Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 6
6
MORGVNVLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. janúar 1961
Áríðandi að bæfa
meðferð afians
IMýting fisksins betri h|á keppinautum okkar
Samtal við Jón Guawiarsson
NÚ þegar vetrarvertíðin er
að hefjast vil ég enn einu
sinni brýna það fyrir öllum,
sem starfa að því að koma
aflanum í land og verka
hann, að göslið verður að
hverfa.
Þannig mælti Jón Gunn-
srsson, framkvæmdastj. Sölu
miðstöðvar hraðfrystihús-
anna, er fréttamaður Mbl.
ræddi við hann um vanda-
mál fiskiðnaðarins við ver-
tíðarbyrjun.
— Ég vil leggja meiri
áherzlu á þetta en nokkru
sinni fyrr, hélt Jón Gunnars-
son áfram, að meðferðin á
fiskinum verður að batna. Á
sl. ári voru ekki nema 15—
20% af fiskinum, sem barst
á land, fyrsta flokks vara.
Aðrir hafa svipaða sögu að
segja, t. d. skreiðarframleið-
endurnir.
Undirstaða betri lífskjara
Islenzkur fiskur hefur verið
viðurkennd gæðavara, hvar sem
hann hefur verið á mörkuðum.
Þessi vörugæði hafa verið undir
staða þess að við fáum hærra
verð fyrir okkar fisk en aðrir
og jafnframt undirstaða þess,
að lífskjör okkar haldist. Þetta
er sú þýðingarmikla staðreynd
sem ég tel að allir verði að
skilja. Ef við ætlum að hafa
eins góð eða betri almenn lífs-
kjör en aðrar þjóðir, þá er það
á grundvelli fiskframleiðslunn-
ar. Það er eina atvinnugreinin
þar sem við stöndum betur að
vígi en flestar aðrar þjóðir. Ef
við leggjum okkur ekki alla
fram á því sviði, þá þýðir það
versnandi lífskjör.
— Hver er líklegust ástæðan
fyrir því, að gæðum fisksins
hefur hrakað?
— Afturför hefur einkum
orðið vegna hinnar auknu neta-
veiði. Einnig má nefna að meðan
uppbótafarganið var við lýði,
höfðu frystihúsin ekki sérstakan
fjárhagslegan áhuga fyrir nýt-
ingu hráefnisins. Þó nýtingin
væri lítil fékkst það greitt með
auknum uppbótum. Nú hefur
áhugi vaxið fyrir aukinni nýt-
ingu frystihúsanna, en þá virð-
ist standa á sjómönnum, að
skilja, hve þýðingarmikið það
er að koma með verðmikið hrá-
efni að landiau.
Verð fari eftir gæðum
Væri hægt að vekja áhuga
þeirra á því?
— Já, það væri vissulega
hægt. Hingað til hefur sjómönn-
um verið greitt sama verð fyrir
allan fisk í hvaða ástandi sem
hann er. Á þessu verður að
koma breyting. Það verður að
greiða sjómönnum mjög mis-
jafnt verð eftir gæðunum. Mér
virðist það gefa auga leið,
hvernig sem á það er litið.
Fyrsta flokks vara er verðmeiri
en úrkast. Sjómenn þyrftu að
vernda aflann gegn skemmdum
og þá eðlilegt að þeir fengju
betra verð.
í þessu sambandi gerði Jón
Gunnarsson nokkurn samanburð
á tilhögun þessara mála hjá
helztu keppinautum okkar, Norð
mönnum.
Nýting lakari hjá okkur
— Það er vitað, að norskir
sjómenn fá hærra verð fyrir
fiskinn; sem þeir leggja i land
en íslenzkir sjómenn.
Þessi munur stafar af mjög
verulegu leyti af því, að nýting
fisksins er miklu betri hjá
Norðmönnum, svo þeir þurfa
minna fiskmagn en við í tonn
af frystum flökum. Við þurfum
kannski allt að 50% meira en
þeir.
Hér á íslandi er hugsað um
það aðallega að afla nógu mik-
ils, en ekki hvemig farið er með
fiskipn eða hvað fæst fyrir
hann. Samfara þessu er svo sóun
á veiðarfærum.
Þegar fiskur er veiddur og
geymdur óvemdaður og óinnaní-
farinn, þá er það þunnildið sem
skemmist fyrst og frystihúsin
hafa á undanfömum árum fryst
lítið af þunnildum. Þau hafa
verið söltuð og fengizt fyrir þau
verulega lægra verð, en ef þau
hefðu verið fryst. Engir nema
íslendingar hafa saltað þunnild-
in sem nokkru nemur. Þó er nú
loksins að verða veruleg breyt-
ing á þessu og aukið magn af
þunnildum er nú fryst.
Ekki minkamat heldur manna-
mat
íslendingar framleiða og aðra
vöru, sem keppinautar okkar á
freðfiskmörkuðunum framleiða
ekki, — það eru flakrafskurðir.
Á árinu sem er að liða munu
um 2700 tonn fara í flakaafskurð
hjá frystihúsum SH. Þetta er
flutt út sem minkamatur fyrir
lágt verð. Munurinn á að flytja
þennan afskurð sem minkamat
í stað mannamats mun vera um
30 milljón kr. á ári.
Ef hráefnið væri gott, væri
hægt að nota þennan flakaaf-
skurð sem til fellur við flökun-
ina sem mannamat og fá fullt
verð fyrir. Auk þess yrði af-
skurðurinn miklu minni ef hrá-
efnið væri gott.
Norðmenn slægja og ísa
um borð
— Af hverju kemur enginn af
skurður t. d. hjá Norðmönnum?
— Norðmenn slægja fiskinn
um borð í skipunum, Þeir slægja
þannig strax allan þann fisk,
sem þeir ætla til frystingar,
setja hann í kassa og ísa hann
um borð í skipunum.
íslendingar aftur á móti
slægja fiskinn ekki á landróðrar
bátum, nota yfirhöfuð ekki ís í
fiskinn um borð í bátunum og
oft lítinn eða engan ís, þegar á
land er komið. Nær allur afli
Mauritania í Norður-Afríku
fékk nýlega sjálfstæði, sem
kunnugt er af fréttum, þó
Marocco vildi helzt fá yfirráð
yfir þessu landsvæði, sem er
tvisvar sinnum stærra en
Frakkland. Hinn nýi forseti
Moktar, er að sjálfsögðu inn
fæddur, dökkur á hörund, cn
forsetafrúin er hvít. Hún er
frönsk og hittust þau hjónin
er bæði voru við nám í Frakk
landi. Sagt er að það sé í
fyrsta skipti sem innfæddur
Mauritaniubúi hefur ger.gið
Norðmanna er ísaður í kassa
um borð í bátunum. Það þekk-
ist ekki hér. Er svo nokkur
furða þótt norsku sjómennirnir
fái betra verð fyrir það sem
þeir leggja á land?
— Eru engir útgerðarmenn að
hugsa um að taka upp ísun í
kössum?
— Nokkrir hafa áhuga á því,
að eiga hvíta konu. Maríu-
Theresu hefur þó verið vel
tekið í Mauritaniu. Frá því
hún steig út úr flugvélinni á
mauritaníska grund fyrir
tveim árum hefur hún yfir-
leitt klæðst ,mellhafa-“. og
„charoutta" sem eru síð
skikkja og slæða er hylur hár
ið. En þó maður hennar sé
mjög trúaður Múhameðstrúar
maður heldur hún áfram að
vera kaþólskrar trúar. Hér
sjást þau hjónin þegar Mari
tanía fékk sjálfstæði.
en þeir gera það ekki — vegna
þess að sjómenn myndu hafa
aukna fyrirhöfn, en þeim er á
engan hátt bætt slíkt “upp með
betra verði. Nýr fyrsta flokks,
ferskur fiskur er greiddur sama
verði þegar í land kemur og
göslarafiskurimn.
Framh. á bls. 12. .
* Er áratugur
að byrja?
Mönnum virðist ekki koma
fyllilega saman um hvort við
séum nú að hefja nýjan tug
í tímatali okkar eða hvort nýr
tugur hófst í fyrra, um leið
og 1960 gekk í garð. Ekki virð-
ist vera til nægilega sterk mál
venja hér á landi til að skera
úr um þetta.
Þetta er gömul saga, og
fleiri en okkur hefur þetta
ruglað í ríminu. Um síðustu
aldamót urðu mikl'ar deilur
um þetta mál. 1 sumum lönd
um var talið að ný öld hæfist
með árinu 1901, en t. d. Vil-
hjálmur Þýzkalandskeisari og
þjóð hans munu hafa talið
hafna nýja öld með nýjárs-
degi 1900. Þetta er sem sagt
mikið á reiki, og ekki eins
í öllum löndum.
Eg hringdi að garnni mínu
til próf. Trausta Einarssonar
og spurði hann hvernig hann
liti á þetta mál. Hann kvaðst
lítið hafa kynnt sér málið og
ekki geta gefið neinn úrskurð
í því. En sér fyndist eðlilegt
að árið 1900 sé talið síðasta ár
aldorinnar og 1901 fyrsta ár
nýrrar aldar. Þá teljist nýr
áratugur alltaf hefjast með
fyrsta árinu í þeim tug. 1 árs
lok 1960 lýkur þannig tug og
annar hefst í ársbyrjun 1961
eða nú.
En svo koma aðrir og segja.
Er þá 70 ára gamall maður á
sjötugs aldri Er hann ekki
kominn á áttræðisaldur sam-
kvæmt málvenju?
Þetta er sem sagt mesta
vandræðamál, meðan engin
hefð er komin á það.
♦ „Luxus“ að verjast
slysum
Velvakanda hefur borizt
eftirfarandi bréf:
Með aukinni tækni og vax-
andi iðnaði, er svo komið að
nágrannaþjóðir vorar á Norð-
urlöndum sem og allar iðnað-
arþjóðir austan hafs og vest-
an, hafa undanfarin ár gefið
öryggismálum meiri gaum en
áður og fyrirskipað notkun
öryggisbúnaðar við hvers kon
ar áhættusama vinnu.
Þannig er fyrirskipuð notk
un öryggishjálma við ýmis
FERDISMAIMH
☆
konar skipa- og byggingar-
vinnu, notkun hlífðargler-
augna og hjálma -við járn-
smíðavinnu, log- og rafsuðu,
öryggisbelta og hjálma við
línulagnir, öndunar- og gas-
gríma í frystihúsum og við
slökkvistörf' og svo mætti
lengi telja.
Slíkum búnaði, sem ætlað-
ur er til verndar lífi manna
eða til þess að koma í veg
fyrir slys og örkuml, ætti að
skipa í sama flokk og björg-
unarbeltum og björgunarbát-
um og vera tollfrjáls, en því
er ekki til að dreifa hér.
Nýverið komu til landsins
tvær smásendingar af sýnis-
hornum þessa varnings og er
hann flokkaður í ýmsa toll-
flokka misháa, en þó eru sum
ir með hærri tollum, þannig
að krafizt er innflutnings-
gjalds að auki. Cif-verðmæti
annarar sendingarinnar er
ísl. kr. 2910.— en tollar af
þeirri fjárhæð eru kr. 5.020.-—
eða 173%, svo að til tals hefur
komið að endursenda varning
inn, ef ekki fæst leiðrétting
á þassu.
Mér hefur verið tjáð að i
vörzlu lögreglustjóra væri tals
vert af hjálmum frá setuliðs
árunum, en með þá væri farið
líkt og um hættuleg vopn
væri að ræða og þætti óvarlegt
að láta þá af hendi, nema í
ítrustu neyð. Enginn má þó
skilja orð mín svo, að örygg-
ismálastjóri og stofnun hans
hafi ekki verið vakandi á verð
inum, því að þessi varningur,
sem um er rætt, er til landsins
kominn fyrir hans áeggjan.
En það virðist oft vera við
ramman reip að draga, þegar
kemur til kasta tollyfirvald-
anna.