Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUTSBLAÐ1Ð Þriðjudagur 3. janúar 1961 var með tvo hringi, og þeir hljóta að hafa meitt hann. Einhyer kvenmaður eggjaði mig. — Sláðu hann, Diana! Það var rétt og! Sýndu honum, hvar Davfe keypti ölið! Einhver hringdi á lögregluna. Eg heyrði rödd Johnnys í eyra mér. — Diana, svona máttu ekki haga þér meðan mamma þín er hérna. Við skulum koma okkur burt. Og um leið og lögreglan kom inn um framdyrnar, læddumst við út um bakdyrnar og út í bíl inn hans Johnny. Við morgunverð daginn eftir lásmn við blöðin, þar sem sagt var frá öllu saman — og mynd af mér á forsíðunni! Eg varð að sýna mömmu blöðin áður en hún sæi þau sjálf. Eg fór með þau til hennéir. — Hérna kisa, sagði ég. — Þú hafðir á réttu að standa um samkvæmið í gaer kvöldi. Hún settist upp í rúminu. Hún lagaði koddana kring um sig og sagði. — Það er víst betra, að það fari almennilega um mig meðan ég Ies þetta. Svo las hún greinina þegjandi, en sneri sér síðan að mér. — Þetta er nákvæmlega það, sem ég vissi, að mundi koma fyr ir þig í Hollywood. Þú ætlar að feta í fótspor Jacks, svo falleg sem þau eru. Eg skammaðist mín, en hún hóf langa ræðu. — Það er sýnilegt, að þú ert kom in vel' á veg, en guð má vita, hvernig það endar fyrir þér. Eg vissi ekki almennilega, hverju svara skyldi. Bréfin frá Bramwell höfðu hrúgast upp á borðinu hjá mér, og öðru hverju hringdi hann til mín. Eg átti bágt með að tala við hann. Hann var svo . . . ráð settur. Mér leiddist jafnvel að tala við harm í símann. Mamma var farin heim til sín fyrir um það bil viku, þegar ég heyrði rödd Barms í símanum | — ákafa og hrifna. Hann talaði frá Chicago. — Elskan mín. Við erum að verða búnir og ég er að koma til þín rétt á næstunni. Nei, nei, hugsaði ég. Eg get ekki hitt hann. Enginn elskandi eiginkona hafði getað hegðað sér eins og ég háfði gert síðustu mánuðina. Það var allt búið að vera hjá okkur. Eg sagði: —• Heyrðu, Bramwell, heldurðu ekki, að þér væri betra að fara til New York og reyna að fá eitt hvað að gera þar? Hér er ekkert að hafa. — Nei, svaraði hann. Eg kem til þín svífandi á vængjum vinds ins. Eg verð kominn til þín á morgun. Næsta morgun kom ég Johnny í snarkasti út úr húsinu og ók til flugvallarins. Eg kom við á barnurn, til að hressa mig við, gekk svo út og beið eftir flug- vél Ecams. Eg horfði á hana hringsóla og lenda, og loks sá ég hann koma. Hann var í brúnum, grófum fötum sem áttu illa við Kaliforníusólina. Og ég hugsaði til allra fjörugu mannarma, sem ég hafði þekkt imdanfarna mán- uði og vorkenndi verslings Bram. En ég kyssti hann nú samt, eins og vera bar, og ók honum svo til Odets-hússins, sem hann hafði aldrei séð. Þegar við komum upp á braút ina heim, sá hann annan bíl- inn minn. — Hver er hér? spurði hann. — Enginn, sagði ég. — Hvað er þá þessi bíll hér að gera? hélt hann áfram. — Eg á hann líka, svaraði ég. — Eg á þá báða. — Nú, en var ekki einhver hérna? spurði hann. Snöggvast datt mér í hug, hvort einhver hefði verið að skrifa honum. — Hérna? Hérna hvenær? svar aði ég. *— Hér hefur enginn verið, Bramwell. — Jæja, hverjum hefur þú ver ið með? Eg opnaði dymar. — Svo sem — Guð hjálpi mér. Eg kemst aldrei niður aftur! engum, elskan. Við gengum inn. Það þurfti að ganga þrjú þrep niður í setustofu Odets, en svo var gestaherbergi til hægri. Bram well leit kringum sig. — Þetta er svei mér fín íbúð, sem þú hefur hérna. Hann gekk inn í gestaherbergið og kom út aftur. — Hvað er uppi á lofti? Eg sagði: — Komdu, og ég ‘skal sýna þér svefnherbergið þitt. Svo fór ég á undan. Undir eins og við vorum komin inn í herbergið, tók hann mig í fang sér. — Elskan mín, sagði hann. Og þegar hann dró mig að sér, sagði ég við sjálfa mig: — Þetta er lygi, Diana! Hvað get urðu haldið henni lengi gang- andi? Eg gerði mitt bezta, enda þótt ég þyrfti að drekka til þess að geta það. Eitt kvöldið var Bram í svefnherberginu en ég sat niðri, sötraði úr glasi og braut heilann um, hvernig ég gæti komið mér að því að segja hon- um það. Allt í einu leit ég upp, og þar stóð Robin ljóslifandi fyrir framan mi,g, í fallegu, ensku fötunum sínum. Eg vildi ekki missa af sýninni og sagði upphátt. — Farðu ekki frá mér, Robin-kisi. Til hvers varstu að koma. Er eitthvað að? En það var enginn svipur á andlitinu, Það var flatt eins og gríma. Og svo hvarf sýnin. Bram kom fram á stigagatið. — Við hvern varstu að tala? spurði hanp. — Robin, svaraði ég. Hann kom og lagði armin,n um mig. — Komdu í rúmið, sagði hann. — Þú hefur fengið einum o 1 mikið. Eg vissi, að ég hafði séð Rob- in, þó að það væri ekki nema svo sem átta sekúndur — en það gæ-ti Bramwell ekki skilið. Svo að ég lagðist í rúmið og lá svo í myrkrinu og fór að hugsa um, hvort ég myndi nokkurntíma sjá Robin aftur. Aftur og af tur reyndi ég að töfra hann fram, sitjandi í sama herberginu, í sama stólnum, á sama tíma næt- ur. Og þá sagði ég venjulega: — Komdu aftur, Robin, komdu aft ur. En hann kom aldrei aftur. Svo var það í annóLrri vikunni, sem Bram var hjá mér, að allt sprakk í háaioft! Við fórum í kvöldboð hjá kunningja okkar, Luther Green, leikstjóra, sem þá var trúlofaður Judith Anderson. Gríska stjaman Katina Paxinou bjó til matinn og gerði það snilldarlega. En ég var ekki að hugsa um mat. Þegar við geng- um inn í hús Luthers, fann ég alveg á mér, að eitthvað hræði- legt myndi ske. Einkennilegt, hugsaði ég. í íbúð Luthers í New York hafði ég einmitt hitt Ritchie Merino, einmitt rétt áður en ég giftist Bram. En þá elskaði ég Bram, og þetta skammvinna ævin týri gerði hvorki til né frá. En hér — heima hjá Luther — átti að binda endi á hjónabandið mitt. Eg fann það alveg á mér. Bram og ég höfðum varla skipzt á orði allt kvöldið. Eg drakk allt, sem mér var borið, hverju nafni sem það nefndist. Ungfrúrnar Paxinou og Ander- son voru svo fjörugar, að öll athyglin beindist að þeim. En við Bram vorum eins og ókunnugt fólk og það vorum við líka þegar við ókum heim. Þegar heim kom, bætti ég enn á mig. Loks, þegar ég var komin á það stig að vera bæði huguð og kærulaus, reikaði ég yfir til mannsins míns, sem var að lesa , blaði. Hánn leit upp og myndaði sig til að standa upp — kannske til þess að styðja mig. — O, sittu bara kyrr, Bram, sagði ég og var ioðmælt. — Eg þarf að segja þér dálítið. Hvað heldurðu, að ég hafi verið að gera héma í Hollywood, ailan tímann, sem þú hefur verið fjar verandi? Heldurðu, að ég hafi verið að spila dómínó? Bram horfði á mig með við- bjóði. — Þú ert fuld, sagði hann. — Vitanlega er ég fuli. Væri ég ekki það, hefði ég ekki manns móð í mér til þess að segja þér þetta. Eg hef sofið hjá hinum og þessum ... Og svo romsaði ég upp úr mér fjöida nafna. Bram náfölnaði í framan, og stökk á fætur. — Haltu þér saman! öskr aði hann. — í guðs bænum, haltu þér saman. Eg þagnaði, því mér varð hverft við ákafann i honum. — Þetta er það skam-marieg- asta, sem ég hef nokkurntíma heyrt. Röddin skalf. — Eg trúi því ekki. Er þér alva-ra? — Annað hvort væri! Held- urðu að ég væri að leggja það á mig að segja þér þetta alltsam an, ef það væri ekki satt? Eg elska þig ekki lengur, Bram- well. Við eigum ekkert sameig inlegt lengur. Þess vegna gerði ég það, sem ég gerði. Eg þekkti ekki lífið, þegar ég giftist þér, en ég hef lært sitt af hverju síðan . . . Eg sneri mér við, fann stól og lét fallast ofan á hann. — Eg sting upp á að við skiljum. Bra-mwel-1 horfði á mig. — Stingur upp á! Eftir það, sem þú hefur sagt mér, yrði ég ekki hjá þér stundinni lengur þó að þú svo værir eini kvenmaðurinn á jörðinni. Eg veifaði hendi. — Gott og vel. Taktu dótið þitt saman. Þá er vandinn leystur. — Það ætla ég að gera, sva-r- aði hann og fór upp á loft. Eg kveykti mér í vind ingi og sat svo kyrr og reykti. Eg var ekki að hugsa um neitt sérstakt. Hann kom svo niður með ferða tösku í hendinni. Ekki leit hann á mig. — Eg sendi eftir hinu á morgun. Hurðin skall í lás. Eg saug vindlinginn með á- kafa. Eg veit, hvert hann fer. Hann fer til vinar síns, hans Frank Tours. Frank var tón- listarmaður, sem var einu sinni hljómsveitarstjóri hjá Irving Berlin, og ha-fði verið svaramað ur Brams, þegar hann giftist Helen Chandler. Hann bjó þarna í næsta nágrenni. Eg stóð upp. Eg fann til óþæg inda fyrir bringspölunum. Eg hellti í mig einu glasi til og setti píanókonsert nr. 2 eftir Rac-h- maninoff á grammófóninn, en hann var alltaf gott meðal við biluðum taugum hjá mér. Tón- arnir fylltu stofuna og ég var dreymandi og hlustaði. Eg gekk aftur að gramófóninum, hallaði mér upp að honu-m og grét. Allt í einu varð mér Ijóst, hve óskap legt þetta var, sem ég hafði gert. Guð minn góður, hugsaði ég. Nú held ég, að ég hafi hagað mér rangt. ailltvarpiö Þriðjudagur 3. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 14.40 ,,Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna: Jón G. Þórarinsson söngkennari stjórnar. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tuttugu og fimm aurar sænskir. Hugleiðing eftir Einar Pálsson, flutt af höfundi. 20.30 Minningartónleikar um Hugo Wolf á aldarafmæli hans. — Dietrich Fischer Dieskau syng- ur lög eftir tónskáldið, Gerald Moore leikur undir á píanó. (Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg á nýliðnu ári). 21.20 Raddir skálda. Úr verkum Hann esar Péturssonar. — Flytjendur: Geir Kristjánsson, Hannes Sig- fússon og höfundurinn sjálfur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Á vettvangi dómsmála. Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari talar. 22.30 Þjóðlög úr Alpahéruðum Austur- ríkis. Austurrískir listamenn syngja og leika. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: „Átta börn og amma þeirra í skóginum" eftir Önnu Cath. West ly; I Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les. — Sagan er fram- hald bókarinnar „Pabbi, mamma, börn og bíll“, sem Stefán las í útvarpið fyrir tveimur árum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box, X kafli. Þýðandi Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Helga Val- týsdóttir, Rúrik Haraldsson, Her- dís Þorvaldsdóttir, Ævar Kvar- an, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Jóhann Pálsson. 20.35 Giuseppe Taddei syngur óperu- aríur. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: — Örnólfur Thorlacius fil. kand. kynnir starfsemi Rannsóknaráðs rikisins. 21.10 Ungversk tónlist: Pastorale, fanta sia og fúga fyrir strengjasveit op. 23 eftir Leo Weiner. Strengja flokkur sinfóníuhljómsveitar ung verska útvarpsins leikur, András Koródy stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein les. XXVI lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Austur-Afríka: Erindi flutt at Baldri Bjarnasyni magister. 22.30 Harmonikuþáttur: Henry J. Ey- land og Högni Jónsson stjórna þættinum. 23.00 Dagskrárlok. ' HUKT, VM SO J GLAD YOU'RE HOME. l'M AFRAID WHEN YOU'RE AWAY... » I DION'T BUILD THIS ^ GREAT TRAD1NG EMPIRE WITHOUT MAKING ENEMIES, BUT YOU HAVE NOTHING ý TO FEAR, LYCXA / .-X STILL.SOME OF THEM WOULD DO ANYTHING TO GET REVENGE.„ EVEN TO HARMiNG / LITTLE KING/ J YOU HAVE SO MANY ENEMIES, ANO... THAT'S WHY ^ I TRAINED MA-HEEN-GUN TO HELP GUARD HIM...THE DOG NEVER LETS THE BABY OUT OF — Hunt, það er gott að þú ert kominn, ég er hrædd þegar þú ert að heiman . . . Þú átt marg-a óvini og . . — Eg hef ekki komið upp þessu verzlanakerfi mínu án þess -að eignast óvini, en þú þarft ekk- ert að óttast Lydia! .i, sumir óvina þinna mundu samt gera hvað sem væri til að hefna sín . . . j-afnvel skaða King litla- — Þess vegna hef ég vanið Ulf til að gæta hans . . . Hundur- inn sleppir ekki augunum af hon um! 12000 VINNINGAR A ARI 30 krónur miðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.