Morgunblaðið - 06.01.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 06.01.1961, Síða 23
FBstudagur 6. Janúar 1961 wnncriSWIAÐIÐ 23 — Mirmingarorð í'ramh. af bls. 8 eins og þá var títt. Vinnumanns kaupið var ekki hátt, um þær mundir fyrir síSustu aldamót. En I»órður og Guðrún voru vön að vinna. Með sparsemi, mikilli vinnu og ráðdeild, tókst þeim að verða það, sem kallað er: vel efn- um búin. Þórður bóndi hafði að vísu ekki ýkja stórt bú, en mjög gagnsamt alla tið, því að hann fór vel með skepnur sínar, átti jafnan nóg og gott fóður fyrir þær, því heyfirningar voru alltaf miklar, frá ári til árs, sem hann þó aldrei ,setti á“ að haustinu, heldur geymdi, sem varasjóð. Þannig jukust efnin smátt og smátt, svo að Þórður Tómasson varð brátt einn hæst gjaldandi bóndi, til allra stétta í sinni sveit. Aður en vélar komu á heimilið til hjálpar, úti og inni, var margt fólk í heimili, og gestakoma mikil, alla tíð, og öll- um tekið af alúð og rausn. Heim- ilið, var til fyrirmyndar um þrifn að úti sem inni, vel birgt af öllu, sem með þurfti, án alls yfirlætis, hjónin samtaka um allt, er betur mátti fara. Búskapar regla Þórðar og Guðrúnar í Eystri Hól, var sú, að eyða ekki meiru en aflað væri, heldur skyldi það vera minna. Eiga afgang af „inn- legginu“ þegar uppgjörið kom. Þannig rýmkaðist um efnahag- inn, að allt, sem til heimilisins þurfti, yfir árið, var tekið út í einni kaupstaðarferð að vorinu, og borgað út. Ekki hljóp Þórður bóndi frá einum kaupmanni til ennars, að verzla. Nær allan sinn búskap verzlaði hann við sömu verzlun: Friðriks kaupmanns Friðrikssonar í Þykkvabæ, kvað hann sér það hagkvæmt. Sam- vinnumaður var Þórður ekki, taldi bændum ekki ráðlegt að binda sig á þann „klafa“. Eftir að Þórður missti konu »ína 1945, lét hann af búskap, en við tók tengdasonur hans og dótt Ir, hjá þeiim dvaldist hann í góðu yfirlæti, utan þriggja vikna tíma, er hann var í sjúkrahúsi, þar sem hann dó, eins og áður segir 9. desember 1960. Þórður Tómas- son var prýðilega greindur, bók hneigður, las allt, sem til féll, og tími vannst til. Ekki skipti hann »ér mikið af málefnum sveitar sinnar en var hygginn og tillögu góður ef hann lagði til mála, Sjálfstæðismaður var hann alla tíð. Eignarjörð sína Eystri-Hólinn sat hann prýðilega, húsaði bæ sinn vel, þótt ekki stæðu þar margar stofur auðar. Þórður var meira en meðalmaður á hæð, vel vaxinn, kraftalegur, fjörleg- ur í hreifingum, karlmenni að burðum. Andlitið svipmikið, aug un dökkblá og glansandi. Guð- rún Olafsdóttir og Þórður Tómas son voru merkishjón, sem öllum þótti gott að kynnast þess vegna mun sveitin þeirra og Rangár- vallasýsla yfirleitt, sakna þeirra, og lengi minnast, sakir hjálp- fýsi, góðvildar og manndóms. Kristín Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ. — „Slagorðastrið" Framh. af bls. 3 í fyrmefndu borginni til að fyrirbyggja átök. ★ ★ ★ Hins vegar má segja, að „slag orðastríð" hafi geisað í Algeirs- borg í dag. Á Ijósastaura og hús veggi voru t. d. límd spjöld með móðgandi áletrunum um de Gaulle forseta, en yfirvöld létu jafnóðum mála yfir þau. Ungir Serkir fóru í flokkum um götumar og límdu upp spjöld með áskoruninni: „Segið já“ (við atkvæðagreiðsluna), en Evrópubúar rifu mörg þeirra niður og settu í staðinn spjöld, sem á stóð: „Segið nei“. Þannig hélt „slagorðastríðið" áfram daglangt — en vart var um önnur átök að ræða. Mikill ör- yggisviðbúnaður er i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. — öelgia Framh. af bls. 1 fallinu, einkum í norður- hluta landsins, og hvergi hefur frétzt um, að það breiðist út. Hins vegar hefur enn komið til allmikilla árekstra i dag, bæði í Briis- sel, Antwerpen og víðar. — Á einum stað í Briissel hróp aði hópur stúdenta: — Brenn um Eyskens á báli! Lögregl- an beitti meðal annars vatns slöngum til að dreifa upp- þotsmönnum á götum í höf- uðborginni. ★ Mikið rætt um málamiðlun Ýmsar fregnir hafa verið á kreiki um tilraunir til mála- miðlunar og sátta milli ríkis- stjórnarinnar og leiðtoga verk- fallsmanna. Sagt er, að Eyskens hafi fallizt á að senda sparnað- arfrumvarpið umdeilda aftur til viðkomandi nefnda innan þings- ins til athugunar — en það jafngildi því að fresta ráðstöf- ununum um óákveðinn tíma. — Fulltrúadeildin lauk í dag al- mennri umræðu um frumvarp- ið og tók síðan til að ræða ein- stakar hinna 162 greina þess. Það vakti athygli, að Eyskens féllst á tillögu jafnaðarmanna að halda á ný sérstakan fund í fulltrúadeildinni siðdegis á morgun — og þykir ýmsum þetta nokkurt skref í áttina til samningsviðræðna við stjórnar- andstöðuna. — Þá hafa borizt lausafregnir um, að í undir- búningi sé stofnun samsteypu- sjómar allra flokka, e. t. v. undir forsæti Henri Spaaks — eða þá, að Spaak verði fenginn til þess að reyna að bera sátt- arorð milli deiluaðila á annan hátt. Þessum fregnum var hins vegar neitað af opinberum aðil- um, þar á meðal formælanda NATO, en Spaak er fram- kvæmdastjóri bandalagsins, sem kunnugt er. ★ ★ ★ Árdegis í dag veitti Belgíu- þing stjórn Eyskens traust, í annað sinn á tveim sólarhring- um — í þetta skipti með 116 atkv. gegn 82. — Laos Frh. af bls. 1 — Lánamálin Framh af bls 1 Með því að ég fellst á, að brýna nauðsyn beri til að setja viðbót- arlög um stofnlánadeild sjávar- útvegsins, eru hér með sam- kvæmt 28. gr. stjórnarskrárinn- ar gefin út bráðabirgðalög á þessa leið: 1. gr. Stofnlánadeild sjávarútvegsins er heimilt að opna nýja lána- flokka í þeim tilgangi að bæta fjárhagsaðstöðu fyrirtækja, er stunda sjávarútveg og fisk- vinnslu og hafa ekki á undan- förnum árum fengið nægilegt f jármagn til langs tíma til þeirra framkvæmda, sem þau bafa ráð- izt í. 2. gr. Lán þessi skulu aðeins veitt gegn veði í fiskiskipum, vinnslu- stöðvum og vélum sjávarútvegs- ins og með einfaldri ábyrgð við- skiptabanka viðkomandi fyrir- tækis. Lánstíma skal miða við áætl- aðan endingartíma hinna veð- settu eigna. Hámarkslánstími skal vera sem hér segir: Lán út á fasteignir 20 ár, lán út á skip 15 ár og lán út á vélar 10 ár. Vaxtakjör skulu ákveðin af stjórn stofnlánadeildarinnar að höfðu samráði við ríkisstjórn. Áður en lán er veitt, skal fara fram nýtt mat hinna veðsettu eigna, þar sem þær skulu metn- ar til endurkaupsverðs að frá- dregnum afskriftum, er miðist við rýrnim eignarinnar frá því að hún varð til. 3. gr. Telji stjórn stofnlánadeildar- innar, að fengnum tillögum frá viðskiptabanka umsækjanda, þörf á sérstakri athugun á fjár- hag umsækj anda, áður en unnt verði að afgreiða lánbeiðni frá honum, getur hún tilkynnt það skiptaráðanda, og er þá hvers konar kyrrsetning eða aðför vegna skuldbindinga lánbeiðanda óheimil á hendur honum og á- byrgðarmönnum háns, þangað til lánsumsókn hefur verið afgreidd, þó aldrei lengur en til 31. des- ember 1961. Eigi verður bú hans heldur tekið til gjaldþrotaskipta á því tímabili. Frá því stofnlánadeild hefur sent ofangreinda tilkynningu til skiptaráðanda og þar til lánsum sókn hefur verið afgreidd, þó ekki lengur en til 31. desember 1961, má lánbeiðandi ekki selja eignir sínar umfram venjulega afurðasölu og ekki veðsetja þær nema fyrir nauðsynlegum rekstr arlánum og yfirleitt ekki gera neinar þær ráðstafanir, er veru- leg áhrif geti haft á efnahag hans. Gunnar Eyjólfsson gest- gjafi í Þjoðleikhúsinu MEÐ árauaótunum var komið á nokkurri nýbreytni í Þjóðleik- í hússkjallaranum. Gunnar Eyjólfs son, leikari, hefur verið ráðinn þar gestgjafi, til að taka á móti gestum og sjá um skemmtikrafta. Jafnframt hafa ýmsar nýjungar verið teknar á matseðilinn. Gunnar Eyjólfsson skýrði fréttamönnum frá þessari ný- breytni í fyrrakvöld. Hann kvaðst alltaf hafa haft garaan af að hafa gesti og lengi langað til að kaupa sér veitingahús í New York, þar sem hann gæti sjálfur séð um gesti sína, en til þess vantaði aðeins eina litla 12 þús. dali. Hann hefur reynslu í slíku starfi, vann um eitt skeið á bar í New York og var bryti á hin- um stóru flugvélum Pan Ameri- can flugfélagsins. Og líkaði vel, að því er hann segir. — Auk þess finnst mér að ef leikari starfar nokkurs staðar milli þess sem hann er á sviðinu, þá sé enginn staður meira viðeigandi en leikhúskjallari, bætti hann við. Einn af réttunum sem nú verð ur boðið upp á í Kjallaranum eru það sem kallað er „Til sjós og lands“, alls kyns síldarréttir, caviar, humar og kjötréttir, sem ekið er inn í lokuðum vagni, og geta gestir annað hvort tekið af þessu í forrétt eða borðað af því einu heila máltíð, sem þá kostar 50 kr. Þá hefur Kjallarinn feng- ið nýjan glóðarofn, sem hægt er að steikja í allt kjöt, og boðið verður upp á Crepe soucette, pönnukökur steiktar í logandi koniaki fyrir framan gestina, og svokallað ostafondu, sem er mjög vinsæll réttur erlendis. Brauði er þá dýft ofan í ostabráð í heitu hvítvíni. Sjálfur lagaði svo Gunnar fyrir blaðamennina ljúf- fengt „írskt kaffi“, sem Irar kalla sjálfir guðadögg.- Afla þeir sér ævarandi vináttu allra sem um Shannon flugvöll fara, með því að bjóða þeim upp á eitt glas af þessum guðadrykk. Ekki skal sagt sérstaklega hvernig hann er lagaður, en sterkur er hann og hressandi. Nú er ég næstum farinn að búa i leikhúsinu, sagði Gunnar er blaðamenn kvöddu. Uppi á sviðinu leikur hann í Engill, horfðu heim og er önnum kafinn við æfingar á „Þjónar drottins“ eftir Axel Kjelland, og niðri fagnar hann gestum, fyrir Þor- vald Guðmundsson. ----------------- y — Skautamátið Framh. af bls. 22 lengdum: 500, 1000, 1500 og 3000 metrum. Skautahlaup unglinga, 16 ára og yngri; keppt í þessum vega- lengdum: 500 og 1500 metrum. Skautafélag Akureyrar sér um mótið og ber að senda þátt- tökutilkynningar til þess fyrir 20. janúar nk. (Frétt frá ÍSÍ) Við undirritaðir þökkum kærlega öllum þeim hverfis- búum okkar við Suðurlandsbraut og öðrum þeim, sem lögðu okkur lið með peningagjöfum, fatnaði og fleiru, er kviknaði í íbúð okkar að Suðurlandsbraut 116 hinn 29. nóv. síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Geirharður Jónsson og f jölskylda Suðurlandsbraut 116 Rvk. Eiginmaður minn PÁLL B. MELSTED andaðist að heímiii sínu 4. þessa mánaðar. Elín Melsted. Maðurinn minn, ÓLI G. ARNASON andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri 23. desember síðast- liðinn. Jarðað verður að Skinnastað laugardaginn 7. þessa • Öðru vísi frá sagt í Moskvu Upplýsingamálaráðherrann sagði, að stjórnarherinn mundi vaflalaust ná hlnni mikiltvægu sléttu og flugvellinum á sitt vald „innan fárra daga“, nema því aðeins, að vinstrimönnum bærist liðsauki. — Moskvuútvarpið lýsti hernaðaraðstöðunni á allmjög annan veg í dag — hafði það eftir útvarpi Pathet Lao-manna, að vinstri-herinn héldi áfram að reka flótta „uppreisnarmanna (hægrisinna) norður af Krukku- sléttunni". Þá sagði útvarpið, að her vinstrimanna hefði náð á sitt • vald aðalveginum, sem liggur til norðurs frá Vientiane, og bygg- ist nú til að ganga milli bols og höfuðs á leifum liðs hægrimanna umhverfis Krukkusléttuna. • Hermenn N-Vietnam á brott Upplýsingamálaráðherra Boun Oum-stjórnarinnar lét svo um mælt í dag við frétta- mennina, að hinar rússnesku flUgvélar, sem flutt hafa vopn og vistir tii fyrrnefnds flug- vallar undanfarið, hefðu einn- ig flutt á brott hermenn frá Norður-Vietnam, sem ógjarna vildu lenda í klóm liers stjórn- arinnar. „Þeir kæra sig ekki um að gefa okkur færi á að sanna erlenda íhlutur. r Laos“, sagði ráðherrann. 4. gr. Lánveitingar samkvæmt lög- um þessum skulu háðar ákvæð- um laga nr. 41/1946, þó ekki á- kvæðum 3.—11. greinar. I reglugerð, sem ráðherra sá, sem fer með bankamál, gefur út að fengnum tillögum stjórnar stofnlánadeildarinnar, skal setja nánari reglur um lánskjör og önnur atriði, eftir því sem ástæða þykir tiL 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 5. jan. 1961. Ásgeir Ásgeirsson. (L.S..) Gylfi Þ. Gíslason. Innbrot Akranesi, 5. janúar. INNBROT var framið í nótt í stöðvarhús Sig. Hallbjarnarson- ar h.f. Var aðkoman Ijót þar er Þórður Sigurðsson verkstjóri kom til vinnu sinnar í stöðvar- húsinu í morgun. Utihurðin hafði ásamt körmum verið sprengd frá og gengið inn í hús- ið. Tvær hurðir aðrar brotnar. Einnig höfðu þjófarnir mölvað og eyðilagt 15000 kr. skrifborð og í skrifstofunni höfðu þeir stolið 3000 kr. í peningum. Þjófnaður þessi var strax kærð- ur til lögreglunnar, sem nú vinn ur að rannsókn málsins. — mánaðar. Gunnþóra Þórinsdóttír. Eiginkona mín SIGRÍÐUR BERGSTEINSDÓTTIR er andaðist 30. des. sl. verður jarðsunginn laugardaginn 7. janúar. — Athöfnin hefst með húskveðju að heim- ili hinnar látnu kl. 1 e.h. að Faxabraut 16, Keflavík. Fyrir mína hönd og annarra ættingja. Oddur Pálsson Faðir okkar KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON prentari, andaðist 5. þessa mánaðar. Björn Kristmundsson, Ulfar Kristmundsson. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa PÁLMA vilhjálmssonar Jórunn Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Við þökkum innilega auðsýndan hlýhug í tilefni af andláti og útför BENTÍNU HALLGRlMSSON Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.