Morgunblaðið - 06.01.1961, Qupperneq 3
Föstudagur 6. janúar 1961
MORCVNBLAÐIÐ
3
★
Jdta-
kveðja
TVÆB flogrvélar rákust á yf-
kr New York-borg og brenn-
andi flök þeirra féllu niður í
íbúðarhverfi. Það var eins og
sprengja hefði fallið, sögðu
fréttamenn. Nær 140 fórust,
óhugnan'egt og átakanlegt í
senn. Stærsta flugslys sög-
unnar.
Þetta gerðist skömmu fyrir
jól, eins og allir blaðalesend-
ur vita. Allir voru í jóla-
skapi. Margir að undirbúa
heimferð um jólin, flestir að
kaupa jólagjafir og skrifa
jólakort til vina og ættingja.
Og sjá'lfsagt má segja sama
um þá, sem voru í ógæfuflug-
vélunum tveimur.
★ ★ ★
Eftir margra stunda bar-
áttu við e'dinn tókst slökkvi-
liðsmönnum loks að ráða
niðurlögum hans. Við þeim
blasti ömurleg sjón. Rjúk-
andi rústir, dauði og eyði-
legging. Farið var að leita í
flökunum og lákin voru borin
í brott. Nokkrir hálfbrunnir
póstpokar fundust í farang-
ursgeymslu, kannski voru ein
hver bréfanna enn heil. Það
var allt og sumt. Flökin voru
fjarlægð, fólk var aftur á
gangstéttunum og bílar á ak-
brautunum. íbúar hverfisins
fyiitust óhug, þegar þeir
gengu þarna um — en eftir
nokkrar vikur gengur fólk
flissandi um þessar götur.
Þá verða öll ummerki afmáð
og engir aðrir en þeir, sem
sáu, vita hvar þessi hræðilegi
atburður gerðist.
★ ★ ★
En hvað varð um hálf-
brunnu póstpokana? Jú, þeir
voru fluttir í pósthúsið. Eitt-
hvað af þessu var það lítið
brunnið, að hægt var að bera
það út. Póstpokarnir eru út-
troðnir um þetta leyti, jóla-
pósturinn. Þeir brenna því
ekki til ösku á skammri
stundu.
Og svo voru þau tínd úr,
heillegu bréfin, sum meira
og minna brunnin. Á þau
var stimplað með rauðu:
3
Jólakortið og umslagið frá Þorvaldi. Greinilegt er hvernig það hefur brunnið.
frá Þorvaldi
„Skemmdirnar hafa orðið í
höndum póstþjónustunnar“.
Síðan voru þau send áleiðis
til viðtakenda.
★ ★ ★
Eitt þesara bréfa barst til
íslands. Það var til starfs-
fólks Loftleiða. Jólakveðja
frá gömlum starfsmanni, Þor-
valdi Danielssyni, sem bú-
settur er í Kaliforníu: „Kær
kveðja, Þorv. Dan.“
Þorvaldur var verkstjóri
hjá Loftleiðum á Reykjavík-
urflugvelli. Hann fór í sumar
með fjölskyldu sína til Kali-
forniu og ætlar að vinna þar
um hríð, við húsasmíðar.
Póststimpililinn sýnir, að
hann hefur póstlagt jólakort-
ið í Berkeley, Kalif., 15. des-
ember, kl. 6 e. h. — En það
var Loftleiðamönnum ekki
nóg til að sjá, að kortið hefði
verið í annarri ógæfuvél-
anna.
★ ★ ★
Sögunni víkur aftur til New
York. Bolli Gunnarsson,
stöðvarstjóri félagsins þar,
skrifaði Sigurði Magnússyni,
fulltrúa, og lét þess getið í
lokin, að hann hefði fengið
jólakort frá Þorvaldi Dan. í
Kaliforníu. Það hefði verið
hálfbrunnið og hann hefði
leitað upplýsinga um ástæð-
una hjá póstþjónustunni.
Svarið var: „Jólakortið þitt
er eitt af fáum, sem ekki
brunnu í stóra slysinu þann
10. desefnber".
Þarna kom skýringin á
hálfbrunnu kortinu, sem hing
að hafði borizt frá Þorvaldi.
Hann hafði póstlagt þau bæði
í sama skiptið. Þau hafa leg-
ið saman í póstpokanum
meðan flakið brann.
★ ★ ★
Flugvélarnar, sem rákust
á, voru DC-8 þota frá United
Airlines og Constellation frá
TWA. Þotan kom frá Chic-
ago, hin frá Dayton, Ohio.
Líklegt er, að kortin hafi
verið í þotunni, því þotur
United fljúga mil.li Kaliforn-
íu, Chicago og New York. í
henni voru 85 manns, meðal
þeirra Stephan litli, sá eini,
sem komst lifs frá slysstaðn-
um. En hann dó líka.
Hálfbrunnu jólakortin, sem
tínd voru úr póstpokanum
vestur í New York að kvöldi
hins 16. desember, voru ekki
aðeins jólakveðjur frá Þor-
valdi. Þar sendu miklu fieiri
kveðju sína.
Gagnbylting á
Kúbu undirbúin
að sögn ,,Samtaka lýðrœðissinnaðra
byltingarmanna"
Havana og New York, 5. jan
(Reuter-NTB)
EFTIR næturlangan ráðuneytis-
fund lýsti Kúbustjórn því yfir í
morgun, að það væri á ábyrgð
hínnar „árásargjörnu og fjand-
samlegu“ Eisenhowerstjórnar að
sí.Jórnmálasamband landanna
væri nú úr sögunni — en stjórn-
in liti ekki svo á, að tengslin við
bandarisku þjóðina væru rofin,
þrátt fyrir slit stjórnmálasam-
bandsins. Þá gerði stjórnin á næt
urfundi sínum þá breytingu á lög
unum um varnir Iands og þjóðar,
að dauðarefsing skal nú lögð við
hvers konar uppreisnar- og und-
irróðursstarfsemi gegn Castro og
stjórn hans. En á meðan þetta
gerðist, sagði New York-fulltrúi
þess félagsskapar Kúbumanna,
sem nefnir sig „Samtök lýðræð-
issinnaðra byltingarmanna“, að
samtökin væru nú nær reiðubú-
in að koma af stað gagnbyltingu
á Kúbu. — Leiðtogi samtaka
þessara er dr. Manuel Antonio de
Varona, fyrrum forsætisráðherra
á Kúbu.
— ★ —
Flestir sendiráðsmenn Banda-
ríkjanna eru nú farnir frá Kúbu,
aðeins 11 eru eftir til þess að
ganga frá málum við svissneska
sendiráðið, sem tekur að sér að
gæta hagsmuna Bandaríkjanna á
Kúbu. Um 50 þúsund Kúbubúai
hafa sótt um leyfi til að flytjasi
til Bandaríkjanna, en þar sem
bandaríska sendiráðinu hefir nú
verið lokað, er ekki ljóst, hvernig
málum þeirra reiðir af. Um 300
Kúbumenn komu með 6 banda-
rískum flugvélum til Florida í
dag. — Nokkrar æsingar urðu
við brottför bandarísku sendi-
ráðsmannanna.
★
Mikið er nú um að vera í
Havana og víðar á Kúbu — og
engu líkara en verið sé að búast
til varnar gegn innrás. — A
framhaldsfundi Öryggisráðsins
í kvöld um kæru Kúbu á hend-
ur Bandaríkjanna, hlutu Kúbu-
menn daufar undirtektir.
STAKSTEIMAR
Runnu út í sandinn ^
Ólafur Björnsson, prófessor og'
alþingismaður ritar athyglisverða
grein í síðasta hefti „Frjálsrar
verzlunar". Ber hún titilinm
„Aukin framleiðni er undir-
staða aukins kaupmáttar launa“.
Ræðir hann þar m.a. niðurstöð-
ur rannsóknar, sem fram fór á
kaupmætti launa, á árunum 194S
til 1959. En sérfræðingar Alþýðu-
sambands íslands töldu að kaup-
máttur launa hefði aðeins verið
rýrari árið 1959 en hann var ári*
1945. Ólafur Björnsson kemst sið-
an að orði á þessa leið: j
„Ekki verður því kennt um,
að því er snertir þann lélega ár-
angur, sem orðið heflur af kjara-
baráttu launþega, að samtök
þeirra hafi látið sitt eftir liggja
um það að knýja fram kaup-
gjaldshækkanir, ef slíks var kost
ur. Hækkun kaupgjalds hefur
orðið meiri hér en sennilega í
nokkru öðru Evrópulandi. En all-
ar hafa þessar kauphækkanir
„runnið út í sandinn“, þar sem
verðlagið hefur hækkað til jafns
við hið hækkaða kaup, þannig
að árangmr kauphækkananna
hefur orðið sá einn, að rýra verð
gildi peninganna, en kaupmáttur
launa hefur haldizt óbreyttur“.
Stórátak
Grein Ólafs Björnssonar lýkur
með bessum orðum:
„Með efnahagsráðstöfunum
þeim, er gerðar voru á sl. vetri,
var gert stórt á'ak í þá átt að
bæta úr þeim veilum í efnahags-
kerfinu, sem nefndar hafa verið
og hindrað hafa kjarabætur til
handa almenningi hér á landi.
Enn er of snemmt að spá um það,
hvort þessar aðgerðir heppnast
svo sem til var ætlazt. En undir
því verður það komið, hvort þjóð
in get"" á næstu misserum horft
fram á veginn til betri efm>hags-
afkowu.“ Þetta sagði Ólafur
Björnsson.
Hafa ekkert lært
af reynslunni
En leiðtogar kommúnista hafa
ekkert lært af reynslunni. Með-
an þeir voru í vinstri stjórninni,
hikuðu þeir að vísu ekki við að
taka af launþegum þá launahækk
un, sem þeír börðust með hnú-
um og hnefum fyrir árið 1955.
En nú leggja þeir höfuðáherzlu
á að telja verkalýðnum trú um
að hann geti bætt kjör sín með
verulegum kauphækkunum,
þrátt fyrir það, þótt bjargræðis-
vegir landsmanna berist í bökk-
um og séu raunar reknir með
halla.
Vitanlega er þessi stefna komm
únista í algeru ósamræmi við
þær ályktanir, sem draga má af
rannsókn hagfræðinga Alftýðu-
sambands íslands á þróun kaup-
máttar launa á tímabilinu 1945—
1959. Sú rannsókn sýndi að kaup-
máttur tímakaupsins jókst eng-
an veginn, þrátt fyrir stórfelld-
ar kauphækkanir. Vísitöluskipu-
Iagið og verðbólgan átu þær upp.
„SIogor3astríð“ í Algeirsborg
Þjóðaratkvœði hefst í dag
ALGEIRSBORG, 5. jan. (Reut-
er) — Á morgun hefst þjóðar-
atkvæðagreiðsla í Alsír um
það, hvort íbúar landsins skuli
fá rétt til að ákveða sjálfir
framtíðarstjórnskipulag sitt. —
Greidd verða atkvæði i sveita-
kjördæmum í dag, á morgun í
hinum minni borgum og á
sunnudag í stærstu borgunum,
svo og í Frakklandi öllu. —
Ólga var nokkur í Alsír í dag,
einkum í Algeirsborg og Oran
— og voru yfir 20 þúsund her-
menn og lögreglumenn til taks
Fnamh. á bls. 23
Dregur úr derringi
Nokkuð hefur undanfarið dreg
ið úr derringi kommúnista í sam-
bandi við nýlendumálin. Það hef-
ur nefnilega sannazt á þá, að þeir
hafa varið hina nýju nýlendu-
stefnu Rússa í líf og blóð. En
Rússar hafa eins og kunnugt er
undirokað fjölda þjóða og inn-
limað lönd sumra þeirra hrein-
Iega í Sovétríkin.
„Nýlendusérfræðingur“ Þjóð-
viljans hefur Iítið viljað um þetta
ræða. Hann hefur látið sér nægja
að lýsa yfir að allar þær þjóðir,
sem Rússar hafa hneppt í ný-
Iendnifjötra hafi verið „frelsaðar
undan oki auðvaldsins“. Þannig
hafa t.d. Lettar, Eistlendingar og
l.itháar verið ..frelsaði»-“