Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 1
II fftwpmMal* t* Miðvikudagur 21. des íslenzk framleiðsla við mynni Thems-fljdts BRETAR hafa jafnan verið hin mesta fiskneyzluþjóð. Þeir hafa jafnan átt mikinn fiskiskipaflota, sem hefur skarkað á miðunum umhverfis Bretlandseyjar og að sumu leyti eyðilagt þau og þeir hafa líka, eins og Islendingum er kunnugt um sótt stíft á fjar- læg mið. Til Englands herst ferskur fiskur frá mörgum nágranna- löndum, frá fslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Hollandx. Honum er landað í tiltölulega fá- um fiskihöfnum og dreift út um allt landið. Er að vísu sagt að dreifingarkerfi beirra sé gamait og úrelt, en þó getur hver sem ferðast um England sannfærzt um það, að ferskur fiskur er til í hverju plássi jafnvel langt inni í landi. Á yrri ferðum til Englands hef ég komið snemma morguns á hinn fræga Billingsgate fiskmark að, þar sem burðarkarlarnir eru ærið svolalegir, en þar er mikill hraði og hreyfing á öllu. Og æ- tíð er skemtilegt að koma inn í enskar fiskbúðir. Við heyrum stundum telað um það, að gæði fisksins séu ekki nógu mikil þar, -— ég skal ekki um það segja, en fjölbreytnin er alveg otrúleg í ensku fiskbúðunum og fölna í.s- , lenzkar fiskbúðir aiveg gersam- lega. við hliðina á þe'm Þarna fást auðvitað þorskur og ýsa, ó- tal tegundir af kola og skötu, lúða, síld bæði fersk og söltuð eða reykt, makríll, túnfiskur og ekki má gleyma lifandi hollenzk- um eða dönskum ál, sem iðar þar í einhverjum kassanum. Önnum kafnar húsmæður Það má ímynda sér að það sé erfitt í slíku landi að ætla að koma inn á markaðinn frystum fiski, en þó stefnir æ meira í þá átt í Bretlandi, að frysti fisk- markaðurinn tekur stór aukning- arstökk og þá kannski sérstak- lega hinn tilreiddi matur. f Eng- landi verður sú þróxm eins og í öllum öðrum löndum, að hús- freyjurnar eru mikið farnar að vinna úti til að auka tekjur heim ilisins og þá finnst þeim miklu þægilegra að taka í töskuna sína pakka af frystum fiski, sem í sumum tilfellum þarf aðeins að hita upp, — heldur en að fara að skera í sundur og tilreiða fersk- an fisk. Því er fyrirsjáanlegt, að freðfiskmarkaðurinn á eftir að vaxa stórkostlega í Bretlandi á næstu árum. Hann hefur þegar hin síðustu ár tekið all stórt stökk, en á eftir að vaxa enn meir. Og nú eru fisksalarnir smámsaman að kaupa sér kæli- skápa til að sýna og geyma hina frystu vöru í, þeir eru að vísu tregir til vegna gamallar íhalds- semi, en verða að fylgjast með straumnum eins og aðrir. Það hefur og hjálpað frysta fiskinum, að minna hefur verið um ferska fiskinn en áður og verðið á hon- um hærra. En fiskur er ella venjulegasta og ódýrasta fæðan í Bi’etlandi. Hér hefur hin íslenzka Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sótt á og leitað eftir mörkuðum. Hef- ur henni- orðið allvel ágengt síð- ustu árin. Hér, eins og í Ameríku, hafa íslendingar orðið þess var- ir, að aukningin er og verður jnest í tilbúnum réttum. Er óvið- unandi að eiga þann markað ein- göngu undir stórum brezkum framleiðslufyrirtækjum, sem taka fiskinn til framleiðslu sinn- ar aðeins þar sem hann býðst ó- dýrast í hvert sinn. Hefur sölu- miðstöðin því þegar farið út í sömu sálmana og í Ameríku, m.a. til að draga úr verðsveiflum, að setja á sitofn sína eigin fisk- verksmiðju til framleiðslu á txl- búnum fiskkökum. Þetta hefur auðvitað vakið upp andspyrnu stærstu fiskhringanna brezku, en með því hefur varan sem Sölu- miðstöðin býður viðskiptamönn- um sínum í Bretlandi orðið fjöl- breyttari og auðveldara að koma henni út þannig. Farið til Gravesend Fiskverksmiðja Sölumiðstöðv- arinnar í Englandi hefur nú starfað í 2% ár og reksturinn gengið upp og niður. Um tíma var pakkað tilreiddum fiski fyr- end virðist vera þéttbýli með- fram Tems-fljóti með verksmiðj- um og hafnarmannvirkjum á stöku stað. Við höfum aðeins gengið stutta leið frá járnbrautarstöðinni í Gravesend, þegar Jón Gunnars- son bendir okkur á gamallegt múrsteinshús. Þetta er sjálf verk smiðjan, framan á því er lítið tréskilti með nafninu „Fresh Frozen Fillets“, en svo kallast sölufyrirtæki Sölumiðstöðvarinn- ar í Bretlandi. Sjáum við af heit- inu, að ekki hefur við nafngjöf- ina verið gleymt hinni gömlu ís- lenzku hljóðstafasetningu. Húskaupin Þarna taka á móti okkur fs- lendingurinn Hjalti Einarsson, sonur Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, — sem er verk- smiðjustjóri og enskur maður, Einn al 19 sendiferðabílum Sölumiðstöðvarinnar í Englandi. Bílarnir eru einangraðir og búnir frystitækjum. Vörumerkið Icelandxc skráð á þá stórum stöfum. keypti það fyrir 9 þúsund sterl- ingspund. Húsið sjálft var að vísu í nið- urníðslu, en því fylgdu þó frysti- klefar og ýmis frystiáhöld. Sumt af þessu hefur orðið að gera upp og byggja hluta af húsinu upp að nýju. En aðalatriðið er, að lóðin er fremur rúmgóð og hún liggur út að bakka Tems-fljóts- ins og vel getur verið að það hafi ekki svo lítið að segja, því að spara mætti flutningskostnað með því að láta uppskipunar- pram.ma flytja fiskinn beint frá skipi að húshlið og var gert ráð fyrir því við endurbyggingu, að Starfsstúlkur í Gravesend pakka steiktum fiskkökum niður. ir einn af stóru hringunum, en hann hljóp svo fljótt í burtu, svo nokkur afturkippur kom í fram- leiðsluna. Síðan er pakkað ein- göngu undir merkinu „Iceland- ic“. Hefur það nú gengið ágæt- j lega upp á síðkastið, svo að von- ir standa til að verksmiðjan verði áfram fullnýtt. Verksmiðjan er staðsett í bæn- um Gravesend ~við mynni Tems- fljóts. Það var liður í kynnis- ferð SöhlThiðstöðvarinnar nú fyr- ir nokkru að fara með frystihúsa- menn og blaðamenn þangað út eftir og sýna þeim þessa verk- smiðju. Lögðum við að stað þang að snemma dags. Þar rétt við hið fræga Trafalgar-torg og minnis- merki Nelsons flotaforingja er Charing Cross járnbrautarstöðin. Á henni tókum við hraðlest til Gravesend, og tók ferðin um 40 mínútur. Lá leiðin fyrst yfir Tems-fljót rétt fyrir framan hina miklu og frægu þinghúsbyggingu en síðan gegnum verksmiðju- hverfi og hin sérkennilegu og heldur ömurlegu verkamanna- hverfi, gömul hús gerð úr rauð- um múrsteini, en svo óhrein af ryki og sóti, að varla sést í múr- steininn. Alla leiðina út í Graves Mr. Denis Edge sem er fram- kvæmdastjóri sölufyrirtækisins. Ganga þeir með okkur um verk- smiðjuna og sýna okkur hana. Er hún á allan hátt miklu minni en verksmiðja sú í Nanticoke í Bandaríkjunum sem ég hef áður lýst. Hjalti segir okkur, að þetta sé gamalt hús. Það muni hafa verið byggt kringum 1920 og hafi ver- ið starfrækt síðan 1924 sem ís- hús. Það framleiddi aðallega ís til heimila, en síðan ísskáparn- ir ruddu sér til rúms hefur slík ísframleiðsla dregizt mjög sam- an og upp úr 1950 lagðist hún niður hér. Upp úr 1955 var Sölumiðstöð- in að leita fyrir sér um verk- smiðjupláss og stóð þá í samn- ingum við fyrirtæki eitt í bæn- um Crawley, en þeim kom ekki saman um kaupverð og slitnaði upp úr samningum. En þegar svo var komið, kom einn af stjórn- armönnum í fyrirtækinu, sem rey i hafði verið að semja við, að máli við íslendinga og þóttist vita af ágætu plássi sem þeir myndu geta fengið fyrir skap- legt verð. Það var þetta hús og varð það úr að Sölumiðstöðin hægt væri að koma löndunar- tækjum þar fyrir. Framleiðsla hófst 1958 Við höfðum ekki séð ána frá götunni, en nú sýndi Hjalti okk- ur fram fyrir húsið. Þar blasti mynni Tems-fljóts við og var mikil umferð um það af alls kon- ar skipum inn til Lundúna. Há- flæði var og virtist aðdjúpt upp að húsveggnum og auðvelt að koma uppskipunarpramma þang að. En mikill munur flóðs og fjöru er á þessum stað og þegar háfjara er, þá er þurr fjaran undir húsveggnum. Lóðin er um 50 metrar á lengd og nálægt því 500 fermetrar á stærð. Innst á henni eða næst götunni er þriggja hæða múr- steinshús. f því er matsalur fyr- ir starfsfólk og skrifstofur verk- smiðjunnar og sölufyrirtækisins. í bakhúsum eru fjórar frysti- geymslur sem hver tekur 300 tonn og svo vinnusalurinn sem hinn tilreiddii fiskur er franv leiddur í. Verksmiðjan sem við skoðuð- um í Gravesend var á allan hátt í smærri mælikvarða en verk- smiðjan í Naticoke í Bandaríkj- unum. Framleiðsla hófst í hennl í apríl 1958 og var þetta fyrsta fiskverksmiðjan í Englandi í eigu útlendra manna. Að þessu leyti var Sölumiðstöðin einnig alger brautryðjanai í Bretlandi. Nú koma fleiri á eftir, t.d. er norska frystihúsafélagið Findus nú að byggja nýja og rxsastóra- fiskverksmiðju í Grimsby. Fannst mér er ég gekk um þessa litlu Gravesend-verksmiðju, að betra hefði verið að byggja nýja verk- smiðju upp frá rótum, en hola henni hér niður í þessum gömlu múrsteinshúsum. Virðist mér að verk- og vörunýting geti ekki verið eins góð í þessu gamla húsi eins og í nýtízku verksmiðju- byggingu. Allt stafar þetta af því, að lítið fjármagn liggur á lausu hjá okkur og svo fara Norð menn fram úr okkur með því að reisa nýtízkulega verksmiðju með fullkomnustu verknýtingu. Hérna í Gravesend vinna 25 konur og 10 karlmenn bæði við verksmiðjuna og skrifstofuna. Hér er aðeins unnið í einni vakt. Það er auðvelt að ráða konur til starfa hér, þær eru nær því all- ar húsmæður hér í bænum. Hitt er erfiðara að fá karlmenn til starfa, því að í nágrenninu er mikið starf fyrir þá t.d. í stórum sementsverksmiðjum í nágrenn- inu og við hafnarmannvirkin miklu meðfram Tems. Hörð samkeppni Við ræddum nú um sinn við framkvæmdastjóra sölufyrirtæk- isins, Mr. Denis Edge. Hann sagði að hér í Bretlandi væri mjög harður aðgangur á fisk- markaðnum. Verzlunarálagning á fisk væri tiltölulega lág og hefði það smásaman leitt til þess að fáir stórir auðhringir hefðu safnað togaraflotanum og dreif- ingarkerfinu í sínar hendur og stefndi stöðugt í þá átt að allt kæmist í fárra hendur. Hann taldi að um tvær leiðir væri að ræða til að komast inn á fiskimarkaðinn. önnur væri sú að verja feikilega miklu fé til auglýsinga og taka markaðinn þannig með trompi, hin væri að miða við hægfara þróun, við- halda stöðugt vörugæðum, en eyða ekki miklu fé í auglýsing- ar. Þessa seinni leið færi Sölu- miðstöðin, líklega meðfram vegna þess, að hún hefði ekki nóg fé til auglýsinga. Við höfum reynt að hefja smá- auglýsingaherferðir á vissum svæðum, sagði Mr. Edge, en þær hafa borið minni árangur en við vonuðum, fyrst og fremst af því að stóru fiskhringarnir hafa svarað henni á hverju svæði með því að fylla fiskskápa kaup- mannanna, svo þeir höfðu ekkert pláss til að auka kaupin frá okk- ur. Mr. Edge sagði að það væri erfitt fyrir fslendinga að hafa aðeins fram að bjóða fisk. Keppi- nautarnir svo sem hið risastóra Birds Eye bjóða hins vegar auk Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.