Morgunblaðið - 04.01.1961, Side 5
Miðvikudagur 4. janúar 1961
MORGUNBLAÐIÐ
5
Hungrur hefur nú höggið
mjög stórt skarð í nashyrn-
ingastofninn í þjóðgörðwnum
í Kenya. I Tsavo-þjóðgarðin-
um cinum hafa 100 nashyrn-
ingar dáið af þessum sökum,
en það er einn fjórði hluti nas
hyrninga, er lifa á þessu 8000
fermílna svæði.
Mervyn Cowie, höfuðsmað-
ur, forstöðumaður þjóðgarð-
anna í Kenya, segir, að þetta
sé mikil ógæfa, því að hinir
heimsku, nærsýnu og geð-
stirðu nashyrningar séu að
því komnir að deyja út.
Nashyrningarnir eru fom-
sögulegar Ieifar. Á setnni
hhita Tertier-tímabilsins voru
þeir útbreiddir bæði á austur-
og vesturhveli jarðar. Nú lifa
þeir í Afríku á svæðum með
kyrkingslegum runnagróðri.
Heimkynni Ijósu nashyrning-
anna eru afskekktustu hlutar
Suður-Súdan en hinir svörtu
lifa á ýmsum stöðum í Kenya
og er taia þeirra nú um 2.500.
L.jósu nashyrningarnir eru
stærstu núiifandi landdýrin,
að undanskildum filunum.
Dánartala nashyrninganna
er nú um 25% en fæðingartal-
an aðeins 5%. Svartur nas-
hyrningur kostar nú um eitt
þúsund pund og surair dýra-
garðar borga jafnvel hærra
verð fyrlr góð dýr.
Það ena tveir höfuðóvinir,
sem stuðla að útrýmingu nas-
hyrn'inganna, veiðiþjófar og
þurrkar. Veiðiþjófar sækjast
mest eftir fílum, en næst
koma nashyrningarnir. Þeir
ágirnast mjög hinar gljáa-
lausu trefjar hornanna til að
selja á mörkuðum í Austur-
löndum, en þar er hað trú
manna að þær auki losta
þeirra. Horn, sem nýlega voru
seld á uppboði í Mombasa,
kosíiuðu 88 shillinga pundið
og á svörtum markaði geta
þau jafnvel orðið verðmætari
en bezta fílabein.
Nashyrningurinn er mjög
nærsýnn og því auðveld veiði
bráð fyrir veiðiþjófa, sem læð-
ast að honum og skjóta hann
með eiturörvum á stuttu færi.
Verið getur að Kenya og
önnur Austur-Afríkuríki auki
varnir sínar gegn veiðiþjófum
og þyngi refsingar við slíkum
afbrotum, en það mun ekki
bægja frá hinum óvininum,
þurrkunum.
Fíllinn hefur mjög næma
eðlisávísun og flytur sig úr
stað áður en hann fer að þjást
úr þorsta. Það er sagt að hann
geti þefað uppi vatn úr 40—50
mílna fjarlægð. Fæða nas-
hyrningsins er takmörkuð við
sérstaka tegund runna og ef
vatn er ekki fyrir hendi í nám
unda við þá, deyr hann. Hið
slæma skap hans auðveldar
honum ekki lífið. Hann stygg
ist við tilraunir þeirra manna,
sem hug hafa á að hjálpa hon
um. Þeir hafa þó skotið deyfi
lyfjaörvum á nashyrningana
og flutt þá til bjargvænlegri
staða, meðan þeir eru undir
áhrifum Iyfjanna.
Óvíst er hvað gert verður í
framtíðinni til að stemma
stigu við útrýmingu nashyrn-
inganna. Nýjar stjórnir hafa
komizt til vaida í Austur-
Afríku og er ekki að vita,
hvort þær gera eins mikið tii
að vernda þær dýrategundir,
sem eru í andarslitrum, og ný
lendustjórnirnar hafa gert
fram að þessu.
Flugfélg Islands hf.: — Krímfaxi fer
til Glasgow og Khafnar kl. 8:30 í dag.
Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl.
16:20 á morgun.
Innanlandsflug: í dag til Akureyrar,
Húsavíkur, ísafjarðar, Vestmannaeyja.
Á morgun til Akureyrr, Egilsstaða,
Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmanna
eyja og Þórshafnar.
Loftleiðir hf.: — Snorri Sturluson
er væntanlegur frá New York kl. 00:30
fer til Stavangurs, Gautaborgar, Kaup
mannahafnar og Hmborgar kl. 10.
Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: —
Katla er í Ventspils. Askja lestar á
Norðurlandshöfnum.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á
Austfjörðum á norðurleið. Esja fer
frá Akureyri í dag á vesturleið. Herj-
ólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til
Vestmannaeyja. t»yrill er á leið frá
Fáskrúðsfirði til Karlsham. Skjald-
breið fer frá Rvík á morgun vestur
um land til Akureyrar. Herðubreið
fer frá Rvík síðdegis í dag austur um
land til Kópaskers.
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er í
Aabo. Arnarfell er í Rvík. Jökulfell
er á leið til Swinemiinde. Dísarfell
lestar á Austfjörðum. Litlafell er 1
Faxaflóa. Helgafell er í Riga. Hamra-
fell er á leið til Gautaborgar.
Hafskip hf.: — Laxá er á leið til
Kúbu.
Jöklar hf.: — Langjökull er á leið
til Rvíkur. Vatnajökull er í Grimsby.
Söfaiin
Bæjarbókasafn Reykjavíkur síml 12308
Aðalsafuið, Þingholtsstræti 29 A.
tlán: Opið 2—10, nema laugardaga
2—7 og sunnudaga 5—7. Lesstofa:
Opin 10—10, nema laugardaga 10—7
og sunnudaga 2—7.
Útibúið Ilólmgarði 34:
Opið alla virka daga 5—7.
Útibúið Hofsvallagötu 16:
Opið alla virka daga 17.30—19.30.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er
opið þriðjud., fimmtud og sunnud. fiá
kl. 13.30—16.
Listasafn Ríkisins er lokað um ó-
ákveðinn tíma.
Þjóðminjasafnið er opið á sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl.
1,30—4 e.h.
Bókasafn Hafnarfjarðar er opið kl.
2—7 virka daga, nema laugardaga, þá
kl. 2—4. — A mánud., miðvikud. og
föstudögum er einnig opið kl. 8—10
síðdegis.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
úni 2. Opið daglega kl. 2—4 c.h. nema
nánudaga.
Læknar fiarveiandi
(Staðgenglar í svigum)
Krfstjana S. Helgadóttlr til 15. Jan.
Ólafur Jónsson, Hverfisg. 106A, sími
18535).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl
Jónasson).
Sigurður S. Magnússon óákv. tíma —
(Tryggvi Þorsteinsson).
Oddur Ólafsson til 10. Jan. (Jón
Hjaltalín Gunnlaugsson).
Ólafur Þorsteinsson til 20. janúar.
(Stefán Ólafsson). *
Gengið
Sölugengl
1 Sterlingspund
1 Bandaríkjadollar .......
1 Kanadadollar .........
100 Sænskar krónur ............
100 Danskar krónur
100 Norskar krónur ....
100 Finnsk mörk ...........
100 Austurrískir shillingar
100 Svissneskir frankar ^
100 Franskir frankar
100 Gyllini ................
100 Tékkneskar krónur
100 Vestur-þýzk mörk _______
100 Pesetar ________________
1000 Lírur __________________
kr.
106.94
38,10
38.98
736,85
552.75
534,10
11,92
147,30
884.95
776,15
1009,95
528.45
913.65
63.50
61,39
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband Elísabet Valgeirsdótt-
ir, Reynistað, Skerjafirði og Sig-
fús Magnússon, Skúlaskeiði 14,
Hafnarfirði. Heimili ungu hjón-
ana er á Langeyrarv. 2, Hafnar-
firði.
Á aðfangadag jóla opinberuðu
trúlofun sína, ungfrú Margrét
Guðmundsdóttir, skrifstofumær,
Hraunbraut 12, Kópavogi og Rún
ar Jón Ólafsson, verzlunarmaður,
Suðurg. 10, Sandgerði.
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Þuríður Antonsdóttir,
Skeggjastöðum, V-Landeyjum og
Andrés Guðjón Sigurjónsson,
Grímsstöðum, V-Landeyjum.
XÍ32. —_
— Ég hélt, að hérna myndi ég
sleppa við þetta!
Sjóliðsforingi nokkur féll fyr-
ir borð og einn af hinum ó-
breyttu skipsmönnum bjargaði
honum.
— Hvemig get ég launað þér
lífgjöfina, spurði foringinn.
— Bezt með því að segja eng-
um frá þessu, því að ef það kemst
upp, fleygja félagar mínir mér
fyrir þorð.
— Sástu þessa yndislegu stúlku
sem brosti til mín á götunni áð-
an?
Til hugbótar, þörfnumst vér frckar
hugleiðinga, en lærdóms.
— Descartes.
Tárin hindra að sorgin snúist f ör-
væntingu.
— Leigh Hunt.
Þan tár, er menn kyngja eru miklu
heizkari en þau, sem þeir fella.
— V. Hugo.
— Já, en mér þyltír það ekk-
ert merkilegt, því að í fyrsta
skipti, sem ég sá þig, skellti ég
upp úr.
Betlarinn: — Gefið mér fimm
krónur, ég hef ekki borðað neitt
í dag.
Herrann: — Það hef ég ekki
heldur.
Betlarinn: — Gefið mér þá tíu
krónur og við skulum borða
saman úti í bæ.
Margt er manna bölið,
misjafnt drukkið ölið
lífs um tæpa tíð;
í dag byljir bíða,
bjart er loftið fríða,
á morgun hregg og hríð:
villtur er sá,
sem væntir á
stöðugt lengi
gleðinnar gengi,
gjörvöll hverfur blíða.
Ég var ungur maður,
alheill, fær og glaðuT,
lék við heimsins hátt,
lukkan lét í hæfi
langt fram eftir ævi,
féll til rauna fátt:
minn var þá
þankinn sá,
þann veg enda
láta og lenda
lundblíð mundi gæfa.
(Tvö fyrsu erindin í Svanasöng
eftir Stefán Ólafsson).
HRINO^NUM
Reykjavík
Vantar vinnu nú þegar.
Vön afgrstörfum í vefnað-
arvörubúð, fleira kemur
til greina. Uppl. sendist
Mbl. fyrir föstudag. merkt
„J. 1388“.
Keflavík —
Ytri-Njarðvík
Hæglátur maður óskar eft-
ir litlu herbergi. Tilboð
merkt: „leigjandi 1390“,
sendist Mbl. fyrir helgi.
Bílleyfi
(Vo.kswagen) óskast. Tilb.
sendist Mbl. fyrir hádegi á
laugardag, merkt: „Leyfi
— 1398“
Buick 1947
til sölu — Útb. kr. 5 þús.
Einnig Chrysler 1947. —
Sími 32101.
Akranes
íbúð
3ja herb. íbúð til sölu á
Akranesi. — Útb. kr. 30—
40 þús. —* Heildarverð
mjög iágt. — Sími 32101.
Óska eftir góðu starfi
t.d. ráðskonustarf eða hlið
stætt. Tilb. sendist Mbl.
merkt: „Gott starf — 1396“
fyrir 15. þ.m.
Kona óskast
sem fengist hefur við mat-
reiðslu. Hagkvæmur vinnu
tími. Austurbar. — Sími
19611.
Takið eftir
Hinar vönduðu og vinsælu
Æðardúnsængur, verða en
um skeið tii sölu að Sól-
völlum, Vogum. Póstsendi
Sími 17, Vogum.
2ja herb. íbúð óskast
til leigu helzt nálægt
Landsspítalanum. Uppl. í
síma 17964.
TAPAST HEFIB
VESPU-HL J ÓÐKÚTUB
aðfaranótt gamlaársdags.
Vinsamlega skilist Gnoða-
vog 64 — sími 35431.
Fundarlaun. |
TIL LEIGU
2ja til 3ja herbergja ibúö.
Tilboð með upplýsingum
skilist á afgr. Mbl. fyrir
föstudag, merkt: „sólrík“.
SENDÍBÍLASTÖÐIN
LÍTIÐ NIÐUBGBAFIN
3ja herb. kjallaraíbúð í
„Lækjunum“ til leigu nú
þegar. Tilb. er greini fjöl-
skyldustærð og greiðslu-
getu sendist afgr. Mbl. —
merkt. „Glæsileg — 1402“
Pússningasandur
Góður — ódýr.
Sími 50230.
Staðgreiðsla
Vil kaupa bíl. Eldri árg.
en 1956 kemur ekki til
greina. Uppl. í síma 23391
milli kl. 7—9 í dag.
Mála ný og gömul
húsgögn.
Málarastofan
Ingólfsstrætti 18
Sími 11855.
Stúlka eða eldri kona
óskast sem barnfóstra i
Kópavogi frá kl. 10—4 eh..
Gott kaup. Uppl. í sima
14845 frá kl. 5—7.
Fiskiðnaður
Húsnæði undir fiskverkun
óskast strax. Uppl. í síma
22577.
Stúlka eða kona
óskats til húsverka nokkra
tíma á dag. Tímakaup. —
Uppl. í síma 12111.
Atvinnurekendur
Vélstjóri óskar eftir at-
vinnu í landi. Margt kem
ur til greina. Tilb. merkt.
„Vélstjóri — 1400“ sendist
afgr, Mbl, fyrir 6. þ.m.
Ungur maður
með gagnfræðapróf getur komizt að við tannsmíða-
nájn- Ensku og dönsku kunnátta æskileg. Umsóknir
merktar: „Tannsmiður — 1386“ leggist inn á áfgr.
blaðsins fyrir 10. jan. næstkomandi.
Læríð talmál
erlendra þjóða í fámennum flokkum. Málakunnátta
er öllum nútímamönnum nauðsynleg.
Auk kennslu fyrir fullorðið fólk, eru sérstök nám-
skeið fyrir börn og útlendinga, sem vilja læra
íslenzku.
Innritun frá kl. 4,30—7 í Kennaraskólanum, sími
1-32-71. Næst síðasti innritunardagur.
MÁLASKÓLI
HALLDÓRS ÞORSTEINSSONAR