Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 16
16 MORCUKBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. janúar 1961 . *g reikaði að símanum og tíringdi upp númerið hans Tours. Jú, það stóð heima, Bram var hann. Neei, hann vildi ekki koma í símann. Honum var : skellt á. Eg gekk aftur að grammófóninum, hallaði mér upp að honum og grét. Nú var engin leið út úr ógöngunum leng ur. Bram var almennileg mann eskja, en ég var dræsa. I>að var rétt hjá mömmu, að guð einn mætti vita, hvernig færi fyrir mér. Eg hugsaði grátandi með sjálfri mér: Jæja,noblesse oblige. Eg ætla að fyrirfara mér. Það er ekki nema rétt á mig. Að minnsta kosti kann ég að koma rétt fram, þegar þörf krefur. Mér tókst að ná mér í blý- ant og blað, og skrifaði með miklum erfiðismunum, éinskon ar erfðaskrá, þar sem ég arf- leiddi mömmu að öllum eignum mínum. Tárin mín klesstu út allt blaðið. Það er naumast þú liefur komið sjálfri þér á kaldan klaka, hugsaði ég. Mér fannst ég vera eins og peysa, sem hefur verið rakin upp. Hvað þú hefur getað verið heimsk, bjáninn þinn! Þú ert vits'kert! Aðeins vitskert kona getur sagt annað eins við manninn sinn. Eg skildi bréfið eftir á borð- Inu og hringdi til George Lloyd, en hann var skemmtikraftur í næturk'.úbb og ég hafði þekkt hann frá því ég var í E1 Morocco. — Æ, elskan, komdu hingað yfir um, því að ég ætla að drepa mig. Eg talaði hægt og greinilega og síðan lagði ég símann á. Með glas í hendi gekk ég hægt upp fallega skrúfustigann, þrep fyrir þrep. í baðherberginu opn aði ég glas af svefntöflum, og hellti þrjátíu þeirra í lófann. Eg taldi þær vandlega. Þær voru gular. Þrjátíu ættu að duga. Svo beið ég. Eg heyrði dyrnar niðri opnast og George kallaði með miklum ákafa: — Diana, Diana! Eg áttaði mig samstundis og ▼Issi, að ég myndi aldrei gera það. Eg fleygði pillunum á gólf ið, aftur fyrir mig, og gekk fram á stigagatið. George þaut yfir gólfið niðri, kom auga á mig og bjóst til að hlaupa upp stigann. — Nei, vertu kyrr þarna. Eg kem niður. Hann stóð kyrr eins og stein- gerfingur, og spurði með hásri rödd: — Ertu búin að taka eitt hvað inn? Eg lagði höndina á handriðið og gekk hátignarlega niður stig- ann. Eg var Lana Turner í „Ziegfie'.d-stelpunni1. Eg var Sara Bernhardt í dauða-atriðinu sínu stórkostlega — ég var ekki alveg viss um, hvor ég var, en hvaða máli skipti það? Eg kom niður með miklum yndisþokka og leið svo út af á gólfinu í yfirliði. Eg var auðvitað að leika, en þegar George tók mig upp af gólfinu féll ég í raunverulegt, ó svikið yfirlið. Eg lá á legubekk við arininn, og gamall vinur, dr. Hugo Wein- berg var að dæla upp úr mér með magadælu. Mig langaði að öskra upp: — Nei, ég tók þær ekki inn! Eg reyndi að gefa frá mér h-ljóð, en var algjörlega mátt laus, svo að ekkert hljóð kom. En samt var ég alveg að deyja, að mér fannst, og mér þótti sem lifandi áil væri að skríða niður í hálsinn á mér, alla leið niður í maga, og loks þoldi ég ekki mátið lengur. Áiiinn hamaðist innan í mér, og ég reyndi að gubba en gat ekki. Eg baðaði út öllum öngum stynjandi og vein- andi. Eg kom auga á vinstri hönd ina á mér. Hörundið var blátt og æðamar komu greinilega í ljós. Eg hugsaði í leiðslu minni: þetta er eins og mynd eftir Pic- asso. En svo var ég allt í einu hætt að brjótast um. Eg lá og greip andann á lofti. — Hvað varstu áð reyna að gera? Dr. Weinberg laut yfir mig. — Eg veit ekki, hvíslaði ég. — Eg var asni. Og svo fór ég að gráta. — Ó, góði Hugo, hringdu í manninn minn og segðu honum, að ég sé að deyja. Eg skammað ist mín svo mikið. Eg hef verið svo ótrúlega andstyggileg við hann. Dr. Weinberg hristi höfuðið. — Þú tókst ekki neinar pillur, var það? — Nei, og líklega hef ég alls ekki ætiað það. Ó, guð minn, líklega hefði ég átt að . . . — Hættu nú allri þessari vit leysu, Diana, sagði hann. — Eg skal hringja í Bramwell, en ég segi honum ekki, að þú sért að deyja, því að það ertu alls ekki. — Já, hringdu í hann, bað ég. — Segðu honum, að þetta hafi allt verið hans vegna, af því að ég ætlaði að gera hræðilega vit leysu og drepa mig, af því að ég vissi ekki fyrr en of seint, hvaða galeiðu ég hafði lent á. Eg hugs aði með sjálfri mér. Nú er ég farinn að tala eins og Bramwell. Dr. Weinberg hringdi. Eg heyrði röddina í Bram, mjóa og hvassa. — Er allt í lagi með hana? Hitta hana? Nei, ég vil ekki hitta hana. Góða nótt. Gott og vel, hugsaði ég. Eg byrjaði, ég gaf tilefnið til þess — og framkvæmdi það. Bram er í fullum rétti að fara að eins og hann gerði. Dr. Weinberg greip fram í hugsanir mínar. — Þú gerir nú enga vitleysu eftir að ég er farinn, eða hvað? Svo gaf hann mér eitthvað róandi, og þeir George hjálpuðu mér upp í herbergið mitt, og þar sofnaði ég. XJm hádegi daginn eftir hringdi ég í mömmu í New York. — Mamma, nú var ég að reyna að fremja sjálfsmorð, en eins og þú heyrir á röddinni í mér, mistókst það. Hún æpti upp. — Hvað áttu við, reyndirðu að drepa þig? Ertu með öllum mjalla? — Eg tók stóran skammt af svefnpillum. Eg vildi gjarna lofa mömmu að vorkenna mér. — Nei, það komst ekki í blöðin. — Reyndu að tala af viti, Di- ana! í guðs bænum, hvað skeði eiginiega? Eg róaði hana og sagði henni frá öllu saman og því með, að ég ætlaði að fá skilnað. Og mamma, sem hafði þó verið svo andvíg giftingunni minni, ráð- lagði mér að hafa þolinmæði. — Við verðum að hugsa okkur al- varlega um, Diana, sagði hún. Hjónaskilnaður er alvarlegur hlutur. Þú ættir heldur að koma til New York. Já, ég gæti skropp ið þangað fijúgandi, því að ég átti ekki að hafa neinar aefingar næstu fjóra dagana. — Gott og vel, mamma, sagði ég. — Eg ætla að koma. Samt verður engu um þokað um skilnaðinn; ég veit mætavel, hvað ég er að gera. Það er mitt eigið Iíf, sem ég er að ráðstafa. Þegar símtalinu við mömmu var lokið, hringdi ég til Bram- wells. Hann neitaði að tala við mig, svo að ég bað Frank fyrir skilaboð. — Segðu honum, að ég ætli til New York og tala við mömmu um skilnaðinn. Eg vona, að hann gefi hann eftír. Mamma ók mér heim til sín. Þegar við vorum orðnar einar, sagði hún: — Jæja, Diana, við skulum tala um þetta í alvöru. Hvers vegna viltu skilja? — Eg er orðin leið á þessu, mamma. Og við eigum ekkert erindi hvort við annað lengur. Það var náttúrlega góð og gild ástæða, varð hún að játa. — En þú lagðir svo mikið á þig tii að eiga þennnan mann og ég skil ekki hvað komið hefur fyrir — og svona fljótt. Fmm ár eru talsverður tími, mamma. Hún leit á mig og eitthvað, sem líktist meðaumkun skein út úr augunum. — Hvað kom fyrir þig í Hollywood, kisa mín? Eg reyndi að svara henni. Ekki sagði ég henni alla söguna, en hún hafði nú annars fengið dálitla nasasjón af henni, í þess ari stuttu heimsókn sinni þang- að. Eg gaf í skyn, að það væru fleiri karlmenn, sem ég væri hrifin af. Mamma hafði sjáif reynt nokkuð svipað, en það var ekki þar með sagt, að hún liti það sömu augum þegar ég var annarsvegar. Eg lauk ræðu minni með því að segja: — Bram er bara of gamall handa mér. Hún brosti dauflega. — Það var ég nú að reyna að segja þér áður en þú giftist honum. — Já, en þá var ég bara tuttugu og eins árs, en nú hef ég betri skilning á slíku, og sé, að það getur ekki gengið. — Jæja, gott og vel, sagði hún og við skildum hvor aðra full- komlega. Hún hugsaði sig um andartak. — Jæja, hvert ættirðu að fara? Harry fór til Reno. Held urður, að þú vildir fara þangað? Eg gat ekki annað en brosað að því, hve fljót hún var að skipta skapi. — Nei, mamma, ég vil fara til Las Vegas. Það voru ekki eftir nema þrjár vikur af út- varpssamningnum mínum. Á eft ir skyldi ég fara þangað og ljúka þessu af eins fljótt og hljóðlega og hægt væri. Eg sneri svo aftur til Holly- wood. Um þessar mundir hitti ég John Howard. Það hefði ég betur aldrei gert. XXII. Eg vildi, að ég gæti afgreitt hr. John R. Howárd með því einu að segja, að hann hafi verið la-g legur þriggja álna maður, tennis leikari að atvinnu, sem ég hitti, giftist og skildi við eftir að við höfðum lifað í hjónabandi í hálft ár. Marga vitleysu hef ég gert, en hr. Howard var sú versta. En hvað sem því líður, þá er það skjalfast, að ég var farin frá honum áður en hann var fang- elsaður fyrir hvíta þrælasölu. Þegar ég lít á þetta hjóna- band mitt núna, get ég ekki skýrt það öðruvísi en svo, að það var til þess gert að jafna mig eftir Bramwell Fletcher — að það hafi verið sambland af æsku, kynhvöt og óskhyggju. Hálfum mánuði áður en ég lagði af stað til Las Vegas og hjónaskilnaðarins, var hringt til mín. — Þetta er John Howard, sagði röddin. — Eg var heima hjá þér í gærkvöldi. Eg mundi engan John Howard. — Sá eini, sem ég þekkti með /— Hafðu ekki áhyggjur af 'idjengnum Lydia . . . Ulfur mun inn urrar meir að segja að mér, ef King litli grætur þegar ég A meðan. viss um að við séum á réttri leið! — Við förum að nálgast Leyni Þarna hefur einhver tjaldað . . . ,<æta hans! held á honum! vötn Andy . En ég er ekki Ef til vill getur hann sagt okkur — Já, ég veit það . . . Hundur- til vegar- því nafni, er kvikmyndaleikar- inn, sagði ég, — og hann var hér ekki í gærkvöldþ aitltvarpiö Miðvikudagur 4. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur), — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. ✓ (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: ,,Átta börn og amma þeirra í skóginum" eftir Önnu Cath. West ly; I Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les. — Sagan er fram- hald bókarinnar „Pabbi, mamma, börn og bíll", sem Stefán las 1 útvarpið fyrir tveimur árum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box, X kafli. Þýðandi Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Helga Val- týsdóttir, Húrik Haraldsson, Her« dís Þorvaldsdóttir, Ævar Kvar* an, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Jóhann Pálsson. 20.35 Giuseppe Taddei syngur óperu« aríur. 20.50 Vettvangur raunvfsindanna: —• Örnólfur Thorlacius fil. kand. kynnir starfsemi Rannsóknaráðt ríkisins. 21.10 Ungversk tónllst: Pastorale, fanta sia og fúga fyrir strengjasveit op. 23 eftir Leo Weiner. Strengja flokkur sinfóníuhljómsveitar ung verska útvarpsins leikur, András Koródy stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein les. XXVI lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Austur-Afríka: Erindi flutt af Baldri Bjarnasyni magister. 22.30 Harmonikuþáttur: Henry J. l!y- land og Högni Jónsson stjórna þættinum. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 5. Janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynnlngar). 12.50 „Á frívaktinni", Sjómannaþátt- ur í umsjá Kristínar Önnu Þór- arinsdóttur. 14.40 „Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp^ Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á ýmis hljóðfærl. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna". Þjóð- lagaþættir frá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna; IV. þáttur. 20.30 Tómas Guðmundsson skáld sex- tugur. — Erindi um skáldið flyt- ur séra Sigurður Einarsson, úr ljóðum þess lesa Herdís Þorvalds- dóttir og Lárus Pálsson, og Andrés Björnsson les úr bók- inni „Svo kvað Tómas" eftlr Matthías Jóhannessen. — Sung- in verða lög við ljóð eftir Tómas Guðmundsson. 21.45 Poeme eftir Chausson: Ginette Neveu fiðluleikarl og hljómsv. Philharmonia í Lundúnum leika, Issay Dobrowen stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar an leikari tekur upp þráðinn að nýju. 22.30 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 5 í f-dúr yfír slavnesk stef op. 33 eftir Shebalin — Bor- odin-kvartettinn leikur, 23.00 Dagskrárlok. 12000 vinningar á ári! 30 krónur miðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.