Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 21. des. 1960 MORCVlVftLAÐIÐ 3 ★ 10 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 FAGRAN sumardag 1939 strauk hann til Ameríku, — strauk í orðsins fyllstu merk- ingu. Faðir hans var í þjón- ustu póstsins í Gautaborg og gamli maðurinn viidi að son- urinn gengi sömu braut og yrði póstur. Bengt Silfver- strand, en svo heitir sonurinn, reyndi starfið í rúmt ár, — starfaði sem hraðpóstur, en komst að raun um að hann dugði ekki sem slíkur; þegar hann uppgötvaði sér og öðrum Bróðir Kennedys skipaóur rádherra Feitur og giaðlyndur. (Ljósm.: Lennart Carlén). Feitur og glaðiyndur -r og kynnir Loftleiðir í Svíþjóð til skelfingar, að hann hafði gleymt hraðbréfi í vasa sínum í tvo mánuði. Þá strauk hann með skipi Sænsku Ameríkulín unnar, Drottningholm, yfir til Ameríku, þar sem hann vann í sex mánuði að ýmsum störf- um, m.a. sem þjónn á veit- ingahúsi. • Rörlagningamaður og farandsali. Eftir heimkomuna byriaði hann á listmálaraskólanum Valand, jafnframt því sem hann gekk á kvöldnámskeið á Slöjdföreningen í auglýsinga- og skreytingatækni. Meðan á náminu stóð vann hann sem rörlagningamaður, smiður, leiktjaldamálari, blaðamaður, farandsali, hann spilaði í dans hljómsveit, skrifaði leikrit og lék í revýuni. Það var erfitt með atvinnu í landinu á þess- um árum, svo fólk tók það sem því bauðst. Eftir námið gerðist Bengt listamaður — málaði. „Ég lifði ekki af því í þrjú ár“, segir Bengt, „svo þegar mér gafst kostur á starfi sem þjónn við Sænsku Ameríkulínuna, tók ég því fegins hendi“. Það var þá, sem vinur okk- ar tók að fitna allverulega og náði þeim útlínum, sem hann hefur enn í dag. Hann afsak- ar sig hinsvegar með því að ferðirnar hafi tekið langan tíma og maturinn verið góður um borð. „Allt þetta, sem ég hefi reynt í lífinu, og það er alls ekki svo lítið, hefur gefið mér mikla og góða reynslu, sem í dag er mér verðmæt í starfi minu“. • Loftlciðir og stjórnmál Ég veit að Bengt er ákveð- inn hægrimaður og ekki líður á löngu áður en hann byrjar að tala um stjórnmál. Ekki er mér mögulegt rýmis vegna að birta það samtal, en Bengt er maður talfær með afbrigðum. Ég verð nú brátt að minna og svarthvítar. Þessar myndir hann á að ég sé ekki hingað kominn til að ræða við haun stjórnmál, og bið hann því að segja mér svolítið frá auglýs- ingastarfsemi Loftleiða í Sví- þjóð. „Fljótlega eftir að ég setti upp eigið fyrirtæki komst ég í samband við fyrirtækið Blid berg & Metcalfe, sem síðar tók að sér umboð fyrir Loft- leiða í Svíþjóð. Þá vann ég einnig fyrir hollenzka flugfél- agið KLM, — sá um auglýs- inga- og kynningarstarfsemi þess í Svíþjóð. Skömmu eftir að Loftleiðir byrjuðu að fljúga til Svíþjóðar fór ég að annast kynningarstarfsemi fyr ir félagið, — í smáum stíl í fyrstu, en starfsemin jókst síð an mjög næstu árin. Við byrj uðum með 6 gluggaútstilling ar, en í dag eru þær 160 að tölu, sem við sendum árlega til ferðaskrifstofa um gervallt landið. í fyrstu var erfitt að fá ferðaskrifstofurnar til að taka þetta í glugga sína, en eftir að fyrirtækið varð þekktara gekk þetta mun betur, — og nú er svo komið að ferðaskrif stofurnar vilja frekar auglýs- ingar Loftleiða en annarra félaga. Það er og einn liður í starfi mínu að dreifa myndum til upplýsinga, — ekki bara um Loftleiðir heldur einnig um ísland í heild“. • Til Islands. Þegar ég minnist, á hvort hann hafi verið á íslandi þeg- ir Bengt um stund, eins og hann líti í huganum yfir far- inn veg. Síðan er eins og hann vakni af draumi og seg- ir: „Jú, ég hefi verið á ís- landi bæði sumar og vetur, og ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þeirri náttúrufegurð og þeirri litadýrð, sem mætti okkur þar sl. sumar. Trúirðu því Guðmundur, að á Þing- völlum settist ég út í móa og grét? Ég gat ekkert að því gert, tárin bara runnu niður kinnar mér. Ég og ljósmynd- arinn okkar, Lennart Carlén, tókum mikið af ótrúlega fal- legum myndum bæði í litum notum við nú í starfsemi okk- ar. Við höfum hér mikið og- gott skuggamyndasafn í litum, sem einn starfsmaður Loft- leiða hér ferðast um með milli ferðaskrifstofanna í landinu, þar sem hann kynnir starf- semi Loftleiða. Loftleiðir hér í Gautaborg hafa einnig til umráða eina kvikmynd frá íslandi og alveg nýlega keyptum við kopiu af hinni nýju mynd Kjartans O. Bjarnasonar, sem við væntum okkur mikils af. Síðustu árin hafa svo Loftleiðir verið með á alþjóðavörusýningunm Svenska Massan hér í Gauta- borg“. Mér er mjög vel kunnugt um það, svo og að ísland hef- ur verið þar með opinbera kynningardeild fyrir ferða- fólk jafnframt því sem nokk- ur íslenzk fyrirtækf hafa ver- ið með þarna. Vinur okkar Bengt hefur tvö síðustu árin einnig séð um uppsetningu þessara deilda. Þannig eru það ekki aðeins . Loftleiðir sem tengja hann við ísland. Formaður skemmti ríefndar Sænsk-íslenzka félags ins heitir Bengt Silfverstrand og nú stendur hann á kafi í önnum við að undirbúa þorra blót, sem halda á í febrúar. • Mér vex ásmeginn. Ég sé að þetta er orðið lengra en ég gerði ráð fyrir í byrjun, svo ég bið Bengt að hægja á sér. „Það er nú orðið svo, að ég er búinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki, þar á meðal KLM. Hvergi hefi ég hinsvegar haft eins mikla ánægju af starfinu og hjá Loftleiðum. Manni vex ásmeginn við að sjá að fyrir- tækið vex og er vel stjórnað. — maður sér árangur af starf- inu, svo það að um einkafyrir- tæki er að ræða, sem ekki nýt ur styrks af ríkinu. Það er þetta, sem hrífur rnann, — minnir m.ann á að allir hafa sömu möguleika í byrjun. Fyr- ir slíkt fyrirtæki gerir maður allt til þess að ná sem beztum árangri. Guðm. Þór Pálsson. ■ 0 0 0 0'0 0 0 000 00 0 0 0 000 0000 0 0 00 00 0 000 0 0 Frakkar og V-Þjóðverjar vinna sam- an að rannsóknum París, 19. des. (Reuter) FRANSKA hermálaráðuneytið tilkynnti í dag, að Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hefðu gert með sér samning um að vinna saman að rannsóknum til undir- búnings smíði nýrrar flugvélar, er á að geta hafið sig á loft lóð- rétt og farið með tvöföldum hraða ljóssins. Er ætlunin að sú flugvél komi í stað orrustuþota þeirra sem flugherir Frakklands og Vestur-Þýzkalands hafa nú. Ráðuneytið tekur fram, að öll- um Vestur-Evrópuríkjum eða * *00 0 00 0000.0 0 0m0 Atlantshafsbandalagsríkj um, sé heimil þátttaka í þessu samstarfi. Málflutninesskrifstofa JON N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður t<augavegj 10 — Sími: 14934 WASHINGTON 16. des. Vænt anlegt ráðuneyti Kennedys í Bandaríkjunum er nú nær full- skipað. Meðal síðustu embætta- skipananna sem Kennedy til- kynnti var sú ákvörðun, að bróð ir hans Robert Kennedy skyldi verða dómsmálaráðherra Banda ríkjanna. Robert er 35 ára. Hann stjórn aði framkvæmd kosningabar- áttunnar fyrir bróður sinn, for- setaefnið í nóvember sl. Þá hefur Kennedy tilkynna að republikaninn- Douglas Dillon verði fjármálaráðherra Banda- ríkjanna. Dillon er nú aðstoðar- utanríkisráðherra í stjórn Eisenhowers, og sýnir það hvers álits hann nýtur persónulega, að hann hækkar nú í tign þótt andstæðingaflokkur hans taki við völdum. Verkamálaráðherra hefur Kennedy skipað. Heitir hann Arthur J. Goldberg og hefur lengi verið lögfræðiráðunautur ýmissa verkalýðssambanda. Hefur hann átt mikinn þátt í sameiningu verkalýðssamband- anna í eitt stórt verkalýðssam- band. Landbúnaðarráðherra verður Orville I. Freeman núverandi ríkisstjóri í Minnesota. .. Seinustu fréttir í gær herma, að Kennedy hafi nú gengið end- anlega frá skipun ráðuneytsins. Skipaði hann þá um kvöldið síð asta ráðherrann, póst- og síma- málaráðherrann. Til þess em- bættis valdi hann ungan trygg- ingafræðing frá Los Angeles að nafni Mr. Day. Hvor eru tog ururnir ? MÖRGUM leikur forvitni á að vita, hvar togararnir halda sig um þessar mund- ir, og hvort aflatregðan hafi dregið kjark úr öllum. Skv. því, sem næst varð komizt, eru flestir togar- arnir (12) ýmist í erlend- um höfnum eða á leið þang- að með afla, sem mun vera frá 72 upp í 103 lestir, laus- Iega áætlað. 11 togarar stunda nú veiðar fyrir er- lendan markað, 5 eru að koma að utan úr söluferð, 5 eru bundnir vegna fjár- hagsörðugleika, 2 eru bil- aðir og 1 er á leið heim úr viðgerð. Nýtízku 3 herb. íbúð með húsgögnum til leigu í óákveðinn tíma. Uppl. í síma 17030 frá kl. 9—12 og 13.30—18. Sheaff PENNI eftirsóttur um allan heim. Eini pennin, sem veitir yfir: • blekgeymi sem stút- fyllir sig . . . • penna, sem hægt er n ofnrr p er sterkari og veitir • lokfellu til að penn- inn sé ávallt í skrif- færu ástandi. 0 innri fjöðurklemmu til varnar blektapi ★ Munið að sérhver penni skrifar bezt meðsölumesta vökva Sheffers Skrup EGGERT CLAESHEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögm en . Þórshamri við Templarasund. Gjafakassi sem í er penni og blýantur. í stíl hinna frægu ,,Hvítroddpenna“. Sheffersumboðið: EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4 — Reykjavík Bezt ab auglýsa i Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.