Morgunblaðið - 29.12.1960, Side 18

Morgunblaðið - 29.12.1960, Side 18
18 MORGVNBLAÐU) Fimmtudagur 29. des. 1960 Kynning Maður í góðum efnum óskar að kynnast stúlku á aldrinum 39—45 ára, sem vill stofna heimili. Tilb. merkt: „500 — 1494“, sendist Mbl. fyrir 1. janúar. SIGURGEIR SIGURJONSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutn ingsskrifstof a. Aðalstiæti 8. — Sími 11043. Árni Guðjónsson . v ■ , ' ■ ' '. • ' hæstdréttarlögmaður Garðastræti 17 Félagslíi Skíðaferðir um hátíðina eru sem hér segir. Miðvikudaginn 28. des. kl. 10 f.h. og kl. 7,30 e.h. Fimmtudaginn 29. des kl. 10 f.h. og kl. 7,30 e.h. Föstudaginn 30. des. kl. 10 f.h. og kl. 7,30 e.h. Laugardaginn 31. des. kl. 2 e.h. og kl. 4 e.h. Sunnudaginn 1. jan kl. 10 f.h. Afgreiðsla og uppl. um skíða ferðirnar eru hjá B.S.R. — Sími 11720. Skíðafélögin í Rvík. Skógarmenn K.F.U.M. Árshátiðir skógarmanna verða að þessu sinni 6. og 7. jan. 1961. Aðgöngumiðar fást í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2B á milli kl. 5 og 7 alla daga, nema laug- ardag og sunnudag. Vitjið mið- anna í tíma. Gleðillegt ár. — Stjórnin. Frá Taflfélagi Reykjavíkur Æfing í kvöld kl. 8 í Grófinni 1 ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf'utningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sími 18499 ! SlMl: 3V333 AvallT T/LLeiGU K’RANA'BÍLvVR VÉlSKÓrLUR DrAttarbílar TLUTNIN6AVA6NA-R. pVHGAVMUVflAwl '3V333 I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 20.30. Há- tíðafundur. — Fe.agar, mætum stundvíslega og fjöLmennum. — Æ.T. St. Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8,30 að Frí- kirkjuveg 11. Kvikmyndasýning frá Noregi o. fl. Kaffi eftir fund. Félagar fjölmennið. — Æ.T. Somkomur Hjálpræðisherinn Fimmtudaginn kl. 20,30, al- menn jólatréshátíð fyrir börn og fullorðna. Öll fjölskyldan vel- komin. Föstudaginn kl. 20,30: Jólafagnaður fyrir æskuiýð. — Utan úr heimi Framhald af bls. 10. ★ — OG LÝÐURINN ÆSTIST .... Kristnin vann á í Rómaríki — og loks fór svo, að sjálfur keisar- inn játaði kristna trú. Ofsókn- irnar gegn kristnum mönnum hættu, og villidýrin fengu ekki framar kristna píslarvotta að bráð. Hinir kristnu keisarar reyndu að koma í veg fyrir, að haldnir væru leikar, þar sem dauði og grimmd væru aðalað- dráttaraflið — og enginn sann- kristinn maður gat þolað að horfa á slíkt. En venjan, alda- löng venja, mátti sín lengi meira en vilji keisarans. — Þó varð nokkurt hlé á hinum fornu og grimmilegu leikum, þar til árið 403, að ástæða þótti til að gera sér verulegan dagamun vegna kær- komins sigur yfir Gotum, sem þá höfðu lengi ógnað Rómverj- um og um skeið setið um sjálfa höfuðborgina, Róm. — ★ — Þessir leikar áttu svo sem ekki í upphafi að vera í hinum gamla stíl. En það var stígandi í leikn um — múgurinn æstist upp meir og meir, og heimtaði harðari og harðari keppni. Blóðþorsti hans vaknaði fyrst fyrir alvöru, þegar fjölda villidýra var sleppt laus- um á leikvanginum og veiði- menn hófu þar veiðar. Þar næst var sýndur villtur sverðadans, sem æsti lýðinn enn frekar — og loks þrömmuðu menn með al- væpni inn á leikvanginn. Þarvoru komnir þrautþjálfaðir skylm- ingamenn, „gladiatorar", og upp hófust nú einvígi þeirra á milli — að hinum gamla sið. Upp á líf og dauða. ★ EINSETUMAÐURINN En skyndilega var leikurinn truflaður, óvænt. Roskinn, fá- tæklega klæddur maður, ber- höfðaður og berfættur, birtist skyndilega á leikvanginum, hratt skylmingamönnunum til hliðar og tók að hrópa til fólksins — áskoranir um að binda endi á úthellingu saklauss blóðs og endurgjalda ekki miskunn guðs, sem bægt hefði sverði óvinarins frá Rómverjum, með því að æsa til morða og vígaferla. En ræða hans kafnaði í æsíngarópum lýðs- ins. Hér var hvorki staður né stund til prédikana — og vist skyldi virða hina fornu siði Róm- verja! „Frá, gamli maður! — Á- fram, skylmingamenn!" hljóm- aði frá áhorfendapöllunum. Og skylmingamennirnir hlýddu kalli lýðsins, reyndu að hrinda hinum framandi manni til hlið- ar og halda áfram bardaganum. En hann stóð sem fastast, varn- aði þeim að ná saman — og reyndi, árangurslaust að fá hljóð. — „Frá — burt með hann, burt með hann“ heyrðist einum rómi frá áhorfendabekkjunum, og leik stjórinn sjálfur tók þátt í hróp- unum. — Og skylmingamennirn- ir — æstir upp af hrópum lýðs- ins — réðust á hann og brytjuðu hann í spað, og í sama Dili rigndi yfir hann grjóti, og hverju öðru, sem kastað varð, frá áhorfenda- svæðinu. Hann lá nár á miðjurn leik- vanginum — og fólkið tók skyndi lega að hugleiða, hvílíkt níðings- verk hér hafði verið unnið. — ★ — Klæðnaður hans sýndi, að hann var einn einsetumanna þeirra, sem helgað höfðu líf sitt bænalífi og sjálfsafneitun — en þeir menn voru á þessum tíma mjög virtir, jafnvel meðal hinna trúlausustu. Þeir fáu, sem áð- ur höfðu séð hann, gátu sagt frá því, að hann hefði komið frá óbyggðum Asíu til þess að halda jól sín í Rómaborg. Þeir vissu það eitt, að hann var helgur mað ur — ekkert meira. Jafnvel ekki, hvert nafn hans var. En kristileg staðið aðgerðalaus hjá, er þús- undir fólks flykktust saman til þess að njóta þess að horfa á menn deyða hvor annan. Og hann hafði ákveðið að binda endi á grimjndaræðið — eða deyja ella. S ★ ALDREI SÍÐAN . . . Hann féll — en ekki til einskis. Takmarki hans var náð. Með dauða sínum, á þennan hátt, taldi hann hinum villta lýð hug- hvarf. I einni svipan sá fólkið í skýru ljósi, í hvílíka vonzku og grimmd það hafði sótt skemmtan sína — í blindni. i Allt frá þessum degi, þegar ein setumaðurinn lét lífið á miðjum leikvangi Colosseum, hafa skylm ingamenn aldrei áttst við í blóð- ugum bardaga upp á líf og dauða, hvorki í þessu fræga hringleika húsi Rómaborgar né nokkru öðru í Rómaríki — Þessi blóðgi siður var útlægur ger að fullu. — Að minnsta kosti einn glæpur van- ans var þurrkaður út af jörð okkar — sakir fórnar óbifanlegs trúartrausts auðmjúks, óþekkts og nafnlauss manns .... Til Grænlands AÐ undanförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir milli Loft- leiða og Flugfélags íslands um leigu á Skymasterflugvélinni Heklu. Samningar voru undirritaðir í gær og leigja Loftleiðir Flugfé- lagi Íslands flugvélina til tveggja mánaða. Skymasterflugvélin Hekla er nú í Stavanger, en er væntanleg til islands 3. jan. næstkomandi. Hún mun fyrst um sinn verða staðsett í Syðra-Straumfirði og annast innanlandsflug á Græn- landi samkvæmt samningi þar að lútandi milli Flugfélags Islands samvizka hans hafði ekki getað 1 °g Grönlandsfly A/S. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Ráðningar á þrautum og heilabrotum úr jólablaði 1. Þversumman úr öllum útkomunum er 9. Tölurn- ar snúast einnig við eftir fastri reglu 45:54 — 36:63 os.frv. r t 2. Auðvitað 2 metrar. Veiðistöngin var fest á bátinn! , 3. Tölur nr. 2 og 3 eru fluttar í sætin nr. 9 og 10. Tölur nr. 5 og 6 í sætin 2 og 3. Tölur nr. 8 og 9 í sætin 5 og 6. Tölur nr. 1 og 2 í sætin * og 9. 5. Hæð kollsins er 31 mm, en breidd barðanna 34 mm. Því miður hefur línan, sem sýnir breidd barðanna, ekki prentazt öll í sumum blöðunum, en börðin eru jöfn, 8mm hvoru megin. Þið getið teiknað línuna með blý- anti. Sýnist ykkur ekki. að strikin, sem sýna hæð kollsins, séu hærri? 8 7. Klukkan er 5,55, sbr. klukkurnar nr. 2 og 9. 9. 10. Pípurnar eru 11. 11. B > < 12. Það er auðvelt, ef þú velur þér flösku með í- hvolfum botni. Þú snýrð flöskunni við, hellir svo- litlu vatni í holrúmið, sem gengur upp í flösk- una, og drekkur það. 13. ör nr. 7 14. Reyndu bara og þér mun takast það! ÆSIR og ÁSATRÚ 39. Þrymur ætlaði nú •ð kyssa brúði sína og lyfta upp brúðarslæð- unni. En þegar hann sá í •ugu Freyju, varð hann ^ »vo hræddur, að hann hentist alla leið yfir í hinn enda skálans. „Hvers ▼egna er sem eldur brenni úr augum Freyju, þegar hún lítur á mig“, spurði hann. En „brúðarmeyjan“ hafði svar á reiðum hönd- um: „Það er af því, að henni hefur ekki komið blundur á brá í átta næt- ur, svo mjög hefur hún þráð þig“, sagði Loki. 40. Nú gekk systir Þryms í skálann. Að göml um sið krafðist hún gjaf- •r af brúðurinni, til þess að staðfesta vináttu þeirra. En bróðir hennar skipaði henni að bera hamarinn fyrst inn og leggja hann í kjöltu brúð- arinnar og vígja þau hvort öðru. Þá var hamarin'n bor- inn inn og lagður í kjöltu Þórs. Þá hló hon- um hugur í brjósti, hann greip hamarinn, reis upp og lét Mjölni ganga á þursunum, svo að þeir lágu flestir dauðir. Þannig náði Þór hamri sínum aftur. ENDIR. 15^1 Viltu skrifa mér Hannes Stefánsson, Ara- bæ, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu (11—13 ára), Rósalind Ragnarsdóttir, Langholtsvegi 110A, Rvík (9 ára). Skrítlur Móðirin: „Tófan át lambið, Siggi minn, af því að það var óþægt“. Siggi: „Og ef það hefði verið þægt, þá hefðum við borðað það, — er það ekki mamma?" ★ Gesturinn við veitinga konuna: „Eruð þér frá yður, þér þurrkið af disk inum á svuntunni yðar“, „Það gerir ekkert til, hún er óhrein, hvort sem er“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.