Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. jan. 1961 Bjór STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur hélt umræðufund um áfengan bjór í Sjálfstæðis- húsinu á sunnudaginn. Urðu miklar umræður um málið og tóku 15 menn til máls auk frummælenda, og töluðu sum ir oftar en einu sinni. Var fundurinn mjög fjölmennur, hvert sæti skipað í aðalsal Sjálfstæðishússins og hliðar- salurinn nær þéttsetinn. Um- ræður fóru vel fram og stilli- lega. Engin ályktun var gerð um málið á fundinum. ★ Matthías Johannessen, formað ur Stúdentafélags Reykjavíkur, setti umræðufundinn kl. 2 rétt- stundis og var þá þegar mikill mannfjöldi saman kominn í hús inu. Gat formaður þess, að flutningsmaður bjórfrumvarps- ins á Alþingi, Pétur 'Sigurðsson, alþingismaður, hefði verið boð- inn sérstaklega til fundarins, en ekki getað mætt þar vegna in- flúenzu. Gaf hann þvínæst fyrra frummælanda, Benedikt Bjark- lind, stórtemplar, orðið. i ★ Benedikt Bjarklind lýsti því yfir í upphafi máls síns, að hann væri andvígur því, að ‘bruggun og sala áfengs öls yrði leyfð í landinu. Rakti hann síðan ástæðurnar fyrir þessari afstöðu sinni. Sagði ræðumaður að við íslendingar þyrftum ekki alltaf að leita út fyrir landssteinana til að skapa okkur skoðun á áfengu öli, því frá landnámstíð og fram að bannárum hefði allt flóað í öli hér á landi. Lýsti Benedikt nokkuð hver áhrif ölið hefði haft á landsmenn og sagði, að sú reynsla, sem við hefðum af því væri ekki góð. í>á sagði hann, að íslendingseðlið hefði ekki breytzt á þeim áratugum, sem liðnir eru, .síðan öl var hér á boðstólum, og væri því ills eins að vænta, ef öl yrði leyft hér á ný og ölknæpur myndu rísa á hverju götuhorni. I>á vék ræðumaður að reynslu annarra þjóða í ölmálum og lýsti ástandi þessara mála í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Kvað hann þessar þjóðir hafa slæma reynslu af ölinu, sem ekki væri okkur til fyrirmyndar. í>á dró ræðumaður fram nokk ur rök, sem hann sagði, að mestu réðu um afstöðu sína gegn ölinu. í fyrsta lagi væri hættan á því að unglingar byrj- uðu drykkjuskap, því ölið mundi auðvelda þeim aðgang að áfenginu. f öðru lagi talaði ræðu maður um aukið öngþveiti og aukna slysahættu sem af því mundi leiða, ef öl yrði hér fram- leitt. Minntist hann sérstaklega á auknar hættur umferðarslysa, ef öl yrði á boðstólum fyrir öko. menn og tók dæmi af indverskri prinsessu, sem ekið hefði á gíf. urlegum hraða um götur Lund- únaborgar og við rannsókn reynzt hafa drukkið einn bjór í þriðja lagi kvað ræðumaður af fagurfræðilegum ástæðum. fs lendingar hefðu fengið nóg af höftum og ófrelsi á undanförn- um árum og væri mál að því lyki. En íítill hópur manna gerði tilraun til að terrorisera þing og þjóð í þessu máli og koma þannig í veg fyrir að öl- málið næði fram að ganga. í>á vék ræðumaður að starf- semi góðtemplarareglunnar og sagði, að sem heild hefði góð- templarareglan orðið sér til skammar í áfengismálum, enda þótt margir mætir menn störf- uðu inann vébanda hennar. For. ysta reglunnar í áfengismálum þjóðarinnar væri sorgleg slysa- saga. Þegar brennivínsbrugg og vínsala hefði verið leyfð í land- inu 1930, hefðu góðtemplarar fengið því framgengt, að brenni. vín væri ekki selt nema á 3ja pela ‘ flöskum. Á síðari árum hefðu fyrir þeirra tilstuðlan verið komið á héraðsbönnum 6000 krónum skyldu sýknaðir. En þeir sem stælu upphæðum þar á milli skyldu settir í járn. Hitt er svo annað mál, hélt ræðumaður áfram, að það er mik ið og vaxandi áhyggjuefni, hve mikið af unglingum í landinu neytir áfengis. Hitt er ósannað, að bjórinn myndi auka áfengis- neyzlu unglinganna. Og enda þótt indversk prinsessa hafi ekið drukkin úti í London, sannar það ekki að bjór hæfi ekki íslend- ingum. Það er sjálfsagt að brugga öl hér á landi og létta af þeim bönnum og höftum, sem gilt hafa í þessum efnum undan- farið og komið óorði á þjóðina. En ég vil taka það fram að lok- um, að ég er reiðubúinn til að vinna með góðtemplurum að út- rýmingu áfengisbölsins. - 1 ★ Er frummælendur höfðu lokio máli sínu, var gert kaffihlé stutta e5a ekki fiijór Frá umræðufurtdi Studenta féfiags Reykjavíkur ölið mundi valda minnkandi starfsorku og starfshæfni á vinnustöðvum. Benedikt Bjarklind sagði að lokum, að þetta mál væri allt hið alvarlegasta og nauðsyn bæri til að yfirvega það sem þjóðfélagslegt vandamál. Menn mættu ekki láta eigin hagsmuni ráða afstöðu sinni með eða á móti bjórnum og timburmanna- sjónarmiðið, sagði ræðumaður, að ætti engan rétt á sér. ★ Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, var síðari frummælandi og tók næstur til máls. Sagði hann það sorglegt tímanna tákn, að íslend ingar skyldu á því herrans ári 1961 deila um jafn sjálfsagðan hlut og það, hvort leyfa skyldi bruggun og sölu áfengs öls í landinu. Mætti eins deila um, hvort leyfa bæri hrossakjötsát eða hvort banna ætti steinbítsát sumstaðar á landinu, og væri engu líkara en þar hefðu leyni- vínsalarnir stutt þá ötullega. — Drykkjuskapur hefði hinsvegar ekki minnkað við þessi héraðs- bönn. En aðalatriði þessa máls, hélt Friðfinnur áfram, er hvort leyfa skal bruggun og sölu áfengs öls í landinu. Það er erfitt að sann- færa menn um að í landi, þar sem allar víntegundir eru seld- ar, sé þjóðarvoði að selja tiltölu- lega létta víntegund. Einnig er það grundvallaratriði að þjóðfé- lagið skipti sér ekki af neyzlu manna í einstökum atriðum. Meðan áfengi er selt á annað borð, eiga menn að geta ráðið því, hvaða áfengistegund þeir kaupa. Þau lög, sem banna áfengi með vissum alkohólstyrk- leika eru líkust því og ef sett væru lög um að þeir sem stæiu minna en 2250 krónum eða yfir stund, en að því loknu hófust frjálsar umræður. Verður hér á eftir í örstuttu máli drepið á ræðuhöld þessi, til að sýna af- þekkja þær aðstæður sem að baki talnanna liggja, eða af þekkingarskorti ræðumanns sjálfs. Við skulum t. d. taka það dæmi þegar þulið er upp í töium hvílíkt gífurlegt áfeng- ismagn ítalska þjóðin eða sú franska innbyrðir á einu ári. Talan verður að sjálfsögðu há. Það liggur í hlutarins eðli. En hún fæst að miklu leyti af því að margt smátt gerir eitt stórt, sannindin sem enginn dregur 1 efa. Þessar þjóðir hafa vont drykkjarvatn og litla og bragðvonda mjólk, og því fær næstum hver maður sér vínglas eða bjórglas með matnum, og þegar hann er þyrstur, rétt eins og við fáum okkur glas af okkar ágæta vatni eða mjólkurglas. Magn- ið sem hver maður drekkur á ári verður þannig nokkuð mikið, en segir ekkert um það hvort Itali hefur fundið oftar á sér eða drukkið sig oft- ar fullan en Islendingurinn, þó að tölur virðist sanna að meiri drykkjuskapur sé á Italíu en Islandi. • Áfengi og tölur Bjór er nú eitt aðalumræðu- efni manna á milli og í opin- berum umræðum. Mikið og hart er deilt, og ætla ég ekki að blanda mér í þær umræður. En hvílík býsn nota menn af tölum. Ræðumenn draga upp úr vösum sínum minnismiða með tainadálkum, demiba yf- ir andstæðinginn, sem enga aðstöðu hefur til að sannprófa að þar sé rétt með farið. Enda kemur mikið af þessum töl- um málinu ekkert við, annað hvort notaðar til að villa um fyrir áheyrendum, sem ekki stöðu einstakra ræðumanna til bjórmálsins. ★ k ' ' Esra Pétursson læknir sagði, að bjórdrykkja eða hófdrykkja væri síður en svo skaðlaus og hófdrykkjiumennirnir yllu flest- um slysum. Bjórinn mundi valda því, að unglingar byrjuðu að drekka og færu svo fyrr en varði yfir í snapsinn. Það væri of seint að byrgja áfengisbrunninn eftir að áfengisbörnin væru dottin of- an í. Frú Guðlaug Narfadóttir kvaðst gjarnan vilja að rödd konunnar kæmi fram á fundinum, en rödd íslenzkra kvenna í þessu efni hefði bezt komið fram í tillögu Kvenréttindafélags íslands gegn bjór í landi. Las frúin tillöguna. ★ Ólafur Matthíasson spurði hve margir templarar væru á íslandi. Þá sagði hann, að þegar hann var ungur drengur hefði víntunna staðið á stokk í kjallaranum heima hjá sér en þó hefði hann ekki bragðað vín fyrr en eftir að templarar komu banninu á. Mælti hann með bjórnum. Þorleifur Gíslason sagðist vera hræddur við ölið og brennivínið. f 30 ár hefði hann umgengizt menn undir áhrifum áfengis, sem allir hefðu verið eins og fábján- ar. Skoraði hann á alla íslend- inga, sem væru á móti öli og víni að fylikja sér í eina fylkingu undir kjörorðinu: — ísland, vín- laust land. ★ Björn L .Jónsson, læknir, vék að næringarsamsetningu ölsina og vítamíninnihaldi. Sagði hann að aðeins tvö af vítamínum. öl- gersins kæmu fram í ölinu en þegar við brenndum alkóhóli, eyddust vítamín úr líkamanum. Það væri því ekki rétt að bjór- inn væri hollur, og þau næring- arefni, sem hann innihéldi, mundu aðeins bæta ofan á dag- legt ofát okkar. Það væri þvi óhollara að drekka áfengi í öli en í hvítvíni og öðrum léttum vínum. Helgi Sæmundsson kvað það sanngjarnt að leyfa bruggun og sölu áfengs öls í landi, þar sem vínsala væri leyfð. Nokkrir ræðu manna hefðu talað um samgöngu mál í sambandi við ölið og að því tilefni dytti sér í hug líking. Bann við bruggun áfengs öls Framh. á bls. 13. ♦ Talnarök Slíkur samanburður þjónar auðvitað engum tilgangi. Töl- ur eru ákaflega gagnlegar til að átta sig á hlutunum, en því aðeins að bornir séu sam- an hliðstæðir hlutir. Og þær eru beinlínis villandi ef áheyrandi er ekki kunnugur aðstæðunum og e. t. v. sá sem notar tölurnar ekki heldur. Mig grunar að í öllu þessu talnaflóði, sem dynur yfir mann í kappræðum um bjór- málið sé talsvert af slíkum gögnum. Og þau koma um- ræðunum um það hvort bjór verði Islendingum til góðs eða ills ekkert við. ♦ Ný undirgöng Ekki alls fyrir löngu var rætt um jarðgöngin undir Miklubraut, á gatnamótum Lönguhlíðar, sem þá voru dimm og full af drasli, en samt ekki lokuð. Nú er búið að opna þessi fyrstu jarðgöng undir götu í Reykjavík, þrífa þau og lýsa upp. Og eru íbúar nærliggjandi hverfa farnir að ganga undir Miklubrautina, öruggir fyrir bílaumferðinni, Þetta er nýr þáttur í bæjar- lífinu, sem kemur með auk- inni umferð. Slík jarðgöng eru til mikils öryggis á stór- um umferðaræðum og eiga bæjaryfirvöldin þakkir skild- ar fyrir að hafa komið þeim upp. Sjálfsagt eiga slík und. irgöng fyrir gangandi fóllt eftir að koma víða í bænum í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.