Morgunblaðið - 29.12.1960, Side 20
í Colosseum
Sjá bls. 10.
A Sauðárkróki
Sjá bls. 3.
298. tbl. — Fimmtudagur 29. desember 1960
Miklar rafmagnstruflanir í Eyjafirði
Flugvöllurinn ónothæf-
ur og sveitir Ijósiausar
Veðrið að ganga niður
Akureyr'%, 28. desember. —
VEÐRIÐ er nú heldur að
ganga niður á Akureyri. —
Nokkuð var hvasst á tíma-
bili í dag, en úrkomulaust.
Aðeins er farið að frysta, en
ísing hefur verið geysimikil
og valdið tjóni.
• S í m i n n
Segja má, að gjörsamJega sé
símasambandslaust austur um og
er bilunin aðallega í Ljósavatns-
skarði, nánar sagt nærri Birn-
ingsstöðum. í>ar eru brotnir á
einum stað 10 símastaurar og
víða einn og einn staur og allar
linur slitnar. Þá eru miklar bil-
anir út með Eyjafirði austanverð
um í kringum Svalbarðseyri og
er þar allt sambandslaust. — í
Svarfaðardal er einnig talsvert
um staurabrot og línuslit, en
skemmdir hafa orðið ótrúlega
litlar á leiðinni milli Hjalteyrar
og Akureyrar.
Ný norsk
flotvarpa
Bergen, 28. des. (NTB).
UNDANFARJGÐ hafa verið
gerðar tilraunir í Noregi
með nýja gerð flotvörpu, og
þær borið góðan árangur.
Tilraunirnar eru gerðar á
vegum fiskimálastjórnarinn
ar og stjórnar þeim Georg
Rokstad ráðunautur.
Hinn Z. eða 3. janúar n.k.
verður skip sent með vörp-
una til að reyna hana á stór-
síld, en seinna er ætlunin
að gera einnig tilraunir með
vörpuna á þorskveiðum.
Hellisheiði fær
stórum bílum
Leiðin norður fœr
að Oxnadalsheiði
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Snæbirni Jónassyni, verkfræð-
ingi hjá Vegamálaskrifstofunni
var unnið að því að ryðja He'lis.
heiðina í gær og var hún síð-
degis orðin fær stórum bifreið-
um. Hinsvegar taldi Snæbjöm,
að heiðin mundi lokast fljótt
aftur, ef brygði til kins verra.
Krísuvíkurleiðin var ágætlega
fær í gær.
Holtavörðuheiðin og vegurinn
til Skagafjarðar allt að Öxna-
dalsheiði var fær stórum bíium
í gær, en Öxnadalsheiðin alls
ófær á nokkrum stöðum. Einnig
var vegurinn til Ólafsfjarðar
lokaður. Hinsvegar var fært á
stórum bílum yfir Bröttubrekku
í Dalina en búast má við, að sú
leið lokist fljótt, ef veður breyt
ist nokkuð til hins verra.
4---------------------4
• Rafmagnið
Rafmagnslínan frá Akureyri
inn Eyjafjörðinn er ónothæf eins
og stendur. Allur Eyjafjörður
innan við Akureyri er því raf-
magnslaus. Á því svæði munu
vera brotnir 15—20 staurar auk
þess sem heimtaugar að bæjum
eru víða slitnar. Mun eflaust taka
þó nokkurn tíma að kom.a öllum
bæjunum í rafmagnssamband á
ný. Allmargir staurar eru brotn-
ir í Svarfaðardal og á nokkrum
fleiri stöðum á orkuveitusvæð-
inu.
öll hverfi Akureyrar hafa raf-
magn eins og er, en víða eru slitn
ar loftlínur i götuljós. Sveitabýl-
in upp af Akureyri eru flest eða
öll rafmagnslaus, meðal annars
brotnuðu þar í dag þrír staurar.
• Flngvöllurinn
Rafmagnslínan að Akureyr-
arflugvelli er slitin og brotnir
7—8 staurar á þeirri leið. Flug
völlurinn er því alls ekki starf
hæfur eins og er. Hingað til
hefur veðrið hamlað flugferð-
um og eru sjötíu manns á bið-
lista hjá Flugfélaginu. Ekki er
sýnt hvenær það fólk kemst
leiðar sinnar fljúgandi, þó
flugfært verði. Unnið er að
viðgerð á öllum bilunum, en
búast má við að þær taki nokk
urn tíma.
Þess má geta, að háspennulín-
urnar eru víða mikið teigðar
milli stauranna, þótt exki séu
þær alveg slitnar Til dæmis á
einum stað, þar sem línan ligg-
ur yfir veginn milli Akureyrar
og Dalvíkur, er hún svo lág yfir
Sjómanna-
félagið
KOSNINGU heldur áfram i
Sjómannafélagi Reykjavíkur
og kosið í skrifstofu félagsins
frá kl. 10—12 og 3—10.
Sjómenn! Listi lýðræðis-
sinna er A-listi.
honum, að bifreiðar komast ekki
undir hana. Urðu mjólkurbílarn-
ir frá Dalvík að fara út af veg-
inum til að komast leiðar sinnar.
Hins vegar hefur háspennulín-
an milli Akureyrar og Laxar-
orkuversins staðið sig ágætlega
núna og ekkert bilaö. Loks má
geta þess, að nýi Brúarfoss kom
hingað á aðfangadag — en fyrst
síðdegis í dag var unnt að byrja
að losa hann. — St. E. Sig.
,Ve!tan4 á förum
N Ú eru dagar „Veltunnar“
taldir, sagði gamall Vestur-
bæingur er hann nam stað-
ar á gangstéttinni andspænis
þessa gamla húsi, sem um
langt árabil var þess heiðurs
aðnjótandi að vera næsti ná-
granni Hótel íslands.
★ Rifin á skömmum tima
Búið var að rífa burtu
vestasta gluggann á efri hæð
hússins. Fyrir innan var dimmt,
en þaðan bárust brak og brest-
ir. Þetta eru stunur hinna
gömlu innviða hússins, sem
hraustir menn ganga nú á með
kúbein sín, því nú á að rífa
Veltuna á sem allra skemmst-
um tíma.
ár Flúið undan kúbeinunum
Hluti af grenivafning lufs-
aðist utan í húshliðinni. Raf-
virkjar voru búnir að taka nið-
ur hin rauðu neonljós bóka-
verzlunarinnar. Sýningargluggar
Verzl. Ásg. Gunnlaugssonar
voru uppljómaðir eins og fyrir
jólin, en í verzluninni sjálfri
var engin sala. Gluggatjöld
voru dregin fyrir sýningar-
glugga bókaverzlunarinnar og
var verið að undirbúa flóttann
undan kúbeinunum.
í þriðju verzluninni virtist
lífið ganga nokkurn veginn sinn
vana gang, þar var í Sápuhús-
mu, en það getur ekki verið
nema um fáa daga að ræða úr
.þessu.
Það tekur vart meira en
hálfan mánuð að rífa Veltuna,
sagði annar vegfarandi, og þá
verður litla húsið, sem verzl-
unin Sport er í, eins og eyja,
bví það hús er eign Steindórs
Einarssonar bílakóngs og það
fylgdi ekki kaupunum er bær-
inn keypti Veltuna til niðurrifs.
Og svo ættirðu að benda þeim
á, sem hafa gaman af Reykja-
víkurmyndum, að úr þessu fara
að vera síðustu forvöð fyrir
þá að ná í mynd af Veltunni.
TVEIR atburðir hafa orðið þar
sem hús þetta stendur, er nú
skal rifið. Annan þeirra má
telja til sóma og framfara
þeim er að stóðu — en það
var stofnun fyrsta kaupfélags-
ins í Reykjavík. Hinn atburð-
urinn — er lærisveinar hins
lærða skóla hrópuðu „Pereat
Sveinbjörn Egilsson“ — hlýt-
ur að teljast til hins gagn-
stæða, enda þótt þar muni
hafa verið að verki lítt reynd-
ir og ofsafegnir unglingar, er
vart vissu hvað þeir voru að
gera. Frá athyglisverðri sögu
þessa staðar sagði Árni Óla í
Lesbók Morgunblaðsins 20.
nóvember síðastliðinn.
250 börn skírð í
Rvík um jólin
S V O sem frá hefur verið
skýrt í blaðinu var kirkju-
sókn í Reykjavík með ein-
dæmum góð um hátíðina og
reyndar víðast hvar annars
staðar á landinu, þar sem
veður ekki hamlaði sam-
göngum.
Messur Dómkirkjunnar
einnar sóttu hátt á fimmta
þúsund manns og mikill
f jöldi fólks varð frá að hverfa
hinum smærri kirkjum og
messustöðum bæjarins. Lét
einn prestanna í Reykjavík
svo um mælt í símtali við
blaðið í gær, að sér hefði
2 millj. kr.
embersala
minni des-
hjá Á.V.R.
Þrátt fyrir hœkkað
áfengisverð á árinu
ÞESS má vænta, að áfeng'inu 1 fær að salan fyrstu 24 daga
. ... . . i manaðanns hefði verio um það
íssala i desembermanuoi j bil 1800 þúsundum króna minni
í ár verði allt að tveim en sömu daga sl. árs. Jafnframt
hefði salan í fyrradag, fyrsta
milljónum króna minni
hjá Áfengisverzlun ríkis-
ins en í desember sl.
Jón Kjartansson, forstjóri
Afengisverzlunarinnar tjáðj blað
dag eftir hátíðir, verið 100 þús-
undum kr. minni en þann dag
í fyrra.
Samdrátturinn kemur fyrst og
fremst frain í sölu dyrustu veig-
anna, svo sem whiskýs, konjaks
og gins. Sala íslenzku framleiðsl-
unnar og léttra vína hefur minnk
að hlutfallslega minna.
Sökum þeirrar hækkunar, sem
varð á áfengi á þessu ári er salan
raunverulega minni en ofan-
skráðar tölur gefa til kynna.
Ekki kvaðst Jón Kjartansson,
forstjóri, geta gefið neina ein-
hliða skýringu á samdrætti þess-
um, til hans kynnu að liggja ýms
ar orsakir. Þess má þó geta, að
samdráttur varð meiri í sölunni
hjá útsölunni á Snorrabraut en
í Nýborg.
blætt í augum hversu marg-
ir urðu frá að hverfa hinu
yfirfulla guðshúsi.
Svo sem oft áður gripu
margir hið hátíðlega tækifæri
til þess að láta skíra börn sín
og enn aðrir létu gefa sig sam-
an í hjónaband. Samkvæmt
upplýsingum frá prestum þjóð
kirkjunnar og fríkirkjusafnað-
anna í Reykjavík voru skírð
um það bil 250 börn, þar af
í kirkju, ýmist við messugjörð
— á undan eða eftir, nærri
hundrað börn. Hjónavígslur
voru f jönutíu, þar af 15 í kirkj
um.
Ummæli Reykjavíkurprestanna
benda til þess að unglingar sæki
messur sizt minni mæli en full-
orðnir. Reyndin mun sú, að fólk
á miðjum aldri eru sjaldséðustu
kirkj ugestirnir.
Fundur
útvegsmanna
og sjómanna
f GÆR héldu fulltrúar út-
vegsmanna og sjómanna
fund um kjör bátasjómanna.
Ekki voru allir fulltrúar
mættir, því ekki hefur ver-
ið flogið til Akureyrar og
ísafjarðar síðustu dagana.
Ræddar voru tillögur sjó-
manna og útvegsmanna, on
engar ákvarðanir teknar.
Ekki var ákveðið hvenær
næsti fundur yrði.