Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNRLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1961 Karlmansúr tapaðist þ. 30. des. frá Að- alstræti 10 að Lækjar- torgi. Finnandi vinsaml. hringi í síma 16038. Fund- arlaun. Ljósmyndari óskar eftir starfi nú þegar, eða fljótlega eftir áramót. Tiib. merkt. „Mynd 1496“ óskast sent í pósthólf 1158 til 6. jan. NSU-skellinaðra keyrð innan við þúsund km. er til sölu vegna brott flutnings. Uppl í síma 33271 Hofteig 23. Keflvíkingar Stúlka óskast til að gæta barns á fyrsta ári, hálfan daginn. Uppl. í síma 1451. Gott forstofuherbergi til leigu að Kleppsvegi 18 III. hæð t.h. Reglusemi á- skilin. Uppl. í síma 35965 frá kl. 2—5 í dag og á morgun. Unglingspiltur óskast á gott sveitaheimili austan fjalls í vetur. — Uppl. í síma 35733 í dag. Góður pússningasandur Gamla verðið. — Sími 50210. Atvinnurekendur vantar vinnu við akstur á Vörubíl. Er vanur og áreið anlegur. Tilb. merkt: „Akst ur 518 —1382“ sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. Vanur vörubílstjóri óskar eftir atvinnu. Ef ein hver vildi sinna þessu, þá gjöri svo vel o>g sendi tilb. til Mbl. fyrir 5. jan. merkt: „Vanur — 1378“ 2 stúlkur óskast strax að mötuneyti. Hátt kaup. Uppl. í síma 11224 í dag. BARNGÓÐ STÚLKA eða fullorðin kona óskast strax. Sér herb. gott kaup. Uppl. í síma 50935. Kona óskast í elclhús Kópavogshælis nú þegar. Uppl. hjá ráðsikon imni. Sími 19785. Heilsuvernd Síðasta námskeið vetrar- ins í tauga- og vöðvaslök- un hefst 9. jan. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson. Vegna forfalla óskast stúlka eða kona til afgreiðslustarfa hiuta úr degi nú strax. Uppl. kl. 2 —4 í dag í síma 10365. 3ja—4ra herb. íbiið óskast sem fyrst eða 1. febr. Uppl. í síma 22888. Byggingamenn! Aðgætið vel að tóm tr sementspokar eða annað fjúki ekki næstu lóðir og hreinsið ávallt vel ipp eítir yður á vinnustað. Minningarspjöld og heillaóskakort Barnaspítalasjóðs Hringsins eru seld á eftirtöldum stoðum: I hannyrðaverzl- uninni Refli, Aðalstræti 12. I Skart- gripaverzlun Arna B. Bjömssonar, Lækjartorgi. I Þorsteinsbúð, Snorra- braut 61. I verzl. Speglinum, Laugav. 48. I Holtsapóteki, Langholtsvegi 84. I verzl. Alfabrekku, Suðurlandsbraut. Hjá yfirhjúkrunarkonu Landsspítal- ans, fröken Sigríði Bachmann. Minningarspjöld Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra, fást á eftirtöldum stöð- um: Bókabúð Isafoldar, Austurstræti 8. Reykjavikur Apóteki, Verzl. Roða, Laugavegi 74, BókaverzJuninni, Laug- arnesvegi 84, Garðs-Apóteki, Hólm- garði 34, Vesturbæjar Apóteki, Mel- liaga 20. Bæjarbúar. Sóðaskapur og draslara- háttur utanhúss ber áberandi vitni um, að eitthvað sé áfátt með umgeng ismenningu yðar. I dag er þriðjudagur 3. janúar. 3. dagur ársins. Árdegisflæði kL 6:20. Síðdegisflæði kl. 18:35. Næturvörður til 7. jan. er í Ingólfs- apóteki. Næturlæknir f Hafnarfirði vikuna 31. des. til 7. jan. er Ólafur Ólafsson, sími 50536. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjamr» er á sama stað kL 18—8. — Simi 15030. Holtsapótek og GarðsapóteK eru op- m alla virka daga kl. 9—7. laugardag frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4 Ljósastofa Hvítabandsins er að Forn haga 8. Ljósböð fyrir böm og full- orðna. upplýsmgar i sima 16699. I.O.O.F. 3 = 142128 = I.O.O.F. Rb. 4 s 110138%. RMR Föstud. 6-1-20-VS-I-FR HV. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund 3. janúar 1 fundarsal kiikjunnar kl. 8,30. Konur, sem taka vilja þátt í fyrirhuguðu bastnámskeiði, gefi sig fram á fundinum. Leiðrétting: — í minningargrein um Kristólínu Kristjánsdóttir frá Brimils völlum, sem birtist í blaðinu í gær féllu niður fæðingar- og dánardægur hinnar látnu. Hún var fædd 4. ágúst 1885 og dáin 29. nóv. 1960. Ennfremur misritaðist fæðingarstaður hinnar látnu. Hún var fædd að Bár 1 Eyrar- sveit. Frá hlutaveltu Kaupfélags Lágafells sóknar að Hlégarði 2. okt. sl. eru enn- þá ósóttir þessir vinningar: Nr. 333: flugfar; 7408: Straujárn; 9767: Lamb. í>á eru einnig ósóttir aukavinningar á þessi númer: 1254, 3608, 5930, 7407, 9766. — Vinninganna sé vitjað til frú Áslaugar Ásgeirsdóttur, Dælustöðinni við Reyki,, Mosfellssveit. Kvenfélag Langholtssóknar. Jóla- fundur verður í safnaðarheimilinu við Sólheima, miðvikudaginn 4. jan. kl. 20.30. Konur fjölmennið Gestir vel- komnir. — Stjórnin. Kvenfélag Laugamessóknar. Munið fundinn í kvöld kl. 8,30 í kirkjukjall- aranum. Þær, sem ætla að taka þátt í bastvinnunni gefi sig fram á fund- inum. Söfnin Listasafn ríkísíns. Yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar er opin frá kl. 1—10 e.h. daglega. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími 12308 Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. tlán: Opið 2—10, nema laugardaga 2—7 og sunnudaga 5—7. Lesstofa: Opin 10—10, nema laugardaga 10—7 og sunnudaga 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið aila virka daga S—7. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið þriðjud., fimmtud og sunnud. frá kl. 13.30—16. Útibúið Hofsvallagötu 16: Opið alia virka daga 17.30—19.30. Listasafn Ríkisins er lokað um ó- ákveðinn tíma. Þjóðminjasafnið er opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 e.h. í gær opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Aagot Emilsdótt- ir, Grafarnesi og Ingþór Ólafsson, Sólheimum 14, Reykjavík. Á annan jóladag voru gefin saman í hjónaband Hildur Gísla dóttir, hárgreiðslumær og Stefán Bjarnason, flugvélavirki Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband, af séra Óskari J. Þorlákssyni, ungfrú Jónína S. Runólfsdóttir og Páll M. Helga- son. Heimili þeirra er á Lang- holtsveg 162. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Áslaug Sverrisdóttir (Sigurðssonar, for- stjóra), Grenimel 16 og Vilhjálm- ur Lúðvíksson (Jóhannessonar, forstjóra), Barmahlíð 26. Á aðfangadag opinberuð trú- lofun sína ungfrú María Sólrún Jóhannsdóttir, Vífilsstöðum og Helgi Árnason, Fróðholtshjá- leigu, Rangárvöllum. Á jóladag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Salvör Hannes dóttir, Arnkötlustöðum og Hann- es Hannesson, verkstj. hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína: Ungfrú Drífa Sigurbjarnardótt ir, Þórustíg 7, Ytri-Njarðvík og Þórður Sæmundsson, Merkurg. 3, Hafnarfirði. Ungfrú Jónína Ebenezerdóttir (Ásgeirssonar forstjóra) Rauða- læk 65 og Böðvar Valgeirsson (Guðlaugssonar kaupmanns) Reynisstað 2, Skerjafirði. Ungfrú Dóra Skúladóttir, blaða maður, Austurbrún 2 og Þorvarð ur Brynjólfsson, bankastarfsmað ur, Óðinsgötu 17. Hildur Stefánsdóttir Rafnar, skrifstofumær, Baldursgötu 11 og Jón Þ. Eggertsson, verkamaður, Suðurlandsbraut 29. Ungfrú Hildur Bergþórsdóttir, hárgreiðsludama frá Akureyri og Magnús Ólafsson (Magnússonar frá ísafirði), Hagamel 30. Ungfrú Ágústa Þyri Andersen frá Vestmannaeyjum og Þór Guð mundsson, Bræðraborgarstíg 20, Reykjavík. Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Óskari Finnbogasyni, ungfrú Svala Vet- urliðadóttir, bankaritari frá ísa- firði og Richard Þorláksson, bankagjaldkeri, Rvík. Heimili þeirra er á Víðimel 41. — Enn- fremur voru gefin saman á að- fangadag ungfrú Helga Frímanns dóttir frá Hofsósi og Birgir Sveinsson Gerðum, Garði. Heim ili brúðhjónanna verður á Suður götu 43, Keflavík. JÚMBÖ og KISA Inga Árnadóttir frá Kefla- vík, sem varð önnur í fegurð- arsamkeppninni sl. vor og fyrrverandi sunddrottning, er nú gengin í hjónaband. Inga hefur dvalið í Noregi undan- farið og starfað á skrifstofu Fiugfélags fslands í Osló, einnig er hún kennari við „módelskóla“ þar í borg. Inga kom heim í byrjun desember ásamt þáverandi unnusta sín- um og núverandi eiginmanni, Jan Erik Mtustad, og voru þan gefin saman í Keflavíkur- kirkju. f tilefni brúðkaupsins var viðtal við Ingu I „Reykja nesi“ og sagði hún þar meðal annars. — Nei, ég held aff Jan Erik, maðurinn minn, sé ekki af neinni víkingaætt, nema þá í ættir fram — hann er af önglaættinni — þú velzt, Mustadsættinni, sem bjó til önglana — ég vissi, að pabbi þekkti Mustad öngla, og var ekkert hissa á, að ég festi mig á einum slíkum. — Hvers vegna gifti ég mig í Kefla- vík? Af því bara. Ég vildi gifta mig í Keflavíkurkirkju. Teiknari J. Moru 1) Þið eruð ekki dottnar af, er það? hrópaði Júmbó aftur fyrir sig. — Nei! kölluðu Kisa og Mýsla, en þær urðu að halda sér af alefli, því að nú ók Júmbó með ofsahraða. 2) — Hvers vegna skyldi allt þetta fólk standa hér og glápa á okkur? hugsaði Júmbó, — og sumir eru að Ijósmynda okkur. Hann hægði ferð- ina, til þess að hann skyldi nú ekki aka á neinn .... og skyndilega stökk maður nokkur fram.... 3) .... beint í veg fyrir hann og stöðvaði hann. Þegar Júmbó hafði slökkt á mótornum, mátti heyra allan manngrúann hrópa margfalt húrra. — Húrra fyrir sigurvegaran- um í „Tannkrems-kappakstrinum 1958“!! Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman — Hva-hvað, þér hafið e’ ‘r heim!? — Þér áttuð það skilið vegna þess að ég missti stjóm á mér! En það sem þér vitið um starfsemi mína verður okkar einkamál! Er það í lagi? — Aukablað! Spilavíti enduropn- að! Aukablað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.