Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 3
r Laugardagur 14. jan. 1960 MORCT’N fír 4 f)1Ð 3 ' /m ' ’•.■''■■■/ Diana Barrymore if SJÁLFSÆVISAGA Diönu Barrymore, sem birtist hér í blaðinu sem framhaldssaga, er nú langt komin. Þetta er ákaf- lega vinsæl saga, og alltaf eru blaðinu að berast óskir frá lesendum um myndir aí því fólki, sem þar kemur við sögu. Við höfum áður birt nokkrar myndir frá fyrrihluta ævi Diönu Barrymore, og hér eru nokkrar fleiri. ^ Of mikið — of fljótt, heitir sjálfsævisagan, enda fékk Di- ana strax sem kornung stúlka allt sem hún gat látið sig dreyma um, peninga, frægð og tækifæri til að leika á leik sviði og í kvikmyndum. Hún var alin upp hjá móður sinni, sem skrifaði undir rithöfund- arnafninu Mikael Strange, og var uppeldi hennar ákaflega óeðlilegt. Má e. t. v. rekja til þess rótleysi hennar seinna á ævinni. Einnig var drykkju- skapur mikill í föðurætt henn- ar. Faðir hennar, leikarinn frægi John Barrymore, var drykkjusjúklingur seinasta hluta ævi sinnar og sjálf barð- STAKSTEINAR ist hún við veikleika sinn fvr- ir víni. Hll Efsta myndin til hægri er af | Diönu Barrymore um það | leyti sem bókin er skrifuð, en | hún kom út seint á árinu 1958. § Næsta mynd til hægri er i tekin af þeim mæðgunum, þeg 1 ar móðir Diönu faðmar hana I að sér eftir fyrstu leiksýn- I inguna hennar, þar sem hún 1 „sló í gegn“. Söguhetja framhalds sögu Mbl Hinar myndirnar á síðunni eru af henni og eiginmönnum hennar. Fyrst giftist hún leik- aranum Bramwell Fletcher, sem var talsvert mikið eldri en hún (efri myndin til vinstri). Eftir að hún skildi við Bram, eins og hún kallaði hann giftist hún tennisleikar- anum John R. Howard (neðri myndin til vinstri) og þriðji maður hennar var leikarinn Robert Willox (myndin neðst til hægri). Robert eða Bob, var líka mjög veikur fyrir áfengi. Sjálfsævisögu sína til- einkar Diana honum, „eina manninum sem skildi mig“, skrifar hún. Flygslysið i Finnlands: Áfengismagn í blóði flug- mannanna 2 og 1,63 promille EINS og áður hefir komið fram í fréttum varð það Ijóst við rann- •ókn flugslyssins við Vasa á dög- unum þegar Dakotavél frá flug- félaginu Finnair fórst með 25 manns að bæði flugstjórinn •g aðstoðarflugmaðurinn höfðu neytt áfengis kvöldið og nóttina • fyrri slysið. — Nú hefir verið upplýst að læknisrannsókn leiddi ’ I lj’ós að alkohólmagnið í blóði •nnars þeirra var 2,0 promille, •n hinn hafði 1,63 promille aiko- hol í blóðinu, um það bil er slys- ið varð. Ekki hefir neitt verið fullyrt um, hvort orsaka slyssins er að leita í áfengisneyzlu flugmann- anna, því að veðurskilyrði voru slæm, og t.d. er vitað, að ísing settist á rúður bifreiða, sem voru á ferð á þessum slóðum um svip- að leyti og slysið varð. ★ Vekur ugg í Finnlandi 1 sambandi við þessar upp- Ijóstranir hefir fulltrúa finnsku f lugstj órnarinnar á Kokkala- flugvellinum, Jorma Kaakko- lahti, verið vikið frá störfum, en sannað er, að hann tók þátt í drykkju flugmannanna kvöldið áður en þeir lögðu af stað í sína hinztu för frá umræddum flug- velli. — Þessar fréttir hafa vakið mikinn óhug í Finnlandi, og eru uppi háværar kröfur um, að sett verði ströng lagaákvæði um áfengisneyzlu flugmanna. Búizt er og við sam* kooar aðgerðum í Svíþjóð. - Það hefir komið fram við rann sóknina á flugslysinu, að flugstjór inn, Lars Hattinen, hafði tvisvar áður brotið af sér og fengið við- vörun frá flugélaginu — og lá við, að honum væri vikið frá störfum fyrir tveim árum vegna bifreiðaslyss, sem hann átti þátt í. Rafmagnsbilun LAUST fyrir kl. 10 í gærkvöldi varð allvíða ljóslaust í vestan- verðum Austurbænum og Miðbænum, í húsum og á götuljósum. Háspennustreng- ur sem á eru hluti af Njálsgötu, Laugavegi, Skólavörðust., Banka stræti og Austurstræti brann í sundur. Er þessi strengur við há spennustöðina á Bókhlöðustígn- um. Meðal húsa, sem voru ljós- laus var Hótel Borg. Ráðast enn á Lúðvík í ritstjórnargrein í Þjóðviljaik- um í gær segir á þessa leið: ^ „Sjómenn, útvegsbændur of þjóðin öll á að svara með þvf að brjóta vald fiskhringsins á bak aftur og tryggja þeim, sem vinna og framleiða, afrakstur erfiðis síns, uppfyllingu réttlátra krafna þeirra ... / Heimtufrekja þeirrar yfirstétO arklíku, er gín yfir þessum gróða og felur hann eftir beztu getu, er nú að stöðva útgerðina. Þal er tími til kominn, ef hún ekkl sér að sér og lætur undan rétt- j látum kröfum hins vinnandi fólks, er gróðann og auðiiut skapa, — að víkja þessari star- blindu yfirstéttarklíku til hliðar og stjórna íslenzkum sjávarút- vegi með hag allrar þjóðarinnar , fyrir augum“. r* Glamrið er með þeim hætti, ’jj að varla getur lijá því farið að Einar Olgeirsson hafi skrifaS þessa ritstjórnargrein, og er þá skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar Einar er opin- berlega farinn að sneiða að Lúðvík Jósefssyni og minna menn á það, að enginn sjávarút- vegsmálaráðherra hefur skæl- brosað eins við „yfirstéttarklíku fiskhringsins“, og Lúðvík Jósefs- son. Ástæður árásanna Ástæðurnar til þess að komm- únistar ásaka Lúðvik Jósefsson nú hvað mest fyrir eymd sína og volæði, eru þær, að hann reyndi í desembermánuði að koma því til leiðar, að almenn- ingur yrði skattlagður í þágu út gerðarinnar vegna þess hve bág- borinn hagur hennar væri. Með I því undirstrikaði hann rækilega, að ekki væri hægt að gera aukn- ar kaupkröfur á hendur útveg- num. Lúðvík taldi flokksmönn- um sínum trú um það, að hann nyti slíkra eindæma vinsælda meðal útvegsmanna síðan hann var sjávarútvegsmálaráðherra, að hann gæti fengið þá til að sprengja viðreisnina með því að neita að róa, ef ekki yrði á ný tekið upp uppbótakerfið. Komm- únistar lögðu trúnað á orð Lúð- J víks, en reyndin varð sú, að út- vegsmenn höfnuðu leiðsögn hans. Nú liggur það hinsvegar fyrir, að kommúnistar hafa kraf- izt nýrra skatta á alla alþýðu, vegna þess að útvegurinn bæri sig ekki, og er þá erfiðara um vik að draga upp úr skúffunum gömlum stefnuna frá 1956, þar sem talað er um olíuokur, fisk- hringagróða, vátryggingafélaga- gróða o. s. frv. Er Hannibal fróðleiksfús? Hannibal Valdimarsson var býsna fljótur að tileinka sér hinn kommúnistiska þankagang, eftir að hann yfirgaf Alþýðuflokkinn. Muna menn til dæmis, að hann lofsöng „lýðræðið“ í Tékkó- slóvakíu og kosningafyrirkomu- lagið þar, sem hann taldi bera af. Er því ekki úr vegi að spyrja hann, hvort hann hafi ekki les- ið grein, sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir skömmu úr rússnesku blaði, þar sem undir- strikað var, að grundvöllurinn að kjarabótum yrði að byggjast á aukinni framleiðslu og þá fyrst væri hægt að veita verkamönn- um aukin laun, þegar framleiðsl- an hefði skilað þeim arði, sem undir kjarabótunum stæði. Ef dæma ætti af reynslunni, skyldu menn ætla, að Hannibal hefði ekki verið lengi að velta því fyrir sér, hvort þetta væri rétt, úr því það stóð í rússnesku blaði, heldur þegar í stað hafið baráttu fyrir framgangi þessa stefnu- máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.