Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 19

Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 19
Miðvikudagur 4. janúar 1961 MORGUNBL A»IÐ 19 — Síldarrannsóknir Frh. ai bls. 20. Skipting flotans I>að er ekki nokkur vafi á því, að auknar rannsóknir á göngu |>essarar vetrarsíldar við Suður- landið, gætu leitt til þess, að hægt verði fyrir bátaflotann að stunda veiðarnar fram til loka janúarmánaðar eða jafnvel leng- ur. Myndi þá jafnframt skapast möguleiki til þess að bátaflotinn skipti sér að nokkru niður á síld- eða þorskveiðar. Hin dýru tæki skipanna sem keypt eru vegna síldveiðanna, myndu þá koma að enn meira gagni. Eg tel sjálfur þennan leiðang- ur sem nú er að fara af stað mjög mikilvægan fyrir síldarrannsókn ir okkar. Vonandi verðum við veðurheppnir, því undir því er að miklu leyti komið árangur sá, er verða kann, sagði Jakob Jakobsson að lokum. — Belgía Framh. af bls. 1 ÁTÖK Tvelr verkfallsmenn særðust er ríðandi lögregla réðist á hóp 15000 manna, er fóru mótmæla- göngu um götur BriisseJ. Verk- failsmenn hófu grjótkast á lög- reglumennina, sem voru vopn- aðir, og fleygðu kínverjum að hestum þeirra. í Antwerpen fór einnig fylking 15000 verkfa'Us manna mótmælagöngu um götur borgarinnar, mölvaði gluggarúð- ur verzlana og velti strætis- vögnum. Tveir lögreglumenn særðust og óskaði lögreglu- stjórinn eftir aðstoð hersins við að halda reglu í borginni. Fjöldi skipa hafa stöðvazt þar vegna verkfallanna. í Ghent tóku um 4000 verk- fallsmenn þáfct í mótmælagöng- um, en ekki kom þar til alvar- legra átaka. í BRtíSSEL Ganga verkfallsmanna í Briissel hófst við aðalstöðvar Jafnaðrmannaflokksins þar í borg. Fóru þeir með hrópum um göfcurnar, kallandi m. a. „Eysk- ens í gá'lgann", og sprengdu kínverja. Kaupmenn lokuðu verzlunum sínum og byrgðu glugga þeirra og strætisvagnar Jiættu að ganga. Fátt var um fólk á götunum þegar mótmæla- gangan fór hjá. Vopnuð lögregla kom sér fyrir á gatnamótum snemma morguns. Brynvarðar bifreiðir, ríðandi lögregia vopnuð sverð- um og hermenn í jeppum voru á verði víða í borginni. — Álfabrenna Frh. af bls. 20. í söðli, Leppalúði og aðrar fræg ar þjóðsagnapersónur. En Vetur konungur fagnar álfakóngi og kemur ríðandi ásamt fylgdar- liði, sem skipað er 16 helztu riddurum landsins. Þá láta til sín heyra 10—20 af þekktustU kórsöngvurum landsins og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur allan tímann. Það verður sem sagt mikið um að vera á þess- ari álfabrennu, enda undirbún- ingur ekki verið sparaður. Menn klæði sig hlýlega Fólk er hvatt til að koma tímanlega og búast hlýjum föt- um. Bílastæði hefur verið út- búið við skeiðvöllinn. Og for- sala aðgöngumiða hefst á föstu- dagsmorgun í Hreyfilsbúðinni og úr bíl, sem staðsettur verð- ur í Austurstræti, til þess að forðast tafir við skeiðvöllinn. Stjóm félagsins gat þéss, er rætt var við fréttamenn um álfabrennuna, að þeim velunn- urum Fáks, sem ekki hafa fengið miða í happdrætti félags ins mundi gefast kostur á þeim við álfabrennuna, en vinningur er íbúð ........ ..... .......... .....................................................'"V Báturinn, sem bræðurnir Svanur skipstjóri og Pétur Sigurðs- synir, eru nú að kaupa frá Siglufirði. Kaupa bát frá Siglufirði Breiðdalsvík, 30. des. NU HIR verið að kaupa hingað 90 tonna bát frá Siglufirði, seni Bragi heitir. Eru það bræðurnir Svanur og Pétur Sigurðssynir frá Osi, sem ráðizt hafa í þetta stór- virki, og verður hlutafélag stofn að um bátinn og útgerð hans. í vetur verða því tveir bátar sem héðan róa, og eru menn eðlilega vongóðir um að næg atvinna verði fyrir heimamenn alla og jafnvel aðkomumenn líka. Veðrátfca hefur verið mild og hagstæð hér um slóðir í vetur. Vegir voru í des. sem um sum- ardag væri. Fénaðut er að mestu leyti á gjöf kominn. - Fréttaritari Ráðstefnunni frestað Casáblanca, Marókkó, 3. jan. —• (NTB-Reuter) — RÁÐSTEFNU leiðtoga sjö Afríku- og Asíuríkja, sem hefjast átti í dag í Casa- blanca, hefur verið frestað um einn dag vegna þess að Ibróttir 5. Framh. af bls. 18. Sjá um dreifingu kennslu- bóka og kennslukvikmynda. Vinna að samningu leiðbein- inga og ráðlegginga varðandi þjálfun og fleira. Otlenda þjálfara mætti t. d. fá hingað annaðhvort ár til að annast kennslu á IV. námskeiðs stigi, hin 3 stigin gætu innlend- ir þjálfarar séð um. Þessa er- lendu menn mætti fá úr fleiri en einni átt til þess að gefa okkur kost á að viða að okkur það bezta úr hverri átt. ferðum sumra fulltrúanna | hefur seinkað. Fjórir af leiðtogunum, sem l koma áttu árdegis í dag, koma ekki fyrr en í kvöld. Þeir eru Kwame Nkrumah forseti Ghana, Sekou Toure forseti Guineu, Mod ibo Keita, forsætisráðherra Mali og Ferhat Abbas leiðtogi upp- reisnarmanna í Alsir. Nasser fagnað í dag kom Gamal Abdel Nass er forseti Arabiska Sambands- lýðveldisins á snekkju sinni til Casablanka og er það í fyrsta sinn að hann heimsækir Mar- okkó. Var Nasser ákaft fagnað við komuna. Var honum heilsað með 21 fallbyssuskoti og tók Mo- hammed konungur í Marokkó á móti honum á bryggjunni. Á ráðstefnunni mæta fulltrúar frá Ceylon, Marokkó, Ghana, Libyu, Guineu, Arabiska Sam- bandslýðveldinu og fulltrúar byltingarmanna í Alsír. Auk þess koma áheyrnarfulltrúar frá Ind- landi, Eþíópíu og nokkrum smærri þjóðum. Ambassador Frakklands þakkar innilega hinum mörgu íslenzku vinum sínum, sem hafa hugsað til hans um jólin. Hann biður þá að finna í línum þessum þakklæti sitt og beztu óskir um gleðilegt ár. Meístarafélag húsasmiða og Trésmiðafélag Reykjavíkur halda jólatrésskemmtun í Sjálfstæðishúsinu, föstu- daginn 6. jan. — Barnaskemmtunin hefst kl. 3, en skemmtun fullorðina kl. 21. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Trésmíðafé- lagsins, Laufásvegi 8. Pantanir þurfa að sækjast fyrir fimmtudagskvöld. Skemmtinefndirnar Maðurinn minn SIGURÐUK BIBKIS söngmájastjóri Þjóðkirkjunnar, andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 31. desember. Guðbjöig Birkis. Móðir mín ÞURfiOUR jakobsdóttir LANGE andaðist að Sóleyjargötu 19 að kvöldi 2. janúar. Thyra Loftsson. Útför móður okkar, INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR Ránargötu 28, fer fram frá Dómkirkjunni kl. 1,30 e.h. fimmtudaginn 5. janúar. Anna Ásgeirsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, ólafur Ásgeirsson, Gunnlangur Ásgeirsson. Jarðarför eiginmanns míns GUÐMUNDAR ÖGMUNDSSONAB Vatnsnesvegi 22, Keflavik, fer fram frá, Ke^avíkurkirkiu fimmtudaginn 5. jan. n.k. kl. 1,30 e.h. Sigríður Bjarnadóttir. Móðir okkar og fósturmóðir JÓHANNA ÓLÖF JÓNSDÓTTIR frá Laxárholti, sem andaðist 26. des .si. verður jörðuð að Ökrum á Mýrum föstudaginn 6. þ.m. og hefst athöfnin kl. 1 e.h. Kveðjuathöfn verður í Neskirkju fimmtudaginn 5. þ.m. kl. 2 e.h. Ólöf Sigurbjörnsdóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Sigurjón Sigurbjörnsdóttir, Guðný Sigurðardóttir. Jarðarför minnar hjartkæru eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÓNAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá Hábæjarkirkju Þykkvabæ föstudaginn 6. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hennar Tobbakoti kl. 1. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnar Eyjólfsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, fy*. GUÐMUNDAR SIGURÐAR JÓHANNESSONAR húsvarðar, Lækjargötu 14, fer fram frá Dómkirkjuni, föstudaginn 6. jan. kl. 10,30. Ingimar Sigurðsson, Hulda Alexandersdóttir, Kristín Jónsdóttir, Guðrún Ebenezerdóttir, Jóhanncs S. Sigurðsson, Halldóra Ólafsdóttir Sigurður Sigurðsson, Ásta Leósdóttir, Þórketill Sigurðsson og barnabörn Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÞÓRHILDAR GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR Dýrhól, Þingeyri. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÍÐAR VlGLUNDARDÓTTUR Hafnargötu 120, Bolungarvík. Margrét Halldórsdóttir, Benedikt Jónsson, Halldór Halldórsson, Ósk Ólafsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Björn Þorláksson, Guðmundur Halldórsson, Ánna Halldórsson, Kristín Halldórsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Guðríður Halldórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Hclga Sveinsdóttir, Þórður Þorsteinsson, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu, við andlát og jarðarför ÖNNU INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Sauðárkróki. Jónas Jónswnn frá Hofdölum og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.