Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 11
Þriðjuðagur 3. janúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Framundan er bil stöðugs verð- i efnahags Fórnirnar hafa borið árangur öppsprettur nýrrar fjúrmagnsmyndunar opnast ÚtvarpsrœSa Ólafs Thors forsœtisraðherra á gamlárskvöld ÞAÐ mun víðast venja, að þeir sem fá fé að láni, geri lánardrottnum sínum reikn- ingsskil um hver áramót, svo að séð verði, hvort þeir eru verðugir lánstraustsins. Þeim, sem fá traust og völd að láni, ber ekki síður skylda til reikningsskila. Fyrir því mun til þess ætlazt af mér, að ég skýri nú þjóðinni frá hversu horf- ir um þá viðreisn, sem ríkis- stjórnin og flokkar hennar hófu á öndverðu þessu ári og komin er nokkuð áleiðis, enda þótt langt kunni að reynast í land og bæði blind- sker og brimsjóar á leiðinni. ★ Það eru þrjár spurningar, sem ég þá einkum vil gera skil, en það eru einmitt þær spurningar, sem oftast hefur verið beint til mín af þeim mönnum, sem á annað borð vilja ræða vandamálin af einlægni: í fyrsta lagi: Var nauðsynlegt að grípa til jafn róttækra úrræða og ríkisstjórnin gerði? í öðru lagi: Hvar erum við nú á vegi staddir? 1 þriðja lagi: Hvað er framundan? ★ Það var sannfæring ríkis- stjórnarinnar, að algjör stefnubreyting í íslenzkum efnahagsmálum væri nauð- synleg um síðustu áramót, vegna þess að sú stefna, sem þá hafði verið fylgt um langt skeið, hefti sókn þjóðarinnar til framfara og velmegunar. Þessi uppbóta- og verðbólgu- stefna gerði íslendinga sífellt háðari erlendum lántökum og reyrði atvinnulífið í hafta fjötra. Hún var á góðri leið með að lama viljaþrek þjóð- arinnar og trú hennar á það, að hún gæti hafið sig upp úr erfiðleikunum af eigin ramm leik. í stað samstillts átaks og almennrar fórnar, sem nauðsynleg var, til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl, kafnaði öll viðleitni árum saman í tog- streitu hagsmunahópanna innbyrðis. Þjóð, sem þannig bregzt við vandamálum sín- um, er vissulega í hættu stödd. Enn alvarlegra var þó á- stand íslenzkra efnahags- mála, þegar það var skoðað í ljósi þeirrar þróunar, sem samtímis átti sér stað með öðrum þjóðum. Höftin, upp- bæturnar og verðbólgan, spruttu upp úr erfiðleikum kreppu- og styrjaldarára. Nágrannaþjóðir okkar í Ev- rópu tóku að losa sig úr viðj- um þeirra skömmu eftir styrjöldina, og varð það upp- haf eins hins mesta fram- faraskeiðs í sögu þeirra. Síð- astliðinn áratug og þá ekki sízt síðustu fjögur, fimm ár- in hefir framleiðsla þeirra farið ört vaxandi. Á hefir komizt fullt frelsi á flestum sviðum gjaldeyris- og inn- flutningsmála og lífskjörin stórbatnað. Jafnframt hafa þessar þjóðir fært sig saman til æ nánara samstarfs, m. a. með stofnun tollabandalags og fríverzlunarsvæðis, sem menn eru sannfærðir um, að muni færa þátttökuþjóðun- um vaxandi velmegun á komandi árum. Dæmi þessara þjóða, sem margar höfðu þurft að reisa allt efnahagskerfi sitt úr rústum styrjaldarinnar, mátti vera okkur áminning um það, að okkar eigin vand- ræði væru sjálfskaparvíti, en ekki óumflýjanleg örlög. Þá var það og áhyggjuefni, að íslendingar voru að verða viðskila við nágrannaþjóðir sínar. Eftir því sem hagur Evrópuþjóðanna batnaði, frelsi í viðskiptum þeirra jókst og samvinna þeirra varð nánari á öllum sviðum, hlaut aðstaða okkar á er- lendum mörkuðum að versna og þar með möguleikarnir til að bæta lífskjörin til jafns við aðrar' þjóðir. Því hversu lengi getur 180 þús. manna þjóð staðizt samkeppni í heimi stórra, frjálsra mark- aða, fjöldaframleiðslu og sí- breytilegrar tækni, ef hún fjötrar sig í viðjar eigin hafta og lamar þannig lífs- þrótt sinn og viljaþrek? Hversu lengi varðveitir sú þjóð frelsi sitt og sjálfstæði? Hér var því að dómi ríkisstjórnarinnar ekki um neitt að velja. Aðeins al- gjör stefnubreyting í efna hagsmálum gat forðað þjóðinni frá þeim voða, sem fyrir dyrum var. Rík- isstjórnin hófst því handa um að framkvæma rót- tækar aðgerðir á flestum Ólafur Thors forsætisráðherra. sviðum efnahagsmálanna, sem óhjákvæmilega hlutu að kosta allan almenning í landinu miklar fórnir, enda þótt ráðstafanir væru gerðar til að draga úr kjaraskerðingu barnafjöl- skyldna og aldraðs fólks. Óþarft er að fjölyrða um, að sérhver ríkisstjórn vill gjarnan geta gefið almenn- ingi, sem að síðustu mun dæma hana af verkum henn- ar, gull og græna skóga, í stað þess að krefjast af hon- um mikilla fórna. Þess vegna hlaut ríkisstjórnin að spyrja sjáífa sig, eins og almenn- ingur hefur spurt: Hvort ekki væri hægt að ganga skemmra? Hvort ekki væri auðið að ná .sama marki á lengri tíma, með minni þrengingum? Svar ríkisstjórnarinnar felst í gjörðum hennar. Hún sá, að engin millileið var möguleg. Það yrði að horf- ast í augu við allan vandann í einu. Hálfkák væri verra en ekki. Ráðstafanirnar yrðu að vera nægilega róttækar, til þess að geta náð settu marki og þær yrðu að veita nokkurt svigrúm, til að mæta ófyrirsjáanlegum örð- ugleikum. Reynslan hefir sannarlega sýnt, að þess var full þörf. Á þessu ári, sem nú er að líða, hafa íslendingar orðið fyrir miklum áföllum, vegna verðfalls afurða á erlendum markaði, aflabrests hjá tog- araflotanum og á síldveiðum bæði norðanlands og sunnan. Ef uppbótakerfið hefði verið framlengt er vafalaust, að nú við þessi áramót hefði orðið að leggja stórfelldar álögur á þjóðina. En þrátt fyrir þessi áföll, hefir ríkis- stjórnin nú engra nýrra fórna þurft að krefjast. Hins vegar hefur tekjutap þjóð- arbúsins vegna aflabrestsins og verðfallsins, sem áætla má að nemi a.m.k. 500 millj. kr., eða nærfellt 3.000,— kr. á mannsbarn í landinu, orðið til þess, að ekki hefir verið hægt um þessi áramót að létta byrðum af almenningi, eins og ríkisstjórnin hefði óskað og vonað. Erfiðum hjalla laefur þó verið náð. Tekizt hefur að koma á nauðsynlegum jöfn- uði í gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar, og gjaldeyris- staðan hefur batnað um hátt á þriðja hundrað millj. kr. frá því að efnahagsráðstaf- anirnar voru gerðar. Jafn- vægi hefur náðst milli spari- fjármyndunar og útlána bankanna. Eftir að verðhækk unaráhrif gengisbreytingar- innar eru nú komin fram, hefur verðbólgan verið stöðvuð. Athafna- og við- skiptafrelsi hefur verið stór- aukið. Óhagstæðar ytri að- stæður meina þjóðinni að sönnu í bili að njóta ávaxt- anna af því, sem áunnizt hef ur. Samt sem áður hefur nú verið talið óhætt að lækka vexti um 2%, og ef við verð- um ekki fyrir nýjum áföll- um, er framundan tímabil stöðugs verðlags og batnandi efnahags. ★ Af því, sem ég nú hefi sagt, vænti ég að menn sjái, að svarið við fyrstu tveimur spurningunum, sem ég varp- aði fram í upphafi er, að ís- lendingum var sá einn kost- ur nauðugur að færa fórnir, til þess að komast út úr efnahagskröggunum, sem og hitt, að fórnirnar hafa borið þann árangur, að við erum nú komnir langt áleiðis að settu marki. Það, sem nú skiptir höfuðmáli er, að öll þjóðin skilji nauðsyn þess að varðveita það, sem áunn- izt hefur, að forðast hækk- anir á framleiðslukostnaði og nýja peningaþenslu, sem hlyti að steypa þjóðinni aft- ur út í kviksyndi verðbólgu og gjaldeyrisskorts. ★ Kem ég þá að loka-spurn- ingunni: Hvað er framundan? Hvaða framtíð getur ís- lenzka þjóðin búið sér? Við skulum virða fyrir okkur þá veröld, sem við lif- um í og sem samgöngur nú- tímans hafa gert okkur ná- tengdari en nokkru sinni fyrr. Þessi veröld er í meira hafróti breytinga og bylt- inga en nokkru sinni áður. Ég minntist áðan á þær öru framfarir, sem átt hafa sér stað í Vestur-Evrópu síðast- liðinn áratug. í Bandaríkjun um, sem lengra hafa komizt áleiðis í efnahagsmálum en nokkurt annað land, býr ný stjórn, undir forustu ungs forseta, sig til nýrrar fram- farasóknar. í Austur-Evrópu sýnir sterkt ríkisvald, hverju það getur áorkað, þegar afli þess er beint til uPPt>yggingar stóriðnaðar. Og í þeim víðlendu og fjöl- mennu heimsálfum, sem til skamms tíma voru fátækar og kúgaðar nýlendur, rísa upp ungar þjóðir, ólmar og óstýrilátar að komast sem Framhald á bls. ÍZ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.