Morgunblaðið - 29.12.1960, Qupperneq 16
16
Mortnn\nr4ÐiÐ
Fimmtudagur 29. des. 1960
Sjálfsævisaga DíónuBarrymorc
jærMUtur af (jerold Trank
46
¥
samkvæmi í skrautlega húsinu
með útsýni yfir Central Park,
og að skrafa við Robin og
mömmu. Einu sinni gekk ég út
á garðþrepið um kvöld og horfði
á blikandi Ijósin í garðinum og
frá Fimmtutröð. — Gott og vel,
sagði ég við sjálfa mig, — þeir
geta sjálfir átt sína Californíu
og allt hitt — ég kýs New York.
Þar á ég heima, og ég skal aldrei
fara í þessa verksmiðju aftur!
Robin svaraði. — Það er alveg
hárrétt, kisa mín. Hér átt þú
heima og í leikhúsinu. Robin var
nú fluttur frá París og hafði
keypt hús í Milford, Conecticut
og lifði þar lífi, sem helzt hefði
getaf. minnt á Hinrik VIII. Hann
var þarna herramaðurinn, tekið
var á móti gestum dag og nótt,
á rúmhelgum og" um helgar.
Peggy Fears, Gipsy Lee, John
Colton, sem skrifaði leikhúsút
gáfuna af Regni. Billy Rambo,
sem var nánasti vinur Robins,
Jackie Colt, sonur Ethel frænku,
Marjorie, kona hans, og margir
aðrir. Þarna var Robin í sínu
rétta umhverfi. Hann var stöð-
ugt að hugsa upp fáránlegar
veizlur fyrir gesti sína, hann
bleytti villibráð í viskí, steikti
hana síðan í súrum rjóma, hann
strokkaði smérið sitt sjálfur, bar
styrjuhrogn og kampavín á morg
unverðarborðið, hafði heljarmik
inn kæliskáp, þar sem geymdar
voru hinar undarlegustu fæðu-
tegundir, sem höfðu verið flutt
ar flugleiðis frá fjarlægustu
löndum.
Mamma var áhyggjufull út
af honum — og mér. Hún vissi
gjörla um feril fninn í Holly-
wooa og nú var hana farið að
gruna, að ekki væri allt með,
felldu um hjónabandið mitt. En
það var samt ekki mikið móti
áhyggjunum sem hún hafði af
Robin. Hinn glæsilegi listamanns
ferill hans hafði aldrei orðið að
veruleika. Vinur hans, Tyrone
Power, var orðinn mikill maður
á sínu sviði, en Robin var orðinn
duttlungafullur herragarðseig-
andi, sem var aí reyna að endur
reisa aldarhátt fimmtándu aldar
innar á þeirri tuttugustu.
Mamma hafði breytt til um
lifnaðarhætti eftir skilnað sinn
frá Harry. Hún hafði keypt hús
í Easton, Connecticut, og bjó þar
nú ásamt. lagskonu sinni, Mar-
garet Wise Brown, sem var
þekktur barnarbókarithöfundur.
Mamma kom enn fram sem upp-
lesari, en nú ferðaðist hún um
landið og las upp úr biblíunni,
með hörpu-undirleik. En þótt
hún hefði þannig starfi að gegna
var Robin kjarninn í tilveru henn
ar. Hún bókstaflega lifði fyrir
hann, en samt hafði honum tek
izt að rífa sig frá henni — fyrst
fór hann til Vin og síðan til
Parísar, og nú vildi hann eiga
sitt eigið hús, enda þótt yfrið
rúm væri fyrir hann hjá henni.
Robin tiibað mömmu, en við mig
sagði hann: — Eg get ekki búið
hjá henni, og aldrei skil ég,
hvernig þú fórst að því, eins
lengi og raun var á.
Við Bram urðum fyrir óvæntu
happi snemma ársins 1944. Við
fengum aðalhlutverkin í Re-
bekku, sem Victor Payne Jenn-
ings setti upp fyrir Theatre
Guild.. Og mér til mikillar gleði
hafði Florence Reed þarna hlut
verk.
Eg lagðist í inflúenzu meðan
á æfingunum stóð í New York.
Robin sendi mér þá hverja smá-
gjöfina eftir aðra; ailskonar sér
stakar matartegundir í snotrum
öskjum og venjulega var þar á
botninum einhver skartgripur
frá Cartier. Svo var það einu
sinni síðdegis, að hann kom að-
vífandi, álsamt vini sínum, Billy
Rambo, og þeir höfðu meðferðis
styrjuhrogn og kampavín. Eg
sat uppi í rúminu og þeir félag-
arnir horfðu á mig með eftir-
væntingu meðan ég var að taka
gjöfina úr umbúðunum. Þeir ætl
uðu í leikhúsið um kvöldið.
Billy virtist ekki vera eins kát
ur og hann var vanur, en venju
lega var hann upprifinn og
skemmtilegur, eins og Robin.
Robin varð að fara. — Vertu
hjá henni Diönnu, Billy, ég skal
hitta þig við leikhúsið, sagði
hann. Hann laut niður til að
kyssa mig. Eg hörfaði undan. —
Gerðu þetta ekki, Robin, þá
færðu flensuna. En hann svaraði.
— Mér er fjandans sama. Þú
getur hvort sem er hvorki gefið
mér hana né annað og ég elska
þig. Svo kyssti hann mig og fór.
— Hvað gengur að þér, elsk-
an? spurði ég Billy. — Þú ert
eitthvað svo niðurdreginn. Er
eitthvað að þér?
— Nei, svaraði hann, dauflega.
— Þú fréttir það þegar þar að
kemur.
— Vertu nú ekki svona dular-
fullur, stríddi ég honum. — Hvað
er það?
Hann sló yfir í aðra sálma og
skömmu seinna stóð hann upp
og bjóst til ferðar. Hann kyssti
mig að skiinaði. En það var
einkennilegur koss, fannst mér.
Varir hans snertu kinn mína
lengur en vant var, og hann lagði
arminn um axlir mér áður en
hann fór út.
Klukkan þrjú kortér í níu
hringdi Robin. — Er Billy þarna?
— Neie, Robin. Er hann ekki
í leikhúsinu?
Nei, Billy hafði ekki sýnt sig.
— Gott og vel, sagði Robin, —
ég fer bara inn. Ef hann hring-
ir, þá segðu honum, að ég hafi
skilið aðgöngumiðann hans í
miðasölunni.
Eg vaknaði við ákafa hring-
ingu í símanum. Klukkan var
eitt eftir miðnætti. Það var
mamma, sem var í símanum. —
Veiztu það, Diana, að Biily kast
aði sér út úr Empire State-bygg
ingunni. Eg verð að fara til að
þekkja líkið, því að hann Robin
er alveg frá sér og niðurbrotinn.
Eg lagði frá mér símann og var
eins og lömuð.
Um morguninn fékk ég bréf
fri. Billy, sem hafði sýnilega
verið sett í póst rétt eftir að
hann fór frá mér. — Mér þykir
leitt að gera Robin þetta, skrif
aði hann, — en ég treysti mér
bara ekki til að lifa. Seinna frétti
ég, að hann hefði áður reynt að
fremja sjálfsmorð, þegar hann
var í flotanum.
Þann dag síðdegis var hringt
dyrabjöllunni hjá mér. Það var
Robin. Hann var náfölur og ut
an við sig. Hann var eins og mar
maraengill, rakur og hvítur. —
Eg get hvergi höfði mínu hallað,
sagði hann, hásum rómi.
— Góði Robin, komdu inn.
Þú ert hérna, er það ekki? Þú
ert hjá mér. Svo fór ég með hann
inn í það, sem við Bram köll-
uðum franska herbergið; það var
stofa með fallegum timburþilj-
um, með ófurlitlum rauðum
legubekk, sem hægt var að sofa
á. — Jæja, seztu nú niður, góði
minn.
Eg kom honum í rúmið og
hann sofnaði.
Mamma hringdi og spurði
hvort Robin væri hjá mér. Hún
vildi fá hann heim til sín. Eg
svaraði: — Eins og á stendur
ætti hann að fá að vera þar sem
hann vildi sjálfur, og hann vill
vera hér. Hún varð móðguð og
reið og skellti símanum á. Þegar
Bram kom heim, sagði ég: —
Guði sé lof, að hann kom til
mín, af því að ég skil hann.
Við fórum svo að hátta. Um
miðja nótt vaknaði ég og heyrði,
að Robin var að gráta; með
ekka, eins og barn, sem hefur
meitt sig svo að því finnst ekk-
ert mega til bjargar verða. Eg
gat ekki þolað þetta. Eg fór á
fætur og til hans. Hann var rétt
eins og lamaður; Ijósið var log
andi, en hann sá ekki, að þetta
var ég, aðeins vissi hann, að
einhvar kom úm, og hann lagði
armana um mig. Eg lagðist á
hnén af því að svefnsófinn var
svo lágur. — Sussu-sussu- ró ró,
sagði ég og vaggaði honum í örm
um mínum þangað til hann hætti
að gráta. Hann sagði: — Yfir-
gefðu mig ekki, Diana. Gerðu
það ekki! Get ég ekki alveg ver
ið hérna? Eg get beinlínis ekki
hitt mömmu.
Eg svaraði: — Þú ert hérna,
elskan, og verður eins lengi og
þú vilt, þó að það yrði til ei-
lífðar. Þú veizt, að við erum
kisubörn, og höfum alltaf verið.
Þú ert hérna og ég elska þig.
— Yfirgefðu mig ekki, taut-
aði hann.
— Það skal ég ekki gera, sagði
ég — aldrei.
— Eg á við núna. Þú mátt
ekki fara frá mér núna.
Eg yfirgaf hann ekki. Eg svaf
á gólfinu við legubekkinn, alla
nóttina. Um morguninn, þegar ég
vaknaði, var hann í svefni. Hann
lá allur í hnipri, eins og litill
björn, augun lokuð, öll þrútin
og rauð og Ijósa hárið um allt
andlitið.
Eg settist framan á hjá hon-
um og lagði armana um hann.
— Vaknaðu, kisi, sagði ég lágt.
— Vaknaðu!
Hann opnaði augun og settist
upp. — Eg er svangur, sagði
hann.
— Ágætt! sagði ég. — Gott,
gott. Eg náði í egg, en nú vissi
ég, að Robin vildi þau hvorki
soðin eða steikt, svo að ég bjó
til sérstakan eggjarétt, sem hann
hafði kennt mér.
Robin var hjá okkur í þrjá
daga, þangað til hann var búinn
að jafna sig, og fór síðan til New
Milford. Aldrei spurði ég hann,
hversvegna Billy hefði tekið upp
á þessu. Bramwell dró sig held
ur í hlé frá þessu öllu, enda
hafði hann aldrei verið sérlega
hrifinn af Robin. — Það er úr-
kynjunarmerki á karlmanni að
haga sér svona í sambandi við
annan karlmann, sagði hann.
Eg svaraði: — Hann er bróðir
minn og ekki úrkyjaður. Get-
urðu ekki skilið einstöku hluti?
Þetta leiddi til langvinns rifr-
ildis, sem stóð enn, þegar við
lögðum upp í fefðina með Re-
bekku.
Við lékum í Cleveland, Detro
it, Pittsburgh og St. Louis. Við
rifumst og við rökræddum
hreinskilningslega. Eg gerði
Florence Reed að trúnaðarmanni
mínum. Kannske var barn það
sem mig vantaði. Það hefði ef
til vill getað fært okkur nær
hvort öðru. Florence sagði: —
Það væri dásamlegt fyrir þig.
Þegar við komum til Chicago,
sagði hún við mig. — Ef þú eign
aðist barn, yrðirðu að gefa því
einhvern bakgrunn. Þú ert fædd
kaþólsk — þú ættir að gifta þig
í heilagri kirkju. Eg skal tala við
Stritch erkibiskup.
Florence fór og pantaði viðtals
tíma fyrir mig, og svo fór ég og
talaði við einhvern háttsettan
— Þetta er apynja. Þeir segja, að karldýrið nni sér engrar
hvíldar fyrr en það hefur komið fram hefndum.
klerk, en Florence beið úti I
leiguvagninum á meðan, í húðar
rigningu. Þegar ég kom út aftur,
andvarpaði ég: — Guð minn góð
ur, Flo, ef þú vissir allt, sem ég
verð að rifja upp og grafa upp!
Alla fortíð mína, alla sem þekktu
mig, fjölskylduna — allt þetta
verður að rannsaka og svo verða
upplýsingarnar sendar til Róm
ar! Það sem við Bram höfðum
ekki haft tíma til í Hollywood,
yrðum við að fá tíma til að gera
nú. Heil nefnd af klerkum verð
ur að rannsaka allan lífsferil
minn, og eins hans — allt fyrra
hjónabandið hans . . . allt Kann
ske þetta batnaði ef ég eignaðist
barn. Þá myndi ég draga mig í
SRÍItvarpiö
Fimmtudagur 29. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynnmgar).
13.00 „A frívaktinni**. sjómannaþáttur
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
13.30 verður felldur inn þátturinn „Um
fiskinn". Stefán Jónsson gefur
sig meira að gamni en alvöru.
14.40 „Við sem heima sitjum'* (Svava
Jakobsdóttir B.A.).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann).
18.25 Veðurfregnir.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Bach-tónleikar. Haukur Guð-
laugsson leikur á orgel verk eft-
ir Bach.
a) Tokkata og fúga í d-moll.
b) Prelúdía og þreföld fúga í
Es-dúr.
20.30 Kvöldvaka gamla fólksins.
Frásöguþættir og lög eftir Bjarna
Þorsteinsson og Sigfús Einars-
son.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Gömul danslög erlend og innlend
23.05 Dagskrárlok.
Föstudagur 30. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tönieikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagsTtrá næstu viku.
13.30 „Við vinnuna“ Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.)
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir. Guðmundur M. Þorláksson tal-
ar um Lappa og hreindýr.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Harmonikulög.
18.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál. Óskar Halldórsson,
cand mag sér um þáttinn.
20.05 Efst á baugi: Umsjónarmenn:
Haraldur J. Hamar og Heimir
Hannesson.
20.35 Jólatónleikar hljómsveitar Ríkis-
útvarpsins í Dómkirkjunni. —
Stjómandi: Bohdan Wodiczko.
Einleikur á orgel Dr. Páll ísólfs-
son. Einsöngvari Sigurður Björns
son.
a) Concerto grosso eftir Vivaldi.
b) (^rgelkonsert í D-moll eftir
Handel.
c) Einsöngur með orgel undirleik
d) Svíta í D-dúr fyrir hljómsveit
eftir Joh. Seb. Bach.
21.35 „Guðsmóðir gef mér þinn frið'*.
Eintalsþáttur eftir Steingerði Guð
mundsdóttur fluttur af höfundi.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Getið 75 ára afmælis þriggja
stúlkna.
Ávörp flytja Þorsteinn J. Sig-
urðsson, Freymóður Jóhannsson
og Gísli Sigurgeirsson.
22.30 í léttum tón:
Grete Klitgaard, Peter Sörensen
og kór syngja gömul og vinsæl
dægurlög. Hljómsveit Willy Sör-
ensen leikur með.
23.00 Dagskrárlok.
30 KR0NUR MIÐINN
— Þarna er hann
Sonur minn!