Morgunblaðið - 04.01.1961, Page 12

Morgunblaðið - 04.01.1961, Page 12
12 MORGUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. janúar 1961 Hafsteinn Snorrason verkstjóri — minning I>ANN 10. nóvember s.l. lézt einn |Kf þekktustu borgurum Vest- tnannaeyja, Hafsteinn Snorrason verkstjóri. Dauði hans kom öll- um á óvart. Hann var glaður og reifur að kvöldi hins 9. nóvem- ber, með félögum sínum eins og *vo oft áður. En morguninn eftir fannst hann örendur í Vest- mann'aey j ahöf n. Við þetta sviplega fráfall setti alla hljóða, því allir þekktu Haf- •tein af góðu einu. Jóhann Hafsteinn Snorrason, en svo hét hann fullu nafni, var fseddur á Hlíðarenda í Vest- mannaeyjum 22. febrúar 1911, sonur merkishjónanna Olafíu Olafsdóttur og Snorra Tómasson ar útgerðarmanns og skósmíða- meistara, hjá þeim ólst hann upp ásamt fimm systkinum, sem voru: Agústa á Hlíðarenda, Júlíus Sölvi sjómaður í Eyjum, Osk skrifstofustúlka hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja, Tómas bak ari í Reykjavík og Halldóra, sem látin er fyrir nokkru. Öll voru þau Hlíðarendasyst- kin manndómsfólk, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hafsteinn byrjaði snemma að vinna heimili sínu, einkum við fiskverkun og önnur útge'rðar- störf. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út breyttist meðferð á fiski í Vestmannaeyjum. Þá var farið að flytja út ísvarinn fisk í stórum mæli. Umsjón með þeim útflutningi var Hafsteini falin og hafði hann þar alla verkstjórn á hendi. Var það mikið starf. A þeim árum komu oft og fóru á vertíðinni mörg skip á dag. Þau voru að mestu fermd beint úr fiskibátunum. Það kom fyrir að út var skipað 600 tonnum á ein- um og sama deginum. Þar stjórn- aði Hafsteinn mörgum tugum manna við verk, og allt leysti hann það með miklum dugnaði og verkhyggni. Þarna lögðu 50 til 60 bátar upp allan afla sinn að kvöldi og er álitamál, hvort þetta hefur ekki verið stærsti vinnustaður á Islandi á þeirri tíð. A þessum árum eignaðist Haf- steinn marga kunningja, bæði skipverja á flutningaskipunum og sjómenn á bátaflotanum og dáðust þeir mjög að dugnaði hans Og árvekni á þessu starfi, og má segja að á þessum árum hafi Hafsteinn orðið landsþekkt- ur maður, enda voru í þeim stóra hópi, sem saman hafði við hann að sýsla ærið margir fleiri en Vestmannaeyingar. Við þennan starfa var Haf- steinn, þar til þessi fisk-útflutn- ingur lagðist niður að afloknu stríðinu. Þegar Vinnslustöð Vestmanna- eyja var stofnuð, en það mun hafa verið 1948, réðst Hafsteinn þangað verkstjóri og varð yfir- verkstjóri þar ári síðar. Þar lögðu þá upp um 30 bátar og þar var afli þeirra verkaður. Þetta var erilsamt starf, en allt leysti Haf steinn það af hendi með prýði. Þarna unnu 200—250 manns, bæði Vestmannaeyingar og að- komumenn, óhætt að segja úr öllum sýslum þessa lands, og all- ir luku upp einum munni um, að alltaf væri Hafsteinn sami góði drengurinn. Hann - sást aldrei skipta skapi, þótt eitthvað á bjátaði, og allir vildu allt fyrir hann gera. Hafsteinn var skjótráður og úr ræðagóður, enda kom það sér vel við jafn-umfangsmikið starf og hann hafði með höndum, og fullyrða má, að allir, sem unnu undir stjórn hans, hafi borið hlýj an hug til hans. A yngri árum iðkaði Hafsteinn mikið íþróttir. Hann var virkur þátttakandi í ifþróttafélaginu Þór. Knattspyrnumaður var hann ágætur og spretthlaupari svo að af bar, enda hreppti hann að minnsta kosti einu sinni Is- meistaratiltil í þeirri grein. Hann var einnig virkur í öllu skemmt analífi Eyjanna og hrókur alls fagnaðar. Allir vildu með hon- um vera og alls staðar var hann velkominn. Það var létt yfir öllu og öllum, þar sem Hafsteinn var. Arið 1952 giftist Hafsteinn Asu Björnsdóttur frá Siglufirði. Keyptu þau húsið Víðidal og bjuggu þar unz Asa lézt eftir fjögurra ára sambúð þeirra. Það var Hafsteini þungt áfall. Eftir þetta flutti Hafsteinn, ásamt syni sínum, Snorra, á sitt gamla æskuheimili að Hlíðar- enda, en þar hafa systkinin þrjú, Agústa Júlíus og Osk jafnan búið búi sínu síðan foreldrar þeirra féllu frá. Nú er þessi prúði maður horf- inn frá okkur sjónum, og við þökkum honum fyrir hinar góðu samverustundir. Jarðarför hans fór fram hinn 19. nóvember, og er það einhver hin fjölmennasta útför, sem gerð hefur verið í Vestmannaeyj um. J. S. Guðrún Árnadóttir Kveðja F. 22. sept. 1883. D. 24. des. 1960. Með fórnandi kærleik og frjórri lund, i fangrými unaðsstunda. Þú gafst okkur amma gull í mund og grózku við lífið bundna. Þess minnumst við öll með ástarþökk og yl þinna kærleiks munda. Þú varzt okkur ljós á lífsins braut og lýstir upp sál og sinni. Og ætíð er lífið leggur þraut, það lifa skal fast í minni: Að þú vildir leiða’ og lýsa upp, með „lampann“ í hendi þinni. því ertu nú kvödd með klökkva’ á brá og kærleikans örmum falin. Þú áttir svo djúpa dýrðarþrá og dulúð um jarðardalinn. — Því gengur þú heil og hug- rökk inn í himneska friðarsalinn. Frá barnabörnum Tapað Sl. mánudag tapaðist rósar- löguð silfurnaela. Finnandi vinsamlega hringi í síma 13112. — Svolitið Framh. af bls. 8 anna og út á gólfið svifu dans kennararnir, Heiðar og Guð- björg. Krakkarnir fylgdust vel með dansleikni lærimeistar- anna og sumir áhorfendanna hreyfðu jafnvel fæturnar í takt við hljómfallið. Þessu nær söndu sex fimustu nem- endurnir ýmsa dansa. ★ Nú var skemmtunin að ná hámarki. Litlu krakkarnir höfðu einhverja hugmynd um að jólasveinninn væri að sveima fyrir utan. Kliður fór um salinn, og börnin biðu og mændu til dyra. Allt í einu stökk lítill jólasveinastrákur inn í salinn, þaut upp að hljóð- nemanum og tók að kyrja við raust. En Adam var ekki lengi í Paradís, jólasveinastrákur- inn fór út af laginu hvað eftir annað og að lokum kom pabb- inn og tók við. Börnin skríktu og hlógu, þetta var nú skemmtilegur jólasveinastrák ur. ★ Þegar við yfirgáfum salinn, voru börnin að dansa í kring- um jólatréð og syngja jóla- sálma og vísur. Jólasveinninn gekk með þeim um gólf og var forsöngvari. Þetta var góður jólasveinn. Og við dýrnar stóðu nokkrar stórar stúlkur með hrúgu af sælgætispokum fyrir framan sig. — Hg JÓN SKAFTASON hæstaréttarlögmaður JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON lögfræðingur Málflutningsskrifstofa Laugavegi 105, II. hæð. Sími 11380. Stórhuga vegamótamenn Á 12 ÞINGI SÍBS, sem haldið var á Vífilsstöðum í júlímánuði síðastliðnum var samþykkt sú breyting á lögum sambandsins, að fólki með aðra brjóstsjúk- dóma en berkla skulli heimil inn ganga í berklavarnarfélögin og dvöl á vinnuheimilum SÍBS. Verði vinnuheimilin ekki fuill- nýtt á þennan hátt, var stjórn SÍBS hemilað að taka á þau ör- yrkja af völdum annarra sjúk- dóma, þannig að þau séu alltaf fullnýtt. Um tvennt er þessi samþykkt merkileg. í fyrsta lagi er hún bending um það, að svo hafi á- unnizt í baráttunni við berkla- veikina, að ekki er lengur þörf fyrir öll vistrúm á vinnuheimil- unum fyrir berklaöryrkja. Enda hefur svo verið um skeið, að ör- yrkjar af völdum annarra sjúk- dóma en berkla hafa verið veru- legur hluti vistmanna á Reykja- lundi og þeirra, sem vinna á Múlalundi, hinni myndarlegu vinnustofnun. í öðru lagi er hún merkileg fyrir það, að hún sýnir að for- ystumenn SÍBS ætla ekki að leggja árar í bát þegar málefn- um berklaöryrkja er komið í það horf, sem bezt verður á kos- ið, heldur leggja ótrauðir inn á nýjar léiðir og eru enda byrjað- ir á því. Davíð skáld Stefánsson segir í kvæðinu um veginn: Er starfinu var lokið og leyst hin mikla þraut, fannst lýðum öllum sjálfsagt, að þarna væri braut. En víða eru í byggðunum björg og keldur enn, sem bíða ykkar, stórhuga vegabótamenn. Forystumönnum SÍBS er það vel ljóst, að víða eru enn björg og keldur á vegum íslenzkra ör- yrkja og eru þegar lagðir til orr- ustu við þá örðugleika, sem þar er að etja. Takmarkið er að koma upp öryrkjavinnustofum sem víðast á landinu. Ég held, að engum sé betur treystandi til að leysa vandamáil íslenzkra ör- yrkja almennt, en forystumönn- um SÍBS. Þeir hafa víðtæka reynslu á rekstri vinnuheimila. Þeir hafa reynzt svo stórhuga og frábærir vegabótamenn á veg- um berklaöryrkja, að ótrúlegt er. Svo munu þeir og reynast öðrum öryrkjum. Þjóðin hefur lagt SÍBS til mikið fé. Löggjafinn og almenn- ingur í landinu hefur frá upp- ■hafi sýnt SÍBS mikla vinsemd, mikið örlæti og mikið traust. En svo hafa þá forystumenn þess ekki brugðizt því trausti, sem þeim hefur verið sýnt, um það sýna verkin merkin. Nú þegar SÍBS er lagt inn á nýjar leiðir ti'l áframhaldandi og aukins stuðnings við íslenzka öryrkja, er því mikil þörf á á- framhaídandi stuðningmanna. Tugir öryrkja eru nú á biðlista hjá sambandinu. Góðir íslendingar, nú er að hefjast nýtt happdrættisár hjá SÍBS. Hugleiðið það, að geti sambandið selt alla sína happ- Skrifstofustúlka óskast til almennra skrifstofustarfa. Eiginhandar- umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf, send ist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. föstudagskvöld merkt: „Framtíð — 1399“. drættismiða, er fjárhagsflegum rekstri þess borgið. Þá er tryggð ur áframhaldandi og aukinn stuðningur við íslenzka öryrkja. Hagnaðarvonin í vöruhapp- drætti SÍBS er ekki minni en í öðrum happdrættum, að ekki sé meira sagt,markmið þess frá- bært. Ég vona, því að þeir, sem mögulega geta, kaupi miða í því annað hvort einir eða í fé- lagi við aðra og stuðli svo að framgangi góðra málefna um leið og þeir skapa sjálfum sér verulega hagnaðarvon. Ekki get ég skilið svo við þessar línur að ég færi ekki Ak- urnesíngum og sveitafólkinu ut- an Skarðsheiðar þakkir Berkla- varnar á Akranesi fyrir frábær- an stuðning allt fá þvi að SÍBS hóf göngu sína. Berklavöm á Akranesi hefur leitað til þess- ara aðila hvern berklavarnar- dag. Útkoman hefur ávallt orðið sú að þeir hafa staðið í fremsta flokki stuðningsmanna SÍBS. Ég veit að svo muni og verða fram- vegis. Glegilegt nýjár. Akranesi á annan dag jóla 1960. Guðm. E. Guðjónsson. — Meðterð aflans Framh af bls. 6. Síldin skemmd er hún berst á land — Það hefur verið talað um það að undanförnu, að síldin sem veiðzt hefur við Suðvestur- land hafi skemmzt. Hvað er hæft í því? — Það er sama vandamálið. Hér við Faxaflóa hafa í haust, í október og nóvember, verið fryst um 3500 tonn af síld. — Af því eru 250 tonn tal- in óhæf til manneldis og vafa- samt að sumt af hinu seljist fyrir fullt verð vegna skemmda. Aðalorsökin til þessa ástands mun vera sú, að sjórinn í fló- anum hefur verið óvanalega heitur, eða um 9 stig á Celsíus og bátarnir hafa stundum haft lítinn ís og í öðrum tilfellum engan ís. Berum þetta saman við Norðmenn, — þeir ísa síldina nær undantekningarlaust mjög vel. Ég nefndi aðeins hvað mikið af síldinni hefði verið fryst En þar að auki verður að geta þess, að mjög mikið magn af þeirri síld sem veiðzt hefur, varð að fara í bræðslu. Það er sjálfs- melting í síldinni, vegna þess að hún er ekki kæld. Síldin verði einnig ísuð Nú er mikill og ágætur mark- aður fyrir íslenzka síld, ef hún er meðhöndluð rétt og menn láta hana ekki eyðileggjast á þeim fáu klst. sem tekur að flytja hana á land. Þetta er á- gætis matur, eftirsótt vara, bara ef göslinu væri útrýmt og það bannfært í meðferð fisksins. Það þarf að stefna að því að öll íslenzk síld verði flutt út sem mannamatur en ekki sem lýsi og mjel í minka og húsdýr. Fyrsta skrefið í þá átt er að taka upp að ísverja hana. En til skamms tíma hefur ekki einu sinni verið ísframleiðsla í einni aðalver- stöðinni á Suðurnesjum, Kefla- vík. Það hlýtur jafnvel að koma að því að Norðurlandssíldin verði ísuð, jafn dýrmætt hráefni og hún er. Þar er það algengt, þegar heitt er í veðri, að skipin koma að landi með síld sem ekki er söltunarhæf. TÆKIFÆRISKAUP Næstu þrjá daga seljum vér allskonar lítið gallaðan fatnað & mjög hagkvæmu verði. — Notið tækifærið og komið á Laugaveg 178 III hæð. BURKNI Laugavegi 178. Sími 10860.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.