Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1961
E I N S og fyrr hefur verið
getið, hefur Skíðaráð Reykja
víkur auglýst skíðanámskeið
í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um um hátíðirnar. Stefán
Kristjánsson, íþróttakennari,
annast þctta námskeið. Eitt
kvöldið milli hátíðanna var
blaðamönnum boðið að vera
með í kvöldferð. Guðmund-
ur Jónasson sér um akstur
héðan til skíðaslóða á Hellis
heiði. Bílar Guðmundar eru
núna í mjög góðu ásigkomu-
lagi, og er varla völ á betri
langferðabílum hér sunnan-
Iands.
★ Mikið um gesti
í Skíðaskálanum dvelur nú
fjöldi fólks við skíðaiðkanir, og
hafa gestgjafar Skíðaskálans
tekið á leigu Hafnarfjarðarskál-
ann, sem aetlaður er fólki, sem
hefur svefnpoka og eigið nesti.
í Skiðaskálanum eru mjög
skemmtileg herbergi, guíubað,
allar veitingar, þjónusta og allt
hið ákjósanlegasta. Ungu gest-
gjafarnir, Sverrir og Óli, hafa
á skömmum tíma unnið sér
traust og velvild ungra og gam-
alla, sem skíðaskálann sækja.
Er Skíðaskálinn fagurlega
skreyttur um hátíðarnar.
★ Börn frá höfuðstaðnum
Stefán Kristjánsson, íþrótta-
kennari, sagði í viðtali við
blaðamenn, að daglega hefði
komið fjöldi barna og unglinga
úr Reykjavík, að morgni dags
og dvalið við nám allan daginn.
Margir komu dag eftir dag, og
framfarir ungra nemenda voru
ótrúlega miklar. Sum barnanna
eru nú fær um að renna sér á
minni háttar skíðabrautum. Á-
huginn er óbilandi, og æskilegt
væri, að forráðamenn skíða-
íþróttarinnar sjái um leið til
framhaldskennslu fyrir nemend-
Hið sápuríka Rinso
tryggir fallegustu
áferðina
ÍÍVmuSuh*»ám*to»r. .vauw.'Av/ 'W/m ...
ur þessa. Skemmtilegt var að
sjá, hve margir foreldrar fylgdu
börnum sínum í fyrstu kennslu-
stund, en eftir það voru Guð-
| mundi Jónassyni og bílstjórum
hans trúað fyrir bömunum báð-
ar leiðir. Stefán hefur beðið
blaðamenn sérstaklega að benda
Reykvikingum á nauðsyn þess,
að börn og unglingar haldi á-
fram skiðaæfingum sínum, þar
sem enginn skíðamaður getur
náð árangri í skíðaíþróttinni,
nema með stöðugri þjálfun.
★ Upplýst brekkan
Stefán bauð blaðamönnum
með sér út í upplýsta brekkuna
við Skíðaskálann, þar sem skíða
lyftan var í stöðugum gangi.
Reykvískir skíðamenn sýndu
þar listir sínar í braut, sem
Stefán lagði. Það er óhætt að
segja, að í þessu dásamlega
veðri, stillilogni og frosti, var
glæsileg sjón, að sjá okkar
snjöllu skíðamenn sveifla sér
með miklum hraða niður brekk-
urnar. Stefán stjórnaði, sem
áður er sagt, þessu æfinga-
kvöldi, og bað þess getið, að
skíðamenn væru nú, þrátt fyrir
snjóleysið í haust, komnir í
mjög sæmilega þjálfun, og væri
vonandi, að skíðaæfingar gætu
haldið áfram á svipaðan hátt og
hingað til.
Eftir „útivistina“ var blaða-
mönnum og keppendum boðið
að veizluborði hjá gestgjöfum
Skíðaskálans. Mjög skemmtileg |
skíðakvikmynd var sýnd og
skemmtu gestir sér síðan við |
Kata Iitla hefur mikla ánægju af að leik sér
á barnaleikvellinum.
Foreldrar hennar vita að almenningur dæmir
heimili barnanna eftir því hversu hreinleg
þau eru til fara, ’og þess vegna gætir móðir Kötu
þess vandlega að litla telpan hennar
sé ávallt í hreinum kjól.
En hvernig fer hún að því að halda kjólum
Kötu litlu svona tandurhreinum og fallegum?
Það er afar einfalt — hún notar R I N S O.
ÞaJV er hress-
andi og akaf-
lega shemmti-
legt að skreppa
á skiði eina
kvöldstvnd eða
part úr degi.
söng og gítarundirleik Sigurðar
Þórarinssonar fram á kvöld.
Slíkar kvöldferðir á skíðaslóð-
um eru mjög skemmtilegar, og
er áreiðanlegt að þær eiga eftir
að ná miklum vinsældum.
FéSagslíi
Judo
Æfingar hefjast á ný, þriðju
dagskvöld 3. jan. — Námskeið
fyrir byrjendur í jiu jitsu og judo
hefst kl. 7. Kl. 8 hefst æfing fyr
ir þá, sem hafa áður æft judo.
A-th.! Þeir, sem áður hafa mætt
kl. 9, eru beðnir að mæta á
þriðjudaginn kl. 8, ásamt þeim
sem þá hafa mætt.
Mætið stundvíslega.
Judodeild Ármanns.
Knattspyrnudeild Vals 4. fl.
Athugið að æfingar verða fram
vegis á þriðjudögum kl. 6,50—
7,40 Ofg á sunnudögum kl. 1,50—
2,40. Engár æfingar á föstudög-
um. Fyrsta æfing eftir áramót
er í kvöld kl. 6,50. Fjölmennið
stundvislega. Stjómin.
Knattspyrnudeild Vals 2. fl.
Athugið að æfingatíminn breyt
is þannig, að framvegis verða
æfingar á þriðjudögum kl. 7,40—
8,30. Einnig verða samæfingar
með Mfl. á sunnudagsmorgnum
kl. 10. Fjöimennið á æfinguna í
kvöld. —Stjórnin
Knattspyrnudeil Vals M. og 1. fl
Engin æfing í kvöld. Næsta æf
ing auglýst í fimmtudagsblaðinu.
—Stjórnin
Rösk skrifstofustúlka
með góða vélritunarkunnáttu og nokkra þekkingu
í ensku og einhverju norðurlandamálanna óskast
til starfa strax eða um miðjan mánuðinn. Upplýs-
ingar um aldur menntun og fyrri störf sendist Mbl.
fyrir 6. þ.m. merkt: „Rösk stúlka — 488“.
Útgerðarmenn
Höfum til sölu marga ágæta báta m. a. frá IV2—53
tonna. Einnig höfum við kaupendur af ýmsum
stærðum.
GAIULA SKIPASALAIM
Ingólfsstræti 4 — Sími 10309.
Fyrirliggjandi:
HARÐVIÐUR (afrik. teak og hnota).
HCSGAGMASPÓNN (teak, hnota og kastaníuhnota).
BRENNIKROSSVIÐUR, 4, 8 og 12 m/m.
SPÓNAPLÖTUR, 12,5 m/m, 5x12 fet.
HARÐPLAST, 4x9 fet.
VIÐARVEGGFÓÐUR (þrjár viðartegundir).
Laugavegi 22.
PÁLL ÞORGEIRSSOIM
Vinsæl skiöakennsla
víð skíðaskálann í Hveradölum