Morgunblaðið - 31.01.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.01.1961, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAfílÐ Þriðjudagur 31. jan. 1961 Dr. Bjarni Helgason EXNN hluti hinnar almennu jarðvegsfræði fjallar um með ferð jarðvegsins, sem á ensku er kallað „soil management". Þessi hluti jarðveHsfræðinnar fjallar fyrst og fremst um á- hrif manna og kvikfénaðar á jarðveginn og þá um leið á gróðurinn, og á þetta við öll áhrif, bæði góð og ill. Þannig falla m.a. skurðgröftur og framræsla, uppgræðsla og landeyðing, beit og áhrif henn ar undir þessa tiltölulega nýju fræðigrein, jarðvegsfræðina. En á þetta er bent vegna nokkurs misskilnings, sem fram hefur komið í sambandi við skrif mín á sl. ári um jarð veginn ,gróðurinn og sauðféð. Á ég þar sérstaklega við at- hugasemdir Ásgeirs L. Jóns- sonar, ráðunauts hjá Búnaðar- félagi íslands hinn 3. des. sl. vegna greina minna og gagn- VAXANOI FJARFJOLOI Myndin sýnir, hvert stefnt heDur á undanförnum árum með sauðf járræktina í Árnes- sýslu. Því miður voru tölur fyrir sðastliðið ár, árið 1960, ekki fyrir hendi, og er þvi ekki vitað, hvort einhver | breyting hefur orðið á þess-1 arri óheillavænlegu þróun. Gróður jarðar rýni í sambandi við uppþurrk un mýranna. Til glöggvunar leyfi ég mér að vitna orðrétt til greinar ráðunautsins, en hann segir: „Þó að ég (þ.e. ráðun.) sé gamall fjósamaður og fjárhirðir, þá er ég ekki sérfræðingur í búfjárrækt og legg því ekki út í að ræða þau mál við doktorinn, en þar má vera, að hann standi hvað höllustum fæti“. — Svo mörg voru þau orð, en eins og að ofan segir, er það mikill misskilningur, ef ein- hverjum hefur þótt ég vera að skrifa um búfjárrækt í þessum dálkum, þegar ég hefi rætt áhrif búfénaðar á jarð- veginn og gróðurinn. Þess vegna verðum við að vona, að engir láti það henda sig oftar, allra sízt ráðunautar, að rugla saman búfjárrækf og jarðvegs fræði. Á sl. ári var nokkrum sinn um minnzt á uppblástur og landeyðingu, sem afleiðingar misnotkunar landsins. í því sambandi var vakin athygli á og hefur raunar verið gert af ýmsum áður, hverjar afleið- ingar misnotkun heiðanna og haglendanna getur haft fyrir framtíð landbúnaðarins og þjóðarinnar í heild. í fram- haldi af þessu var nokkrum sinnum bent á nauðsyn gróð- urverndar, þ.e. skynsamlegr- ar og hóflegrar notkunar á landinu, gróðri þess og jarð- vegi. Án efa eru allir framsýnir menn sammála um mikilvægi þessa merka nauðsynjamáls, en um leiðirnar virðist menn greina á. Sumir vilja algjöra friðun, en aðrir virðast álíta sem svo, að gróðurinn gæti sín sjálfur. Það getur vel ver- ið rétt sums staðar, að gróð- urinn sé þess eðlis, að ekki sé þörf á miklu eftirliti með á- standi hans. Því verður samt ekki neitað, ef nokkur skyn- semi á að ráða, að athuganir og eftirlit er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir misnotk- un, rýrnun eða jafnvel úr- kynjun. Hitt er svo annað mál, hvort algjörrar friðunar er ætíð þörf. En auðvitað fer það eftir ástandi og eðli jarð vegs og gróðurs hverju sinni og eins, hvert lokatakmarkið er. Gróðurvernd í hvaða mynd, sem er, er ekki fáránleg hug- mynd, heldur nauðsyn. Það getur varla mörgum dulizt, og einmitt þess vegna ber að setja skýr ákvæði í lög um gróðurvernd og almenna land græðslu, þ.á.m. sandgræðslu og skógrækt svo og ítölu. Þessi nýju lagaákvæði yrðu að miðast við það að auka landgræðslu og bæta hagnýt- ingu náttúruauðæfanna á þann hátt, að ekki geti orðið um misnotkun að ræða, — að ekki sé gengið á hinn raun- verulega höfuðstól náttúru landsins. Það væri til fram- búðar að auka höfuðstólinn og búa þannig í haginn fyrir þá, sem síðar koma. Aftur á móti geta ófullnægjandi og jafnvel úrelt lagaákvæði stundum verið meira til trafala og tjóns en til gagns og hagsbóta fyrir alla. Þess vegna ber að end- urskoða sem fyrst umrædd lagaákvæði í samræmi við hin breyttu viðhorf nútímans og framtíðarinnar. Skiptapar > I slórviðrum undanfarin dægur OSLÓ, 28. jan. fReuter) — Sam kvæmt tilkynningu frá pólskum togara, sem leitði vars við suð- urströnd Noregs í dag, hefir ó- kennt skip — að líkindum rúss- neskur togari — farizt með allri áhöfn á Doggerbankanum svo- nefnda í Norðursjó, en um þær slóðir hefir geisað mikið veður s.I. sólarhring. Brezka skipið Orecrest, sem er 6 þús. lestir að stærð, hraktist í dag fyrir vindi og sjó skammt imdan Noregsströnd. en stýris- búnaður þess hafði bilað. Eru nú dráttarbátar og önnur skip á leið inni því til aðstoðar. Þá hafa skip einnig verið send til Svino- eyjar undan vesturströnd Nor- egs, þar sem þýzka flutninga- skipið Peter Oldendroff varð fyr ir vélabilun og er bjargarlaust. — ★ — Undanfarin dægur hefir verið mjög hvasst á norðanverðu At- lantsshafi, og hafa mörg skip orð ið fyrir skakkaföllum. í gær fórst rússneskur togari undan Skot- landsströndum, og virðist eng- inn skipsmanna hafa komizt lífs : af. EGILSSTÖÐUM, 26. jan. — í sambandi við frétt í Tímanum 13. þ.m. sem undirrituð var S. St. og fjallaði um drukknun hreindýra í Lagarfljóti, hefj ég verið beðinn um að koma á framfæri að Hróarstungumenn hafi ekki ætlað sér að nytja hræ in. — Fréttaritari. Flugfreyjur Loftleiðir vilja ráða nokkrar nýjar flugfreyjur til starfa frá 1. apríl n.k. Gert er ráð fyrir að nokkurra vikna námskeið hefjist um miðjan febrúar. Umsækjendur séu fullra 19 ára og hafi staðgóða kunná,ttu í ensku og einhverju Norðurlandamálanna. Umsóknaeyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 2, Aðalskrifstofunni Reykjanesbraut 6, Reykjavík og hjá umboðsmönnum félagsins út á landi. Umsóknir skulu hafa borizt ráðningadeild félags- ins fyrir 10. febr. n ’ Fyrstu vistmerm til Kvíabryggju S V O sem kunnugt er af fréttum, er vinnuhælið að Kvíabryggju við Graf- arnes, nú tekið til starfa á ný. — Fyrstu vistmenn irnir komu vestur þangað fyrir nokkrum dögum. Þeir eru byrjaðir að ditta að hey- vinnuvélum búsins, sagði Ragnar Guðjónsson forstöðu- maður Kvíabryggjuhælisins í simtali við Mbl. í gærmorg- un. — • 200 „vanskilafeður“ Ragnar kvaðst ekki vita hv margir vanskila-barnsfeður myndu úrskurðaðir á næstunni, Það fer aðeins eftir því hvernig þeim gengur að innheimta með- lögin þarna syðra hjá ykkur, sagði Ragnar. Mér skilst að þess- ir tveir menn, sagði hann, séu meðal tvö hundruð manna sem áttu yfir höfði sér úrskurð um, hælisvist hér, en borguðu hin vangoldnu meðlög þegar þeir sáu að ekki var lengur undan- komu auðið og úrskurðurinn um hælisvistina yfirvofandi. • 12 mánaða vist Þessir vistmenn tveir sem nú eru hingað komnir eiga hér Starfsmannafélag Hafnarfj. 20 ára HAFNARFIRÐI — Starfsmanna félag Hafnarfjarðar minnist 20 ára afmælis síns með hófi í Al- þýðuhúsinu 4. febr. n. k. Þar verður á borðum þorramatur og vel til hófsins vandað í alla staði. í Starfsmannafélaginu eru nú um 70 meðlimir og er Guðlaug- ur Þórarinsson formaður. Félag- ið hefir á síðustu árum unnið vel og dyggilega að mörgum kjara- og umbótamálum. fyrir höndum 12 mánaða dvöl hvor. Eg hefði kosið að geta feng ið þeim og væntanlegum vist- mönnum ýmis verkefni í hend- ur t.d. röragerð. Með því myndi heimilið fá nokkuð upp í fæðis- og klæðiskostnað vistmanna og markaður hér vestra er nægur fyrir steypurör. Gamlar og nýjar bœkur frá ísafold Virkið í Norðri, saga hernáms áranna, I-III, verð kr. &80,- Sigfús Blöndal, próf Væringja saga saga norrænna víkinga, verð kr. 130,- Eiríkur á Brúrum, heildarút- gáfa, verð kr. 60,-' Bergsteinn Kristjánsson: Fenntar slóðir, verð kr. 35,- 1 lofti, eftir dr. Alexander Jó- hannesson, verð kr. 15,- ísl. fræði (Studia Islandica), V, VIII og IX, verð kr. 15,- Páll Eggert Ólason: Jón Sig- urðsson, verð kr. 60,- Steingr. Arason: Saga Sam- einuðu þjóðanna, verð kr. 20,- Dr. Guðbr. Jónsson: Lög- reglan í Reykjavík, verð kr. 7,50. Árelíus Nieisson: Saga barna- skólans á Eyrarbakka, verð kr. 100,- Samtíð og saga, nokkrir há- skólafyrirlestrar, fjögur bindi, verð kr. 105,50. Ingimar Jóhannesson: Skarp- héðinn, verð kr. 80,- Jónas Jónsson: Snorrahátíðin 1947—1948, verð kr. 50,- Óskar Einarsson: Staðarbræð ur og Skarðssystur, verð kr. 40,- M. Ketilsson: Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi 1750— 1800, verð kr. 20,- Stýrimannaskólinn í Reykja- vík, sögul yfirlit, verð kr: 15,- Bergsveinn Skúlason: Sögur og sagnir úr Breiðafirði, verð kr. 10,- Jónas Jónsson frá Hriflu: Þjóðleikhúsið, verð kr. 100,- Bókaverzl. tsafoldar StoínluniZur Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn í Tjarnar bíó laugardaginn 4. febrúar 1961 og hefst kl. 14,30. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í af- greiðslu Verzlunarsparisjóðsins, fimmtudag 2. febrú- ar, föstudag 3. febrúar og laugardag 4. febrúar á venjulegum afgreiðslutíma sparisjóðsins. F.h. stjórnar Verzlunarsparisjóðsins Fgill Guttormsson formaður. Endurnýjum gömlu sœngurncr Eigum dún og fiðurheld ver. Einnig æðardúns og gæsardúns sængur og kodda í ýmsum stærðum. Fljót afgreiðsla. FIÐURHREINSUNIN Kirkjuteig 29, sími 33301.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.