Morgunblaðið - 14.01.1961, Side 12

Morgunblaðið - 14.01.1961, Side 12
12 MORCVJVnrjÐIÐ Laugardagur 14. jan. 1960 Ölafur Jónsson frá Ellióaey Minningarorð ÓLAFUR Jónsson frá Elliðaey, •n svo var hann jafnan nefndur, •ndaðist hinn 7. þ.m. tæpra 76 ára að aldri. Með honum hverfur «»ú af sjónarsvíðinu einn af þeim mönnum sem ég á mest upp að •na og sem ég sakna mest. Einn •f þeim beztu heimilisvinum sem ée hefi eignazt, ógleymanlegur =tivort sem var í örin dagsins eða kyrrð samræðustunda. Er mikill •jónarsviptir að slíkum manni og hans saknað af þeim er þekktu. Ólafur var fæddur að Garðs- stöðum við ísafjarðardjúp hinn 20. jan. 1885. Móðir hans var Sig- ríður Jónsdóttir, af prestum kom In í báðar ættir og faðir Jón Ein- •rsson, frábær athafnamaður og •f kunnum sjómannaættum kom- i inn. f Foreldrar Ólafs létust er 4 f fystkinanna voru innan fermingu I og tók Jón bróðir hans þá við 1 búsforráðum. Kennslu naut Ólaf- j wr í æsku og átti góða kennara og minntist þeirra oft. Strax um i fermingaraldur byrjaði hann að etunda sjóróðra á árabátum og seinna á vélbátum, ýmist sem for maður eða háseti og hafði hann sjómennsku að aðalatvinnu fram eð 30 ára aldri. Aldrei kveðst hann hafa þekkt þann harða aga og skort sem sumum simtíðar- mönnum hans verður svo tíðrætt um. Vöndurinn var ekki til á hans heimili, enda áleit faðir hans slíka uppeldisaðferð fjar- | stæðu. t Árið 1913 kom Ólafur til i Breiðafjarðar og dvaldi þar æ síðan eða til þess er hann flutt- ist til Reykjavíkur fyrir skömmu. j Hann bjó lengi í Elliðaey á Breiðafirði sem var kosta jörð og rak þar um fjórtán ár um- fangsmikið refabú. p Ólafur var eitt ár í Flensborg- arskóla og tók þaðan burtfarar- próf. Og viðlesinn og fróður um fornar sögur var hann og yndi að heyra hann segja frá. Frásögnin enilld og minnið sem stál. Því skeikaði ekki. f Mörgum trúnaðarstörfum gegnd hann um dagana og skulu þau ekki rakin hér, en geta vil ég þess að hann sat sem fulltrúi á fyrsta Fiskiþingi sem háð var hér á landi. Hann var einstakur að tryggð og fals og tál var honum svo fjarrænt. Hann gat ekki hugsað sér annað en að koma allsstaðar Góður 5—8 tonna báfur meS öruggri vél, og dýptar- mæli, óskast til leigu nk. sumar. Tilb. ásamt uppl. um stærð og ásigkomulag báts og véílar, merkt: „Útgerð 1053“, leggizt inn á afgreiðslu blaðs- ins fyrir 17. jan. Herbergi með húsgögnum sesm næst miðbænum óskast nú þegar fjrrir enska stúlku. — Sími 23700 eða 36613. ‘ PILTAR /. ef bií elqlt.unnuchim /jr þi i étf lirffyaná. , EINAR ASMUNDSSON f hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON ( héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. fram til góðs. Hann villti aldrei á sér heimildir. Var ör í lund, fljót- ur til átaka og ekki að tvínóna við hlutina. Hvar sem hann fór vakti hann eftirtekt manna. Ég minnist þess glögglega hve hann vakti eftir- tekt mína þegar ég kom í Hólm- inn. Við urðum fljótt vinir, því hugðarefni okkar lágu svo mörg á sama vettvangi. Margan brag. inn orktum við saman, en Ólafur byrjaði á fullorðinsaldri að setja saman kvæði og mörg voru þau hin prýðilegustu. Fyrstu stökur okkar urðu til í skemmtilegri ferð um sveitina fyrir ofan kaup túnið. Þá byrjaði ég að yrkja, sagði Ólafur oft við mig. Já vissulega var gaman að deila geði við svo ágætan mann og ég finn ennþá ylinn leggja af þeim stundum er við vorum saman. Nú, er ieiðir skilja, fer ekki hjá því að minn- ingarnar segja til sín, minningar sem gefa lífi mínu gildi. Mikið hefi ég samfylgd hans að þakka. Mörg sporin átti ég til Ólafs og hann til mín. Seinast í sumar var hann nokkra daga hjá mér í heim sókn. Var mér og mínu heimili það sérstök ánægja og margt var þá rifjað upp. Þótt heilsan væri þá biluð var hugurinn sá sami og heiðríkjan og hlýjan í hverju orði og athöfn. Ólafur var kvæntur Theódóru Daðadóttur, mikilhæfri konu sem lifir mann sinn ásamt einkasyni, Rögnvaldi, sem er kvæntur og bú settur í Reykjavík. Rögnvaldur og kona hans reyndust Ólafi og Theódóru einstök og aðal skemmt un Ólafs hin seinustu ár var að heimsækja þau og kveða og hjala við sonarböm sín. Það var hon- um kært. Ég kveð nú þennan vin minn með söknuði og sendi ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hins góða drengs. Árni Helgason. ☆ „Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur ein- hvern daginn með eilífð glaða kringum þig“. Þorst. Erlingsson. I LJÓSASKIPTUNUM regn- þrunginn nóvemberdag einn á liðnu hausti kvaddi ég vin minn, Ólaf Jónsson frá Elliða- ey, í hinzta sinni. Ekki grunaði mig þá, að þar liti ég hann síðast, er hann hvarf mér heim stéttina að Elliheimilinu. — Þó hafði ég fundið greinilega, að honum var brugðið, að kerling- in Elli hafði kappsamlega þreytt við hann glimuna. Ekki þykir mér ólíklegt nú, að hann hafi sjálfan grunað, að þetta yrðu síðustu samfundir okkar. Kynni okkar Ólafs stóðu að vísu ekki nema tæpan áratug. En sá áratugur entist honum samt til að miðla mér slíkum forða af þekkingu sinni og skemmtilegheitum, að frá kynn- um mínum við aðra menn reiði ég vart gildari sjóði. Ef ég væri að því spurður, hvað það væri, sem mér væri ríkast í minni frá kynnum mínum við Ólaf frá Elliðaey, og hvernig ég vildi með sem allra fæstum orðum lýsa hon- um, myndi mér ekki vefjast tunga um tönn. Svar mitt yrði: Hann var skemmtilegur fróð- leiksmaður og undirhyggjulaus gæðadrengur. — Eg hygg, að fáir menn hafi verið vinsælli við Breiðafjörð en Ólafur frá Elliðaey. Og ég held, að þeir hafi margir verið, sem * þótti beinlínis vænt um hann. Hann var sérstæður maður á margan hátt, og hann var nægilega mik- ið stórmermi til að vera upp úr því vaxinn að hirða um að leyna persónulegum sérkennum sínum. — Það mynduðust þjóð- sögur um hann í lifanda lífi, og hann kunni þær sjálfur sum- ar hverjar. Vinsælastar þjóð- sagnapersónur verða að jafnaði þeir menn, sem alþýðan met- ur mest fyrir gáfna sakir og atgervis. Vinur minn, Ólafur, sómdi sér vel á bekk með Sæmundi fróða, Bimi Gunn- laugssyni og Leirulækjar-Fúsa. Og sögurnar, er um Ólaf voru sagðar, voru eins og hann sjálf- ur, lausar við kerskni og ill- girni, en ljúfar, léttar og skemmtilegar. Ólafur frá Elliðaey var skáld- mæltur vel, þótt hann gæfi sig lítt að skáldskap fyrr en á efri árum. Margar voru þær stund- irnar, sem ég sat við ritvélina og hann las mér kvæði sín og bragi. Þær stundir munu seint gleymast. Þá sagði Ólafur mörg þau orð, sem betur voru geymd en gleymd. — Nú er ég rita þessi orð um Ólaf látinn, minn- ist ég einnar vísu hans sér- staklega. Hún er úr kvæði um Ara fróða: Ekki þarf að óttast meir, að yfir hann muni fenna, þótt aldrei beitti hann öðrum geir en yddum fjaðrapenna. Ólafur var maður friðsamur, og ég vissi ekki til, að hann vildi nokkrum manni illt. — Hann beitti aldrei géiri haturs og illdeilna. Einmitt þess vegna mun ekki fenna yfir minningu hans, þó að rostamenni gleym- ist að makleikum, um leið og þau hafa verið husluð, nema verk þeirra hafi verið því verri. —o—■ Einhvern veginn finnst mér, að ég geti ekki lagt síðustu hönd á þessi fátæklegu kveðju- orð til þín, Ólafur, nema ávarpa þig sjálfan. Enn finnst mér þú svo nálægur ,að ég á bágt með að trúa, að þú sért kominn úr kallfæri. Fáir voru meiri aufúsugestir á heimiii okkar hjóna en þú. Fá- ir voru ræðnari, fróðari eða meiri skemmtunarmenn. — Enn eru mér í fersku minni kvöldstundir þær, dagstundir og jafnvel morg- unstundir, er ég hlýddi á frá- sagnir þínar og nam af þér fróð- leik um gengnar kynslóðir. Enn er mér í fersku minni hispurs- leysi þitt og sanngirni, er rætt var um samtíðarfólk. — Ég man meira að segja, að þú kallaðir hennar hátign Bretadrottningu aðeins Betu í kvæði einu, er þú ortir um landhelgisdeiluna. — Þú varst oft glaður, Ólafur. Ein- hvern veginn finnst mér, að þú hafir alltaf verið ánægður. Að minnsta kosti var fögnuður af komu þinni hverju sinni. Og nú ert þú genginn. Ekki' þekkí ég aðra menn líklegri til i að vakna upp með glaða eilífð umhverfis sig en þig. Svo tamt er mér, að tengja persónu þína við ánægju og gleði. — Og þó vit- um við báðir, að þú áttir við erfiðari mótbyr að etja en marg- ur leiðindagaurinn og þumbara- hjassinn. — En þú áttir bjart- sýni, kjark og skapfestu til að færa allt til eins góðs vegar og kleift var. Ég þykist því vita, að þessum síðustu umskiptum hafir þú tekið jafnkarlmannlega og öðru, er að höndum bar, fund- ið og vitað, að „nú var gott að hvíla sig“. — Um leið og ég sendi svo konu þinni og öðrum ættingjum hlýj- ar samúðarkveðjur okkar hjóna, kveð ég þig og þakka fyrir okk- ur. Ólafur Haukur Ámason. 'Ú OLAFUR frá Elliðaey hefur um stundarsakir skilið við okkur vini sína, sem hann hefir deilt geði við í marga áratugi — og miðl- að gleði og fræðslu i samskipt- um öllum. Olafur var um margt sérkennilegur persónuleiki — ólíkur öðrum mönnum, sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Hann var lundgóður, fljótur til átaka, þegar þess þurfti með, tillögu- góður, en afskiptalaus um hagi annarra, nema aðstoðar hans væri óskað. Frá því að Olafur flutti frá æskustöðvum sínum við ísafjarð- ardjúp til Elliðaeyjar á Breiða- firði, þar sem hann rak búskap um nær 20 ára skeið, var vin- átta og margskonar samstarf með okkur. I Stykkishólmi áttum við loðdýrabú í um 20 ár, sem Olafur annaðist rekstur á af mik- illi alúð og var hann ábyggilega — Ófremdarástand Framhald af bls 9. varahlutaskortsins. Þá er bent á að verðlagsákvæði sem leyfa ekki nægilega álagningu á varahluti og það hve langan tíma tekur að fá gjaldeyrisleyfi fyrir vara- hlutum. Þá er í skýrslunni bent á þörf fyrir hæfa menn í þessa iðn- grein og gerðar tillögur til breyt- inga á iðnnáminu. Meðan iðn- grein þessi er í slíkum öldudal, sem raun ber vitni, er þess vart að vænta að menn fýsi að læra hana. Að lokum bendir ráðunautur- inn á nauðsyn löggildingar bif- reiðaverkstæða til þess að koma í veg fyrir að ófulikomin smá- verkstæði séu rekin og til þess að tryggja að þau verkstæði, sem taka að sér viðgerðir gegn greiðslu, fullnægi vissum lág- markskröfum. Niðurstöður I niðurstöðum bendir ráðunaut urinn á 6 liði sem nauðsyn sé að framkvæma og stuðlað gætu að úrbótum á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í bifreiaviðgerðar- málum okkar Islendinga. Atriðin eru þessi: 1. Afnám verðlagseftirlits með seldri vinnu og varahlutum. 2. Endurskipulagning og aukning iðnnáms. 3. Afnám hafta á innflutningi varahluta. 4. Afnám hafta á innflutningi verkfæra og véla til bifreiða- verkstæða. 5. Afnám hafta á byggingu verk- stæðishúsnæðis. 6. Opinber löggilding bifreiða- verkstæða. Bent er á í lokaorðum að svo kunni að virðast sem ráðstafanir þær, sem tillögur eru gerðar um, kunni að leiða til hækkunar á viðgerðarkostnaði. Hins vegar segir ráðunauturinn að ráðstaf- anirnar miði allar að hagræð- ingu 1 rekstri bifreiðaverkstæð- anna, sem hlýtur að minnsta kosti þegar fram í sækir, að verka til lækkunar á bifreiðavið gerða- og viðhaldskostnaði og ennfremur bæta mjög þjónustu verkstæðanna. á þeim árum mesti kunnáttumað ur hér á landi um eldi loðdýra. Breiðfirðingar hafa átt margar ánægjustundir á heimili þeirra hjóna, frú Theodóru og Olafs, bæði á meðan þau bjuggu í Elliða ey og eftir að þau fluttu til Stykkishólms. Voru þau hjónin samhent að veita gestum sínum og vinum af mikilli rausn — og minnist ég margra ánægjustunda á heimili þeirra. Olafur gegndi ýmsum trúnaðar störfum í Síykkishólmi. Var hann. í hreppsnefnd Stykkishólms yfir langt tímabil, formaður Sjálf- stæðisfélagsins Skjöldur í yfir áratug. Þessum störfum gengdi Olafur með árvekni og sam- vizkusemi. Eg votta frá Theodóru, Rögn- vaidi syni þeirra hjóna, tengda- dóttur og börnum innilega sam- úð. Blessuð sé minning hans. Sigurður Ágústsson — Afnema Framh. af bls. 11. brjóta hana í hvert sinn, er henta þykir að misbeita fjár- öflunarvaldi ríkisins á hinn herfilegasta hátt í þágu eyðslu, óstjómar og allskonar opin- berra fyrirtækja, sem stöðugt eru rekin með stórtapi á kostn- að einkaframtaksins. Það er barizt um það, hvort uppræta eigi hér á landi með öllu allt frjálst framtak með misbeit- ingu álöguvaldsins og koma f þess stað . á allsherjarríkis- rekstri, hjá þjóð, sem vitað er um, að er að eðli og uppruna allra þjóða frábitnust slíkum stjórnarháttum og þeirri ánauð, sem þeim fylgir. — Hjá þjóð, þar sem þegnarnir eru almennt svo gerðir og uppaldir, bæði há- ir og lágir, að þeir eru efldir við eigið framtak, en svo áhugalausir, er þeir starfa á vegum hins opinbera og undir stjórnleysi þess, að engu tauti er unnt við þá að koma, og út- koman verður því óbærilegra tap fyrir alla sem hinn opinberi rekstur er meiri. í sambandi við það, að fjár- málaráðuneytið er að beita fó- getavaldi við fjárheimtu þessara furðulegu laga, þrátt fyrir alla óvissuna, sem enn ríkir ura stjómskipulegt gildi þeirrá, viljum vér benda á eftirfar- andi: Hæstaréttardómurinn frá 29. nóv. 1958 er að voru áliti alger- lega óframbærileg aðfaraheim- ild. í forsendum dómsins er f fyrsta lagi gefið fyllilega I skyn að vafi leiki á um stjóm- skipulegt gildi þess, sem réttur- inn kallar „skattstefnu“ þessara laga. I öðru Iagi segir í forsend unum bemm orðum, að hlutað- eigandi gjaldþegnar séu beittir misrétti og gert „mishátt undir höfði“ með mörgum þýðingar- miklum ákvæðum laganna. I þriðja lagi er þess getið í for- sendunum, að tvö mjög mikil. væg ákvæði laganna, varðandi gildi þeirra, séu ekki nægilega upplýst, tit- þess að um þau verði dæmt. í fjórða lagi neit- aði Hæstiréttur með sérstökum úrskurði sínum, að þeim mál- um, sem enn eru rekin fyrir dómstólunum út af spuming- unni um stjómarskrárlegt gildi laganna, væri vísað frá dómi vegna þess, að þar væri um dæmt mál að ræða. Að lokum má geta þess, að ríkisstjórninni hefur fyrir löngu borizt rökstudd áskomn þesa efnis, að lög nr. 44/1957 verði afnumin á yfirstandandi Alþingi eða að þeim verði breytt í sam- ræmi við hæstaréttardóminn frá 29. nóv. 1958. Því verður í lengstu lög ekkl trúað, að núverandi stjómar- flokkar fáist ekki til að verða við þessari sjálfsögðu kröfu og lítilsvirði þar með stjómarskrá landsins, Hæstarétt þess og yfir lýst álit Landsbanka íslands. Stjórn félags stóreignaskattgjaldenda-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.