Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1960 -0- Fulltrúar á fundi Evrópurú'ðsins. Lengst til hægri siOur Ásgeir Pétursson. Fjölþætt starísemi Evrópuráðsins, * viðtal við Asgeir Péiursson ÚT ER komin bókin Seven Icelandic Short Stories (Sjö íslenzkar smásögur), sýnisbók um íslenzka smá- sagnagerð, ætluð þeim, sem lesa ensku en ekki ís- lenzku og vilja kynnast nokkuð íslenzkum bók- menntum. Bókin er gefin út af menntamálaráðu- neytinu, og hafa þeir Ásgeir Pétursson, deildarstjóri í ráðuneytinu, og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor, séð um útgáfuna. Smásagnasafn þetta er gefið út í sarpráði við Evrópuráðið, og með styrk frá því. í tilefni af útkomu bóltarinnar hefur blaðið spurt Ásgeir Pétursson, deildarstjóra, um hið marg- þætta starf Evrópuráðsins ?ð menningarmálum og birtist viðtalið hér á síðunni. EVRÓPURÁÐIÐ beitir sér fyrir margs konar starfsemi, sem varðar ýms menningarmál, sagði Ásgeir Pétursson og hafa ís- lendingar notið góðs af því með margvíslegu móti. Sem dæmi um það má nefna styrk þann, sem veittur var til útgáfu smá- sagnabókarinnar, sem nú er kcmin út. Sögurnar í bókinni eru þessar: Auffunar þáttur vestfirzka, Þurrkur eftir Einar H. Kvar- an, Gamla heyiff eftir Guðmund Friðjónsson, Þegar ég var á freigátunni eftir Jón Trausta, Feðgarnir eftir Gunnar Gunn- arsson, Tófuskinniff eftir Guðmund G. Hagalín — og Nýja Island eftir Halldór Kilj- an Laxness. Tildrög þess, að bók þessi var undirbúin og gefin út, voru þau, að Evrópuráðið heíur um skeið viljað beita sér fyrir því, að bókmenntir, sem ritaðar eru á tungum smáþjóðanna, sem aðil- ar eru að ráðinu, væru þýddar á ensku eða frakknesku og gefn- íir út. í samráði við mennta- málaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gísla son, bar ég fram tillögu um út- .gáfu smásagnasafnsins í nefnd Evrópuráðsins um menningar- mál. Tillagan var samþykkt og var strax tekið að undirbúa út- gáfu bókarinnar. Samráð var haft við heimspekideild háskól- ans um málið, valdar góðar þýð- ingar eða fengnir fáerir menn til að þýða sögurnar og bókin prentuð í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Bókin er til sölu í bókaverzlunum hér á landi og verður send til sölu erlendis. Mun Evrópuráðið aðstoða við það. Smásagnasafnið er fjórða ritið í flokki bóka, sem ráðið stendur að og þýddar hafa ver- ið úr tungum smáþjóða. Heimsóknir og námskeiff Ásgeir Pétursson ítrekaði, að starfsemi Evrópuráðsins varð- andi menningarmál væri mjög margvísleg. Hann kvað íslend- inga m. a. hafa notið góðs af skiptiheimsóknum háskólamanna og auk þess hefðu tugir íslend- inga farið utan til að sitja nám- skeið eða ráðstefnur á vegum Ev rópuráðsins. Hingað til lands hafa komið 6 háskólakennarar til að halda fyrirlestra og kynna menntalíf heimalanda sinna með öðrum hætti, svo og til að fræðast um ísienzk mál. Síðast komu Carlo Sehmid, vara-forseti þýzka þings ins, er talaði um Machiavelli, og Apostolos Dascalakis, fyrrver- andi ménntamálaráðh. Grikkja, sem talaði um norræna víkinga í Grikklandi. Dr. Sigurffur Þórarinsson, jarð fræðingur, fór í fyrirlestraför til Noregs á vegum Evrópuráðsins og dr. Steingrími J. Þorsteins- syni hefur verið boðið í fyrir- lestraför. Er hún nú í undirbún- ingi. Slíkar gagnkvæmar heim- sóknir háskólakennara stuðla að sjálfsögðu að auknum kynnum þeirra innbyrðis, en hitt er ekki síður þýðingarmikið að þær auka á fjölbreytni í starfi há- skólanna og stuðla að aukinni menningarlegri víðsýni. Það þarf ekki að rökstyðja það mörgum orðum, að þessar heimsóknir háskólakennara geta haft talsverða þýðingu fyrir há- skólann hér, því starf hans er vissulega fremur einhæft, borið saman við aðra háskóla. En há- skólinn hefur líka notað sér þessa fyrirgreiðslu Evrópuráðs- ins eftir föngum. Námskeið þau *g ráðstefnur, sem fyrr er minnzt á, hafa ver- ið um hin margvíslegustu efni, og yrði of langt mál að segja frá nema fáum einum. — Nú nýlega var Valdimar Örnóifsson, menntaskólakennari, á nám- skeiði skammt frá París fyrir forstöðumenn sumarbúða. — Skömmu áður höfðu þeir dr. Snorri Hallgrímsson, prófessor, og Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur, framkvæmdastj. rannsóknaráðs, setið fund í París um æðri menntun og vísinda- störf. Fyrr á árinu fór síra Bragi Friðriksson á almenna æskulýðs- ráðstefnu í París, Stefán Július- son, yfirkennari, á ráðstefnu um námsflokkakennslu, sem haldin var í Amsterdam, og Guffni Guðmundsson, menntaskólakenn' ari á námskeið um nýungar í tungumálakennslu. Davíff Davíffs son, prófessor, sótti einnig fyrr á árinu undirbúningsfund varð- andi æðri menntun og vísinda- störf. Þau efni, sem nú hafa verið nefnd, gefa nokkra hugmynd um, hve margvísleg viðfangsefni Evrópuráðið lætur sig varða. Er þess að vænta, að þeir, sem átt hafa þess kost að kynna sér við- horf annarra Evrópuþjóða til hinna margvíslegu mála á fund- um þessum hafi haft gagn af ferðum sínum á vegum ráðsins. Þá er og sérstök ástæða til að geta þess, að íslenzkir sögu- kennarar, þeir Ólafur Hansson, Affalsteinn Sigurffsson, og Þór- hallur Vilmundarson, tóku þátt í endurskoðun sögukennslubóka, sem fram fór á vegum Evrópu- ráðsins. Var tilgangurinn sá, að leiðréttar yrðu missagnir í bók- um þessum, sem stöfuðu af tortryggni Evrópuþjóða sín á brátt hafizt handa um svipað starf að endurskoðun kennslu- bækur í þessu skyni. Nú mun brátt hafizt handa um sams kon- starf að endurskoðun kennslu- rita um landafræði, og er þess að vænta, að íslendingar taki þátt í því starfi. Önnur starfsemi Um starfsemi Evrópuráðsins að menningarmálum er annars það að segja almennt, að aðild- arríki þess hafa gert með sér menningarsáttmála, sem fullgilt- ur var af Islands hálfu 1956. Er þar gert ráð fyrir margs konar starfsemi. Til viðbó'tar því, sem þegar hefur verið vikið að, má nefna þetta: Komið hefur verið á stúdenta- skiptum. Þessi þáttur starfsem- innar er nýhafinn, en á síðasta sumri fór hópur norskra stúd- enta í ferð til Ítalíu. Voru Norð- mennirnir þar á 6 vikna nám- skeiði. Til endurgjalds tóku Norðmennirnir við hópi ítalskra- stúdenta. Evrópuráðið veitir styrki til rannsókna, sem varða samstarf Evrópuþjóða, og efnir til verff- launasamkeppni um tiltekin efni í ýtarlegar ritgerðir á sama sviði. Eru þá veitt há verðlaun, er.da er ætlazt til, að þau fveisti úrvalsmanna. Þá hefur þeim, sem þess hafa notið, þótt það merkur þáttur í starfsemi Evrópuráðsins, að það hefur haft frumkvæði að stórum listsýningum í nokkrum helztu menntasetrum álfunnar. Hafa þar verið sýnd valin verk, sem átt hafa að veita yfirlit yfir hin ýmsu tímaskeið evrópskrar lista- sögu. Á þessu ári var t. d. sett upp í París sýning, sem nefnist: Uppsprettur 20. aldarinnar — listir Evrópu 1884—1914. — Á næsta ári verður sýning á Spáni. Enn er þess að geta, að sam- kvæmt Menningarsáttmála Ev- rópu eru gefin út menntavega- bréf, sem ætluð eru þeim, sem vinna að vísindalegum rann- sóknum og framhaldsnámi. Veita þc’U ýmis fríðindi, sem gera auðveldara en ella að sinna rannsóknunum. Nokkrir íslend- ingar hafa fengið slík vegabréf. Námskeið hafa verið haldin um fjölmörg málefni er varða samvinnu Evrópu og hafa Ís- lendingar sótt þau flest. Loks má minna á, sagði Ás- geir Pétursson, að Evrópuráðið hefur beitt sér fyrir gerð nokk- urra sáttmála, sem miða að því að auka menningarsamskipti ríkja innan þess vébanda. Um Menningarsáttmálann sjálfan er áður rætt. ísland hefur einnig fullgilt samning um jafngildi prófskírteina, sem veita affgang aff háskólum. í undirbúningi er birting sáttmála um viffurkenn- ingu á háskólaprófum. Menningarsjóður Evrópu Ásgeir Pétursson sagði, að ákvarðanir um starfsemi þá, sem | nú hefur verið fjallað um, væru teknar af sérstakri nefnd Ev- rópuráðsins, en þar eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna allra að- ildarríkjanna. Snemma á síðasta ári var ákveðið að stofna svonefndan Menningarsjóff Evrópu. Tilgang- urinn var sá að fá til samstarfs við Evrópuráðið ýmsar sjálf- stæðar menningarstofnanir, sem ktppa að svipuðum markmiðum og ráðið hefur gert, ekki sízt Menningarstofnun Evrópu í Amsterdam. Starfsemi ráðsins er enn í mótun, og er ekki full- víst, hvernig verkum hennar verður hagað. Þó hefur stjórn sjóðsins þegar valið sér megin- verkefni til að vinna að. Þau eru fyrst og fremst þessi: — Efling æðri menntunar og vísindastarfsemi. Að þessu miðar stofnun sérstakrar nefndar, sem íslendingar haf a átt aðild að, eins og fram er komið áður. — Aukning menningarstarfs meðal æskunnar. Ferð sr. Braga Friðrikssonar, sem áður er getið um, stóð í sambandi við starf- semi á þessu sviði. — Efling samvinnu til að bæta starfsemi framhaldsskóla og margt annað. — ★ — Eins og sjá má á því, sem hér hefur verið vikið að, lætur Ev- rcpuráðið sig margt varða, sem til aukins menningarstarfs horf- ir Þá standa og vonir til, að starfsemin eigi enn eftir að eflast. Útkoma íslenzka smá- sagnasafnsins ætti að minna okkur á gildi þessarar starf- semi, sem er þakkarverð og ís- lendingar hafa þegar haft mik- ið gagn af. Þ. V. Endurmlnningar Sveins Björnssonar á ensku SNÆBJÖRN JÓNSSON hefur tekið sér fyrir hendur að þýða á ensku kafla úr endurminningum Sveins Björnssonar, kafla sem einkum fjalla um aðdraganda stríðsins og fyrsta stríðsárið, áð- ur en Sveinn hélt frá Danmörku heim til íslands. Á þessu tíma- bili var ísland milli tveggja elda, eins og önnur ríki, sem gerðu sér vonir um að halda hlutleysi sínu, og varð Sveinn Björnsson að vera með annan fótinn í Lundún- um til þess að semja um við- skipti og vöruflutninga, en á hinn bóginn vildu Þjóðverjar hafa sitt og hótuðu hörðu. Sveinn Björnsson komst þannig í pers- ónuleg kynni við marga framá- menn beggja ófriðaraðila og var auk þess í nánu sambandi við helztu stjórnmálamenn á Norð- urlöndum. Margt af því, sem var dýpsta trúnaðarmál, meðan ófriðurinn stóð yfir, er rakið í endurminn- ingum Sveins Björnssonar. Má fullyrða, að mjög fáir hafi kom- izt í jafnnáin kynni við fulltrúa beggja stríðsaðila og einmitt Sveinn Björnsson, Það var því vel ráðið að þýða þennan kafla endurminninga Sveins á enska tungu. Kallast þýðingin Recollections of an Ice- landic Statesman. Framan við hana ritar þýðand inn gagnorða og hlýlega grein um ætt og æviferil hins látna forseta. ísafoldarprentsmiðja gefur bók ina út. Hún er aðeins 68 bls., en mjög snyrtileg að öllum frá- gangi, bundin í mjúka plastkápu. Engum blandast hugur um, að Sveinn Björnsson hafi verið föð urlandi sínu hinn virðulegasti og þarfasti erindreki, þegar mest reið á. Hinir þýddu kaflar eru mjög skemmtilegir aflestrar og ágætlega un þá fjallað, sem vænta mátti af Snæbirni. Það fer vissulega ekki mikið fyrir þessari litlu bók í stórflóði jólabókanna, en ég vil leyfa mér að vekja athygli á því, að hún er virðuleg landkynning og eink ar vel valin jólakveðja frá ís- landi til enskumælandi vina og viðskiptamanna, hvar sem er í veröldinni. J. Eyþórsson. íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast, 3 fullorðnir Reglusemi. — Uppl. í síma 10072. bbbbbbbbbbbbbL’jbhbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb1 Skápahandföng fyrirliggjandi í miklu úrvali. Skápasmellur með nælonhjóli komnar af*ur. ggingavörur h.f. Siml 35697 Laugaveg 178

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.