Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. des. 1960
MORCT'iy n LA ÐIÐ
5
BÆIMALlF
Andren Murray: BÆNAL.1F
PÁLL PÁLSSON, eand. theol. ís-
lenzkaði. Bókin, sem er 149 bls.
að stærð, er gefin út af „Kyndli“
h.f Akranesi,. og prentuð í
Prentverki Akraness h.f.
Bók þessi er vel úr garði
gerð, handhæg til lesturs, og er
höfundur hennar meðal áhrifa-
fnestu kristinna starfsmanna.
Murray prestur starfaði með
biennandi áhuga að útbreiðslu
kristinnar trúar í Suður-Afríku.
Varð hann háaldraður, fæddur
1828, og andaðist 1917. Einkennd
ist allt starf hans af djúpri al-
vöru, og með trúar og bænar-
lífi sínu sótti hann sífellt kraft
í sjálfa uppsprettuna. Það mátti
um prest þenna segja, að hann
Var guði handgenginn.
Gott er, að bók þessi hefir
nú verið íslenzkuð, og á Páll
Pálsson þakkir skilið, og eykur
það gildi þýðingarinnar, að sá,
sem þýtt hefir, sameinar guð-
fræðiþekkingu nytssömu kennslu
starfi. Við lestur bókarinnar eru
þessi orð oft í huga mínum:
„Bænin er lykill að Drottins
náð“. Er á skýran hátt sagt frá
því, hvernig nota skuli lykilinn.
Ég hefi lesið bókina í heild,
en suma kaflana oft, og lít ég
svo á, að bók þessa eigi ekki
að lesa í flýti, en dvelja í ró
og næði við lestur og íhugun
hvers kafla fyrir sig. Bókin er
ekki samin í þeim tilgangi, að
menn leggi hana fljótlega frá
sér. Áhrifin skulu áreiðanlega
vera dýpri með því að íhuga
hvern kafla vandlega sér til
sá'ubótar.
í öllu jólaannríkinu og hávað
anum er mönnum það blátt á-
fram nauðsyn að eiga kyrlátar
friðarstundir. Ég hugsa oft um
þessi orð: „Það er svo oft í
háum heimsins glaumi, að heyr-
ist ekki lífsins friðarmál.“ En
þá minnist ég þess, er Austin
kirkjufaðir segir: „Hjartað er
órótt unz það fær hvíld í
Gi'ði.“
Þessi bók á að stuðla að því,
að menn séu umvafðir heilbrigðu
ar.drúmslofti í skóla trúar og
bænar, svo að menn eignist
nýjan kraft, er þeir finna, að
bænin er andardráttur lífsins.
Um þetta er ritað í 15 köfl-
v.m. Er á fagran hátt ritað um
líf bænarinnar. En um leið er
sagt: „Berið ávöxt.“ Það skal
sjást í daglegu lífi og skyldu-
störfum, að menn hafa átt heil-
aga stund, er þeir vígjast til
þjónustu mönnunum til sannra
heilla. Bænalíf leiðir til starfs.
Þá skal það sannast, að „þjón-
ustan og hlýðnin marki veginn
tii þeirrar miklu blessunar, sem
okkur er búin.“ Verkefnin blasa
við þeim, sem eru í hinu and-
lega prestafélagi.
Hver kafi bókarinnar ber sitt
sérstaka heiti: Við byrjun kafl-
anna eru fagrar myndir, og
undir hverri mynd viðeigandi
ritningarorð. Halldór Ólafsson
bankamaður hefir teiknað mynd
irnar og gert það snilldarlega.
Oddur Björnsson hefir teiknað
fallega kápumynd, og þá eykur
það gildi þýðingarinnar, að
Magnús Finnbogason yfirkenn-
ari hefir með þekkingu og
smekkvísi gefið góðar leiðbein-
ingar.
Margir kaflarnir enda með
þessum orðum: „Herra, kenn þú
oss að biðja.“ Það sýnir oss,
hvar vér erum stödd á heilagri
stund.
Ef vér þroskumst ' bænalífi,
skal raun bera því vitni, að
blessun veitist oss og sam-
ferðamönnum vorum um leið.
í þessum anda er bókin sam-
in og þýdd. Sjá má af síðustu
orðum. bókarinnar, hvað fyrir
þýðandanum hefir vakað. En síð
ustu orðin eru: „Soli Deo gloria“,
Drottni einum ber dýrðin. Þessi
lofgjörð stjórnar bók þessari,
■og þess vegna veit ég, að við
lestur hennar verða menn bless-
ur.ari-íkra áhrifa aðnjótandi.
Bj. J.
Fyrir skúSafólk
Skrifborð úr teak með áfastri bókahillu. — Sófaborð. —
Reykborð.
Bólsturgerdin h.f.
Skipmiíti IV. tlNoaiuns megin).
í auan bakstur
Heildsölubirgðir
Sltipholt k/f
VOLUNDARSMIÐI
.. á hiaum fræga Parker
Líkt og listásmiðir löngu liðinna tíma, vinna Parker-smið-
irnir nú með óvenjulegri umhyggju við að framleiða eftir-
sóttasta penna heims Parker “51”. Þessir samvizkusömu
listasmiðir ásamt nák/æmum vélum og slitsterkara efni, er
það sem skapar Parker “51” penna. . . . viðurkenndur um
heim allan fyrir beztu skrifhæfni.
fyrir yilur eða sem |jöf par}^er “51"
A PRODUCT OF <|> THE PARKER PEN COMPANY
ÚRVAL HEIMILISTÆKJA
•• Váy.: v '"'+Ziy
Ryksugur
‘jfriv.'f' ”'"5» :•>
M’zS’Wi) CJít'.. 'P
;r..v
•JpM;' v®1" ■ áj.-
■/..
!$»■. -’a . : ' ’ i '
‘MV'-
# 1
Strauvélar
Kæliskápar
Þvottavélar
Frystikistur
Vatnshitarar
Uppþvottavélar
Íítii htH í tietjluH
Vcta HaýharMrœti 2$
— tilvalil tií jciagjaýa —
■"..■■ • fý- '• • -'..C' ■ - . ■..•■ _ g
Straujárn
Brauðristar
Kaffikönnur
Gufustraujárn
Hraðsuðukatlár
Hraðsuðukönnur