar upp- spretturnar þrjár, sem hann hef- ir löngum sótt mest til. Allir vita, að Davíð er manna þjóðlegastur, og fátt mun honum heilagra en „ættjörðin góða“. Um hann mætti segja það, sem Matthias kvað um móðurbróður hans, Ólaf Davíðsson: „Sál vors lands var sálin hans“. Og enn knýr Davíð hinn þjóðlega streng. Nægir að benda á Þrettándakvöld jóla, skemmtilega davíðskt kvæði, til þess að sýna, að andi þjóðsagn- anna er honum ekki þorrinn, heldur getur enn runnið saman við verúleika stundarinnar. Þá er einnig að finna gullfallegar náttúrulýsingar, eins og í Fjalla- vatn, með norðlenzkum tærleika. Og náttúran er víða nálæg, og sú náttúra er íslenzk og eilíf í senn. Ungur batt Davíð tryggð við móðurskaut náttúrunnar, og hann hefir reynt, „að ljóðið grær við náttúrunnar brjóst", eins og hann segir í snjöllu kvæði um Ómar Kajam, þar sem all- mikið er að finna af Davíð sjálf- um. Og í spaklegu kvæði um Diogenes má sjá, að Davíð er ekki mikið gefið um þá, sem „þykkum veggjum unna“, enda tvísýnt, hvað verður um mann- lega heilbrigði, þegar öll mann- leg hugsun verður komin undir þak. En Davíð er hinn óspillti sonur náttúrunnar og fegurð hans heilbrigð. Hann hefir borið gæfu til að safna í sig ljósi him- ins og sólskini áranna. Hann hef- ir aldrei verið úrkynjunarskáld, sem sótt hefir innblástur í ljót- leika og sjúklegt hugarfar. Ljóð Davíðs hafa aldrei verið „bölva- blóm“ (fleurs du mal), sprottin á sorphaug mannlegrar spilling- ar. Tengsl hans við náttúruna og tryggðin við upprunann hafa forðað því. í gegnum fegurð lands síns hefir hann skynjað fegurð jarðarinnar. Honum næg- ir að segja aðeins: „Vor jörð. Vor jörð“. (síðustu orðin í kvæðinu Um páskaleytið), til þess að vér skynjum allan unað og munað vorrar jarðar. Svo sterk er skynj un hans, að orðin, hin venju- legustu orð, verða heit af tilfinn- ingu hans. Slíkt er að eiga guða- neistann. Og fegurð jarðarinnar vex yfir sjálfa sig. Hún verður fegurð heimsins, fegurð guðs. Skynræn nautn skáldsins verð- ur trúarleg dul. Gegnum ást sína á landinu og náttúrunni hef- ir skáldið vaxið til æðri heima. Það virðist mér auðkenni þess- arar síðustu bókar. Og skáldleg fegurð hennar verður að tærari. Er vafamál, hvort hér er ekki að finna sum fegurstu kvæðin, sem Davíð hefir ort. Eg nefni segir hann. Og sæll hver sem slíkt getur með sanni sagt á þess- ari öld morgunhöfgans. En birta morgunsins verður Davíð meira en Ijós þessa heims. Hún verður jafnframt fyrirheit æðri og feg- urri heima. Árbjarmi bókarinnar er í senn verulegur og táknrænn, af þessum heimi og öðrum. Fyrir um það bil áratug var Davíð vanheill, og munu þá ýmsir hafa haldið, og ef til vill hann sjálfur, að dagsverkinu væri lokið. En Davíð sótti aftur í sig veðrið. „Ljóð frá liðnu sumri“ komu út 1956. Vinir skáldsins urðu ekki fyrir vor,- brigðum. Ungur hafði Davíð sótt þroska í veikindi. Þá höfðu veik- indin eflt lífþrá hans. Nú höfðu þau dýpkað himinþrá hans. Davíð var enn hann sjálfur — og mun seint verða annað- — en þó var tónninn eilítið breyttur. Söngvaiseiður lífsins var ekki lengur dynur í ólgandá æsku- • Myrkrið býður hættunni heim Hér í dálkinum var um dag inr. drepið á skammdegis- myrkrið og hætturnar á göt- unum meðan það er sem mest Ýmsir hafa hringt í Velvak- anda og lagt áherzlu á að þar hafi sízt verið ofmælt. Eg átti t.d. tal urn þetta yið strætisvagnabílstjóra, sem tel ur það stórhættulegt hve bið stöðvar strætisvagnanna eru illa upplýstar. Sagð: hann mér að fyrir 1—2 árum hefðu strætisvagnastjórar gert laus lega rannsókn á því hve marg ar af biðstöðvum bæjarins væru upplýstar og komizt, að þeirri niðurstöðu að það væri aðeins helmingurinn. Strætis vagnstjórafélagið hefði svo sent beiðni um að þessu yrði kippt í lag til viðkomandi að- ila. Ekki kvaðst hann hafa heyrt neitt um málið síðan eða geta séð að nokkuð hafi verið aðhafst í því. En þetta myrkur á bið- stöðvunum býður margskon- ar hættu heim. Þarna bíður fólk, sem gengur kannski fram í götuna þegar bíllinn kemur og sézt þá ekki fyrr en full seint, ef hált er á göt unni og erfitt að stöðva bíl- ana. Aðrir vegfarendur aka á fullri ferð eftir götunni, fram hjá biðstöðvunum án þess að sjá þær eða draga úr ferð. Strætisvagnastjórarnir sjálfir sjá varla aftur með vögnun- um, þar sem fólkið er að fará út. Og hefur komið fyrir að fólk hafi festst í hurðinni af þeim sökum, því þó pera sé inni í vagninum yfir dyrun- um, sézt ekki vel frá bílstjór anum að öftustu hurðinni ef myrkrur er úti og margt í vagninum. Sums staðar er sá háttur að götur pru aðeins lýstar öðrum megin. Eru bíl arnir þá í ágætri birtu er þeir aka í aðra áttina og biðstöðv ar sæmilega upplýstar. Hinn helmingur vegarins og bið- stöðvar þar eru í algeru myrkri. Nú í svartasta skamm deginu finna menn ennþá meira til þessa en endranær og þörfin brýn að bæta úr. • Drasl í göngunum X tilefni ummæla Velvak- anda um göngin undir Miklu brautina, tók Hlíðarbúi einn sig til og athugaði göngin, sem standa opin. Hafði hann oft séð krakka fara gegnum þau undir götuna, til að losna við bílaumferðina. En strax upp úr Þrjú sjást þar ekki handaskil. Krakkar fara samt sem áður niður í myrkrið. Maður þessi fór þangað með vasaljós og sagði að þarna lægi alls konar drasl, dósir og timburfatningar, og gseti fólk t.d. Stjörnudraum og set að lok- um lítið kvæði, Skógarhindm, sem mér finnst fallegast af öllu í einfaldleik sínum og fínlegum tærleika: Langt inn í skóginn leitar hindin. særð , og leynist þar, sem enginn J hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út. . Ó, kviku dýr, reikið þið hægt, er rökkva tekur að, og rjúfið ekki heilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað, vill fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt, mun bleikur mosinn engum segja neitt. En þú, sem veizt og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógardraum. Er fuglar hefja flug og morgimsöng og fagna því, að ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtræu lind — „ öll, nema þessi eina, hvíta hind. Um slíkt kvæði tala ég ekki. Hér hæfir aðeins auðmjúk þögn. Enn er margt ótalið. Eg veit, að margir fagna því að finna hér hinn gamla Davíð, sem ung- ur stóðst manndómsraun frægðar innar og hefir aldrei látið hé- gómatildur heimsins gera sig að minni manni. Enn er rödd hans auðkennd, karlmannleg, drengi- Frh. á bls. 23 hæglega slasað sig á þessu, þegar það væri að þreyfa sig í gegn. Æskilegt væri auð- vitað að draslið yrði fjarlægt og Ijós sett í göngin, sem væru mjög þarfleg, og vel til fund ið að setja þau þarna. Ef ekki, þá þarf að loka þeim, svo ekki stafi a.m.k. hættt a£ þeim. ^Hve^stórhluti? Fyrir helgina var verið að bjóða upp smyglvarning þann sem tollgæzlan hefur gert upptækan. Þar flugu m.a. út hverjar 10 tylftirnar og 25 tylftirnar af brjóstahöldum á fætur öðrum fyrir drjúgan skilding. Það er dálítið fróð legt að hugleiða hve mikið af þessari vöru kemur inn í land ið eftir löglegum leiðum. Frá Bandaríkjunum komu árið 1959 aðeins 10 kg. af brjósta- höldurum, lífstykkjum og þess háttar vöru. Umfram magnið sem hér sást á árinu má búast við að hafi komið eftir krókaleiðum. AUt magn ið af þessum vörum yfir árið var 3,9 lestir, mest frá Aust ur-Þýzkalandi. Og ef við athugum aðra vöru, sem sagt er að sjómenn smyglf gjarnan frá Bandaríkj imum nælonsokkana, er út- l.oman eitthvað á þessa leið. Kvennælonsokkar og aðrir sokkar og leistar úr gerfiefn um eru í sama flokki á skrám yfir innflutning, en gera má ráð fyrir að nælonsokkar séu bróðurparturinn. 23,3 lestir af þessum vamingi voru fluttar inn 1959 að verðmæti 4,178 þús. kr., mest frá Austur- Evrópulöndunum, aðeins 41 kg. (með umbúðum) af sokk um kom frá Bandaríkjunum. Hvað haldið þið, stúlkur, að það sé stór hluti af amerísku nælonsokkunum, sem sáust á fótleggjum íslenzkra kvenna á árinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.