Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikndagur 21. des. 1960 Cunnar Bjarnason, kennari Hvanneyri; Landbúnaöur í deigiu ÁRIÐ 1958 lýsti bandarískur höfundur (Cochrane; skugga- hliðum þróunarinnar í landbún aðinum, sem hann kallaði „the agricultural tread mill!“ Þrátt fyrir allar franifarir og fram- leiðsluaukningu á hverja vinn andi hönd, minnkar sífellt tek.iu hlutur sveitamannsins. Bænd urna skortir samtök og heildar- stjórn á framleiðslunni. Ríkis- stjórnin greiðir bændum styrk fyrir hverja ekru, sem þeir taka úr ræktun, en jafnharðan vex uppskera landsins vegna vísinda legra nýjunga og aukinnar á- burðarnotkunar. Orsakir bænda- kreppunnar. kornbirgðirnar. auk ast og ógna æ meir með hverju ári. Sérfræðingar ræða um úr- ræði og eru svartsýnir, því að framboðið veldur stöðugri verð lækkun og minnkandi hlut bms vinnandi manns. Sjálfsvörn hina efnaðri og menntaðri bænda verður fólgin í meiri framleiðslu aukningu og hagnýtingu nýj- unga, sem spara tilkostnað og vinnu. Dæmið um bóndann H. Bufler í Minnesota sýnir við brögð þessara manna. Hann á 56 I ha býli. Fyrir fáum árum hafði hann þar vel rekinn, blandaðan búskap. Þegar kreppan kom, varð honum ljóst, að hann mundi verða gjaldþrota innan tíðar. Hann átti nokkuð saman sparað fé, og hann ákvað í tíma annað hvort að selja jörðma og hætta eða stórauka framleiðsl- una og sérhæfa búskapinn hjá sér. Nú ræktar hann eingöngu korn á jörð sinni og afþakkar styrkinn fyrir að rækta það ekki. Hann kom sér upp fullkomnum byggingum og vinnusparandi út- búnaði við fóðrun og hirðingu svína. Nú selur hann 50 slátur- svín á tveggja mánaða íresti og vegnar sæmilega. Efnaminni bændur og ver kunn andi verða tekjulausir og gefast upp. Margir þessara smábænda er gamalt fólk, sem á fáa úr- kosti, en yngra fólk flytur í bæ- ina. Sumir gerast „tómstunda- bændur“ (Part-time-farmers), vinna fullan vinnudag í verk- smiðjum í borgum, en eiga heim- ili sín áfram í sveitinni og stunda búskap með fjölskyldu sinni að nokkru leytl Þessi þró- un tómstunda-búskapar þykir merkileg og verður í seinni grein vikið sérstaklega að henni. Þótt fullkomnustu býlin eða framleiðslueiningar Bandaríkj anna afli mikilla tekna, þá er hlutur bandarískra bænda að meðaltali verri en hér á Norður löndum og fer versnandi, eins og eftirfarandi tölur sýna, en þær gefa í skyn, hversu miklar eru meðaltekjur bandarískra bær.da í hundcaðshlutum af meðaltekj um fólks í öðrum atvinnustétt- um: Árið 1948 55% — 1952 42% — 1955 30% Bcnson landbúnaðarráðh. upp- lýsti árið 1959. að þá hafi 44% af bændum Bandaríkjanna fram- leitt 90—9Í% af allri búvöru- framieiðslunni. Þá má ljóst vera, að hinir, 56% bændanna, muni margir búa við þröng kjör. Nú búa þar um 12% af þjóðinni í sveitum, og innan skamms er búizt við, að sveitafólkinu fækki enn um helming, enda telja ýms- ir fræðimenn og benda á með Fjórða grein réttu, að eina leiðin til að gera búskapinn arðvænlegan og sam- bærilegan við aðrar framleiðslu- greinar í kaupgreiðslum sé sú, að fækka fólkinu, gera smábænd- urna að neytendum og auka þannig svigrúm hins vísindalega tæknibúskapar. Talið er, að jafnvægi muni nást og bjartari tímar koma eftir 10—20 ár. Eftirfarandi línurit skýrir, hvernig kreppan fyrir vestan þjarmar að bændunum, eða með ■Hátíð&íétíWiifut ipökÆum SKREYTTAR ÍSTERTUR úr vanilaís og súkkulaðiís þrjár stærðir: 6 manna 9 manna 12 manna „ístertur þarf að panta með 2ja daga fyrirvara í útsölu- stöðum á Emmess ís. MJÓLKURSAMSALAN KOSTNAfcUR HÆKKAR-LAUNATERJUR LÆKKA ^ " FramleiÓslu- og framfarslukostnaáur 250% Launatelcjur sveitamanna . 2oo °/o 1997-49 1958 1959 100» Verðlagsgrundvöllur áranna 1910-1914 öðrum orðum, hvernig þeir hérða snöruna að eigin hálsi með offramleiðslu og skipulagslausri samkeppni: Það er ljóst, að bændur á Norðurlöndum og ýmsum öðrum félagslega þróuðum Evrópulönd- um hafa miklu betra vald á markaðsmálunum en þeir banda rísku. Þeir bera líka hlutfalls- lega meira úr býtum og búa við mun meira afkomuöryggi, en tækniþróunin verður þar hægari vegna minni samkeppni. Sam- vinnukerfið skapar hér í álfu ör- yggi bændastéttarinnar, og þótt þróunin verði hægari. þá ætti áratugur ekki að skipta máli til eða frá í þeim efnum, okkur líður betur, því að þessi banda- riska bylting og ólga hlýtur að skapa of mörg félagsleg vanda- mál og vansæld þeirra, sem þró- unin útskúfar á svo miskunnar- lausan hátt. Hins vegar má bú- ast við, að borgarbúar Evrópu- landa, stjórnendur fjármála og stjórnmálamenn, muni knýja á og reyna að skapa sömu fram- vindu mála hér og í Bandaríkj- unum, því að það verður hagur meirihlutans, neytendanna. Einn ig verður það sameiginlegur hag ur bandaríska kornfjármagnsins og evrópískra neytenda að nota kornbirgðirnar, forða þeim frá eyðileggingu og koma þeim í verð. Það eru mörg vandkvæði á að koma þessum kornbirgðum til hálfsveltandi Asíu-þjóða. Bæði er, að þær hafa miklu minni greiðslugetu en Evrópu- þjóðir, og svo eru þær hris- grjónaneytendur og kunna illa átið á hveiti og maís. lifa i öllum löndum við betrl kjör en bændurnir. Sú þroun á sitt eigið lögmál, sem bændur geta ekki við ráðið. Evrópu- bændur eru miklu betur settir í þessum efnum en þeir banda- rísku vegna betra söluskipulags. Á. Norðurlöndum og í Bretlandi fá bændu'r að jafnaði 55—70% af söluverði búsafurða í sinn hlut, én í Bandaríkjunum að meðaltali 40%. Þetta er mjög misjafnt fyrir hinar ýmsu afurðir, eins og tafla I sýnir: Hlutur bænda af söluverði afurða Tafla I í U.S.A. 1. Allar afurðir 40% 2. Hveiti selt sem brauð 15% 3. Nýtt grænmeti 31% 4. Ávextir 20% 5. Stórgripakjöt 60% 6. Egg 67% 7. Smjör 69% Tafla II sýnir svipaðar tölur frá nokkrum Evrópulöndum: Hluturbænda af sölu- verði búsafurða í Evrópulöndum: Tafla II Nýmjólk Smjör Kjöt 1. Noregur 76% 81% 77% 2. Danmörk 55% 82% 74% 3. Svíþjóð 61% 81% 74% 4. V-Þýzkaland 63% 77% 75% 5. Bretland 70% 74% 6. Island (1959) ca. 69% 65% (Tölurnar fyrir ísland eru reiknaðar eftir upplýsingum úr bók OEEC „Further Problems in Agricultural Policy“ útg. í marz sl.) Hiutur bænda af andvirði afurðanna Hinir svokölluðu „milliliðir fólkið, sem tekur afurðirnar hjá bændum, breytir þeim í sölu- hæft form og verzlar með þær, Næsta grein mun heita Kom- andi ár. Mun þar reynt að fjalia um framtíð íslenzks landbúnað- ar í ljósi þeirrar þróunar, sem gerist í vestrænum löndum og' miðað við ,að sú þroun nái einn- ig hingað til lands. riiIMIBiM Nýútkomnar: Vel af sér vikið, Sigga Off Hagga í nýjum ævintýrum Eru vinsælustu telpusögurnar. Fylgizt með frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.