Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 3. janúar 1961
MORGUN BLAÐIÐ
19
— Aramótaávarp
Framh. af bls. 6.
inn, höfuðtrygging réttlátrar
framkvæmdar. „Drengur góður“,
er eitt af þessum orðtökum sem
lýsa hugsjón þjóðarinnar, rétt-
lætiskend og mannúð. Berseks-
gangurinn hefir aldrei notið virð
ingar. Það væri hættulegur mis-
skilningur, að þegnskapur og
drengskapur komi ekki flokks-
baráttunni við. Þessi hugtök eru
tvístirnið í þeim þjóðarþroska,
sem gerir lýðræðisskipulag ör-
uggt til frambúðar.
1 annan stað ber ekki ætíð eins
mikið á milli í átökum innan
þjóðfélagsins og stundum virð-
ist á líðandi stund eftir öldurót-
inu á yfirborðinu. Og vel hafa
staðizt flestar aðalákvarðanir í
málefnum þjóðarinnar, þó hörð-
um átökum hafi valdið á stund
úrslitanna. Islendingar eru ó-
venjulega samstæð þjóð, af ein-
um stofni að kalla, tala sömu
tungu, mótaðir af einni trú og
þjóðerni. Andrúmsloftið hefir sín
óbeinu áhrif hvað sem skoðunum
líður. Þessum skyidleik er erfitt j
að lýsa til hlítar en vér finnum |
hann þegar vér hittumst á förn-
um vegi í mannhafi erlendra
stórborga. Og við finnum hann
þráfaldlega í daglegu lífi, innan
fjölskyldu og í vinahóp, á sam-
komum og stórhátíðum.
Hátíð er til heilla bezt. Það
höfum vér sjálfsagt flestir fund-
ið þessa dagana. Við finnum það
þegar Jólaguðspjallið er lesið,
þessi undursamlegi boðskapur,
sem lýsir ætíð jafnskært i
skammdegismyrkrinu. Vér finn-
um það nú um áramótin, þegar
vér þökkum hver öðrum fyrir
gamla árið. Þrátt fyrir allt, er
það svo margt og mikið, sem vér
höfum hver öðrum að þakka. Og
vér óskum hver öðrum gleðilegs
nýárs af heilum hug í þeirri von
að árið verði gott hverjum um
sig og þjóðinni í heild, inn á við
og út á við. Bjartsýni og kjark-
ur sómir vel nýbyrjuðu ári.
1 hverri hátíð býr nokkuð af
sögu og sál þjóðarinnar. Sumar
miðast við merkismenn og at-
burði, aðrar við kristnihald, og
enn aðrar eiga rætur sína í nátt-
úru landsins, atvinnulífi og gangi
himintungla. Og þó rennur allt
þetta saman, opnar hug vorn og
sameinar sálirnar. A sínum beztu
stundum á þjóðin eina sál.
Góðir Islendingar. Gleðilegt
nýtt ár-
- Minningarorð
Aramót
Framh. af bls. 8
ef unglingarnir nálguðust eld
inn um of. Á annað þúsund
Siglfirðinga voru viðstaddir
álfadansinn.
- Kl. 9 var svo kveikt
í nokkrum brennum í fjalls-
hlíðinni ofan kaupstaðarins.
Jafnframt var kveikt á blys-
um eða blysaröð, sem náði
frá toppi fjallsins Stráka nið-
ur á brún Hvanneyrarskálar,
með fram skálarbrúninni allri
og upp á fjallstopp ofan
Gimbrakletta. Þá var og skrif
að eldblysum í fjallshlíðina,
neðan Hvanneyrarskálar, hið
nýja ártal 1961. Mikið af skip-
um var hér í höfninni og ljós-
dýrð mikil. Dansað var frá
miðnætti til kl. 4 að morgni
að Hótel Höfn. Áramótagleð-
skapurinn hér var með sér-
stökum ágætum. — Stefán.
Á Kópaskeri.
Hér var öndvegistíð á gaml-
ársdag, stillt veður og hlýtt,
en dálítið stormasamt hefur
verið undanfarið. Snjólaust er
nú í byggð og bílfært um all-
ar jarðir. Unga fólkið, sem
heima er, stóð fyrir brennu
og skaut flugeldum á loft.
Annars er lítið hér um ungt
fólk og skemmtan eftir því.
Flest af því er í skólum víðs
vegar um landið. Heima sitja
börn og gamalmenni. — Jósep.
Á Húsavík
Hér var fegursta veður á
gamlársdag, logn og frostlaust
Fyrsti pósturinn frá því á að-
fangadag kom hingað með
flugvél um miðjan dag og með
honum kom jólablað Morgun-
blaðsins og síðbúin jóla- og
nýárskort. Það er mjög ó-
venjulegt að ekki séu sam-
göngur milli Húsavíkur og
Akureyrar í heila viku um
þetta leyti árs.
Hátíðahöldin á gamlárs-
kvöld hófust með því að Völs
ungar fóru blysför upp á
Skálamel og mynduðu stafina
ÍSV með blysunum og báru
síðan eld að stórum bálkesti
þar í hlíðinni. Önnur brenna
var á Stórhól. Síðar um kvöld
ið var dansleikur í samkomu-
húsinu, og eins og venjulega
á gamlárskvöld voru menn
góðglaðir, en engin ólæti frem
ur en áður. Þó ryskingar komi
stundum fyrir á dansleikum
hér, hefur það aldrei borið við
á gamlárskvöld, kannski
vegna þess hve allir eru jafn
kenndir. Strákarnir sprengdu
púðurkerlingar, en höfðu
ekki í frammi neina hrekki.
— Silli.
í Hafnarfirði
Mikill mannfjöldi var við-
staddur hina stóru brennu, er
var hér á Hvaleyrarholtinu á
gamlárskvöld og bílaumferð
mjög mikil. Var kveikt í bál-
kestinum kl. 8,30 og logaði
í honum allt til morguns, en
laust fyrir miðnætti hafði
dregið talsvert úr bálinu. Á
það var hellt á þriðja þúsund
lítrum af olíu, sem Olíustöðin
gaf.
Brennan fór hið bezta fram,
svo og aðrar brennur, sem hér
voru, en þær voru allmargar.
Urðu engin slys á fólki hér á
gamlárskvöld og það hið kyrr
asta. — G.E.
1 Hornafirði.
Afbragðsveður var hér á
gamlársdag. Tvær brennur
voru á Höfn, skotið flugeldum
og púðurkerlingar sprengdar.
Mikill áramótadansleikur var
haldinn, þar sem samankomið
var fólk úr 3 sveitum, Lóni,
Nesjum og Mýrum ,og voru
menn góðglaðir margir.
. — G. S.
H andavinnunámskeið
byrjar 16. þ.m. í fjölbreyttum útsaum, hekli, gimbi
prjóni, orkeringu, kunstoppi o. fl. Áteiknuð verkefni
fyrirliggjandi. Nánari upl. milli kl. 1—7 e.h.
Ólína Jónsdóttir, handavinnukennari
Bjarnarstíg 7 — Sími 13196.
í'ramh. af bls. 13.
hefir Ásgrímur búið félagsbúi
með Sigrúnu, dóttur sinni og
manni hennar, Kjartani Hall-
grímssyni, var sú samvinna öll
með ágætum á báða bóga.
Ásgrímur bjó mestallan sinn
búskap í þjóðbraut. Hann var
greiðasamur og gestrisinn svo
af bar, fyndinn og gamansamur
og hinn mesti gleðimaður á
mannamótum. Tryggur vinum
sínum og óhvikull í skoðunum,
en þykkjuþungur nokkuð ef
honum fannst á hlut sinn geng-
ið.
Konu sína missti Ásgrímur
árið 1956. Þau hjón eignuðust
sjö börn, tvö misstu þau I
bernsku en hin er til aldurs
kornust eru þessi: Herbert. bif-
reiðarstjóri í Reykjavík; Indíana
húsfrú í Reykjavík; Konráð,
bóndi á Skálá; Sigrún, húsfreyja
á Tjörnum og Jón, verkstjóri i
Reykjavík. Öll eru þau hið
mannvænlegasta fólk, svo sem
þau eiga kyn til.
Ásgrímur andaðist i Sjúkra-
húsi Sauðárkróks hinn 21. f. m.
Tæpum mánuði áður hafði hann
veikzt af heilablæðingu. Fram
að þeim tima var hann hress og
kvikur sem ungur væri, sístarf-
andi og hrókur allg fagnaðar,
bæði á heimili og á mannamót-
um. Hann var eins og grenitré,
aem grær á berangri, stendur
sígrænt upp úr fönn og frera, þó
önnur tré félli blöð og barr,
„bognar aldrei, brotnar í byln-
um stóra seinast“.
Fétur Björnssonr.
Stúlka óskast
IHatstofa Austurbæjar
Laugavegi 116.
Til leigu í Vesturbænum
Alveg ný 3ja herb. íbúð í sambýlishúsi í Vestur-
bænum er til leigu. Árs fyrirframgreiðsla er áskilin.
MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA
Sigurður Reynir Pétursson, hri.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti
Austurstræt 14, II — Símar 19478 og 22870.
Skrifstofustúlka
óskast á lögfræðiskrifstofu Tilboð eða uppl. sendist
afgr. Mbl. merkt: Lögfræðiskrifstofa — 489-‘.
ÍBÚD
3 herbergja íbúð óskast. Útborgun 250 þúsund. Tilboð
merkt: „250 þúsund — 1383“ óskast strax.
Hef opnað
Enduískolunarskrifstofu
Tek að mér endurskoðun og uppgjör.
GUÐJÓN EYJÓLFSSON
löggiitnr endurskoðandi.
Skólavörðustíg 16 — Sími 19658.
Vegna útfarar
sr. Magnúsar Þorsteinssonar verður bankinn, og
útibú hans í Reykjavík, lokaður fyrir hádegi,
fimmtudaginn 5. janúar n.k.
Búnaðarbanki íslands
Maðurinn minn
GUÐJÓN JÓNSSON
trésmiður, Grettisgötu 31,
andaðist í Bæjarspítalanum að kvöldi 1. jan. 1961.
F. h. vandamanna.
Kristín Jónsdóttir.
Móðir okkar
GUÐLAUG HELGA ÞORGRlMSDÓTTIR
frá Felli í Breiðdal
andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, að morgni
2. janúar.
Börn hinnar látnu
Útför
JÓNS ÞORFINNSSONAR
Freyjugötu 5, Sauðárkróki,
fer fram frá Sauðarkrókskirkju þriðjudaginn 3. janúar
1961 klukkan 1,30.
Vandamenn.
Jarðarför konunnar minnar,
GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR
frá Melbæ, Kaplaskjóli
til heimilis Vitastíg 9, fer fram frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 4. janúar kl. 13,30. — Blóm og kransar vin-
samlega afþakkað.
Valdimar Kr. Árnason
Útför mannsins míns
SR. MÁGNÚSAR ÞORSTEINSSONAR
frá Húsafelli,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar
kl. 10,30 fyrir hádegi. Jarðað verður í Fossvogskirkju-
garði. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Ástríðnr Jóhannesdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir
MARlA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
sem andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu þann 30. des. s.L,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
6. janúar kl. 1,30.
Auður Jónsdóttir, Hulda Jónsdóttir,
Haukur Jóhannesson, Þorsteinn Þorsteinsson.
Hjartkær eiginmaður minn,
ERIK VALDEMAR JUURANTO,
aðalræðismaður
andaðist í Helsingfors 30. des. 1960. — Jarðarförin fer
fram frá, Gamla Kyrkan, Helsingfors, 10. jan. 1960.
Line Juuranto og fjölskylda.
Ollum þeim sem heiðruðu minningu
ALBERTS KLAHN
hljómsveitarstjóra,
við útför hans, þökkum við innilega.
Þórunn Símonardóttir,
Ingibjörg og Áróra Guðmundsdætur