Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1961 itttirifafrifr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald icr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eíntakið. LÆRDÓMAR ÁRAMOTANNA Ávörp forseta íslands, Ás- * geirs Ásgeirssonar, og Óla.fs Thors, forsætisráð- hej.'ra um áramótin voru hin athyglisverðustu. Forsetinn lagði höfuðáherzlu á gildi þegnskapar og drengskapar íyrir lýðræðisþjóðfélag. Hann hvatti þjóðina til þess að hafa þessa eiginleika í heiðri og minnast hinnar fornu merkingar í orðunum dreng- ur góður. Þessir eiginleikar yrðu að ráða í samskiptum ís- lendinga. Þá myndi þeim og þjóðfélagi þeirra vel farnast. Forsætisráðherra brá upp skýrri mynd af þróun ís- lenzkra efnahagsmála. Hann ræddi þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefði gert til viðreisnar á s.l. ári og kvað hana engra kosta annarra hafa átt völ en þeirra, sem valdir voru. Forsætisráð- herra gerði jafnframt grein fyrir þeim mikilvæga árangri sem þegar hefði náðst með aðgerðum stjórnarinnar og hvatti þjóðina til einingar á örlagastundu. Forsætisráðherra ræddi einnig þá miklu möguleika, sem þjóðin ætti til fram- fara og uppbyggingar í landi sínu, ef rétt væri á haldið. Hann minntist á að nota bæri erlent einkafjármagn í vax- andi mæli til þátttöku í hag- nýtingu auðlinda landsins og sköpunar fjölbreytts og þróttmikils atvinnulífs. Fyllsta ástæða er til þess að taka undir þessi ummæli forsætisráðherra. Fjölmargar nágrannaþjóðir okkar, og þær þjóðir sem okkur eru skyld- astar, hafa á undanförnum árum styrkt grundvöll efna- hagslífs síns stórkostlega með erlendu einkafjármagni. Hugur þjóðarinnar er við hver áramót opnari en á öðr um tímum fyrir því, sem leiðtogar hennar segja. Ó- hætt er að fullyrða að ræður forseta íslands og forsætis- ráðherra við þessi áramót hafi vakið alþjóðarathygli, og að af boðskap þeirra megi draga margvíslega lærdóma. „EKKI EINN GIKKUR' 1>ÖDD stjórnarandstöðunn- ar heyrðist einnig um þessi áramót. Formenn Fram sóknarflokksins og Komm- únistaflokksins rituðu ýtar- legar áramótagreinar í blöð sín. Hermann Jónasson, for- maður Framsóknarflokksins, lagði megináherzlu á það í sinni áramótagrein að lýsa skemmdarstarfsemi, sem rekin hefði verið innan vinstri stjórnarinnar. í því sambandi komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Það voru ekki samstæðar vinnustéttir, sem stóðu að vinstri stjórninni. Það var ekki einn gikkur í þeirri veiðistöð. Það var heill sæg- ur af þeim.“ Ljótt er að heyra!! Heill sægur af gikkjum í „veiði- stöð“ vinstri stjórnarinnar. Ekki var að furða þó illa færi. Þegar formaður Framsókn arflokksins hefur lokið reikn ingsskilunum við fyrrver- andi samstarfsmenn sína í vinstri stjórninni, snýr hann sér að ádeilu á stefnu nú- verandi ríkisstjórnar. Hann kveður aðgerðir hennar hafa skert kjör almennings í land- inu ákaflega. En hann getur ekki frekar en fyrri daginn bent á neina aðra leið en núverandi stjórn hefur far- ið. Af áramótahugleiðingum hans verður það ljósara en nokkru sinni fyrr, að Fram- sóknarflokkurinn á nú enga sjálfstæða stefnu eða úrræði til lausnar þeim efnahags- vandamálum, sem síðasta ríkisstjórn hans, vinstri stjórnin, átti ríkastan þátt 1 að skapa. Einar Olgeirsson ritar ára- mótahugleiðingu sína í Þjóð- viljann að vanda. Kjarni hennar er hylling hafta- og styrkjastefnunnar, sem vinstri stjórnin gafst upp á að framkvæma. Hann leikur jafnframt sína gömlu plötu um hættuna, sem í því sé fólgin að íslendingar eigi samstarf við vestrænar lýð- ræðisþjóðir um vernd sjálf- stæðis síns og öryggis. FRAMTÍÐ ALGIER IIE GAULLE Frakklands- ” forseti gerir nú úrslita- tilraun til þess að leysa Algier-vandamálið. í rúm 6 ár hefur geisað borgarastyrj- öld í þessari gömlu nýlendu Frakka. Það var þessi styrj- öld, sem reið fjórða franska lýðveldinu að fullu og ógn- ar nú fimmta lýðveldinu og völdum og áhrifum de Gaulle. Fyrir frumkvæði hans fer nú fram þjóðarat- kvæðagreiðsla bæði í Frakk- landi og Algier, þar sem greitt verður atkvæði um sjálfsákvörðunarrétt Algier- búa til þess að ákveða fram- tíð sína og hvernig samband- inu skuli háttað við Frakk- land. Ef meiri hluti kjós- enda, sem tekur þátt í þess- ari atkvæðagreiðslu, sam- þykkir að Algierbúar fái þennan sjálfsákvörðunarrétt, mun síðar fara fram önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ein- göngu í Algier. I þeirri at- kvæðagreiðslu er Algierbú- um boðið að velja um þrjá kosti: Algera sameiningu við Frakkland, sjálfstæði þeim til handa innan franska sam- veldisins, eða algert sjálf- stæði og skilnað frá Frakk- landi. Úrslit hinnar fyrri at- kvæðagreiðslu, sem fer fram nú í vikulokin, geta orðið mjög örlagarík fyrir Frakk- land og de Gaulle. Ef tillögu forsetans um sjálfsákvörðun- arrétt Algierbúa yrði hafnað með meiri hluta atkvæða, gæti svo farið að stjórn de Gaulle hrökklaðist frá völd- um. Mikil hætta væri þá á algerri upplausn í frönsk- um stjórnmálum. Rússnesk fJugvél af gerðinni Ilyushin 14 á flugi um 50 kíló- metrum fyrir norðan Vientiane. Henni var samkvæmt skýrsl- um beitt til hjálpar herjum andstæðinga stjórnarinnar, sem hörfuðu frá höfuðborginni. sem nú er staddur í Singapore á árlegum fundi brezkra sendi- herra í Suður- og Suðaustur- Asíu. Loks má geta Þess að Hugh liðum kommúnistaleiðtogans Pethet Laos. Aftur á móti full- yrtu talsmenn Thailandsstjórnar í gær að rússneskar flugvélar héldu áfram að flytja fallhlífa- Gaitskell foringi brezkra Verka- ( sveitum Kong-Les vistir og vopn mannaflokksins, og einn helzti ^sérfræðingur flokksins í utan-'ar og talsmaður Bouns-stjórnarinn- í Vientiane sagði í gær, að UTAN UR HEIMI Hættuásrand í Laos ÁSTANDIÐ í Laos er nú að allra dómi orðið mjög hættulegt og ekki annað að sjá en það geti haft stórmikil áhrif á stjórn- málaþróunina í heiminum. Marg ir segja að ný Kóreustyrjöld geti hafizt í landinu. Talsmað- ur Formósustjórnar tók í sama streng á blaðamannafundi í gær og bætti við: „.... ef kommún- istastjórnin í Norður-Vietnam heldur áfram afskiptum af innanlandsmálum Laos.“ Og í gær var kallaður saman auka- fundum bandalagsins til að fjalla um borgarastyrjöldina. Home utanríkisráðherra Bret- lands stytti í fyrradag jóla- leyfi sitt í Skotlandi og flaug aftur til Lundúna að ræða við sendiherra Bandaríkj- anna þar í borg og forsætisráð- herra Bretlands, MacMillan, um ástandið í Laos. Sagði talsmað- ur brezku stjórnarinnar í gær Boun Oum, forsætisráðherra hægrisinna. að utanríkisráðherrann biði þess að sér yrðu sendar niður stöður af fundi Suðaustur-Asíu bandalagsins í Bangkok og álit tveggja brezkra ráðherra, sem nú eru staddir í Asíu, þeirra Duncan Sandys, sem fer með mál brezku samveldislandanna og nú ræðir við Nehru í Nýju Delhi og Edward Hearts aðstoð- arutanríkisráðherra Bretlands, ríkismálum, Dennis Healy, hafa lýst því yfir, að borgarastyrjöld- in í Laos sé alvarlegasti atburð- ur heimsmálanna síðustu 10 ár og geti vel leitt til nýrrar Kóreu styrjaldar. Eins og kunnugt er lauk styrjöldinni í Indo-Kína 1954 með samkomulagi stríðsaðiia, sem gert var í Genf. Þá leystíst franska Indo-Kína upp, komm- j únistar fengu Norður-Vietnam, en Ngo Dinh Diem hefur stjórnað Suður-Vietnam í nán- um tengslum við Vesturveldin. Laos hlaut sjálfstæði og hefur verið hlutlaust síðan. Stjórnir Frakklands og Bretlands segja,1 að núverandi hægri stjórn Bouns Oums prins, (53 ára) sem er foringi-hægri manna í Laos ásamt Phoumi Nosavan (40 ara) hershöfðingja, uppfylli ekki á- kvæði sáttmálans frá 1954, sem geri ráð fyrir því að ríkisstjórn landsins hafi sterkan þjóðlegam bakhjarl við að styðjast.: „Nú-1 verandi ástand í landinu svarar | ekki til skilyrða sáttmálans frá j 1954“ segir talsmaður frönsku' stjórnarinnar. Brezka stjórnin er einnig á því, að ríkisstjórn Laos eigi að starfa á viðari grundvelli en nú er, en Banda- ríkjastjórn stendur aftur á móti algerlega á bak við hægri stjórn landsins. — Afleiðingam- ar hafa orðið þær, að Dagblaðið í Peking ákærir Bandaríkja- menn í gær fyrir afskipti af inn- anríkismálum Laos. í blaðinu er einnig yfirlýsing frá Kong Le, yfirmanni fallhlífasveita í Laos og Quinim Pholsena, fyrrum upplýsingamálaráðherra í hlut- leysisstjórn Souvanna Phouma prins, þar sem þeir fordæma aukin afskipti Bandaríkjamanna af innanlandsmálum landsins. Dagblöð í Kína hafa mjög rætt borgarastyrjöldina undanfarna daga og reynt að koma sökinni yfir á Vesturveldin og hafa jafn- vel látið að þvi liggja að styrj- öldin, gæti leitt til heimsstyrj- aldar. Aftur á móti er vitað að korom únistar utan landamæra Laos hafa haft mikil afskipti af styrj- öldinni þar. Talsmaður brezku stjórnarinnar segir að visu, að stjórn sín hafi ekki fullkomnar sannanir fyrir því, að hermenn frá Norður Viet-Nam hafi farið yfir landamærin og tekið þátt í bardögum i Laos með skæru- hermenn andstæðinganna vaeru búnir rússneskum hergögnum og auk þess fullyrti hann að „3000, hermenn frá Norður Viet-Nam hefðu á föstudag ráðizt inn í landið". Aftur á móti hefur stjórn Norður Viet-Nam, sem er undir forsæti kommúnistaleið- togans Ho-Chi-Mins neitað þeirri ákæru. Er erfitt að gera sér fulla grein fyrir því, hvað sannleikanum er samkvæmt Orð stendur á móti orði — en þó er víst, að andstæðingar hægri stjórnarinnar hafa notað rússnesk vopn og hlotið ýmsa aðstoð frá kommúnistaríkjunum. í gær bárust fregnir um það, að hersveitir Kong-Les og Pat- het Laos væru nú aðeins um 30 mílur suður af konungsborg- inni Luang Prabang (15 þús. í- búar) og má búast við átökum um borgina, þó ekki sé álitið að hún sé í stórmikillj hættu sem stendur, því þar mun vera öfl- ugt lið til varnar. FullvLst er talið að vinstri hersveitirnar hafi m. a. notið aðstoðar Rússa á þessu svæði, því í fyrradag lentu 5 rússneskar flugvélar af gerð- inni Ilyshin 14 á gömlum frönsk um flugvelli á Jara-sléttunni í miðbiki landsins þar sem vinstri hersveitum hefur undanfarna daga orðið allmikið ágengt. Er talið að 150 fallhlífarhermenn úr liði Kong-Les hafi hertekið völlinn, en þeir voru fiuttir þang að í rússneskum flugvélum frá Vang Vieng, sem er 65 mílur norður af höfuðborginni Vienti- ane (20 þús. íbúar). Þá skýrði upplýsingamálaráðherra hægri stjórnarinnar, Bouvan Morasingh frá því í fyrradag, að hersveitir Norður Viet-Nam hefðu hertek- ið borgina Phongshaly, sem er mjög mikilvæg, en hersveitir hægrimanna verjast ennþá í öðr um stöðvum á þessum slóðum, t. d. í borginni Xieng Khouang, sem er í nágrenni Jars-sléttunn- ar. Af þessu sést að vinstri mönn um hefur orðið meira ágengt en margir bjuggust við og átökln um Laos harðna með hverjum degi sem líður. Verður ekki sagt fyrir um endalok þeirra á þessu stigi málsins, en hitt er víst að þarna er um meira að tefia en skika í litlu landi. Þama berjast þau öfl, sem undanfarin ár hafa átzt við á þeim stóra alþjóða- vettvangi. Mætti nokkuð marka horfur í alþjóðamálum á hinu ný byrjaða ári af því, hvernig til tekst í Laos, hvort þar verður náð sáttum milli hinna ólíku sjónarmiða eða hvort þarna á eftir að gerast sá harmleikur, sem enginn rafeindaheili getur séð fyrir um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.