Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagnr 21. des. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 15 Æskudagar Vigfús Guðmundsson: ÆSKUDAGAR Bókaútgáfan Einbúi 1960. Prentsmiðjan Hólar h.f. UNDIRTITILL þessara endur- minninga er „Hjarðmaður í „villta vestrinu“ og á Borgar- fjarðarheiðum“. Gefur hann til kynna að hér séu á ferðinni er.durminningar um ævi manns, atvik og ævintýri verandi af atburðum sem ekki allir hafa ratað í. Og undirtitillinn er ekki án þess að gefa fyllingu þeirra vona, sem hann vekur. Ævin- týri höfundar við hjarðmennsku i Vesturheimi en sérstaklega til fjslla inn af hinum gróðurríku Borgarfjarðardölum eru í frá- sögur færandi og til einsdæma á ævi íslenzks manns á 20. öld. Höfundur segir frá æsku sinni og uppvexti í upphafi bókar- innar. Honum tekst nokkuð vel að lýsa atvikum öllum og skýra frá því, sem helzt hefur lifað í endurminningupni. Sumir at- burðirnir eru að vísu nokkilð óijósir, en það er ekki galli, gerir allt fyllra í þá átt að vera endurminning frá æskuár- um. — En hvað um það. Hon- um tekst í sumum köflunum, að varpa allgóðri birtu yfir fá- tækt og umkomuleysi fjalldala- bænda áður fyrr. Erfiðleikar voru margir og þung var glím- an og hörð í fangi, en þraut- seigja og kjarkur ódrepandi. Eg veit, að allir, sem lesa þessa bók af athygli, finna til þess munar, sem nú er á háttum bænda og búaliðs. Nú eru bílar til farar, hvert sem er og ungir menn fara til heiða og kaup- strðar á jeppa, í stað þess að jafnaldrar Vigfúsar urðu að leggja á langan og strangan á tveimur jafnfljótum. Eftirtektarverðasti kaflinn þvkir mér í bókinni, er frá hjarð mennsku höfundar á heiðum Borgarfjarðar. Hún varð á þann hátt, að Halldór skólastjóri á Hvanneyri fékk Vigfús til að gæta fjár á vorum inn á afrétt- um, því að honum þótti fé sitt ekki verða nógu vænt af vor- beit á lágmýrum heima. Vigfús tók þetta starf að sér og tókst það vel. Hér er lýst sérstöku atriði í tilraun til nýs háttar í búskap, sem að vísu varð ekki fr&mhald á. En samt sem áður „MY TEN YEARS AS A COIJINTERSPY64 í íslenzkri þýðingu. Boris Morros n LEIKIÐ TVEIM SKJÖLDUM' — I leyniþjónustu Bandaríkja- manna og- Rússa í senn. Hvers vegna hættu Rússar við að myrða Tító? Hvers vegna gerist miiljónainæringur njósnari fyrir Rússa? Hvernig nota Rússar kynhvötina við njósnastarf- semi sína? Svör við öllu þessu og ótal mörgu fleiru fáið þér í bókinni „Leikið tveim skjöldum“. Stórblaðið New York Herald Tribune sagði m.a. um sögu Morros: . . sagan er að öllu leyti með hinu snilldar- lega handbragði frá Philips Oppenheim — dulmáls- bréf; samband við flugumenn í New York, Múnchen og Vínarborg; leynilegar viðræður í Moskvu; líf- verðir og naumleg björgun. En hún hefur einnig að geyma raunverulegan ár- angur, sem fólginn er í sakfellingu sovétnjósnara hér í landi og nákvæmum upplýsingum um vinnu- brögð sovétstjórnarinnar hvarvetna . . . .“ „Leikið tveim skjöldum“ er spennandi og lærdómsrík. Bókautgáfan VOGAR fir-nst mér hann sýna tvennt. í fyrsta lagi viðleitni Halldórs skólastjóra til þess, að finna og fitja upp á nýjum leiðum í búnaði og í öðru lagi kjark og áiæði borgfirzka bóndasonarins, sem lagði í þá hættu að halda til heiða með stóra hjörð í miðj- um maí og gæta henn.vr þar einn og yfirgefinn um sauðburð, eigandi von á illviðrum og margs konar hrakningum. Lýs- ir.garnar á verunni til heiða með stóra hjörð er lærdómsrík frá- sögn og hin skemmtilegasta. Sama er að segja um hjarð- mennskuna í villta vestrinu. Þ&r urðu líka ævintýri, sem eru forvitnileg til lestrar. Hjarð- mennska Vigfúsar var um stærð hjarðar öllu tröllslegri en heima, og atvik og aðstæður mjög ó- líkar. En til þess að standa í stykkinu, þurfti sömu hæfnina á stöðunum báðum, og Borg- firðingurinn var jafnhæfur í álfunum báðum til að gæta hjarðar. Vigfús segir frá mörgu í þessari bók, enda hefur hann margt reynt og margt gert um d&gana. Það er alltaí ánægju- legt, að menn, sem margt hafa kannað riti minningar sínar og gefi öldum og óbornum kost á að kynnast því, sem þeim er minnisstæðast eftir farinn veg. Eg held að höfundi þessarar bc'kar hafi tekizt um margt vel, þó að mál hans sé ekki lært, þá er það tungutak alþýðufólks- ins eins og við heyrum það ómengað af vörum þess. Bækur ritaðar á ómenguðu alþýðumáli eiga að mínu viti fullan rétt á sér, og eg tel það einmitt einn höfuðkost endurminninga ritaðar af ómenntuðum alþýðu- manni, að þær geyma málið eins og það var á hans dögum. Slíkar bækur verða ábyggilega í framtíðinni metnar mikils af málvísindamönnum. 1 Æskudögum Vigfúsar er mik ið af myndum og gefa þær bók- inni mikið gildi. Betra hefði verið að hafa myndirnar svo lítið stærri, en þó er betra að fá þær heldur en ekki. Bókin er sæmilega útgefin og fremur til hennar vandað um ytri frá- gang. Jón Gíslason. Jólatréð og g-renið hefur í aldaraðir verið eitt af tákn- um Jólahátíðarinnar. — En hver tími, hvert árabil hefur sína sérstöku tízku eða list- rænu sköpunarform — þann- ig gefur nú að líta mjög fjöl- breyttar — jólaskreyting&r í blómabúðum borgarinnar og á götum úti um þessar mund ir. Á með fylgjandi mynd eru tómir og skreyttir beyki- askar, sem falla mjög vel við greni og blómaskreytingar. uper-automatic Það þekkja allir venjulega saumavél frá zig-zag saumavél, en það vita færri um hvaða mismunur er á „automatiskri“ og ,,super-automatiskri“ saumavél. — „Auto- matisk“ saumavél saumar fjölda mynstra sem takmarkast af hreyfingu efnisins á einn veg (áfram) en „super-automatisk“ sauma- vél færir efnið bæði afturábak og áfram, og er því fjölbreytni mynstranna engin tak- mörk sett. T. d. saumar Borletti fjölda mynd- mynstra (hús, skip, fugl, hund, o. fl.) og auk þess allt stafrófið algjörlega sjálfvirkt. Kynnið yður yfirburðakosti Borletti áður en þér ákveðið saumavélakaupin. M A R C O H. F. Aðalstræti 6, sími 13480 — 15953. VILBERG & ÞORSTEINN Laugavegi 72, símj 10259. Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði, Stapafell h.f., Keflavík, Har. Eiríksson & Co., Vestmannaeyjum, Elís H. Guðnason, Eskifirði, Verzl. Þórs Stefánssonar, Húsavík, Sportv. og hljóðfæraverzl., Akureyri, Verzlunin VökuII, Sauðárkróki, Kaupfélag ísfirðinga, Isafirði, Vesturljós, Patreksfirði, Mynstur úr automatiskri saumavél, Mynstur úr super-automatiskri saumavél. ■ErETHÆJZRfEJEJErE. Í*t\ ,'V', .'V', /Y\ ±i:irkir AJ5 e 3) C J 3 JT J ŒIIIlIjlllLŒŒŒlinrCEEQI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.