Morgunblaðið - 29.12.1960, Page 9
Fimmtudagur 29. des. 1960
MORGVNBLAÐIh
9
Kristján Sveinsson
frá Bjarneyjum
I>ANN 29. í. m. var jarðsettur á
Fatreksfirði Kristján Sveinsson
frá Bjarneyjum í Breiðafirði,
sem andaðist á sjúkrahúsmu þar
eftir stutta legu.
Foreldrar Kristjáns vcru
Sveinn Pétursson, annálaður
fjörmaður og skytta mikii, og
Hebekka Tómasdóttir frá Leiru
í Grunnavíkurhreppi. Hann var
því af breiðfirzkum og ísfirzk-
um stofni runninn.
Kristján verður flestum ó-
gleymanlegur, sem kynntust hon
um. Hann var hertur í óteljandi
svaðilförum í Breiðafirði, en
hlekktist aldrei á. Útlitið minnti
é víkinginn. Sterkur, ódrepandi
seigla, djarfráður og skjótráður,
til hvers er taka þurfti, og jafn-
framt hlýr og broshýr sem
barn. Hjálpsamur og höfðing
lyndur, og vildi hvers manns
vanda leysa. Var hvorttveggja í
senn víkingur og barn, etsku-
legur og leikandi af fjöri og
kátínu við þá sem að garði bar.
Það var engin venjuleg heini-
sókn að hitta Kristján Sveinssor.
I>ú varst svo hjartanlega vel-
kominn, og sjálfsagt að láta allt
í té, sem þér kom bezt og þú
varst þurfandi fyrir, og viðmót-
ið var eins og þú værir bróðir
eða systir, þótt þú kæmir al-
ókunnur í fyrsta sinni. tíöfð-
ingsskapur eyjamanna í Breiða-
firði var mikill og alkunnur, en
enginn er lýttur þótt sagt sé, að
Kristján Sveinsson var þar í
fremstu röð, og þó tíðast at litl-
um efnum að miðla.
Kristján var eyjamaður af lífi
og sál. Þar var bjargræði alla
tima árs ef menn nenntu að bera
sig eftir því. Ekki skorti Krist-
ján áhuga né djarfleik, enda
flutti hann margan góðan feng
að landi þegar aðrir voru heima.
Var stundum kominn með
nokkra seli í vör um það leyti.
sem aðrir voru að vakna, og
miðlaði öðrum broshýr og hlæj-
andi af feng sínum.
Kristján Sveinsson sat ekki á
skólabekkjum í æsku. Hans
skóli var lífið sjálft. Þar iærði
hann vel og vandlega. Fyrst og
fremst sjómennsku og allan
verkshátt. Eyjabúar urðu að
geta bjargað sér sjálfir, því oft
var langt og óhægt annaira að
leita. Kristján var líka vel fróð-
ur, las mikið og mundi vel. Gáf-
ur hans voru skarpar og fjöl-
hæfar. Svör hans tíðum leiftr-
andi fyndin og málfarið meulað
og hart. Hagur á hendur. Smíð-
aði sjálfur báta sína og allt er
til bústands heyrði.
Dugnaður og fjör einkenndi
því Kristján mest. Allt þurfti
að ganga með flýti og kraíti.
Þeim karli var ekki um dokið
gefið, enda hafði hann oftast
nóg verkefni fyrir hendi. Fjörið
og dugnaðurinn fylgdi honum
fram á síðustu ár, og enn gneist-
aði af honum gömlum.
Kristján Sveinsson var ham-
ingjusamur maður. Hann eign-
aðist góða konu og ágæta mðja,
KINHLEYPUR KARLMAÐUR
óslíar eftir 2ja herb. ibuð
Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla — 1489“ sendist
Mbl. fyrir 31. þ.m.
Lokað
Vegna vörutalningar verða verzlanir og vöruaf-
greiðslur okkar í Bankastræti 11 og Skúlagötu 30,
lokaðar 2. og 3. janúar n.k. Skrifstofan verður opin
eins og venjulega.
J. Þorlóksson & Norðmonn hf.
ÚTBOO
tbúðarhúsin á tóðinni nr. 2 við Túngötu og geymslu-
hús á lóð nr. 5B við Vesturgötu eru til sölu tii
niðurrifs og brottflutnings nú þegar. Tilboð óskast
send skrifstofu minni fyrir kl. 10, fimmtudaginn
5. jan. 1961.
Nánari upplýsinpw á skrifstofrmni Skúlatúni 2.
Bæjarverkfraðingurinn I Reykjavik.
Ú tgerðarmenn
Höfum til sölu marga góða vertíðarbáta tilbúna
á vetrarvertíð.
ICinnig marga báta frá 10—30 lesta.
Höfum kaupendur að nýlegum vélbátum 60—80 lesta.
Höfum kaupanda að góðu 100—150 lesta vélskipi.
Austurstræti 10 5. hæð
Sími 13428 og 24850
eftir kl. 7 sími 33983.
og kom þeim vel til þorska. A
efri árum naut hann ástai og
umhyggju dætra sinna á Pat-
reksfirði. Lengst var hann bjá
Magdalenu dóttur sinni og Pétri
Guðmundssyni, manni hennar,
og Sesselja dóttir Kristjáns,
kona Páls Christiansen, bjó í
næsta húsi á Patreksfirði svo
Kristján gekk milli góðbúanna,
vafinn ástríki dætra sinna og
venzlafólks.
Lífsstarf Kristjáns var langt
og mikið. Þótt stundum væri
erfitt og andstætt voru sólskins-
stundirnar yfirgnæfandi. Því olli
létta Ijúfa lundin, sem gladdist
svo innilega þegar birti til, að
alit vermdist er í návist hans
var.
Með Kristjáni Sveinssyni er
genginn göfugur maður og hjarta
hreinn af þessum heimi. Lífs-
glaður og lyndisrikur; víkir.gur
og barn, hvorttveggja í senn inni
lega sameinað. Fjestum sam-
ferðamönnum kær og ógleyman-
legur. Minning hans mun lengi
geymast.
Arngr. Fr. Bjarnason.
VIL TAKA A LEIGU
mafsöBu eða veitiugahús
Lysthafendur leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins
fyrir nk. laugardag merkt: „Þagmælska — 1485“.
Höfum fil leigu
iðnaðarhúsnæði. — Sala kemur til greina.
VIKURFÉLAGIÐ h. f.
Hringbraut 121.
VIALFLUTNIN GSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, H1 hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602
ÞVOTTAEFNI
JOHNSON’S barnaþvottaefnið innheldur sérstakt
bakteríudrepandi efni sem helzt í bleyjunni og
vemdar húð barnsins gegn óþægindum enda þótt
bleyjan vökni.
JOHNSONS’S barnaþvottaefnið hvítþvær bama-
þvottinn og gerir hann mjúkan.
JOHNSON’S barnaþvottaefnið fjarlægir gersam-
lega öll óhreinindi úr barnaþvottinum svo ekkert
er eftir er getur valdið barninu særindum.
Reynið JOHNSON’S barnaþvottaefnið og þér
munið sannfærast um að betra þvottaefni hafið
þér eigi notað á barnaþvottinn.
Fæst víða.
Heildsölubirgðir:
Friðrik Bertelsen & Co., H.f.
Laugavegi 178 — Sími 16620.