Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21 ðpp 1960 Uflprrvrr4 I) f |) 7 Hér er Trípólíbíó h?ff nýja að rísa inni í Skipholti. Farið er að innrétta húsið, en tæpasf er gert ráð fyrir að það verði tilbúið fyrr en eftir 2—3 ár. Kvikmyndasaluriíin á aö taaa 4so— ðOð manns í sæti, og oían á honum verður Tóniistarskólinn til húsa. Talsföovar settar í leigu- bíla á Hreyfli og Bæjarleidum A FÖSTUDAGINN tóku tvær, bílstöðvar í Reykjavík, Hreylill og Bæjarleiðir, talstöðvar í þjón ustu sína. Frkvstj. Hreyfils, Stefán Ó. Magnússon, og frkvstj. Bæjarleiða, Þorkell Þorkelsson, kynntu fréttamönnum þann dag þessa nýjung. Hreyfiil hefur aflað sér tal- j stoðva í 86 bíla af tæpl. 330 og Bæjarleiðir í 24 af 90. Hreyfill j hefur þrjár talrásir, ein er not- uð til þess að kalla upp bíla við j scaura vestan Snorrabrautar,' önnur austan Snoi’rabrautar, en' hin þriðja er „útkallsrás" til biia, sem eru á ferð hvar sem er í bænum og jafnvel utan hans. Bæjarleiðir hafa tvær rásir til afnota, önnur til sam- bands við bíla við staura, hin við bíla á ferð. Þess má geta hér, að Bifreiðastöð Steindórs j hefur fyrir nokkru komið sér I upp talstöðvakerfi og mun nú j hafa stöðvar í u. þ. b. helmingi bifreiða sinna. I STÖÐVAR Á HÆSTU TINDUM Hreyfill hefur þegar komið upp tveimur sendistöðvum á há- um stöðum. Önnur er í bygg- ingu við hitaveitugeymana á Öskjuhlíð, en hin í háhúsinu á Austurbrún 2, en á þaki þess cr sagður hæsti punktur Reykja- vikurbyggðar — 72 metrar yfir flæðarmál. Þriðja stöðin verður e. t. v. í turni Landakotskirkju, þar sem lögreglan hefur nú sendistöð sína, eða á þaki Fé lagsheimilis Kópavogs. Bæjar- Ieiðir hafa sendistöð uppi á Prentaraháhúsinu við Sólheima, en þar mun næsthæsti punktur- inn vera — um 68 m yfir sjávar- mál. Steindór hefur sína á þaki Golfskálans. Fjarskiptakerfi þetta hefur marga kosti. Þjónusta við við- skiptavini er stórbætt, þar sem bifreiðar eru mun fljótari á vett vang en ella, og aðstaða og ör- yggi bifreiðarstjóranna verður allt annað. Á Norðurlöndum, þar sem slíkar talstöðvar hafa verið teknar í notkun, geta bílstjórarn ir ekki talazt við innbyrðis, en það geta þeir hér. Er m. a. tek- ið tillit til þess, að erlendis fara ieigubifreiðar lítið út fyrir af- mörkuð bæjarsvæði, en hér fara þeir miklu meira út um land. Geta þá bílstjórar talazt við, sem komnir eru út fyrir áhrifa- svæði „móðurstöðvarinnar“, og eins getur myndazt e. k. keðja, þar sem fjarlægasti bíllinn get- ur haft samband við aðalstöðina um bíla, sem nær borginni eru staddir. Þá eru stöðvarnar ómet- anlegar, ef eitthvert óhapp ber að höndum. NEYÐARKÖLL Bilstjóri einn lenti t. d. í því fyrir stuttu að renna í hálku út á vegarbrún. Þar gat hann heml- að en mátti sig ekki hræra það- an , án þess að eiga á hættu, að bíllinn steyptist fram xt brún- inni. Gat hann þá kallað á aðra bílstjóra sér til hjálpar í tal- stöðinni, sem komu á vettvang og drógu hann upp á veginn. Eins og menn minnast skýrði Morgunblaðið frá því á dögun um, þegar bruninn varð í Laugar nesbúðum, að náð var í slökkvi- liðið um talstöð á leigubíl, sem bar þar að. Spöruðust þar dýr- mætar minútur. — Frá fleiri slíkum dæmum væri hæ.gt að skýra. HAGKVÆM KJÖR Stöðvarnar senda út á u. þ. b. tveimur metrum. Þær eru það sterkar, að samband hefur verið haft við bíla uppi á Akranesi, Norðurárdal og suður í Kefla- vík. Aðalstöðvarnar kosta um 80 þús. kr. hvor, en hver taiStóð j um 20 þús. Þær frá Storno- fyrirtækinu, sem er deild úr Det Store Nordiske Telegraf- selskab, en það lagði á sinum tíma símann' til íslands. Full- trúar frá Hreyfli og Bæjarleið- um kynntu sér slíkar stöðvar a Norðurlöndum. Leizt þeim fyrir komulagið í Osló nýtízkulegast. Svíar munu vera að breyta stöðvum sínum í sama horf ogi hafa þegar gert það í GautaT' borg, en í Danmörku er fyrir- * komulagið þyngra í vöfum. í Osló eru notuð Storno-tæki. Vari það afráðið eftir hlutlausa rann- j sókn hins opinbera á kostum og göllum hinna ýmsu tegunda, sem á markaðnum eru. Leizt hinum íslenzku fulltrúum einna bezt á þau, enda fengu þeir og mjög hagstætt boð frá fyrirtæk- inu. Fékkst lán fyrir tækjunum. Fyrsta afborgun fer fram að ári, en siðan verður lánið greitt upp á fimm árum. Sendi fyrirtækið sérfræðing sinn hingað upp, sem sá um uppsetningu tækjanna, Bue Bþgeskov að nafni. Jóhann Hallvarðsson á radíóverkstæði Landssímans annaðist það starf með honum. Sigurður Þorkels- son yfirverkfræðingur La.ndssím ans hafði yfirstjórn með hönd- um. Þá vilja forstöðumenn slcðvanna þakka bæjaryfirvöld- unum góðan stuðning. Lyf, sem auB- veldar sálgrein ingu UM þessar mundir er verið að taka í notkun í Danmurku lyf, sem nefnist LSD 25. Lyf þetta sem er framleitt úr bergsúru er fyrst ©g fremjt notað við geð- lækningar. Það hefur verið þraut reynt í Þýzkalandi og Englandi sl. 10 ár og í Hollandi sl. 7 ár. Einnig tíðkast notkun þess all- mikið í Bandaríkjunum. Lyf þetta hefur þau áhrif á sjúklinginn að persóna hans klofn ar í tvennt. —- Jafnframt því að vera eins og hann á að sér að vera, sér sjúklingurinn sjálfan sig sem þátttakanda í ýmsum at- burðum, er hann hafa hent fyrr á ævinni — jafnvel á barnsaldri. Þetta er talið afar mikilsvert þar sem oft má rekja rætur geð- sjúkdóms til atburða eða að- stæðna í bernsku sjúklingsins, sem hann gerir sér ef til vill ekki grein fyrir undir eðlilegum kring umstæðum. ★ Sálfræðingar hafa beitt sál- greiningu um langt árabil en jafnan tekur framkvæmd hennar mjög langan tíma. Með þessu nýja lyfi ætti að vera unnt að framkvæma sálgreiningu á sjúkl ingi á skömmum tíma. Efni þetta uppgötvaði sviss- neskur exnairæouigur er hann vann að leit að öðru efni. Hann gerði tilraunir með það á sjálf- um sér og varð íyrir hinum furðu iegustu ánrifum. Læknar hafa farið varlega í notkun þessa efuis. Þeir verða að vera við öllu búnir. Sjúkling- ar geta orðið afara uppnæmir og jafnvel ofsafengnir og ekki er fyllilega ljóst hver áhrif lyfið kann að hafa utan persónuklofn- unarinnar. Um 200 bœkur á jólamark- aðnum GEYSIMIKIÐ úrval er nú af nýútkomnum bókum í bóka- verzlunum. Á árinu munu nú vera út komnar nærri 200 bækur, fyrir utan bókafélags- bækur, flestar síðan í októ- ber. — Barnabækurnar eru þarna stór hluti eða 86. — Óvenjumikið hefur komið út af ljóðabókum í þetta sinn, eða 19 á árinu. Ekki þorum við að ábyrgj- ast þessar tölur, enda koma bækur út daglega, en þær munu vera mjög nærri lagi. íkr Davíð selzt bezt Blaðið átti í gær tal við Björn Pétursson, verzlunarstjóra í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Sagði hann að enn gæti hsnn ekki séð að nein af jóla- bókunum skæri sig greinilega úr sem sölubók, nema hvað lióðabók Davíðs seldist áberandi niest af ljóðabókunum. Annars væri ekki fyllilega að marka þetta enn. Bókasölunni væri alltaf að seinka fyrir jólin. — Bækurnar kæmu seinna út og ks.upendur keyptu þær seinna. Ein af ástæðunum fyrir þessu væri vafalaust hve samgöngur færu batnandi og menn þyrftu því ekki að senda gjafabækur eir.s snemma og fyrr. Á Ævi- og ferðasögur Mikið hefur komið út af ævi- sögum og ferðasögum að vanda, eða 33 á árinu. í þetta sinn vh’ðist engin ein þeirra gnæfa jfir hinar í sölu, sagði Björn, eins og oft hefur verið áður. Ssma er að segja um skáldsög- urnar, sem munu vera nálægt 40 á árinu, frumsamdar og þýddar. Jarðsíminn á Akranesi bilaði AKRANE'SI, 16. desember: 1 fyrradag bilaði jarðsímastreng- ur, sam talrásirnar fjórar til Reykjavíkur liggja um. Bilaði hann fyrir skömmu og bilunin varð að þessu sinni rétt á sama stað og hin fyrri. Ekki rofnaði þó símasambandið við Reykja- vík að fullu, því ein talrásin hélt. Við uppgröft og athugun kom í ljós að vatn hefur síazt inn í jarðstrenginn, þar sem viðgerðin fór fram um daginn. Þessi jarð- strengur er sagður svo stökkur, að býlið, sem var við hann, spyrngi við hina minnstu hreyf- ingu. Er þar um kennt að streng urinn sé gamall og 'hafi verið notaður úti í löndum áður en hann var keyptur .hingað og lagð ur í jörð í Innri-Akraneshreppi. —Oddur. Iifósprentanir ai Skarðsbók eg Króksifarðarbók SturSungu iást nú BÆKUR þær, sem komnar eru út í hinum nýja flokki ljós- prentana, Early Icelandic Manu cripts in Facsimile, Króksfjarð- arbók, Sturlunga og Skarösbók,' eru nú fáanlegar á íslandi, í bókabúð Stefáns Stefánssonar, ■ sem hefur gerzt umboðsmaður útgáfunnar. Útgáfur þessar eru gerðar eftir fullkonuiustu ljós myndum og óvenju vandaðar að öllum fpágangi og hafa vakið mikla atliygli. Útgáfufyrirtækið Rosenkilde og Bagger stendur að þessari út gáfu. Aðalritstjóri er prófessor Jón Helgason og í útgáfunefnd eru Magnús Olsen i Oslo, Dag Strömback í Uppsölum og Sig- urður Nordal í Reykjavik. Er| fyrirhugað að í þessum flokki I verði tuttugu bindi, öll í arkar broti, stærstu handritin, sem 1 enn eru ekki útgefin á þenn- an hátt, m. a. Bergsbók, Tómas- skinna, Ólafs saga Tryggvason- ar hin meiri, og Kálfalækjarbók Njálu. Formála að útgáfunum sem út eru komnar hafa skrif- að dr. Jakob Benediktsson að Króksfjarðarbók og dr. Des- mond Slay að Skarðsbók. Talin glötuð — en fannst. Það þótti tíðindum sæta, þeg- ar Skarðsbók kon* út, en hún er j aðalhandrit Postulasagna, rituð i á 14. öld af snilldarskrifara. Var hún um 1700 að 'Skarði á Skarðs strönd og gat Árni Magnússon ekki éignast hana. Var hún talin glötuð, en 1890 fann Eiríkur Magnússon hana í einkabóka- safni í Englandi. Síðan hafa menn ekki spurnir af henni fyrr en Jón Helgason skoraði á dr. Slay að leita hana uppi. Skarðs bók er ein síðasta skinnbókin (ef til vill sú .síðasta), sem menn um langt skeið hafa talið alveg glat aða, en kemur síðan í leitirnar. Núverandi eigendur hennar lán uðu hana til Hafnar til Ijósprent unar, en óséð er enn hvar skinn- bókin sjálf lendir að lokum. Endurútgáfa ljóða Snorra Hjartarsonar ÚT*ER KOMIN hjá Bókaútgáf- unni Heimskringlu, ljóðabók eft ir Snorra Hjartarson. Nefnist bók in Kvæði 1940—1952 og er end- urprentun fyrri ljóðabóka höf- undarins, Kvæða, er út kom 1944 og Á Gnitaheiði, er út kom árið 1952. Hafa þær bækur verið ófá- anlegar í bókaverzlunum um skeið. Höfundur hefur endurskoðað ljóðin og gert á sumum þeirra nokkrar breytingar. Bókin er 117 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Hólar. KASSAR 'SKJUR TlMBÚfllRI L.aufásv 4. S 13492

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.