Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 6
6 MORGIHBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. des. 1960 -*■ Ungdómurinn sem vill stjórna sér sjálfur — Kvikmyndin kom mjög á óvart, segja gagnrýnendur um írönsku kvikmyndina „Sólarhringur í ParLs“, og frönsku ungmennin, sem að henni stóðu, vita hvað þau vilja og þora að koma vilja sínum á framfæri. Kvikmyndin fjallar um ungan Frakka, sem er á móti öllum og heldur að sér sé allt leyfilegt, stelur dýrindis bifreiðum, ef honum býður svo við að horfa og fer í ökuferð með stúlkunni sinni, gáfaðri, amerískri stúlku, sem veit ekki að pilturinn er eft- irlýstur morðingi og afbrota- maður. Síðar í myndinni skýtur hún lögregluþjón til bana í örvæntingu sinni til að vernda piltinn sinn, og þá er komið að kjarna myndarinn- ar: sólarhrings eftirför upp á líf og dauða í Parísarborg. — Öllu þessu lýsir mynd- in á snilldarlegan hátt, segja gagnrýnendurnir, þessum ráð lausa ungdómi, sem vill stjórna sér sjálfur, og þráir að gera eitthvað sem hann veit ekki hvað er. Það hafa ekki þótt heiðarlegar starfsað- ferðir að taka myndir gegnum skráargat, allra sízt gegnum skrá- argat á baðherbergi. En kvikmyndaleikarinn Norman Wisdom var ekkert hneykslaðúr, þegar hann sá þessa skráargatsmynd af sjálf um sér í baðkeri. Hún var nefnilega tekin' í vinutíma hans og sýnir eitt atriði í J. Art- hur Rank-kvkimynd- inni, „Follow a Star“. ★ Nakta Maja. Ein þeirra mynda,* sem væntanlegar eru á fyrra hluta næsta árs, er „Nakta Maja“ með Ava Gardner í aðalhiut verki. Myndin er byggð á sögu spænska málar- ans Goya og fyrirsætu hans og ástmey, hertoga .frúnni af Alba. Hin dularfulla saga tveggja málverka hans, Nakta Maja og Klædda Maja, er fléttuð inn í sögurásina. Það er M-G-M, sem hefur ráðizt í að kvikmynda þessa rómantísku sögu málarans fræga og aðalsmeyjarinnar. — Leikstjóri er Henry Koséer. Meðfylgiandi mynd sýnir Ava Gardner í hlutverki sínu. ★ Jósephine Baker og börn hennar kvikmynduð. Kvikmyndaframleiðandi í Vín hefur ákveðið að kvikmynaa hina frægu negrasöngkonu Jó- sephine Baker, sem nú er 54 ára gömul, og börn hennar. Eins og kunnugt er hefur Jósephina ættleitt börn frá ýmsum löndum og hefur breytt höll sinni í al- þjóðlegt barnaheimili. Ýmsir leiksjórar hafa beðið Jósephinu Baker um að koma fram á ný, annað hvort á sviði eða í kvikmyna, en hún hefur fyrir löngu kvatt leiklistarlífið fyrir fullt og allt. ‘Sv‘rt%%%%rfj<tlItt%%9lt09/rrr%‘Íj%Vjrri<lj9j9í % r9%<Jt9t9r9jií9,9r9j9j9jJjj9j9j9i9j9i9j9j9,9j9j9j’'ií Hreyfill bættnr j oð ræso fólk ' EINS og mörgum er kunnug í hefur Hreyfill um alliangt skeið tekið að sér að vekja fólk á morgnana með síma- , hringingu. Oftast hefur þctta t verið samfara bílpöntun, en 4 margir hafa þó aðeins hringt kvöldið áður o>g beðið um upp hringinu í bítið næsta morg- un, án þess að bíll fylgdi. — Mörgum hefur komið þetta vel, t. d. fólki, sem þarf að ná í flugvél, en sumir hafa misnotað sér þjónustuna. Sagt er t. d. að þrisvar hafi ver- ið hringt í sama númerið á morgni hverjum, fyrst, þegar * drengurinn þurfti að vakna} til skólaferðar, nest, þegar 4 bóndinn átti að fara í vinnu Z og að lokum þegar frúnni ’ þóknaðist að fara á fætur til t þess að komast í mjólkur- og | fiskbúð. Mesti annatími við þessar vakningar hefur verið milli kl. hálfsjö og hálfátta að morgni. Þá hafa símastúlk- urnaráHreyfli stundum þurft að hringja í 60- 70 númer á sömu mínútunni. Er það ugg laust mesfa fjöldavakning á fslandi, og verður helzt jafn að við hópvakningasamkom ur Billy Graham’s erlendis. Nú er svo komið að Hreyfli er ókleift að annast þessa þjónustu lengur, og verður henni hætt nú um hetgina. Hitt er að sjálfsögðu hægt eft ir sem á.ður að panta bíl kvöld ið áður, sem á að koma á á- kveðnum tíma næsta morgun, en einfaldar morgunhringing- ar verða lagðar niður. — Þess má að lokum geta, að vekjaraklukkuleysi Beyk- víkinga mun vera með ein- dæmum. Hér hafa 3—400 manns Iátið vekja sig með símahringingu á sólarhringi hverjum, en í Osló t. d. þykir 50—60 algert hámark. íslnnd í móli og myndum 12 þióðkunnir menn skrifa um uppáhaldsstað sinn í GÆR barst blaðinu ný Helga fellsbók „ísland í máli og mynd um“, mjög sérstæð bók og falleg. Hefir forlagið snúið sér til tólf þjóðkunnra manna og beðið þá að skrifa grein um uppáhalds- staðinn sinn, sveit, hérað eða blett, einskonar ástarjátningu til landsins. Forlagið ráðgerir að halda þessari útgáfu áfram en í þetta fyrsta bindi skrifa eftirtald ir menn, sem allir eru þjóðkunn ir. Alexander Jóhannesson, fyrv. rektor, grein hans heitir Skaga- fjörður, Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi skrifar um Eyja- fjörðin en nefnir grein sína, í haustblíðunni, Einar Ól. Sveins son, Úr Mýrdal, Guðbrandur Magnússon, Landnám einstakl- ings, Gísli Guðmundsson, alþing Mjólkurbú reist í Grundarfirði GRUNDARFIRÐI, 15. des. — Það hefur lengi verið brýnt hags munamál Snæfellinga að mjólkur bú yrði reist einhvers staðar á Snæfellsnesi. Nú sést hilla undir lau.sn þessa máls, þar sem ákveð- ið var á fundi framleiðsluráðs landbúnaðarins í sl. viku að heim ila Mjólkursamsölunni í Revkja vík byggingu mjólkurbús á Snæ- fellsnesi, og mælt með því að það yrði staðsett í Grundarfirði. Er mikil og almenn ánægja ríkj- andi hér um slóðir með svo far- sæla lausn málsins. — Fréttar. ismaður, Á norðurslóðum, Helgi Hjörvar, fyrv. skrifstofustj. út- varpsins, Grængresi, Jóhann Briem, listmálari, Þjórsárdalur, Jóhann Gunnar Ólafsson, Ef að staður finnst um frón, Kristján Karlsson, rithöfundur, Mývatns- sveit, Páll ísólfsson, tónskáld, Stokseyri, Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, Móðan rauða, og Tómas Guðmundsson, skáld Aust ur við Sog. Myndir eru alls 35, allt litmyndir og af ýmsum feg- urstu og sérkennilegustu stöðum landsins og víðs vegar að, einnig nokkrar mannamyndir og at- burðamyndir. Langflestar mynd irnar hefir Hermann Sohlenker tekið, en einnig Vigfús Sigur- geirsson, ljósm., Ólafur Gunn- arsson, verkfr., ísaf., Sigurður Þórarinsson o.fl. • Ljósmyndasamkeppni. í sambandi við útkomu bókar innar „ísland í máli og myndum" efnir Helgafell til Ijósmyndasam keppni (einungis litmyndir), myndir af landslagi, fólki, sögu stöðum og atburðum og er frest ur til að skila myndum til 10. febr. n.k. og þannig gert ráð fyr ir að myndirnar liggi allar fyrir, en þann dag hefst aftur ný sam keppni er stendur í 8 mánuði. Verðlaun fyrir beztu myndirn ar 10 eru 500 — 10,000,00. í dóm nefnd verða auk útgefanda Sig- urður Þórarinsson, jarðfr., Ei- ríkur Smith, málari, Grétar Sig- urðsson, prentmyndagerðarmað- ur. Auk þess kemur einn maður í stað hvers hinna ef dæma skal um þeirra eigin myndir. Allar verðlaunamyndirnar birtast í bókinni. KYNDILS bækurnar eru ákjósanlegar jólagjafir B Æ N A L í F eftir hinn heimsþekkta rithöfund og predikara, ANDREW MURRAY, er að flestra dómi ein bezta bókin, sem skrifuð hefur verið um bæn. Þessi bók bætir úr brýnni þörf hér á landi, því að veru- legur skortur hefur verið á bókum um þetta efni, eins og segir í formála þýðanda. Bænalíf kristins manns er vissulega stórt mál, og höfundurinn bregður upp ýmsum þeim atriðum, sem nauðsyn- legt er að hugleiða í ró og næði, — Bókin hefur mjög víða verið gefin út og notið mikilla vinsælda, enda hefur hún orðið mörgum til ómetanlegrar blessunar. — í bókinni eru 15 myndskreyttar síð- ur. Þýðandi hennar er cand. theol. Páll Pálsson. Verð kr. 115.00. DAGBÓK UNGA LÆKNISINS eftir ELDAR BAUNE. Ungur norskur læknir segir í þessari bók frá reynslu sinni í starfi og utan þess. Við kynnumst manninum í sloppnum og tökum þátt í erfiðleik- um hans. — Eldar Baune lyftir „járntjaldi" lækn- isins, sem löngum tekur á taugar sjúklinganna. — Frásagnirnar af sjúkravitjunum- eru skrifaðar í gagnorðum, dálítið glettoislegum stíl, og eru þar afbragðs lýsingar á bæðí sjúklingi og lækni. En að baki bókarinnar allrar verður vart hlýs hjartalags læknisins, skilnings hans og nær- gætni. Þýðandi bókarinnar er dr. med. Arni Arnason. Verð kr. 155.00. BÓKAÚTGÁFAN Bezt aó auglýsa í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.