Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 20
Áramótin út um landsbyggðina. — BIs. 8. Aramótaávarp forsætisráðherra. Sjá bls. 11. 1. tbl. — Þriðjudagur 3. janúar 1961 Störsprenging- ar á Akranesi Akranesi, 2. janúar. UM klukkan 11,30 kvað við ægileg sprenging hér í bæn- um. Hafði hún til allrar hamingju orðið niður við liöfnina, þar sem mannaferð ir voru engar á þessu hátíða kvöldi. Fleiri stórar spreng- ingar kváðu við í bænum þetta kvöld, en ekki nærri eins öflugar og þessi. Klukk- an rúmlega 12 kvað önnur stórprenging við, hinum megin á skaganum og bárust fréttir af henni þá þegar. — Rúður höfðu brotnað í íbúð- arhúsi við Krókatún, en slys ekki orðið á fólki þar. Lögreglan tók þegar þetta mál í sínar hendur. Ljóst var af því hve sprengjur þessar voru öflug- ar, að hér myndu heimatilbúnar sprengjur hafa verið sprengdar. Það kom í ljós, að spreng- ingin niðri við höfnina, hafði brotið hverja einustu rúðu, a. m. k. 30, í suðurhlið frystihúss Heimaskaga h.f. Sprengjunni hafði verið kastað ofan í stál- tunnu. Hafði hún sundrazt við sprenginguna og brot úr henni eða sprengjunni farið í gegn- Burnsfæðing 20. hverjn sek. TÓKÍÓ, 30. des. (Reuter). — Samkvæmt opinberri stjómar skýrslu, sem gefin var út í dag, hefir bam fæðzt í Japan að meðaltali 20. hverja sek- úndu á tímabilinu janúar-sept ember í ár. Svarar það því, að barnsfæðingum í landinu hafi fækkað um 29 þús. frá því í fyrra. Á sama tímabili urðu dauðs föll að meðaltali 45. hverja sekúndu. — Ungbarnadauði var minni á þessu ári en nokk urt annað ár frá styrjaldar- Iokum. Ræðismanna- skrifstofu í Prag lokað LÖGBXRTINGUR, sem út kom á gamlársdag, skýrir frá því að ræðismannsskrifstofu Islands í Prag hafi verið lokað hinn 15. október sl. Hinn 17. des. sl. hafði forseti íslands veitt Áma Finnbjömssyni lausn frá störf- um sem ræðismaður íslands þar í borg. Styrkur við vangefna STYYRKTARFÉLAG vangef- inna hefur efnt til happdrættis til styrktar starfsemi sinni. — Verður dregið á þrettándanum og er vinningurinn bifreið. Eru nú seldir miðar úr bifreiðinni í Austurstræti. um hurð eina á frystihúsinu, sem er á þessari sömu hlið þess. Hafði tunnan staðið eina 10 metra frá frystihúsinu. Var loftþrystingurinn frá spreng- ingunni svo mikili að allar rúðurnar mölvuðust. Stefán Bjarnason yfirlög- regluþjónn fann brot úr sprengjunni. Hún reyndist vera gerð þannig að sprengi- efni var komið fyrir í „fittings hnéi“, en tappar skrúfaðir í báða enda þess. í húsinu við Krókatún hafði sprengjan verið sprengd í nokkra tuga metra fjarlægð. Engin slys hlutust af sprengjunum. Lögreglan gerir sér vonir um að henni hafi tekizt að komast á slóðir sprengjugerðarmannaanna og að takast muni að upplýsa þetta mál. • Brennur Að öðru leyti var sæmilega rólegt hér í bænum á gamlárs- kvöld. Karlakórinn Svanir, kirkjukórinn og telpnakór úr Gagnfræðaskólanum kvöddu gamla árið með söng á miðnætti á kirkjutröppunum, undir stjórn Hauks Guðlaugssonar organista. Brennur voru á nokkrum stöðum í bænum, en aðal- hrennan, sem vera átti á íþróttavellinum, fór út um þúfur. Einhverjir báru eld að hinum mikla kesti daginn fyr- ir gamlárskvöld, öllum til mikilla leiðinda og til stórra vonbrigða fyrir strákana, sem sýnt höfðu mikla þrautseigju við að draga efni að og hlaða bálköstinn. — Oddur. Hinar þungu marmaragrátur í Kristskirkju í molum á þrep- unum upp í kór kirkjunnar. Á 2 bíla og staur HAFNARFIRÐI, 2. jan. — Þrír bílar skemmdust í kvöld í á- rekstri, hér efst á Reykjavíkur- vegi, stutt frá Sjónarhól. Einn maður er var í einum bílanna meiddist lítisháttar. Þetta hafði gerzt með þeim hætti að laust fyrir klukkan 9 hafði bíll frá Reykjavík, nýlegur Dodge, R-39, er var á leið hingað til bæjarins ætlað fram úr jeppa. Þarna er oft flughálka á veginum. Er Reykjavíkurbíllinri var á hlið við jeppann hafði hann rekizt utan í hann. snerist þá R-39 á flughálkunni og skall á ljósastaur, og enn brunaði hann áfram og rakst á vörubíl í kyrr- stöðu. Stórskemmdist R-39 við alla þessa skelli, Átta Fálkaorður UM ÞESSI áramót voru nokkrir Islendingar, að venju heiðraðir af forseta Islands, er sæmdi þá Riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Voru sex íslendingar heiðraðir og tveir menn erlendir. Formaður orðunefndar Stein- grímur Steinþórsson fyrrum for- sætisráðherra, skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að í dag yrði til- kynnt um nöfn þeirra er heiðrað ir höfðu verið. <$>- Marmaragrátur í Krists kirkju brofnar Sandgerðisbátar búast á vertíð SANDGERÐI, 2. jan. — Síld- arbátarnir voru á sjó sl. nótt, en gátu ekki athafnað sig vegna veðurs. Jón Garðar fór út í dag, og Víðir II mun halda eitthvað áfram síldveiðum. Fjórir bátar eru sem óðast að búa sig út á vertíð, Mummi, Muninn, Jón Gunnlaugs og Hamar. — Fréttaritari. í GÆRMORGUN, um kl. 7, er systur í Landakoti gengu til Kristskirkju, var því veitt eftirtekt, að gráturnar vinstra megin í kirkjunni, láu molaðar á gólfinu. Var ekki vitað með hverjum hætti það hafði gerzt. — Nokkru síðar komu prestar Landakotskirkjunnar, og gátu þeir ekki gefið skýr- ingu á þessu. í gærdag átti Mbl. stutt sam- tal við séra Hacking, prest Kristskirkju, og spurði hann um þetta atvik. Séra Hacking sagði, að margt fólk hefði komið í kirkj- una um áramótin. Um klukkan 7 á nýársdagskvöld hafi komið í kirkjuna, í þann mund og Stórbýli brennur Kviknaði í Brimnesi við Seyðisfjörð Seyöisfiröi, 2. janúar. UM 1 leytið á nýársdag kviknaði í íbúðarhúsinu á hinu gamla stórbýli á Brim- nesi við Seyðisfjörð. Húsið var stórt tvílyft timburhús með kjallara, og var þar tví- býli þar til fyrir tveimur ár- um að annar bóndinn fórst af slysförum. Fólkið bjargað ist naumlega út úr brenn- andi húsinu og hafði ekki tíma til að gera viðvart um eldinn. # Klukkustund á vettvang Það var um 2 leytið að heima- menn í Skálanesi, sem er hinum megin við fjörðinn, sáu eldinn og gerðu slökkviliðinu á Seyðis- firði viðvart. Það tók slökkvilið- ið klukkutíma að komast hálf- ófærann ruðningsveg út að Brim nesi. Voru þá bæjarhús brunnin. Engu hafði tekizt að bjarga af innbúi, og mun þar m. a. hafa farið mjög gott bókasafn. Vindur stóð af útihúsum og tókst að bjarga þeim. Heimilis- fólk telur að kviknað hafi í út frá olíukyntri miðstöð í kjallara. ★ A Brimnesi, sem er yzti bær við Seyðisfjörð að norðan, hefur oft verið mjög margt fólk. Það voru margar hjáleigur og oft reru þaðan margir Færeyingar auk heimamanna. Stundum gengu þaðan allt að 40 bátar. Nú býr þar Sigurður Sigurðs- son, og er 5 manns í heimili. — Sv. Guðm. verið var að loka henni, kurteis maður utan safnaðarins, og beðið leyfis til að fara inn í kirkjuna. Var það fúslega veitt. Fór hann einn í kirkjuna. Var hún því höfð opin og henni ekki lokað fyrr en um klukkan 8,30 á nýársdagskvöld. Logaði þá á einu ljósi yzt í kirkjunni. Var það slökkt frammi við dyr. Þá var enginn maður sjá- anlegur í kirkjunni. Ekki var farið í eftirlitsferð um hana í þetta skipti. Það var svo í morgun, sem við urðum þess- arar skemmdar varir. Við vildum mega biðja þenn- an ágæta mann, sem inn í kirkjuna fór á nýársdagskvöld, Fóru í fyrstu róíur í gær PATREKSFIRÐI, 2. jan.: — Hér er vetrarvertíðin hafin, því í dag fóru þeir þrír bátar sem nú eru tilbúnir til veiða sinn fyrsta róð- ur, en eru ekki komnir að þegar þetta er skrifað. Á vetrarvertíð- inni mun austurþýzki togarinn Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal stunda línuveiðar héðan, svo og vélbáturinn Kambaröst frá Stöðv arfirði, sem er 60 tonna bátur. Bátarnir Sæborg og Sigurfari, sem róið hafa lengst á haustver- tíðinni, eru með kringum 200 tonna afla, en Dofri sem byrjaði í byrjun nóvembermánuði, er með 178 tonna afla. ★ í kvöld fara Tálknafjarðarbát- ar í sinn fyrsta róður, en þaðan munu 3 bátar ganga á vetrar- vertíðinni. AUGLÝSINGAVERÐIÐ er kr. 26,00 fyrir hvern dálksentimeter. jfílöröuutlnííiö að tala við okkur hið fyrsta, sagði séra Hacking. Og hann bætti við: Ég tel ekki að hér sé um að ræða neina skemmd- arstarfsemi og álít sjálfur að hér hafi óhapp viljað til í rökkrinu. Erik Juuranto ræðismaður látinn AÐALRÆDISMAÐUR Islands í Helsingfors, Erik Juuranto, andaðist að kvöldi 30. desember 1960. Erik Juuranto var fæddur 26. apríl 1900. Hann var skipaður aðalræðismaður íslnads í Finn- landi 1947. Hafði hann mikla þekkingu á íslenzkum málum og kom mjög oft til íslands. Var kona hans, frú Aline Jurranto oft í för með honum, þ. á m. í heimsókn Finnlandsforseta til íslands. Erik Juuranto var sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunn- ar með stjörnu. Á liðnu ári var sonur hans, Kurt Juranto, skipiaður ræðis- maður íslands í Helsingfors. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 2. janúar 1961.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.1961)
https://timarit.is/issue/111461

Tengja á þessa síðu: 20
https://timarit.is/page/1333193

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.1961)

Aðgerðir: