Morgunblaðið - 06.01.1961, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.01.1961, Qupperneq 11
Fðstudagur 6. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Haraldur Böðvarsson: Síld, síld - ört vaxandi eftirspurn Hingað komu í haust tveir aðalinnflytjendur fersk- og freð síldar frá Vestur-Þýzkalandi. Þeir voru búnir að kaupa freð- síldina af Sölumiðstöðinni og SÍS, en vildu líka kaupa 500 tonn á viku af ísaðri síld, sem flutt yrði laus í lest togara eða annara skipa, blönduð ís og salti. Einnig var hér á ferð stærsti innflytjandi Bretlands á fiski og síld í sömu erindagerð- vun ,en hann vildi meira magn en Þjóðverjamir og flutt á sama hátt. Fyrir nókkrum árum flutt- um við talsvert magn af slíkri síld til Þýzkalands og líkaði hún vel, þrátt fyrir það að hún var orðin 5—8 daga gömul þeg- ar á markað kom. Við svöruð- um þessum herrum því, að við vildum ekki taka á okkur á- hættu vegna skemmda á leið- inni til Þýzkalands, en þeir vildu kaupa síldina þangað komna. Við sögðum þeim að tryggara væri að frysta hana hér fyrst og senda hana frosna til þeirra og féllust þeir á það. En samt sem áður hafa nokkur skip flutt héðan síld í ís nú í haust og hefur það gefizt sæmi- lega í sumum tilfellum. Þegar síld er flutt laus í skipi, blönd- uð með ís og salti, frýs hún að nokkru leyti og þiðnar svo upp á leiðinni og þegar hún er tekin á land er henni mokað með göfflum í kassa og flutt þahnig á markaðinn, síðan lát- in í saltpækil, síðar er hún flokkuð. Það sem heilt er af heniii fer i reykingu strax en sú síld, sem er með kvið- skemmdir er flökuð og lika reykt (flökin) eða marineruð, kifvdduð o.s.frv. Sama er að segja um þá síld sem veidd er í Norðursjó, hún er aðeins ís- uð og er henni landað eftir 4—5 daga og er þá í mjög mis- jöfnu ástandi en allt ér það nýtt til manneldis nema aumasti úr- gangurinn. íslenzkt síldarmat Þegar bátur kemur að bryggju beint af miðunum, venjulega með 8—10 tíma gamla síld, er hún skoðuð af matsmönnum og það sem álitið er hæft til fryst- ingar er tekið strax upp í frysti hús, dreift á gólf með þykku íslagi, blandað ís saman við hana þegar hún rennur af bíln- um og gætt vandlega að hafa bynginn ekki nema 20—30 cm. háan og síðan er vandlega dreift yfir skelís 20—25 gráðu köldum og jafnóðum byrjað að þvohana úr köldu vatni ísblönduðu og þar næst er hún vegin, 9,3 kg., og látin í vaxbomar pappaöskj- ur, sem fara strax í frystitæk- in og fryst við 40 gráðu kulda og er gegnfrosin í ca. 90 mín.. — Ef nokkuð sést á síldinni að utanverðu á kvið eða haus, fer það til vinnslu í lýsi og mjöl. Frá því að síldin kemur inn í frystihúsið og þangað til búið er að vinna hana, eru 5—8 tímar og þá er hún komin í frystigeymsluna með 25—30 st. frosti og ætti þá öllu að vera borgið, en svo er ekki. í frysti- húsinu vinna tveir lögboðnir matsmenn, sem líta eftir öllu frá því síldin kemur að landi og þangað til hún er komin um borð í skip, sem flytur hana til kaupandans. Þar að auki koma matsmenn og eftirlitsmenn frá SölumiðstöQinni öðru hvoru til að fylgjast með öllu, bæði um borð í bátunum og vinnslunni í landi. Þetta er ekki nóg. Áður en síldin er flutt út kemur yfir- fiskmatsmaður og skipar að taka út t. d. 50 öskjur, 9,3 kg. hverja og láta þær þiðna upp á 12 tímum og að þeim tima liðnum skoðar hann vandlega hverja síld og þegar hann finn- ur engan galla á henni útvort- is, þá tekur hann hníf, ristir upp kviðinn og leitar að inn- vortis meinsemdum — jú, viti menn, í kviðarholinu er böl- valdur — verri en nokkurt krabbamein — autolýsa! Þessi rannsókn er þannig framkvæmd að matsmaðurinn fer með þum- alfingur inn í kviðinn og ef hann getur nuddað svörtu himn una af þunnildinu, þá er dóm- urinn faliinn. í hverri öskju eru 45—50 síldar, ef 1—5 finnast með lausa himnu, þá fær hún heitið A, ef 5—6 finnast í öskju, þá heitir hún B, og þar fyrir ofan upp í 25 þá er það C, en svo kemur nýr flokkur, sem er óalandi og óferjandi með 17—22. Það er ekki mannamatur og dæmist ekki hæfur til útflutnings, þrátt fyrir það að engin merki um skemmdir sjáist á síldinni að utanverðu, en samt er þetta mikið betri síld en ísuð síld, samkvæmt framansögðu. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Eftir nokkra daga kemur svo kaupandinn umboðsmaður hans og byrjar þá sama athöfnin — tekin út síld til að þíða upp og skoðuð. Eftir það er hæstaréttardómur upp kveðinn. Eins og fram kemur af þvi sem sagt er frá hér að framan, þá er fyrri athöfnin eða fram- kvæmd á síldarmatinu, alger- lega óþörf og bakar framleið- andanum aukakostnað og fyrir- höfn og ætti að sjálfsögðu að I falla niður í framtíðinni. Saltsíldarmatið er fram- kvæmt á sama hátt, tivsvar skoð uð sama síldin, fyrst af ríkis- matinu og síðar af umboðs- manni kaupandans og í mörg- um tilfellum virðir kaupandinn ríkismatið að vettugi. Það er þegar orðin allt of mikil yfir- bygging á ríkismatinu og allt of margir menn þar yfirmenn og valdhafar, en svo er t. d. aðeins einn matsmaður (undir- mat) hér á Akranesi til að meta skreið, saltfisk, þurran og úr salti o. s. frv. á fjórum fisk- verkunarstöðvum og veldur það oft miklum árekstrum og ó- þægindum, enda verður þá að ieita til Reykjavíkur og fá það- an menn, sem verður að greiða aukalega fyrir ferðir og uppi- hald hér etc. Þá skal vikið nokkuð að fjár- tjóni, sem óhappa- og öfgamenn síldarmatsins hafa valdið okk- ur á haustvertíðinnl, með ó- hæfum reglum og röngum for- sendum, samanber autolýsugrýl- una, sem Pólverji nokkur kom inn í kollinn á yfirmatinu fyrir nokkru í þeim tilgangi einum að prútta verði niður á síld- inni. Við höfum fryst í frystihúsi okkar fram að 17. des. 6200 tunnur af síld, en hefðum get- að notað a. m. k. 30% meira eða 1800 tunnur af síld þeirri, sem fór í mjöl og lýsi, ef mat- ið hefði verið starfa sinum vax- ið og verðmunur á þessum 1800 tunnum, miðað við bræðslusíld og brúttó-útflutningsverð cif nemur 873 þús. krónum til tjóns fyrir sjómenn og útgerð- armenn. Það er síldarhungur í Vest- ur-Evrópu og þess vegna synd- samiegt að láta vel nothæfa matarsíld fara í bræðslu fyrir , aðeins Vio hluta af fáanlegu verði freðsíldar. Óæta úrgangssíldin Við áttum talsvert magn af þessum óæta úrgangi eins og fiskimatsstjóri kallaði það, en að okkar 'áliti var þetta góð markaðsvara, bæði í Þýzkalandi og Bretlandi. Sturlaugur sonur minn kynnti sér í haust, bæði í Þýzkalandi og Bretlandi, síld- armarkaðinn, þegar hann var þar staddur og undirbjó sölu á þeirri síld, sem matið vildi ekki viðurkenna, en sú síld, sem matið viðurkenndi, var seld til Þýzkalands af Sölumið- stöðinni og SíS. Togarinn Vík- ingur fór héðan 23. des. beint til Þýzkalands og hafði lítinn eigin afla og fannst okkur til- valið að senda dálítinn slatta af óætu síldinni með honum. Við höfðum samband við Davíð Ólafsson fiskimálastjóra og fram kvæmdastjóra útflutningsnefnd- ar, Jón Héðinsson og fyigdust þeir með gerðum okkar í mál- inu frá byrjun. Við höfðum einnig samband við Sölumið- stöðina og hafði hún ekkert við það að athuga, þó að við sendum þennan úrgang, því það kæmi ekki í bága við þeitra samninga. Við létum 22 tonn af þessari síld um borð í Víking og hann ætlaði að koma við í Reykjavík til að taka skipverja er þar voru, og Sturlaugur fór einnig með til vara ef eitthvað skyldi koma fyrir. Ég talaði við Jón Héðinsson, skrifstofustjóra, á meðan Víkingur var á leiðinni suður og bauðst hann til að hafa útflutningsleyfið tilbúið á bryggjunni þegar hann kæmi, til þess að tefja ekki að óþörfu vegna þess að hann var orðinn tæpur með tíma, til þess að ná sölumarkaði á þeim tíma sem honum var ætlaður í Bremerhaven. Nú, jæja, ailt í fínasta lagi — en það eru lög til sem banna að flytja úr landi frosinn fisk og síld nema fylgi matsvottorð um gæðin frá fiskmatsstjóra. Þetta vissum við ekki, en það má flytja út ófrosna síld hversu léleg sem hún er. Þegar hér er komið máli, hafði yfirmatsmaðurinn á Akranesi tilkynnt yfirboðara sínum, fiskimatsstjóra í Reykja vik, um þá óhæfu, sem framin hafði verið, að senda frosna síld úr landi í forboði yfirmats- ins — og viti menn. Fiskimats- stjóri kærir eins og skot fyrir áfbrotið til Stjórnarráðsins og nú vandast málið. — Stjórnar- ráðið fer allt úr skorðum, þar er hlaupið á milli herbergja og flett upp í ýmsum doðröntum og þeir vitru menn, Jónas Har- alz og Gunnlaugur Briem, vilja fullnægja öllu réttlæti og biðja Bergstein fiskimatsstjóra að senda tafarlaust matsvottorð og er það gert með hraðboða, en vottorðið er svohljóðandi: Útflutningsnefndin, Reykjavík. Samkvæmt ósk yðar um frysta síld, sem virðist hafa verið lest- uð til útflutnings í b/v Víking frá Akranesi, tilkynnist yður að hér er um að ræða úrgangs- síld, er dæmist ekki hæf til útflutnings sem matvara, við mat á frystri síld til útflutnings. Virðingarfyllst, 23. des. 1960 Bergsteinn Á. Bergsteinsson (sign.) Nú, þama liggur fyrir Stóri- dómur og öllum áhyggjum létt og hvað þarf þá lengur vitn- anna við. Meðan á öllum ósköp unum stóð var Sturlaugur staddur á Tollstöðinni í Reykja vík ásamt tollverðinum frá Akranesi, sem hafði fengið fyr- irmæli um að sleppa ekki skips skjölum við togarann Víking, svo hann gæti ekki siglt, fyrr en útflutningsleyfi væri fyrir hendi á síldinni. Sturlaugur fékk að hringja frá Tollstöð- inni í ýmsar áttir til að safna liði, þ. e. að tala við ýmsa áhrifamenn í höfuðstaðnum Reykjavik, sem til greina gátu komið að milda hinn stranga dóm og á meðan söfnuðust fyr- ir á Tollstöðinni margir toll- þjónar, sem hlustuðu með spenningi á það sem fram fór og létu sumir þeirra óspart í ijós að þeir væru algerlega á ókkar bandi í þessu máli. — Þegar búið var að tefja Vík- ing að óþörfu í rúma 4 tíma, kemur maður á hlaupum með skjal til undirskriftar fyrir skipstjórann, sem Sturlaugur fékk að kynna sér og bað hann um að skrifa strax undir svo að skipið gæti siglt, því ekki var um annað að ræða, ef ná ætti í markaðsdaginn, sem skip- inu var ætlaður í Þýzkalandi. En skjalið er svohljóðandi: Viðskiptamálaráðuneytið. Útfiutningsdeild. Undirritaður skipstjóri á tog- anum Víkingi frá Akranesi lýs- ir því hér með yfir, að freð- síld sú, sem sett var um borð í togarann í dag á Akranesi, verður ekki seld sem matvara á erlendum markaði, heldur tekin í land í Reykjavík, hent fyrir borð á leiðinni eða sé seld í síldarmjölsframleiðslu í ÞýzkalandL Síld þessa hefur fiskmatsstjóri dæmt óhæfa til útflutnings sem matvöru og hefur útflutningsleyfi fyrir heiini verið synjað. Reykjavík, 23. des. 1960 Grettir Jósepsson (sign). Jæja, nú létti fargi af mönn- um og togarinn Víkingur gat haldið úr höfn með alla pappíra í lagi. Um leið og Sturlaugur kvaddi skipstjórann bað hann um að afhenda umboðsmanni togarans í Þýzkalandi sildina eins og annan farm skipsins og láta hann afskiptalausan um það hvað hann gerði við síldina, því ef hún væri eins og mat- ið hér teldi hana vera, þ. e. óæt, þá færi hún að sjálfsögðu í gúanó, en ef hún væri góð vara til manneldis, eins og við héldum fram, þá væri þýzki fiskmarkaðurinn hæstiréttur í þessu máli og til hans ætluð- um við að áfrýja. Áður en lengra er haldið, skal á það bent að svokölluð autolýsa (sjálfsmelting) stöðv- ast að mestu leyti um leið og síldin er látin í kaldan ís eða í frost og í öðru lagi þá er hvorki kviður né innýfli not- að til manneldis, nema hrogn og svil. Nú skuium við fylgjast með því er gerist í Þýzkalandi. Vík- ingur skilaði sér til Bremer- haven á réttum tíma og aflinn var seldur á opinberum fisk- markaði miðvikudaginn 28. des. og umrædd síld þar með. — Kaupendum líkaði síldin mjög vel og var hún öll seld fyrir hæsta markaðsverð eða sam- tals fyrir 15,000 DM, sem sam- svarar ísl. krónum 136,687,50 eða sex krónur o^ tíu aura kg. Hefðum við þurft að láta síld- ina í bræðslu, var verð á henni aðeins 61 eyrir kg og þá hefði útkoman orðið 13,420 ísl. kr. og er þar með brúttóhagnaður á þessu stríði samtals krónur 123,267,50 í útlendum gjaldeyri. Ég álít þennan sigur vera hliðstæðan því, að vinna mál fyrir hæstaréttL Eg býst ekki við að fiskimatsstjóri vilji, þrátt fyrir þessar staðreyndir, viður- kenna mistök þau er fram hafa komið í þessari deilu og vil benda á, að ennþá er hægt að sannprófa gæði síldarinnar á 480 öskjum, sem við eigum eftir í frystihúsi okkar, en hafa verið dæmdar á sama hátt og sú síld er send var með Víkingi. Ennþá vil ég benda á eitt sönnunargagn frá Þýzkalandi. — Kaupandinn, sem keypti fyrsta og annars flokks síldina af SÍS og Sölumiðstöðinni og fékk einkaleyfi fyrir sölu á gæðasíld — sendi símskeyti til Sölumiðstöðvarinnar strax sama daginn og okkar síld var seld og taldi það samningsrof að láta aðra selja gæðasíld á markaðnum sem þeir áttu að hafa einkaleyfi fyrir. Þær 480 öskjur af sild sem hér að ofan eru nefndar, mun- um við leitast við að senda til Þýzkalands á sama hátt, þ.e.a.s. með leyfi yfirvalda. Akranesi, 4. jan. 1960 Haraldur Böðvarsson. Stúlka Vantar stúlku í þvottahús, sem getur annast afgreiðslu o. fl. Sími 34442 og 18008. Útgerðarmenn Höfum kaupendur að góðum helzt nýlegum vélbát- um frá 45—120 tonn. liöfum til sölu m. a. báta af eftirtöldum stærðum: 53 tonrt 44 tonn 38 tonn 36 — 33 — 29 — 27 — 22 — 21 — 17 — 12 — 8 — amta Skipasalan Ingólfsstræti 4 efri hæð — Sími 10309.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.